Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 2
^VLKV.OiDíRlfATff>lfl Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. - Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Prentsmiðja A1Þýðublaðsins. Sími 14905. - Askriftargjald kr 120,00. - í lausasölu kr. 7,00 eintakið. - Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. SJÓMANNADAGUR Þegar aflabrögð voru mest og verðlag sjávarafurða hæst fyrir 2-3 árum, sáu margir ofsjónum yfir tekjum sjómanna. Þá voru rauna fáar skipshafnir, sem höfðu óvenjulega miklar tekjur, allur þorri sjómanna var lægri. Nú er öldin önnur. Aflinn hef- ur minnkað til muna og verðlag hrunið. Þarmeð falla tekjur sjó- manna, enda þótt skattar liðinna ára þurfi að greiðast. Þegar hið slæma tíðarfar bætist ofan á allt saman, verða þeir nú fáir, sem telja eftir hlut sjómannsins. Þannig er hin sanna mynd. Góð ár — léleg ár. Og hagur þjóðarinnar í heild fylgir eftir. Þegar sjávarútvegurinn fær 2.000 milljónum minna fyrir heildaraflann, kemur það fram eins og stórkostleg blóðtaka fyrir allt efnahagslíf þjóðarinnar. Enn er óhögguð sú staðreynd, ag engir fiskimenn um víða ver- öld draga eins mikinn afla úr sjó á mann og Íslendingar. Þetta gef- ur til kynna, að framleiðni við veiðarnar sé, þrátt fyrir allt mik il. Hins vegar skortir mjög á hag kvæmni við meðferð og vinnslu fiskjarins, eftir að hann kemur á land. Á því sviði er stórbrotinna umbóta þörf, ekki aðeins til að bæta kjör sjómanna heldur þjóð- arinnar í heild. Hægriumferðin tekur hug manna í dag. En hátíð sjómanna gleymi'st ekki. Þúsundir munu tafca þátt í henni og sýna þann- ig samstöðu með hinum afkasta- miklu, íslenzku sjómönnum og votta þeim þakklæti þjóðarinnar. S}ódýrasafn Alþýðublaðið hefur í mörg ár notað sjómannadaginn sem til- efni til að minna á sérstakt bar- áttumál. Það er bygging sjódýra safns í Reykjavík eða nágrenni, og væri ekkert eðlilegra en að einmitt hér væri slíkt safn til. Vestmannaeyingar hafa nú af miklum myndarskap komið sér upp slíku safni. Er það byggð- inni til mikils sóma og fólkinu til V ánægju. Sannar reynslan það, sem Alþýðublaðið hefur svo oft minnt á, að slíkt safn er ómetan- legt til fræðslu og menntunar, en verður líka til mikillar ánægju. Hafið er stórfelldur heimur við bæjardyr okkar, mörgum sinnum umfangsmeira en landið, gerólíkt því að gróðri og öðru lífi. Leikur mönnum ekki fonvitni á að sjá, hvernig þar er um að litast, hvernig gróðurinn er, hvernig fiskar og önnur sjávardýr líta út lifandi í réttu umhverfi. Sjómannadagsráð er umsvifa- mikill framkvæmdaaðili, sem hef ur mikið fé milli handa. Er- ekki verðugt verkefni fyrir það að hafa forustu um byggingu sjó- dýrasafns? Mál og menning Bókmenntafélagið Mál og menning hefur afráðið að breyta útgáfuhátlum sínum, og er hið nýja fyrirkomulag kynnt í sérstöku dreifibréfi til félagsmanna og annarra les- enda frá formanni félagsins, Kristni E. Andréssyni. Uppi- staða bréfsins er gagnrýni hins ,,frjálsa“ bókamarkaðar sem hér viðgangist, lesendur vilji 1 eiga kost á fjölbreyttu bóka- vali eftir smekk og geðþótta en útgefendur leiðist til að gefa út fyrst og fremst þaS sem þeir telji útgengilegast, í skyndi, auðveldast að vekja á athygli með auglýsingum, I stað þess að vera lesendum til leiðbeiningar um góðan bóka kost. Af þessu leiðir, segir Krist inn, að einungis lílill hluti þeirra bóka sem út koma ár- lega hafa bókmennlalegt eða fræðilegt gildti, langflestar gleymdar eftir árið þegar aug lýsingahrotan er um garð •gengin: „Hirin frjálsi markaður, jafn æskilegur og hann væri, leysir ekki vanda íslenzkrar bókaút 2 26- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ gáfu, og samkeppnislögmálin segja þar skýrt til sín. Hann þrengir jafnvel kosti þeirra bókaforlaga sem vilja vanda út gáfu sína og hafa menningar- sjónarmið. Góðar bækur eiga þá ekki aðeins við að etja fjöl miðlunartækin, dagblöð, hljóð- varp, sjónvarp og kvikmyndir, heldur létlmetið allt í sjálfum bókaverzlununum. Jafnt sem útgáfubókunum fjölgar lækka upplögin, og því erfiðara verð ur fyrir úegefendur að stand ast kostnað. Allt mælir með því að bókmenntafélögin, «m tök þeirra lesenda sem unna góðum og vönduðum bókum, séu nauðsyn, jafnvel brýnni nauðsyn en áður.“ En hið nýja fyrirkomulag Máls og menningar verður í stytztu máli á þá leið að áskrif endum félagsins gefst kostur að vélja um þrennskonar á- skriftargjald, kaupa tvær, fjór ar eða sex útgáfubækur félags ins auk Tímarits Máls og menn ingar sem eftir sem áður verð ur ,,sjálfur stofn útgáfunnar“, og ennfremur fá félagsmenn eina bók, myndahefti, í kaup- bæti frá útgáfunni. Verður dregið úr útgáfu Heimskringlu fyrir frjálsan markað að því skapi sem félagsbókum Máls og menningar fjölgar, en vænt anlega eiga félagsmenn eftir sem áður kost á sérstökum „af slætti" á útgáfubókum Heims kringlu, þeim sem eftir verða. Engin ástæða er til að spá hrakspám fyrir þessu nýja framtaki Máls og menningar, en að vísu virðist ólíklegt fyr irfram að nýtt og flókið á* skriftarkerfi leysi neinnvanda útgáfunnar. Bókafélögin hlutu vinsældir í fyrstu fyrir að gefa mönnum kost á mjög ódýrunu bókum á föstu verði, síðan með því að bjóða tiltölulega fjöl- breytt bókaval við vægara verði en gengur og gerist í bókabúðum: jafnframt hafa þau flutt bóksölu að verulegu leyti úr verzlunum í hendur umboðsmanna sinna. Eðlilegt framhald þessarar þróunar af hálfu Máls og menningar sem um sinn þefur farið milliveg milli fastra áskrifta og frjáls legra bókavals, væri að selja hér eftir einvörðungu Tíma- ritið í fastri áskrift en gefa kaupendum þess kost á útgáfu bókum Heimskringlu með sér stöku ,,félagsverði“ eins og Almenna bók.afélngið tíðkar. Raunar má vekja athygli á því að svokallað félagsmannaverð þessara forlaga er að sjálf- sögð eðlilegt markaðsverð bók anna, en einungis lítill hluti af upplagi þeirra selst á hinu hærra bókhlöðuverði, sem eink um er ætlað að beina kaup- endum að föstum viðskiptum við forlögin, áskrift að bók- um þeirra. Og sjálft félagsheit ið er villandi. Óbreyttir félags menn Máls og menningar eða Almenna bókafélagsins hafa ekki meiri áhrif á störf og Framhald á bls. 14. Vft HÖI ) p— mæ: LÐM HhhtihhhhhK FÁTT hefur verið umræddara nú um langa hríð en breyting in frá vinstri til hægri um. ferðar, sem gengur í gildi i dag. Um þetta hefur verið rætt og ritað svo til viðstöðu laust síðustu mánuði og jafnt blöð sem útvarp undirlögð „hægri“----áróðri, þannig að daufdumbi má sá vera, sem ekki hefur orðið þessa á- skynja. Nú er auðvitað gott og blesa að að upplýsa fávísan lýð um leyndardóma mannlegrar breytni í h-umferð, en anzi finnst mér stór hlutur hafa gleymzt. Á ég þar við rök þau, er hljóta að hafa orðið ofan á, er ákveðið var að h-umferð skyldi upp tekin. Engin tilraun hefur þó verið gerð af hálfu hinna vísu ráðamanna til að útskýra þá staðreynd er allt bramboltið virðist byggjast á: Hví .hægri umferð er betri ert vinstri? Svarið við þessari mjög svó auðskildu^purningu,- sem skatt- og útsvarsgreiðend. ur áttu þó hiklaust að fá svar. að á undan öðrum spumingum um hægri og vinstri hef- ur bókstaflega kafnað í há- værum og kliðmiklum röddum lögregluþjóna og annarra burðamikilla manna, sem í það óendanlega hafa staglazt á dag setningunni 26. maí eins og ekkert annað í heiminum skipti máli! ‘ Enda eru málalok hin spaugi legustu; Lánazt hefur að lemja það inn fyrir þykkar höfuðskeljar vor múgamanna, AÐ H-DAGUR SÉ DAGURINN í DAG, en hitt höfum vér aldr- ei fengið upplýst, HVERS VEGNA EINHVER DAGUR ÞARF ENDILEGA AÐ VERA H-DAGUR. Hér hefur semsé ver ið byrjað á öfugum enda og er það ekki óvanalegt hér á voru landi, íslandi. Ég vona svo af heilum hug, að þetta verði ekki fyrirboði „hægri umferðar“ i þjóðlífi voru. Með „h- G.A. gjafabréf PrA 8 U N O LA u O A vt S J ó Ðl 8KALATÚNSHBIM1L1SINS «TTA BRÉF ER KVITTUN. EN PÓ MIKIU fREMUR VIDURKENNJNG FYRIR ÍTUDII- ING VID GOTT MÁLEFNI. UIVAVU, K A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.