Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 4
i 1 — Ég vildi aðeins spyrja þig ■ frekar um stofnun verkalýðsfé- j 'laga á þínum érindrekaárum. Þú | hefur eflaust stofnað fleiri verkalýðsfélög en þau, sem þú j hefur áður nefnt? — Já, ekki er því að neita, að j ég aðstoðaði við stofnun nokk- i urra félaga þegar á þessum árum. Ég stóð að stofnun Sjómannafé- lags á Siglufirði, en það varð ekki langlíft. í febrúar 1937 að- stoðaði ég við stofnun Vkf. Grindavíkur og samdi lög fyrir ; það. Þann 24. marz 1937 stóð ég að stofnun Verkalýðsfélagsins Jökull í Ólafsvík ásamt heima- ! mönnum og tveimur mönnum sem komu með mér frá Stykkishólmi. í júlímánuði það ár stóð ég að stofnun Verkalýðs- félags Árnöshrepps í Eyjafirði, tii þess að verkafólk í hreppnum hefðj sín samtök sem samnings- aðili við Kveldúlf í sambandi ýið síldarbræðsluna á Hjalteyri og svo í desember 1939 aðstoðaði ég við stofnun Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. — Þú hefur náttúrlega heim- sótt mörg félög á þessum árum? — Já, það er alveg víst. Ég var á sífelldu ferðalagi milli fé- laganna. Það var margt sem fé- lögin þurftu með. Sums staðar risu upp deilur milli manna og þær þurfti að jafna, mörg félög þurfti að aðstoða við að ná samn- ingum við atvinnurekendur o. fl. — Hvaða deila er þér minnis- ' stæðust frá þessum árum? - Tvímælalaust Iðju-deilan á Akureyri í nóv. og des. 1937. Það er ein sú erfiðasta deila sem ég hefi komið nærri á mínum langa starfsferli en jafnframt ein sú árangursríkasta og á- nægjulegasta varðandi samstarf við fólkið sem í deilunni stóð. Félag verksmiðjufólksins á Akureyrj var stofnað 29. marz 1936, en félaginu gekk mjög illa að fá sig viðurkennt sem samn- ingsaðila um kaup og kjör fólks- ins og gekk þar verst að eiga við kaupfélagsvaldið á staðnum. Haustið 1937 ,kom ég til Akur- cyrar samkvæmt beiðni félagsins til þess að reyna að ná samning- um, og undirbúa þá jafnframt deilu, ef með þyrfti til þess að fá félagið viðurkennt sem samn- ingsaðila, og það varð fljótlega séð, að til mikilla átaka myndi koma. Allur undirbúningur tók tölu- verðan tíma því vitað var að and- staðan af hálfu atvinnurekenda yrði hörð og óvægin. Leitað var til margra sambandsfélaga um ■ fjárhagslega aðstoð ef á þyrfti að halda og urðu mörg félög víðs vegar um land til þess að láta aðstoð í té, ekkí aðeins með fjárhagslegri aðstoð heldur einnig að stöðva flutninga til og frá Akureyri á meðan deilan stæði. Deilan var mjög vel und- irbúin, t. d. eldsnemma morguns þann dag sem verkfallið átti að byrja, var búið að setja verði við allar dyr í Gefjun og Iðunni þegar ófélagsbundna fólkið kom til vinnunnar, svo það varð að snúa heim aftur og það sama var gert um hádegið varðandj verk- smiðjuna í Gilinu svokallaða. í félaginu var til eldra fólk, sem vissi hvað verkalýðsbarátta var og hafði fengið sína reynslu, en mest var af ungu og ötulu fólki, og það sýndi, ekki síður en eldra fólkið, dá'samlegan skilning á nauðsyn þess að standa sig þar til sigri var náð. Verkfall þetta stóð í rúman mánuð, eða til 7. des. 1937 að samningar náðust. í Verkalýðshúsinu á Akureyri var haldið til dag og nótt og staðnar verkfallsvaktir á hinum mörgu vinnustöðum allan sólar- hringinn, tvær klukkustundir í senn. Kvenfólkið lét ekkj sitt eft ir liggja, það stóð til dæmis vakt- ir, og þær hituðu kaffi og fram- reiddu handa þeim sem vaktir stóðu. Samheldnin í verkfallinu var með fádæmum góð, enda vannst sá sigur, er veitti Iðju á Akur- eyri það brautargengi sem hún hefur jafnan notið síðan í verka- lýðshreyfingunni, svo og í bar- áttunni fyrir bættum kjörum. — Við vorum nú búnir að ræða um ýmislegt sem gerðizt í verkalýðsbaráttunni á árunum milli 1930 og 40, en á sjálfa stjórnmálaþróunina höfum við ekki minnzt. Satt bezt að segja ætla ég sérstaklega að spyrja þig um þátt þinn í starfi Alþýðu- flokksins á þessum árum. Þetta voru söguleg ár. — Já', það gekk þó nokkuð á stundum. — Þú varst í framboði 1934? — Já, í Austur-Húnavatns- sýslu. Við vorum víst einir fimm í framboði þar í það sinn. Jón Pálmason á Akri fyrir Sjálfstæð isflokkinn, Hannes Pálsson á Undirfelli fyrir Framsóknarflokk- inn, Jón í Síóra-Dal fyrir Bænda- flokkinn, Erling Ellingsen fyrir kommúnista og ég fyrir Alþýðu- flokkinn. Ég fékk nú ekki mikið, eitthvað 33 eða 34 atkvæði. —Þetta var þitt fyrsta fram- boð? — Já, ég hafði ekki farið í framboð fyrr. — Og það var enginn glímu- skjálfti í þér, þú hefur verið orð- inn fullkomlega harðnaður ræðu- maður? — Svona nokkurn veginn. Ég vandi mig aldrei á að halda skrif- aðar ræður. Hins vegar undirbjó ég ræður eins og ég gat, punkt- aði niður það sem ég vildi segja svo ég ræddi skipulega um efnið. Ég vildi ekki flytja skrifaðar ræður, taldi að þá yrði allur fiutningurinn dauflegri og fram- koman óeðlilegri. Ég vildi horfa á fólkið. — Þú varst aftur i framboði ins um þessar kosningar. Ég var þar í mánuð og ferðaðist mikið um. Og það sem ég komst ekki á bílum fór ég ríðandi. Ég keypti mér nefnilega hest um vorið. Þetta var sokkóttur klár og hann fékk auðvitað nafnið Sokki, og gárungarnir kölluðu hann Sálna- veiða-Sokka. Þetta varð frægur Ihestur. Einhverju sinni ég fór ég fór ríðandi frá Skagaströnd ríðandi frá Skagaströnd upp í Hallárdal, og mér er sagt að Sveinn frá Elivogum hefði * varð fljótt ljóst, að vinir okkar úr stjórnarsamvinnunni, Fram- sóknarmennirnir létu einskis ó- freistað til að ná til sín mínu fylgi. Þeir fóru meira að segja nákvæmlega i sporin mín síð- ustu dagana fyrir kjördag og reyndu skipulega að má út öllí áhrif af mínum ferðalögum. Þeir töluðu við mína trúnaðarmenn bæði á Blönduósi og Skaga- strönd og vildu fá þá til liðs við sig. íhaldið og Bændaflokkur- inn voru þá í svokallaðri breið- í Austur-Húriavatnssýslu 1937? — Já, og þá vorum við bara fjórir. Kommúnistar buðu ekki fram. Ég fékk annað hvort 93 eða 94 atkvæði, ég sem sagt nærri þrefaldaði atkvæðatöluna og hefði átt að vera á'nægður með minn hlut, því Alþýðuflokkur- inn tapaði mikið sums staðar, t. d. í Reykjavík og Hafnarfirði, og yfirleitt voru kosningarnar 1937 erfiðar fyrir okkur. — En taldirðu ekki að Alþýðu- flokkurinn ætti meira fylgi en það sem þú fékkst? — Það held ég ekki. Alþýðu- flokkurinn var aldrei sterkur í Austur-Húnavatnssýslu, þótt við æítum þar nokkuð af góðu fólki scm fylgdi flokknum og talaði máli hans hvenær sem með þurfti og tækifæri gafst. En sjálfur bjóst ég við meira eftir undirtektum að dæma. En Framsóknarmenn voru af- skaplega aðgangsharðir og vildu gramsa í fylgi Alþýðuflokksins eins og þeir gátu. Ég varð vel kunnugur í sveitum kjördæmis- brag um mig og Sokka og það ferðalag. En svo var Sálnaveiða- Sokka fyrir að þakka, að ég vissi vel hvað fram fór í kjördæminu yfirleitt, en ekki bara á Skaga- strönd og Blönduósi. Og mér ■■■■■■■■■■■■■■■■■■..■■•.■.■..■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ «4■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Jón og Sokki á Akureyri 0 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* Rætt v/'ð Jón Sigurðsson. Fimmta grein ■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i '■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 4 26- maí 1968 — ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.