Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 8
í ÁRSBYRJUN 1920 hélt franska stúlkan Yvonne Ven- droux hátíðlegt tvítugsafmæli sitt. „Yvonne litja” eins og hún var nefnd í heimaborg sinni Calais skorti enga þá eiginleika er hrífa hugi karlmanna: hún var lagleg með Ijómandi, myrk- brún augu, kastaníubrúnt hár, grannvaxin og bar sig eins og prinsessa. Það spillti heldur ekki fyrir henni, að faðir hennar var velstæðúr maður, élgandi margra bakaría og brauðgerðarhúsa. En einmitt þetta ár voru örlög henn- ar ráðin; inn í líf liennar barst hávaxinn, ungur herforingi, að- eins þrítugur að aldri, sem dag nokkurn bættist í hóp herdeild- ar þeirrar, er bækistöðvar hafði í Calais, „setuliðsins” eins og það var kallað. Þessi ungi mað- ur hét Charles de Gaulle. Þau kynntust í glöðu samkvæmi og síðan héldu örlagaþræðir þeirra áfram að tvinnast, þar til úr varð sá rembihnútur, sem nefnd- ur hefur verið hjónaband. Brúð- kaup hinna ungu og glæsilegu hjóna fór fram 8. apríl á því herrans ári 1921. Þó að góðar ástir tækjust snemma með þeim hjónum og sambúð þeirra yrði áfallalaus, kemur öllum kunnugum saman um, að vart geti ólíkari hjón. Hún var — og er — tilfinninga- rík, fingerð kona, er ann frið- sælu heimilislífi öðru fremur, en de Gaulle hrjúfur, ör og á kafur framkvæmdamaður og frá- bær hermaður, agaríkur og miskunnarlaus. Sammerkt eiga þau hins vegar um góðar gáfur og gestrisni. Það fór því ekki hjá því, að unga frúin yrði að þola sitt af hverju með þögn og þolinmæði; henni gekk vel að setja sig inn í hið stormasama og erilsama líf manns síns, her- mannsins og stjórnmálamanns- ins, og varð brátt, að hans eig- in sögn, sú stoð hans og stytta, er bezt reyndist í raun. Yvonne Vendroux var engin meðalstúlka, og madáme de Gaulle er held- ur engin meðalkona! Yvonne de Gaulle er- svo lýst, að hún sé kona blátt áfram og laus við hvers konar sýndar- og stertimennsku. Sem dæmi þessa má nefna það, að í des- emberlok 1958, nokkrum döguro áður en eiginmaður hennar vann embættiseið sinn sem forseti fór Yvonne út að kaupa sér kjól, er sóma myndi tilvonandi forseta- frú. En hún fór ekki til Diors né annarra tízku- og tildur- kónga! Hún fór í ósköp hvers- dagslegt og ofur venjulegt vöru- hús, þar sem óbrotnir og ódýrir kjólar voru til s.ölu og festi kaup á einum þeirra. Svo labbaði hún / Á sveitasetrinu í Colombey á de Gaulle-fjölskyldan hvíldar- cg griðastað frá önn og amstri hins op- inbera lífs. Að m'innsta kosti eina helgi í hverj jm mánuði flýja þau þangað, hjónin. •■•■•■••■•■■■■•■^ •••■■■■••■■■■■■■■■ NÚ i Eftir viku kunningsskap var Yvonne orðinn bálskotinn í Charles. Þegar faðir hennar spurði hana um tiifinningar hans, svaraði liún: „a, ég hef nú ekki spurt hann, en ég skal gera það, . ”. Brúðkaup þeirra var gert 8. apríl 1921. með hann heim til sín, breytti honum örlítið eftir eigin höfði — og lét hann duga! Yvonne er hálfgerð sveita- kona í sér. Hún ann öllu öðru fremur en glæsisölum Parísar- borgar: á búgarði þeirra hjóna í Colombey dvelst hún oft um helgar og yfirleitt alltaf, þegar hún fær því við komið. í kyrrð og unaði sveitarinnar á hún sínar beztu og indælustu stund- ir, — og þegar þau hjón fluttu inn í Elyseé-höllina tók hún há- tíðlegt loforð af manni sínum um, að fækka nú ekki ferðunum til sveitasetursins í Colombey! Yvonne de Gaulle hefur líka stundum — eins og öðrum — orðið kyrrðar vant. Árið 1948 urðu þau hjón til dæmis fyrir þeirri miklu sorg að missa elztu dóttur sína, Önnu, úr löng- um og kvalafullum sjúkdómi langt fyrir aldur fram. Og nú eru bæði hin börnin, sonurinn og dóttirin Elizabeth, flogin úr hreiðrinu og hafa komið sér upp búi og börnum. Gömlu de GauIIe hjónin eru orðin afi og amma — og kunna því hlutskipti vel. De Gaulle forseti hefur næstum alltaf tíma til að taka á móti litlu öngunum, barnabörn- unum, ekkj hvað sízt litla Char- les de Gaulle, syni Filippes, sem auðvitað heitir eftir afa sínum. 8. apríl síðastliðinn héldu þau Charles og Yvonne de Gaulle hátíðlegt 47 ára brúðkaupsaf- mæli sitt. Hátíðin fólst í óform- legum miðdegisverði á sveita- setri fjölskyldunnar í Colombey, þar sem gömlu lijónin, börn og barnabörn sátu saman að borð- um. Þannig kunna þau bezt við sig. 'f HARÐVIÐAR OTSHURDBR TRÉSMÍÐjA . Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 1 Kópavogi ** sími 4 01 75 3 26- maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.