Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 9
VERÐUR AVA GARDNER AFTUR EiSSNSCONA • FEMiMKS SINATRA? Frank Sinatra er aldrei lengi utan brennipiankts fréttanna. Nú er hann í brennipunkti á ný, því þær sögur g'anga í Ameríku að hann hyggist kvæn- ast á ný, fyrrver^ndi eiginkonu sinni, hinni 45 ára gömlu Ava Gardner, sem í langan tíma var álitin fegursta kona heims. „Það er varla að ég leggi trún að á þetta,“ segja vafalaust margir. En þetta sögðu einnig margir fyrir tveimur árum er Frank, þá fimmtugur að aldri, kvæntist tvítugri leikkonu, Mia Farrow. Samkvæmt fréttaflutningi dagblaðanna í Los Angeles voru þa<5 veikindi Franks Sin atra sem löðuðu hann og Ava Gardner saman á ný. Leikkon an var að leika í kvikmynd í Austurríki er hún frétti af veikindúm fyrrverandi manns síns. Hún hugsaði sig ekki tvisvar umj, en tók flugvél samstundis til Palm Springs, til að sitja við sjúkrabeð Franks. Samkvæmt dagblöðun um í Los Angeles, hafa þau síðan ekki mátt sjá hvort af öðru. Það er engin nýlunda, að Frank Sinatra sé bendlaður við einhverja konu. Hann er þó einungis þríkvænlur. Fyrsta hjónaband hans var með æskuvinkonu sinni, Nan- cy Barbato söngkonu. — Þau giftu sig árið 1939. Þau áttu þrjú börn saman; Nancy, sem nú er heimsfræg sem^ söng- kona, stúlkuna Tittu og Frank Sinatra yngri. Hjónabandið stóð í 12 ár og var lengi talið vera eitt hamingjusamasta hjónaband í kvikmyndaheim- inum. Er Fi-ank skildi við Nancy hafði hann þegar hitt Ava Gardner. Álta dögum eftir að Frank Sinatra. skilnaðurjnn átti sér stað, kvæntist hann leikkonunni. Það varð harla slormasamt og umrætt hjónaband og þegar hann skildi við Ava Gardner árið Í953, ságðist hann vera búinn að fá nóg af kvenfólki í bili. 'Það leit ekki út fyrir það, því eftir skilnaðinn við Ava Gardner var hann meira og minna bendlaður við Ritu Hay worth, Kim Novak, Beity Furness, Lany Adelle Beattý, Joy Lansing, Lindu Cbristian og Juliettu Prowse. Frank irú lofaðist Juliettu um haustið 1961 og voru þau til áramóta er þau slitu trúlofuninni. Juli etta hafði nefnilega fengið stöðugt fleiri tilboð í kvik myndaleik, en Frank Sinatra vildi fá húsmóður, en ekki leikkonu. Þá komum við að þætti Mia Farrow, dóttur kvikmyndaleik konunnar Maureen O Sullivan, sem þekkt er úr mörgum Tarz an myndum. Mia fékk hlut- verk, sem Britt Sellers hafði hafnað í kvikmyndinni ,,van Ryans Express“, en þar lék Frank Sinatra aðalhlutverkið. Sambands þessa 50 ára gamla manns og Mia Farrows, sem var 19 ára varð að forsíðuefni blaða vestanhafs, sumarið 1965. Þau voru þá á siglingu á skút- unni „Suðrænn vindur“ allir bjuggust við brúðkaupi. Svo varð þó ekki. Orsökin var að Sinatra hafði alveg frá skilnaðinum við Nan cy Barbato fundizt hann bund- inn þessari fyrrverandi eigin- konu sinni og börnunum þrem. Er hann var í Los Angeles heimsótti ' hann þau oft í hverri viku. „Nancy er fram úrskarandi kona og hefur alið börn okkar vel upp,“ sagði hann eitt sinn í viðtali. Þrátt fyrir þetta kom að því að hann kvæntist Mia Farrow og var það í júlí 1965. Hún var ung, nýja konan hans, þrem arum yngri en elzta dóttir hans. Margir álitu að nú hefði Frank Sinatra að endingu á- kveðið sig í að setjast um kyrrt og taka lífinu með ró. Svo var þó ekki, því í vetur skildu þau Frank og Mia. Nú, þegar Frank Sinatra er að endurnýja samband, sitt við Ava Gardner, hugsa Vafalaust margir að ekki sé kallinn al deilis af baki dottinn og sé nú ef til vill að hefja aðra hring ferð í lífi sínu. HRINGUR SÝNIR Á AKUREYRI Á fimmtudag opnaði Hringur Jóhannesson, listmálari, sýningu í Landsþankasalnum á Akureyri á 50 myndum. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2—10 og lýkur á 2. í hvíta- sunnu. Á sýningunni eru 31 olíukrítarmynd, 9 teikningar og 10 olíumálverk. Verði mynd- anna er mjög stillt í hóf ódýrasta mynd- in á kr. 2.700 og sú dýrasta, olíumálverkið Hrísey, kostar kr. 12 þús. Þetta er fimmta sjálfstæða sýningin sem Hringur heldur. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ ÚTBORGUN KR. 7000.- Afborgiin kr. £@@0.— á mánuði. Svefnbekkir — svefnstólar — sófaborð — innskotsborð — kommóður o. m. fl. Sófasett útb. frá kr. 4000.- eftirstöðvar á 1. ári. VALHÚSGÖGN Ármúla 4 — Sími 82275.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.