Alþýðublaðið - 28.05.1968, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 28.05.1968, Qupperneq 14
Tilkynningar Framhald af 5. síSu. tryggingar nýjum atvinnugrein- um, sem minna eru háðir jafn duttlungafullum atvikum, sem veðrátta, aflagengd og erlent verðlag fiskafurða, hlýtur ávalit að verða. Framtíðarverkefnin í íslnzk- um sjávarútvegi, verða því tví- mælalaust þau að tryggja svo sem kostur er rekstur veiðiflot- ans og vinnslustöðva með því gjaldþoli, sem þjóðin hefur yfir að ráða. Þá byrjun, sem í heild hefur vel af stað farið, þótt ein staka byrjunarmistök hafi átt sér stað, um betri ög meiri nýt- ingu sjávaraflans og færa hana nær kröfum neytandans. Við þurfum nauðsynlega að beita þeim veiðiflota, sem við höfum yfir að ráða nú, til hinna ýmsu veiðigreina þótt aðrar bregðist um sinn, þar sem það er þjóðar nauðsyn, að sem minnst lilé verði á nýtingu sem fjölbreyti- legastra veiðiaðferða flotans. Við þurfum einnig og ekki sízt á því að halda að sem öflugast verði við haldið þeim veiðigrein um, er mest hafa lagt bjóðarbú- inu til, bolfisk- og síldveiðar hafa og munu áfram verða uppi- staðan i sjávaraflanum og at- vinnu í landi. Þeim útgerðar- mönnum og sjómönnum sem ó- trauðir hafa lagt út í veiðar á áður óþekktum slóðum, til að tengja vertíðarúthöld betur sam an, skulu því hér færðar sérstak- ar þakkir fyrir frumkvæðið, sem lýsir íslenzkum þrótti, þori og framtakssemi. Eftir fjárhagslegri getu er þjóðinni brýn nauðsyn á að auka á fjölbreyttari endurnýjun veiði flotans, og er í þvi efni uppi sú spurning hvort við höfum efni á að vera fátækir, þegar jafn mik ið er að veði. Ef einhver efast um sannleiks- gildi þessara orða bið ég þann sama að gefa sér tíma til að skoða af gaumgæfni sjávarút- vegssýnjnguna „íslendingar og hafið.“ Þar mun almenningur sannfærast. í trausti þess, að okkur megi nú sem fyrr, þrátt fyrir erfiðleik ana er að steðja um sinn, auðn- ast að feta veginn fram á við óska ég sjómönnum og ættfólki þeirra öllu til hamingju með þennan hátíðisdag og þjóðinni allri með sjómennina okkar.“ Lítið um óhöpp Framhald úr opnu. Reyndar mun hafa orðið smá- óhapp á Miklatorgi klukkan átta um morguninn, en bílarnir voru farnir af staðnum, þegar lögregl- an kom á' vettvang. ÍJmferð í Reykjavík var lítil fyrst eftir hádegið miðað við hina miklu umferð fyrir liádegið, en umferðin jókst síðan stöðugt og var orðin gífurlega mikil í eftirmiðdaginn. Mynduðust mikl- ir umferðarhnútar víða í borg- inni, en að sögn lögreglunnar hegðaði umferðin sér mjög í sam- ræmi við það, sem lögreglan hafði búizf við. Aðeins sex minmháttar um- ferðaróhöpp urðu á timabilinu Érá hádegi til klukkan sjö á sunnudagskvöld. Eitt umferðar- slys varð á þessu tímabili á Sund laugarveginum, en þar hjólaði 11 ára gamall drengur í veg fyf- ir jeppabifreið. í þeim sex tilvik- um, sem áður er getið varð hvergi slys á mönnum. Á sunnudáginn voru allir veg- farendur að „stíga fyrstu skref- in” í liægri umferð. Allir voru að æfa sig í hinni breyttu um- ferð. Ökumenn sýndu varfræni og tillitssemi gagnvart öðrum i .umferðinni og hlýddu hraðatak- mörkunum þeim, sem settar voru vegna breytingarinnar og gilda munu áfram um nokkurt skeið. Umferðin á sunnudag var ekki eðlileg, þar sem enginn var að flýta sér. Tafir og umferðarhnút- ar skiptu ekki máli, og sýndu menn biðlund og þolinmæði. Eftir kvöldmat á sunnudag var all-nokkur umferð á götum borgarinnar, en hún minnkaði verulega, er líða tók á kvöldið. Yeður var leiðinlegt, rigning og dumbungsveður. Á tímabilinu frá klukkan 19.00 til 24.00 urðu alls r fjögur umferðaróhöpp í Reykjavík og voru þau öll smá- vægileg. Þannig urðu alls 12 umferðar- óhöpp í hægri umferð á sunnu- dag. Aðeins eitt þessara óhappa er alvarlegs eðlis, þó að ekki hafi þar verið um alvarlegustu gerð umferðarslysa að ræða. — Drengurinn, sem fyrir jeppabif- reiðinni varð á Sundlaugarvegin- um mun ekki hafa slasast hættu- lega og vona allir, að þetta fyrsta fórnarlamb hægri umferð- ar nái sér fljótt og um leið, að slysum í umferðinni fækki nú með aukinni umferðarfræðslu, auknu umferðareftirliti og sam- hug allra vegfarenda í breyttri umferð. íþrcttir Framhald 10. síðu. átt að hafa það hugfast, að eng- inn leikur er tapaður fyrr en dóm arinn hefur blásið af. Einar Hjartarson dæmdi leik- inn rétt laglega. — x. Iþrcttir Frámhald af 11. síðu. stökk 1,42 m. Kuldi vorsins hefur komið í veg fyrir að útiæfingar hinna ungu ÍR-inga gætu hafizt, en nú ingar þeirra eru byrjaðar, og verða þær nú, eins og síðastliðið sumar, undir stjórn hins vinsæla þjálfara ÍR-inga. Æft verður fyrst um sinn mánud. þriðjud. er þó svo langt komið, að æf- fimmíud. og föstudaga frá kl. 16,30 til 17,30 alla dagana. EkiS of hratt Frh. af 1. síðu. Sagði hann við þetta tækifæri: „Allt of mikið ber á því, að menn brjóti hraðaákvæðin. Kannski er ekki hægt að segja, að óeðlilega mikið sé um það, að menn brjóti þessi ákvæði, þar sem lögreglunní hafi verið fullkunnugt um það, að tals- verður misbrestur hafi verið á í þessu efni, áður en um- ferðarbreytingin kom lil. Hitt er svo annað mál, að menn ættu að gera sér grein fyrír því, að nú eru komin til sög- 14 28. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ unnar gerbreytt viðhorf í þessum efnum og ættu því að vera miklu gætnari gagnvart * ökuhraðanum en áður.” Arnþór kvað flestar þær bifreiðir, sem stöðvaðar voru í gær, hafa verið á hraða, sem væri talsvert yfir þeim há- markshraða, sém leyfður er. Þá sagði Arnþór, að mjög strangri gæzlu vegna öku- hraða bifreiða yrði haldið áfram og öllum ráðum beitt í því efni að stöðva þá öku- menn, sem brytu hraðatak- mörkin í umferðinni. Til þess væri jöfnum höndum beitt radarmælingum og mælingum á dögreglubiflreiðum og bif- hjólum. Þyrla Liandhelgisgæzlunnar og Slysavarnafélagsins var notuð mikið bæði á sunnudag- inn og í gær til þess að fylgj- ast með gangi umferðarinnar, einkum með tilliti til þess, hvar umferðarhnútar mynd- uðust. Stærsta verkalýðssamband Frakklands, sem kommúnistar ráða yfi, neitaði í gær að undirrita samkomulag það, sem ríkisstjórnin, vinnuveit- endur og fulltrúar launþega geðu með sér í gærmogun eftir rúmlega sólarhrings samningafund. ísl. ungtemplarar 10 ára Á SUMARDAGINN FYRSTA síðastliðinn voru tíu ár liðin frá stofnun félagssamtakanna ís- lenzkir ungtemplarar. í afmælis- riti samtakanna kemst formaður þeirra, Einar Hannesson m. a. svo að orði: — Fróðlegt er að horfa um öxl og rifja upp það, sem gerzt hef- ur þessi ár í starfsemi íslenzkra ungtemplara. Skipzt hafa á skin og skúrir í starfinu, eins og eðli legt er. En það sem mestu máli skiptir, ef undan er skilin gagn- semi starfsins fyrir unga fólkið, er að samtökin hafa náð ör- uggri fótfestu, en innan vébanda sambandgins eru nú rúmlega 1200 félagsmenn. Margir menn hafa komið við sögu ÍUT, sem þakka ber þeirra mikilsverða þátt við stofnun og í uppbyggingu samtakanna. Þrír menn hljóta á þessum tímamót- um að koma öðrum fremur í sviðsljósið. Eru það þeir Sune Persson, Gissur Pálsson og Árel-. íus Níelsson. Sune, sem kveikti neistann, Gissur, sem átti mest- an þátt í að koma málinu í fram- kvæmd, og Árelíus, formaður ÍUT í átta ár. f riti samtakanna er einnig kveðja frá' Stórstúkunni, sem Ólafur Þ. Kristjánsson ritar, Hlutverk íslenzkra ungtemplara, sem Árelíus Nielsson ritar og kveðjur frá ÍUT-deildum úti á landsbyggðinni. Ennfremur er birt dagskrá norræna ungtempl- aramótsins, sem haldið verður í sumar í Sviþjóð. Þá má og geta yfirlits um tíu ára starfssögu og stutts viðtals við Ómar Ragn- arsson. Stjórn ÍUT skipa nú: Einar Hannesson, formaður, Grétar Þorsteinsson, varaformaður, Að- alheiður Jónsdóttir fræðslustjóri, Gunnar Þorláksson ritari, Hregg- viður Jónsson gjaldkeri og Sævar Halldórsson meðstjórnandi. Um 6000 bænd.ur frá öllum sex löndunum í Efnahags- • bandalaginu söfnuðust í gær fyrir utan aðalstöðvar banda- lagsins í Brússel til að mót- mæla landbúnaðarstefnu banda lagsins. Öflugur lögreglu- vörður vopnaður byssum stóð vöð um bygginguoia, og til reiðu voru um 20 brunabílar, en til þess kom ekki að þeir væru notaðir. Félag aldraðra í Hafnarfirði NÝLEGA var stofnað í Hafn- arfirði Styrktarfélag aldraðra. Stjórn félagsins gerir grein fyr ir markmiði félagsins, sem hér segir: Ýmsum þe-ám, sem gamlir verða mæta á efri árum lífs- venjubreytingar, sem kannske eru þyngsta þrautin á lífsleið inni. Þó er það svo, að gamalt fólk getur notið lifsins engu síður en á yngri árum, ef að- stæður eru ákjósanlegar. Flestir munu kjósa að halda sitt heimili sem lengst. Það mun og æskilegast frá félags- legu og þjóðhagslegu sjónar- miði. Sumir þurfa þó óhjákvæmi- lega á hælisvist að halda. Aðrir gætu bjargað sér lengur, ef betur væri að þeim búið. Af þessum sökum telur Syrkt arfélag aldraðra, að vinna beri að því að veita öldruðu íólki skipulega heimilishjálp í viðlög um og í öðru lagi að byggja hentugar íbúðir handa þeim, sem í óhentugu húsnæði búa og stuðla með því, að fólki geti átt sitt eigið heimili lengur en ella. Þá telur félagið nauðsyn bera til þess að létta opinberum gjöldum af þurftarlaunum gam als fólks. Sú hætta er fyrir hendi, ef óhóflega nærri er gengið gjaldþoli þess með álög um, að það neyðist til að leita á náðir opinberra stofnana fyrr eií efni standa til að öðru leyti. Þeim öldruðu, sem daglegrar umönnuna þarfnast, þarf að búa vistlegt dvalarheimili, sem eingöngu er þeim ætlað. Heilbrigt gamalt fólk á ekki að dvelja á sjúkrahúsum. iStyrktarfélag aldraðra vill vinna að þessum málum með því að leitast við að sameina krafta bæjarbúa til liðsinnis við málefnið og vekja áhuga bæ'/aryfirvalda og ríkis á nauð- sya þess. Félagið mun beita sér fyrir fjársöfnun til stuðnings málefn friu og hafa því þegar borizt gjafir, og verður nánar frá því sagt síðar. Gjafir til félagsins eru leyfð ar til frádráttar skattskyldum tekjum. í stjórn félagsins eru: Jóhann Þorsteinsson fyrrv. forstöðumað ur Sólvangs, formaður, Elín Jós efsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi, ritari, Sverrir Magnússon lyf- sali, gjaldkeri, Gísli Kristjáns- son fyrrv. útgerðarmaður, Ólaf ur Ólafsson yfirlæknir, Oliver Steinn bóksali og Sigurborg Odd=dóttir frú. Leförétting Þau leiðu mistök urðu í jass- þættj sunnudagsblaðsins, að röng mynd var birt og sögð vera af Count Basie. Lesendur eru beðnir velvirðingar á mis tökum þessum og fá hér að sjá hinn eina sanna Count Basie. - Þá brenglaðist, einn- ig utanáskrift jazz-hátíðar- innar í Molde í Noregi í sum- ar. Rétt er hún á þessa leið Storyville Club, Molde, Nor ge. m & Móðir okkar ARNDÍS JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 9, 1 andaðist laugardaginn 25. maí. Ólafur Tryggvason Árni Tryggvason. -

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.