Alþýðublaðið - 07.06.1968, Page 10

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Page 10
ÚIVEGSBANKIÍSLANDS TILKYNNIR: í dag, föstudaginn 7. júní opnar bankinn nýtt útibú á ÁLFHÓLSVEGI 7, KÓPAVOGI , 1 Samtímis opnar bankinn stækkað og endurbætt útibú sitt að Laugavegi 105. Afgreiðslutími beggja útibúanna verður fyrst um sinn kl. 9.30—12 f.h. og kl. 1—3.30 og 5—6.30 e.h. alla virka daga nema laug&rdaga. Afgreiðslutíminn frá kl. 5—6.30 er aðeins fyri'r mnlánsviðskypti. Útvegshanki íslands. 200 umslög Framhald af 3. síðu. ihafi var ákveðiS, að það, sem eftir yrði óselt af þessum um- slögum hinn 6. júní, þ. e. a. s. í gær, yrði eyðilagt. Höfðu í gær selzt 5.301 umslag og ráð stafað til eigin þarfa sambands ins 713 stykkjum. Voru þá eft ir 2.086 umslög og var þeim fargað eins og áður segir. Geng isverð umslaganna, sem eyði- lögð voru, var 50 krónur hvert umslag. McCharty. Framhald af 3. síðu. bert heitinn Kennedy hefur verið jarðsettur. Frambjóðendurnir, sem nú hafa allir fengið lífvörð um sig frá sambandshernum, gerðu hlé á allri sljórnmála- starfsemi strax og þeim var kunnugt um árásina á Kenne dy. Þetta hlé verður á óþægi legasta tíma fyrir þá, aðeins átta vikum fyrir flokksþing Republikanaflokksins og ell- efu vikum fyrir flokksþing Demókrataflokksins, en á flokksþingunum verður ákveð ið, hverja flokkarnir útnefna sem forsetaefni. Nokkrir stjórnmálasérfræð- ingar halda því fram, að dauði Roberts Kennedys muni hafa 1 í för með sér aukinn stuðning við Humphrey varaforseta, " sem í mörgum málaflokkum 1 hefur verið sammála Kennedy svo sem varðandi réttindi blökkumanna. Uppfinningar Framhald af 3. síðu. Stærsti kostur þessarar vélar er, að hún skilur hnakkfiskinn leftir, en þversker ekki. Vinn- ur hún því eiúna líkast þvi, og þegar hausað er upp á gamla mátann. Vél þessi er nú þegar komin í notkun á nokkrum stöð um hérlendis. Hugvitsmaður: Ó1 afur Þórðarson, fr.kv.stj. Fram leiðandi: Stálverk sf. Næst má nefna vél, sem er ætluð til notkunar bæði um borð í bátum, svo og í landi. Þetta er eiginlega samstæða, því að hún gerir allt í senn, haus ar og slógdregur síldina og skilar henni síðan saltborinni í tunnur. Hugvitsmaður: Steinar Steinason. Framleiðandi: Normi sf. Þá hefur Steinar einnig fundið upp síldarflokkunarvél, sem getur afkastað allt að 300 tunnum á klukkustund. Og tii að fullkomna verkið hefur Steinar smíðað sjálfvirka vél, sem hausar síldina og raðar henni siðan í tunnurnar, begar hún kemur úr flokkunarvélínni. Þarna gefur einnig að líta aðra hausingarvél, sem hausar bolfisk, bæði stóra fiska og smáa. Afkastar hún frá 25 fisk um upp í 68 fiska á mínútu eftir stærð fiskanna. Hugvits- maður Oddgeir Pétursson. Kolaklippingarvél. Vél þessi er algjörlega sjálf- virk. Klippir hún uggana af kola, sem ætlaður er til heil- frystingar. Afköst þessarar vél- ar eru 30 kolar á mínútu. Vél- ar þessar hafa verið notaðar við Breiðafjörð, og segja eig- endur þeirra, að *ein vél jafnist ó við 30 stúlkur. Hugvitsmaður og framleiðandi: Sigurður Krist insson, Hólmavík. Handfærarúllur. Tvær slíkar eru á sýningunni. Önnur er algjörlega sjálfvirk, skekur sjálf, og þegar sá guli bítur á dregur hún hann misk unnarlaust inn. Margar stilling ar eru á rúllunni, sem ráða þvi hvenær hún dregur inn, einnig er hún þannig gerð, að verði átaksþunginn of mikill gefur hún eftir. Uppfinningar- maður: Jón Þórðarson, Reykja lundi. Hin handfæravindan er nefnd Elektra, og eins og nafn ið bendir til er hún rafknúin. Hún er einkum notuð í minni báta og <er ekki sjálfvirk. Hug- vitsmaður: Elliði Nordal Guð- jónsson. SIMFISK. Þetta nafn bera allar þær FISK-vinnsluvéiar, sem Sigmund ur Jóhannsson, uppfinningamað ur í Vestmannaeyjum hefur fundið upp. Á sýningunni eru m. a. garnaúrtöku- og flokk- unarvél fyrir humar, sem reynzt hefur mjög vel, og eru slíkar vélar nú þegar í notkun í 4 löndum utan íslands. Framleið- andi er Vélsmiðjan Þór, Vest- mannaeyjum, og annar hún ekki eftirspurninni. Þá 'er einnig sýnd steinbítsflökunarvél, sem - Sig- mundur hefur fundið upp, mjög vönduð vél, sem hausar 4-5 t. af steinbít á klukkustund. Þarf aðeins einn mann við vélina til að raða steinbítnum í hana. Allar þessar vélar og tæki virðast haglega gerðar, og sýna ótvírætt, að á þessu sviði standa íslendingar fyllilega jafnfætis öðrum þjóðum, og eru reyndar brautryðjendur í gerð margra tækja til nokunar við vinnslu isjávarafurða. Fólk er því hvatt til að fjölmenna á sýninguna í dag, og sýna þannig, að það metur að verðleikum framlag þessara hagleiksmanna í bágu aðalatvinnuvegs þjóðarinnar. Harmur Frh. af I síðu. an Robert Kennedy, er hann var skotinn úr launsátri í Memphis. Johnson forseti verður að ö’.l um líkindum viðstaddur jarð arför Kennedys, en auk þess er búizt við öðrum bandarískum iramámönnum. Lögreglan í New York hefur gert umfangsmestu varúðar- ráðstafanir, sem hingað til hafa verið við hafðar í sögu borgarinnar. Kistunni með líki Kennedys verður stillt upp á viðhafnar- börum í Dómkirkju heilags • Patreks í New York frá kl. 8.00 f. h. til 11 e. h. og verður flutt með lest til Arlington kirkjugarðsins til greftrunar á laugardag. Johnson hefur fyrirskipað að fánar á opinberum byggingum skuli dregnir í hálfa stöng unz Kennedy hefur verið jarðaður á laugardag, en á sunnudaginn hefur verið fyrirskipuð þjóðar sorg. Allir væntanlegir for- setaframbjóðendur hafa lagt niður alla kosningastarfsemi ' um óákveðinn tíma. Sagði Johnson Bandaríkja- menn bera á þessari myrku stundu skyldu að taka hönd- um saman til þess að barátta Kennedys fyrir framförum og réttlæti beri árangur. Johnson sagði ennfremur, að Robert Kennedy hefði ver- ið göfugur leiðtogi og sannur þjónn bandarísku þjóðarinn- ar og hyllti hann ákaft, enda þótt þeir hafi verið svarnir stjórnmálaféndur. Sagði John son bandarísk stjórnmál hafa beðið óbætanlegt tjón við frá fall Kennedys. Lögreglan í Los Angeles hef ’ ur lýsf því yfir að Sihran Sih- ran, Jórdaníumaðurinn, sem myrti Robert Kennedy verði ákærður fyrir morð að yfir- lögðu ráði. Verður hann ákærð ur fyrir morðið á Kennedy og morðtiraun á 5 manneskjum, sem urðu fyrir hinum átta skotum, úr skambyssu morð- ingjans. Sihran gerðist bandarískur innflytjandi árið 1956, 3 mán- uðum eftir styrjöld ísrael ig Araba, en hann bjó í þáver- andi jórdanska hluta Jerúsa- lem. Er föðúr Sihrans barst fregnin um ódæðisverk sonar síns, en hann býr í Jerúsplem varð honum að orði, að hann væri harmi sleginn vegna gjörða sonar síns. í gær streymdu samúðar- kveðjur frá þjóðarleiðtogum og framámönnum úr öllum heiminum til Ethel Kennedy og Johnson forseta vegna hins hörmulega morðs á Robert Kennedy.. De Gaulle hefur sent Ethel Kennedy, og Kenne dy fjölskyldunni samúðar- kveðjur sínar auk þess, sem hann hefur sent Johnson sam úðarkveðjur fyrir hönd frönsku þjóðarinnar og segir í skeytinu, að hann og franska þjóðin beri sorgina vegna dauða Kennedys með banda- rísku þjóðinni og Kennedy fjölskyldunni. Sömuleiðis hefur Wilson, for sætisráðherra Breta og Elísa bet, Englandsdrottning látið í ljós hluttekningu sína. Tass fréttastofan rússneska hefur birt fréttina um dauða Kennedys án þess að gera at- hugasemdir, en hefur lagt því meiri áherzlu á sjálft morðið. Hefur fréttastofan notfært sér atburðin til þess að ala á hug- sjónaágreiningi þjóðanna. Pravda segir bandaríska þjóðfélagið að verða þjóðfélag ofbeldis og ógna. Segir frétta stofan Kennedy hafa verið fórnardýr öfgaafla, en getur aðeins lítillega um að morð inginn hafi verið Arabi, ann ars staðar í blaðinnu. Ennfremur segir í blaðinu að öfgamenn hafi byrjað að leggja hatur á Kennedy, er hann hefði hafið raunhæfa stjórnmálabaráttu og byrjað að gangrýna hina ábyrgða- lausu og bandarísku utanríkis stefnu og sé morðið á Kenne dy sönnun þess að Bandaríkin væru lýðræðislegt glæpaþjóð félag. Tékkneska útvarpið hefur far ið mörgum orðum um dauða Kennedys og segir erfitt, að leyna óttanum fyrir þeim af- leiðingum, sem dauði hans hafi í för með sér, sem geti haft al varlegar afleiðingar fyrir banda- rískt lýðræði og friðinn í heim inum. Talsmaður Sameinuðuþjóð- anna neitaði öllum sögusögnum um að S.Þ. og lögreglan í New York hafi gert sérstakar ráðstaf anir til þess að vernda fulltrúa Araba hjá S.Þ., en margir þeirra hafa fengið nafnlausar morð hótanir í síma. Fulltrúi Jórdana hjá S.Þ.Muhammediel Farra, fór í gær miklum viðurkenningarorð um um Kennedy og fordæmdu Jórdanir harðlega ódæðisverk hins Jórdanska morðingja Sihr- an. Lét hann í ljós dýpstu hlut tekningu Jórdönsku þjóðarinnar ríkisstjórnarinnar, og sínar eigin gagnvart Kennedy fjölskyldunni og bandarísku þjóðarinnar. Fyrirhuguðum fundarhöldum í Sameinuðuþjóðunum var þegar aflýst, er fréttin barst um dauða Kennedys. ísraelskar fréfctastofnanir hafa ákaft ráðizt á Arabalöndin og segja að með hatursfullum árás um sínum á ísrael hafi þau átt sökina á morðinu á Robert Kenn edy. 10 7- júríí 1968 - ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.