Alþýðublaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.06.1968, Blaðsíða 11
ritstj. ÖRN ÍK p^TTI D BÐSSON 1P| K'w' 1 1IK jögur met í sundi gþaöS. Guðmundur Gíslason Á' heið raöur af SRR og SSÍ i fyrrakv. Fjögur íslandsmet voru sett í sundi og það fimmta jafnað á' Reykjavíkurmótinu í fyrrakvöld, en móíið var háð í Laugardal. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Á setti fyrsta met kvöldsins í 100 m .fjórsundi, hún synti mjög rösklega og næstum „karlmann lega„“ enda bætti Hrafnhildur eigið met um 2,1 sek. Hrafnhild ur er næstum jafnvíg á skrið sund og flugsund og líkleg til enn meiri afreka í framtíðinni. Ellen Ingyadóttir, Á, er ekki síð ur efnileg og í stöðugri framför. Hún bætti met Hrafrihildar Guð mundsdóttur, ÍR um 1,7 sek. í 200 m. bringusundi, en það met setti Hrafnhildur á Norðurlanda móti fyrir fimm árum og varð þá 4. Ellen synti á 3:01,6 mín. Það er orðinn fastur liður á sundmótum, að Ármannssvf ítir setji íslandsmet á sundmótum og svo fór einnig nú, enda haf'a alimargir beztu sundmenn noklc urra félaga safnazt í Ármann Sveit Ármanns bætti íslands- metið í 4x100 m. skriðsundi verulegá, synti á 4:12,9 mín., en gamla metið var 4:41,1 mín. Það átti Ármann einnig. í sveitinni eru Guðmundur Gíslason, Gunn- ar Kristjánsson, Kári Geirlaugs son og Gísli Þorsteinsson. í 4x100 m. skriðsundi kvenna bæíti sveit Ármanns met Selfyss inga frá í fyrra um 1 sek. synti á 4:48,0 mín. í metsveit Ár- manns eru Matthildur Guð- mundsdót'fcr, Ellen Ingvndóttir, Sigrún Siggeirsdóttir og Ilrafn hildur Kristjánsdóttir. Fimmta fslandsmetið var jafn &ð á mótinu, það gerði Guð mundur Gíslason, Á, í 100 m. flugsundi, synti á 1:03,6 mín. Eins og kunnugt er þefur Guð mnndur Gíslason nett HH ís- landsmet á sundferli sínum, sem er einstakt afrek. í því tilefni var hann heiðraður á mótinu í fyrrakvöld. Sundsambandið og Sundráð Reykjavíkur afhentu hon um fagran bikar í þessu tilefni. Var hinn frábæri afreksmaður, sem einnig er fyrirmynd íþrótta- æskunnar á allan hátt, hylltur mjög, þegar Pétur Kristjánsson afhenti honum bikarinn. Mót þetta er stigakeppni og lauk með yfirburðasigri Ármanns, Ægir var í öðru sæti, ÍR í þriðja og KR rak lestina. Áhorfendur voru fleiri en á sundmótuni í vetur, en því miður gekk mótið seint, sundfólkið var ekki ávallt tilbúið til verðlauna afhendinga og við það mynduðust of oft dauðir punktar. Úrslit: Hrafnhildur Guðmundsd. ÍR, 1:06,0 Matthildur Guðm.d. Á, 1:13,6 Ellén Ingvadóttir, Á 1:14,7 Vilborg Júlíusdóttir, Æ 1:19,5 Sigríður Sigurðard. KR 1:22,4 Gestur: Guðmunda Guðm.d. UMFS 1:07,7 200 m. skriðsund karla: Guðm. Gíslason, Á, 2:14,0 Gunnar Kristjánss., Á 2:20,9 Kári Geirlaugss., Á 2:28,1 Gísli Þorsteinss., Á 2:28,2 Halldór Ástvaldsson, Á 2:29,7 Ólafur Þ. Gunlaugsson, KR 2:33,6 Gestir: Sigmundur Stefáns^., UMFS 2:27,8 Magnús Jakobsson, UMFS 2:33,5 100 m. flugsund kvenna: Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Á 1:17,6 Met, Sigrún Siggeirsd., Á 1:22,8 Framhald á síðu 14. 3. deild í kvöld íslandsmóttð í 3. deild heldur afram í kvöld föstudagskv. á Njarðvíkurvelli kl. 20.30. þá keppa U.M.F. Njarðvíkur og H.S.H. Ellen Ingvadóttir, A, í stöðugri framför. mm inga Nýliðarnir í 1. deild frá Vest mannaeyjum léku í fyrra kvöld sinn fyrsta leik gegn sterku erlendu liði og við skulum vona að það verði ekki í síðasta skipti, sem við fáum að sjá hið skemmtilega lið frá Eyjum leika gegn er- lendum atvinnumönnum. Þessi frumraun Eyjamanna var gegn hinu sterka þýzka liði, Schwartz — Weiss sem hér er í boði í. B. K. og fór leikur inn fram í Keflavík í hvössu og köldu veðri. Þó svo að mar’natalan hafi orðið óhag stæð fyrir í. B. V. þá sýndi lið þeirra sem fyrr að í því er kraftur og góðir einstakl- ingar. Fyrri hálfleikur endaði 3-0 hinum þýzku í hag. í. B. V. sótti ekki síður en gest irnir, en tókst ekki að skapa sér verulegt tækifæri við markið og þessi þrjú mörk sem þeir fengu á sig voru öll held ur klaufaleg. Þannig kom það fyrsta á 19. mín. er Páll mark vörður í. B. V. hafði varið tvö hörkuskot en missti knött inn frá sér og skoraði mið- framherji Þjóðverjanna en hann fylgdi mjög vel eftir 1-0- Á 35. mín. er sókn á mark I. B. V. og er varnarmaður í. B. V. komírn með boltann og ætlar að lireinsa en bregzt illi lega bogalistin og hreinlega leggur boltann fyrir h. út- herja gestanna, sem nýtir sér vel mistökin og skorar óverj- andi fyrir Pál 2-0. Á 37 mín. skeður næstum hið sama er varnarmaður „kiksar” illilega Vestmanney og h. framvörðurinn skorar af löngu færi og nú hefði Páll átt að geta varið, en var seinn í svifum og knötturinn liggur í netinu 3-0. Tækifæri í. B. V. voru ekki mörg í hálfleiknum, þó náði Haraldur Júlíusson v. útherji að skalla yfir mark- vörðurinn en varnarmenn þýzk Úrval KSI SW i kvöld Landsliðsnefnd hefur valið eftirtalda menn til að leika gegn S.W. Essen föstudaginn 7. júní á laugardalsvelli lcl. 20.30. Markvörður: Samúel Jóhannsson, Akureyri Bakverðir: Guðni Kjartans son Keflavík Þorsteinn Fr.iðþjófsson Val Ársæll Kjartansson K.R. Framverðir: Viktor Helga- son Vestmannaeyjum Hall- dór Björnsson K.R. Framherjar: Reynir Jóns- son Val Eyleifur Hafsteins- son K.R. Ilermann Gunnars- sonVal Skúli Ágústsson Akur eyrj Kári Árnason Akureyri Varamenn: Sigurður Dags son Val Jóhannes Atlason Fram Matthías Hallgrímsson Kefiavík Helgi Númason Fram Matthías Hallgrímsson Akranesi 4aM ir náðu að hreinsa. Þá átti Sig mar Pálmason h. útherji fast skot að markinu en það var varið. Undarlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks, en þá skoraði Sigmar mark, en var greinilega rangstæður, en ekki var flautað né veifað fyrr en löngu eftir að mark var skor- að, einfaldlega vegna þess að línuverðirnir voru báðir á sama vallarhelmingi, en eng inn á þeim vallarhelmingi, sem í. B. V. sótti á, en ein- hvern veginn dæmdi Ilannes . Sigurðsson dómari leiksins markið ógilt. Seinni hálfleik- ur var allur lélegri en sá fyrri og orðið mjög kalt í veðri, áttu nú í. B. V. menn nokkur góð tækifæri og bezta tæki- færi hálfleiksins er Sigmar gaf vel fyrir og Haraldur átti gott skot naumlega framhjá. Undir lok leiksins skora svo Þjóðverjar 4-0 eftir þvögu fyr ir framan mark í. B. V. Sem sagt öll mörkin hálf leiðinleg og má þar um kenna slaðri vörn í. B. V. Beztu menn liðsins voru Viktor Helgason hinn trausti leikmaður, sem oft er síðasti hlekkurinn í varnarkeðju í. B. V. og svo Valur Andersen, sem er mjög leikinn og yfirvegað ur leikmaður. Þá eru Sævar og Sigmar duglegir en uppskáru ekki eins og til var ætlazt Páll í markinu varði það mesta af því sem hægt var. Dómari var Hannes Sigurðs- son og fannst mörgum hann o£ gestrisinn. I.V. 7- júní . 1968 - ALÞÝÐUBLAÐID H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.