Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 1
m MiSvikudagur 10. júlí 1968 — 49. árg. 129. tbl. deGAULLE REKUR POMPIDOU FRÁ PARÍS, 9. júlí. Georges Pompidou, forsætisráð- herra Frakklands, staðfesti í kvöld, að de Gaulle forseti hefði ákveðið, að gera Couve de Murville, fjármálaráðherra, að forsætisráðherra í sinn stað. „Málið er útkljáð, og ekki meira um það að segja,“ sagði Pompidou á fundi gaullista-þingmanna. Góöar heimildir segja, að á- kvörðun forsetans hafi sætt harðri gagnrýni margra þing- manna, sem hylltu Pompidou v fyrir störf hans þau sex og hálft ár, sem hann hefur verið for- sætisráðherra, og fyrir forustu hans í kosningabaáttunni, sem nýlega gaf gaullistum yfirgnæf- andi meirihluta á þingi. Það ríktu vonbrigðl og bitur- leiki á fundinum, þar sem Pompi- dou gekk um alvarlegur og sorg- mæddur á svip og reyndi að róa hina æstustu af stuðningsmönn- um sínum, segja heimildirnar. Vegis de Gaulles og Pompi- dou skiljast nú eftir margra ára nána samvinnu fyrst og fremst vegna fyrirætlana forsetans um að veita verkamönnum með- ákvörðunarrétt smiðja, segja París. í stjórn verk- stjórnaraðilar í Pompidou er reiðubúinn til að veita verkamönnum meirf aðgang að upplýsingum frá stjóríium fyrirtækjanna og aukinn hluta a£ hagnaði þeirra, en vill ekki fall- ast á að veita þeim ákvörðunar- rétt. Annað ósamkomulag kom í ljós við stúdentaóeirðimar, og verkföllin í maí og júní. Pompidou verður ekki ráð- herra í nýju stjórninni. Það ligg- Framhald á 13. síðu. Breyfingar á frönsku stjórninni: Myndin hér að ofan var tekin í skemmtigarði Hafnfirðinga, Hellisgero'i, i gænnorgun. Stúlkan sem sést á myndinni er að þrífa botninn á tjörninni í garðimun, en það þarf að gera á hverjum morgni, vegna þess hve mjög börn og unglingar hyllast til að kasta grjóti í tjörnina. Slíkt lýsir að vísu heldur slæmum umgengnisháttum, en þó koma þeir oft fram í miklu meiri sóðaskap og jafnvel hreimun skemmdarverkum. Frá þessu segir í frétt á bls. 3. Eins og réttilega kom fram í viðtali við nokkra síldarsjómenn í blaðinu um daginn veltur síldar- vertíðin í ár mikið á flutningaskipunum, og þjónustu við flotann á hinum fjarlægu miðum. Þrjú síldar- flutningaskip verða á miðunum í sinnar, Haföm og Nordgard á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og Síldin á vegum Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, og geta skipin þrjú flutt samtímis um 10.500 lestir síldar. Samkvæmt upplýsingum hjá SR í gær er Haförn kominn á' síldarmiðin við Bjarnareyjar og hóf lestun eftir liádegi í gær. — AIls getúr skinið lestað 3.300 lestir af síld. 23 manna áhöfn er á Haferni. Nordgard lagði af stað á miðin frá Siglufirði í gær- kvöldi. Nordgard er leiguskip og rúmar 4.200 tonn síldar. Erlend áhöfn er á skipinu, að undan- skildum 2 íslendingum. Bæði skipin veita síldarskip- unum olíu, vatn og vistir. Geta þau hvort um sig flutt 250 til 300 lestir af olíu og er hán seld í síldarskipin á sama verði og í landi. Þá er talið að skipin full- nægi eftirspurn eftir matvælum Framhald á 13. eíðu. ! SUMAR | OGSÓL 1 Þessa mynd birtum við af í því aff ,nú er sól og sumar | upp á hvern dag, og auk i þess þótti okkur myndin : góff, en hún var tekin inni \ í Laugardal um síðustu = helgi. ALLISTENDUR OG FELLUR MED SfLDARFLUTNI NGUNUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.