Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 6
Landsmótið að Eiðum úm helgina Næstkomandi föstudag hefst á Eiðum 13. landsmót Ungmennafélags íslands. Undirbúningur er í al- gleymingi og hefur allt verið gert til að mót þetta mætti verða öllum þátttakendum, bæði keppend- inn og gestum ógleymanlegt. Frá mótssvæðinu heyr- ast hamarshöggin sólarhringana út sem órækt vitni þess, hvað er að gerast, og köll og hróp sjálfboðaliða, sem har starfa af elju, heyrast langar leiðir. Á sjálfu mótssvæðinu verða þrír vellir, frjálsíþróttavöilur, handknattleiksvöllur og knatt- spyrnuvöllur. Fpjálsíþróttavöll- urinn er talsvert skemmdur af kali vegna hinna hörðu vetra og köldu vora, sem gengið hafa yfir Austurland undanfarin ár, en við því er því miður ekkert að gera. Hinir vellirnir tveir eru allgóðir. Á svæðinu er einnig sundlaug, 25x10 metrar. Er hún úr plasti og verður sett niður á sama stað og laugin var 1952, þegar síðast var haldið landsmót á Eiðum. Kyndari verður ráð- inn við lspigina, og sér hann um að vatnið i henni sé stöðugt 22 gráðu heitt. Dagskrá landsmótsins verður sem hér segir: Á föstudaginn fer fram skrif- leg keppni í starfsíþróttum og flokksstjórar og starfsmenn þinga. Á laugardaginn verður landsmótið svo formlega sett. — Hefst sú athöfn með því, að gengið verður til iþróttasvæðis, þar sem formaður UMFÍ, Eiríkur J. Eiríksson, þjóðgarðsvörður, setur mótið. Þann dag fer svo fram keppni í frjálsíþróttum og BJARNI M. GÍSLASON HEIÐURSGESTUR UMFÍ BJARNI M. GÍSLASON rit- höfundur er í heimsókn hér, en hingað til hefur því verið að nokkru leyti verið haldið leyndu, að hann er hingað kominn frá Danmörku í boði Ungmennafé- lags íslands. Mótstjórnin óttað- ist, að veðurguðirnir neyddu þá ef til vill til að aflýsa mótinu, en það verður haldið að Eiðum 13. og 14. júlí. Af skemmtiatrið-, um mótsins er hægt að nefna blandaðan kór frá Austfjörðum og íþrótta og fimleikaflokka víðs vegar frá. En einn merkasti þá’ítur landsmótsins að þessu sinnj verður áreiðanlega hátíðar- ræða Bjarna M. Gíslasonar. Ung- mennafélögin hafa boðið honum heim fyrir hið skelegga og giftu- ríka starf hans fyrir lausn hand- ritamálsins. Bjarni hefur eins og allir vita, geíið út bækur um þetta efni og skrifað um það ur- mul blaðagreina á Norðurlönd- um, sérstaklega í Danmörku. — Einna mest áhrif til kynningar málstaðar íslands meðal almenn- ings munu þó fyrirlestrar hans og ræður hafa haft. Bjarni er víðkunnur ræðumaður á öllum Norðurlöndum, og hefur meðal annars ferðazt um Noreg á veg- um norska menntamálaráðuneyt- isins. En þó að hann sé æfður ræðumaður á dönskunni, er ekki þar með sagt, að sú list sé hon- um jafn hlýðin á íslenzkunni eft- if 34 ára útiveru. 34 ár er langur tími og öll mál eru eins og við- kvæmí hljóðfæri, en það hefur aldrei þurft að kveða kjark í Bjarna, og margan mun því fýsa að heyra, hversu vel honum hef- ur tekizt að varðveita tungu sína. Eitt viíum við þó, að hann hefur varðveitt mörgum öðrum fremur: ræturnar að íslenzkri menningu. Um það vitnar hans þrautseiga barátta fyrir þjóð sína, enda hefur mestu af þessum 34 árum verið varið við skriftir og í ferðalög sem ræðu- garpur fyrir hjartfólgnasta mál íslenzku þjóðarinnar síðan sjálf- stæðisbaráttunni lauk. Fyrir það þökkum við honum, og ung- mennafélögunum er mikill heið- ur að þessu heimboði. Nú ýon- urri við bara að veðurguðirnir verði hlíðhollir um helgina og fólk streymi svo hundruðum skiptir að Eiðum, meðal annars til að hyjla þennan ágæta landa okkar. — (Frá UMFÍ). undankeppnin í knattleikjum, einnig keppni í sundi og starfs- íþróttum. Um kvöldið verður svo kvöldvaka og dansleikur. Á sunnudaginn heldur keppn- in áfram og verður þá keppt til úrslita í knattleikjum og verð- laun afhent. Þá verður og sér- stök hátíðardagskrá: messa, á- varp, söngur, leiksýning, leik- fimi, þjóðdansar o. fl. Lúðra- sveit Neskaupstaðar leikur á milli atriða og kemur auk þess fram á kvöldvökunni á laugar- dagskvöldið. Danspallar eru tveir, annar 200 fermetrar, en hinn 450 fer- metrar, auk 50 fermetra leik- sviðs. Er stærri pallurinn um- fiotinn vatni, sem að honum verð- ur veitt, en göngubrú verður út á hann. Þar fara allar sýningar fram. Pallurinn er hið myndar- legasta mannvirki. Austfirzkar danshljómsveitir og skemmti- kraftar munu sjá öllum móts- gestum fyrir sem ánægjulegastri dvöl þessa daga. Tjaldstæði eru nóg, og verður þeim skipt niður í unglingaþúð- ir, búðir starfsmanna og kepp- enda, fjölskyldubúðir og al- menningsbúðir. Næg bílastæði eru og löggæzla, en skátar munu einnig veita sína aðstoð. Formaður landsmótsnefndar Framhald á 13. síðu. | ’ 3 ÆFA FALLHLÍFARSTÖKK Snemma á þessu ári féllst ríkisstjórnin á aff heimila 200 mönnum úr 16. fallhlífarsveit brezka hersins að stunda æfingar hér á landi. Æfingar þess- ar verða á tímabilinu 23-' 31. þ.m. Auk Bretanna taka þátt í þeim menn frá varnarliðinu á Keflavíkur flugvelli, íslenzku flug- björgunarsveitinni og fall hlífastökkdeildinni. Bretarnir munu hafa að setur á Ke'flavíkurflugvelli og stunda æfingar þaðan. Er litið svo á, að bæði landslag og loftslag á ís- landi gefi góða möguleika til fjölbreytilegra æfinga. (Frá utanríkisráðuneyt- inu). Strandarkirkja endurvígð eftir endursmíði Næstkomandi sunnudag, 14. þ.m. verður Strandarkirkja í Selvogi endurvígð eftir að gagngerð endurbygging hefur farið fram á kirkjunni. £ 10. júlí 1968 Viðgerð á Strandarkirkju hófst í júní 1967, og þegar byrjað var að hrófla þar við veggjum, kom í ljós, að fúi var mjög mikill, t. d. reyndist suðurhliðin gjörónýt, svo og turninn.. Endurbyggingu kirkjunnar var haldið áfram í fyrra sumar þar til í október, en haldið áfram í maí í vor. Endur-bætur og stækkun á kirkjunni eru í meginatriðum þessar: Kirkjuliúsið var lengt um 2,8 m. og veggir allir klæddir fúa- varinni furu. Tvöfalt gler var sett í alla glugga, og smíðaöur var nýr turn og hann klæddur með eir, og hið sama var gert við þakið. Þá var seit ný ytri hurð í kirkjuna. Að innan voru þak og veggir einangraðir með plasti og síðan var klætt með valinni furu sýru- borinni. Gólfið var klætt með furu. Þá var sett sönglofí í kirkj- una og smíðaðir í hana nýir bekk- ir. Gólfteppi voru lögð á kór, gang milli bekkja, söngloft, stiga, skrúðhús og forkirkju, og enn- fremur var lagt fyrir rafmagni í kirkjuna til ljósa og hitunar. Og í sambandi við það var býggt sér- stakt hús fyrir dieselrafstöð og snyrtingu. Borað var einnig fyrir vatni með góðum árangri. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.