Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 9
Framtíðaráform stúdentsins Hyggst leggja stund á efnafræði i Osló / Vig'dís Hjaltadóttir er ein þeirra, sem útskrifuðust frá M.R. nú í ár. Sem stendur vinn ur hún á endurskoðunarskrif- stofu í Morgunblaðshúsinu, sem er afskaplega hátt hús eins og allir vita. Sakir and- úffar minnar á lyftum, neydd ist ég til aff klöngrast upp ótal stigaþrep og var aðframkom- in af mæði, er áfangastaðnum var náð. Við gátum því ekki liafiff samtaliff fyrr en góff stund var liðin, en þaff varð á þessa leið: „Jæja, Vigdís hvernig hyggstu nú notfæra þér þau réttindi, sem stúdentsprófið veitir?“ ,,Ég hef mestan áhugá á efna fræðinámi og sótti um í Þránd heimi í Noregi, en fékk afsvar og mun því nema við háskól- ann í Ósló“, „Þar sem þú útskrifaðist úr stærðifræðideild, geri ég ráð fyrir að raunvísindin hafi lengi heillað huga þinn, eins og skáldin segja, eða ber eitthvað sérstakt til, að þú kýst efna- fræði?“ „Fyrst ætlaði ég mér í lyfja fræði,. en hvarf frá því og fór að lítast einna bezt á efnafræði nám Og hef áhuga á rannsókn- larstörfum. Ekki er þó að vita nema kvenlegt eðli eigi stærst ian þátt í þessu vali, því að með menntun efnafræðings gæti ég meðal annars starfað við ilmvatnsfyrirtæki og unn- ið þannig að helztu hugðar- Vigdís Hjaltadóttir efnum kynsystra minna“. „Vigdís, við vitum nú báð- ar, að kveneðlið er margþætt, og við skulum vona, að þetta með ilmvötn, sé ekki eins drjúgur þáttur í því og virzt gæti. Segðu mér annars eitt- hvað um námið“. „Það hefst með námskeiði 20. ágúst, þar sem lögð verð- ur aðaláherzla á stærðfræði og heimspeki. Próf verður tekið síðast í nóvember og er það eins konar forpróf og skilyrði ^þess, að hægt sé að halda á- fram. Námið tekur minnst fjög ur -og hálft ár og er almenn efnafræði. Sérmenntunarmögu leikar eru margir og eins og er, hef ég mikinn áhuga á að íiótíæra mér þá“. „Héfirðu meiri áhuga á að starfa hérlendis en í útlönd- um að námi loknu, ef til kæmi?“ „Ég vildi miklu heldur geta unnið hér, en starfsgrundvöll ur er mjög þröngur hér að því er virðist, þannig að synd væri að segja, að glæsilegar at- vinnuhorfur hér á landi að námi loknu hvettu til að leggja út í slíkt nám, auk þess sem penjngahliðin verður erfið. En það rólar einhvern veginn“. Kvikmynd um fræga dansmey Þessi goðumlíka vera hér á myndinni til hægri er leikkonan og dansmærin Vivian Pickles, sem leikur dansmeyjuna Isa- doru Duncan í sjónvarpskvik- mynd er lýsir æviferli þessarar stórstjörnu, sem átti mjög ömur. lega og stormasama æví. Isa- dora Duncan fæddist í Cali- forníu 187G en lézt á Riverí. unni af slysförum áriff 1927 — fátæk og útskúfuð, eftir aff hafa staffiff um skeiff á hátindi frægffar. Vinnubúðir fyrir 14-15 ára pilta verða dagana 18. júlí — 1. ágúsí að Brautarholti á SkeicWn á vegum Þjóðkirkjunnar Pg U.M.F. Skeiðamanna. Um- sóknir þurfa að hafa borizt fyrir 12. júlí í skrifstofu Æskulýðsfulltrúa, Klapparstíg 27 (5. hæð) eða til séra Bernharðs Guðmundsson- ar, Brautarholti. Tilkynning frá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Athygli bifreiðaeigenda er hér með ivákin á því, aði breytingu á ljósabúnaði bifreiða vegna hægri umferðar á að vera lckið 1 óg. r,.k Bff. | ir þann tíma má búast við * *—us.''* * stöðvun þeirra bifreiða, sem ekki nai axóiL:: ljósabúnað. Þeir sem hafa látið breyta ljósabúnaði bif- reiða án þess að skoðun hafi farið fram sýni ljósastillingarvottorð, þegar hún er færð til skoðunar. Ibnskólinn í Reykjavík óskar að kaupa tæki til verklegrar kennslu fyrir málmiðnaðar-nema, svo sem hér segir: Rennibekki, (litla) rafsuðuvélar, hefil, borvél, fræsivél og vélsög. Nánari upplýsingar fást í skrifstofu skólans næstu daga. Tilboð óskast send skólanum fyrir næstu mán aðamót. SKÓLASTJORI. Orðsending Athygli viðskiptavina vorra skal vakin á því, að verksmiðja vor og glerafgreiðsla verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí — 7. ágúst n.k. Pantanir, sem afgreiða á fyrir sumarleyfi, þarf því að sækja í síðasta lagi 19. júlí n.k. CUDOGLER H.F. 10. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.