Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 8
U Fundur ! kommúnista PRAG, 9. júlí. Miðstjórn tékk- neska kommúnistaflokksins hélt aukafund í gærkvöldi til að ræða bréf, 'er henni höfðu borizt frá kommúnistaflokkum Sovétríkj- anna, Póllands og Austur-Þýzka- lands. Bréfin voru ekki birt, en í stuttri fréttatilkynningu, sem send var út eftir fundinn, segir, að í bréfunum hafi verið boðaðar sameiginlegar viðræður um viss mál varðandi hagsmuni tékk- neska kommúnistaflokksins. Tékkneski kommúnistaflokkur- inn telur það algjörlega nauðsyn- legt að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirra, segir í tilkynn- ingunni. Ennfremur segir, að flokkurinn viðurkenni samvinnu kommúnistaflokkanna sem óhjá- kvæmilegt skilyrði fyrir heppi- legri þróun hinna ýmsu landa. Annað, og jafnóhjákvæmilegt, skilyrði sé virðing fyrir sérstök- um aðstæðum hinna ýmsu flokka og fullveldi þeirra í innri, póli- tískum málum. Slys í ölpum GENF, 9. júlí. — 75 ára gamall Hollendingur, sem saknað hafði verið í þrjá daga, fannst í dag hangandi í bakpokaólum sínum á 100 metra þverhnípi í Ölpunum. „Stjcrnleysi í kjarnorkumálum' SAN ANTONIO, 9. júlí. — Johnson forseti skoraði í dag á þingið að staðfesta samninginn um bann við dreifingu kjarn- orkuvopna og varaði við hugsan- legu „stjórnleysi í kjarnorkumál- um,” sem hljótast kynni af því, að samningurinn yrði ekki fram- kvæmdur. Nýr skattur WASHINGTON, 9. júlí. Útlitið fyrir því, að Johnson forseti ' fái samþykkt frumvarp sitt um sérstakan skatt á skemmti ferðalög til útlanda versnaði mjög í dag, að fjárhagsnefnd öldungadeildarinnar ákvað að taka það ekki fyrir. Sagði for maður nefndarinnar eftir fund inn, að ekki hefði verið ákveð inn neinn tími, er frumvarp ið yrði tekið fyrir. / SVIÐSLJÓSI: Erich Mðria Remarque Frægasta bók hans „Tíðindalaust á vesturvígstöðv- unum” hefur verið gefin út í 10 milljón eintökum. Fyrsti útgefandinn sem hann snéri sér til hafnaði bókinni á þeim forsendum að fólk væri búið að fá nóg af stríðssögum. 22. júní varð Erich Maria Remarque 70 ára gamall. Hann ritaði stríðssöguna „Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum“, sem er aðalmetsölubókin til þessa dags. Bók með sterkum persónulýsingum, geðfýlunni Himmelstoss, Kat, línuhermann inum næma og hinum unga Búuer—, sem er álitinn vera lýsing Remarques á sjálfum sér — standa mönnum ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum enn í dag. Bókin á sér sína eigin sögu. Remarque ritaði bana á fjórum vikum. Upplagið 3.5 milljónír eftir l/2 ár. Fyrsti útgefandinn, sem Rem arque snéri sér til með bók sína, hafnaði henni með þeim rökum, að lesendur vildu ekki meira um stríð. Sagt er, að Remarque hafi farið með bók ina til bæði 14 og 48 útgef- enda, áðúr en hún fékkst gef in út, en það eru staðleysur. Annað forlagið, sem hann fór til var Ullstein, og það tók bók ina, sem kom út 21. janúar 1929. Eftir hálft annað ár hafði bókin selzt í 3,5 milljónum ein taka og hélt sigurgöngu sinni áfram um heim allan. Nú hef ur bókin verið gefin út í 10 milljónum eintaka og verið þýdd á öll tungumál heims, þar á meðal Zulu og Eskimóa mál. Bókin og kvikmyndin gerðu Remarque að milljóna- mæringi, þótt bókin hefði ver ið rituð á aðeins einum mán- uði. Síðan hefur hann aldrei ritað heilt verk á svo skömm um tíma; það hefur tekið hann allt að 3 ár að vinna sumar af hinum bókum hans. Vakti reiði nazista Erich Maria Remarque (skírnarnafn hans er Erich Paul Kramer) fæddist 22. júní 1898, var því mjög ungur, er hann tók þátt í fyrri heims- styrjöldinni og særðist tvíveg is. í bókinni ,,Im Westen nichts neues“, eins og hún heitir á þýzku, er stríðsyfirlýsingu svarað með þjóðhátíð og ráð- herrar og herforingjar á stutt buxum látnir slást með stöfum; þetta hlaut að gera nazistana ■ óða af reiði. Þeim yfirsást, að í þessari anti-stríðsbók var iþví haldið fram, að það riði á að sýnast ekki veikur fyrir. Þegar frumsýna átti mynd- ina, sem var byggð á bókinni, í Berlín, kom Joseph Goebbels, þáverandi Gauleiter í höfuð- borginni því til leiðar, að Hit- ersæskan notaði fýlusprengj- ' ur og hvítar mýs til að koma á upplausn í kvikmyndahús- inu. Hann hláut sinn fyrsta sigur með því að fá myndina Höfundur bókarinnar ,,Tíð- indalaust á vesturvígstöðvun- um“. (Myndin er af Erich Maria Remarque). bannaða. Er Hiller var kominn til valda, var bókin brennd á hinum frægu bókabrennum Nazista. Rétt er einnig að geta ann arrar hliðar á þessari bók. 1936 gáfu aðalsamtök Nazista „Völkischer Beobachter“, út bókina „Nótt við vígstöðvarn ar“. í formálanum stóð: „Eft- ir allar þær lygar úm menn- iná sem Remarque hefur borið á borð, komum við hér frám með atburði, sem raunveru- lega gerðust og um þá er strax hægt að. segja: „Þannig var það í raun og veru“. Nokkrir duglegir blaðamenn höfðu söð ið söguna saman, einfaldlega með. því að taka frááögur úr bók Remarque. Engin úndur að Goebbels varð rauðglóandi af reiði. Kvæntist Paulette Gaddard Remarque fór frá Þýzkalandi 1932 og tók að búa í Tessin í Sviss. Á styrjaldarárunum var hann nokkurn tima í Amer- íku. Hann hafði verið sviptur þýzkum borgararétti 1937 og hafði, þegar hann fékk amer- ískan ríkisborgararétt 1947, sumpart verið ríkisfangslaus, stundum haft panaroanskt eða mexíkanskt vegabréf. 1958 kvæntist hann bandarísku leik konunni Paulette Goddard — annari konu Chaplins— og hef ur nú lengi verið búsettur við Lago Maggiore í Sviss. Remarque ier hár og grannur; hann var mikill hjólreiðamað ur í æsku. Andlit hans er mjög svipbrigðaríkt. Þegar hann hlær lyftir hann vinstri augabrún sinni, sem er þykk og svört; þetta gerir bros hans eilítið djöfullegt. í fyrstu var hann þorpskennari í Osnabrúck og áður en hann sló í gegn sem rithöfundur var hann ritstjóri ,,Sport und Bild“. Eftir hinar glæsilegu viðtök ur „Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum“, hefur hann ein- göngu helgað sig rithöfunda- starfinu og ritað heilmargar metsölubækur um andrúmsloft þeirra tíma, sem hann hefur lifað. Hann hefur einlægt hald ið friðarstefnu sinni mikið fram. 1931 birtist „Der Weg Zurúck”., sem lýsir heimkomu hermanna úr stríði og ,Drei Kammeraden"; þar fjallar hann um ófremdarástandið í Þýzkalandi á árunum eftir stríðið. Einnig eftir síðara stríð hafa birzt metsölubækur eftir Rem arque, t.d. ,,Sigurboginn‘‘ 1947, hann hefur verið kvikmyndað ur. .,Lífseldur“, 1952 sem fjall ar um líf í fangabúðum og tvær bækur 1954 „Augu von- arinnar" og „Fyrsl er að elska — siðan deyja“ og 1965 „Svarta óbelískan“ þar vann söguhetj an á geðveikraspítala, eins og Remarque gerði á yngri ár- um. Nctt í London er síðssta bókin Síðasta bók Remarques „Nacht von Lissabon” er um heimililausa flóttamenn, sem lifa í ógnum Hitlers. Á síðari árum hefur hann tvisvar feng ið aðkenningu að slagi, svo að hann verður að fara vel með sig, en hann vinnur að nýrri bók. í fyrra var hún 500 síð- ur. svo að hann hefur átt ann ríkt við að þjappa hana sam- an. Það er ekki fljótgert, því að hann notar ekki ritvél svo að aukaatriðin verði ekki of Framhald á bls. 14. Þessi skemmtilega tekning sýiúr nóbelsverðlaunahafann Rudyard Kipling, sem fékk verðlaun 1907. Verðlaunin vöktu á sínum tíma miklar deilur, og sögðu andstæðingar hans, að hann væri ekkí skáld heldur góður blaðamaður. En síðan hefur smekkur manna bréytzt, og nú þykir Kipling jafn vel að þessum verðlaunum kom. inn og aðrir, sem þau hafa lilotið. í norska útvarpSnu er nýlokið syrpu um tíu nóbelsverðlaunhafa og var Kipling síðast kynntur. 8 10. júlí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.