Alþýðublaðið - 30.07.1968, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 30.07.1968, Qupperneq 1
Þriðiudagur 30. júlí 1968 — 49- árg. 144. tbl. LYKURI Ekkert birt af honum fyrr en í fyrsta lagi í dag Prag, 29. júlí. Hinir frjálslyndu kommúnistaleiðtog ar Tékkóslóvakíu hófu í dag hinn mikla fund sinn með stjórnmálanefnd sovézka kommúnistaflokksins í litlu þorpi skammt frá landamærum Ukrainu, án þess að aðilar sýndu þess nokkur merki að vera reiðubúnir til að slaka til í afstöðu sinni, sem skekið hefur allan hinn kommúnistíska heim og valdið miklli hættu á sovézkri hernaðaríhlutun til að hinda enda á sóknina í frjálsræðisátt í Tékkóslóvakíu. að fundinum lyki í nótt eða morgun og yrði ekki birt nein tilkynning um hann, fyrr ,en að lionum lóknum. Víðtækar varúðarráðstafan- ir voru gerðar á því svæði, þar sem fundurinn fer friam og blaðamönnum va,r haldið í mörg hundruð metra fjarlægð frá járnbrautarstöðirmi eftir komu sovézku nefndarinnar. Sumir halda Því fram, að fund (unrinn sé haldinn í jámbraut ariest, sem flutt hafi sovét- menn til Cierne, en aðrir telja lað hann sé haldinn í kvik- myndahúsi í þorpinu, sem tel ,ur 2500 íbúa og er aðeins nokkra ikílómetra frá landa- mærum Sovétríkjanna og Ung Framhald á bls. 12. Tékkneskir skriðdrekar viðbúnir við landamærin. Páfi tekur loks afstööu til getnaöarvarna: BANNAÐAR Róm, 29. júlí. Eftir árs yfirvegun og rannsóknir bannaði Páll páfi í dag allar getnaðarvarnir meðal kaþólskra hjóna. Var ákvörðun páfa tilkynnt í hirðis bréfi, er nefnist „Humanae vitae” eða Um mannlífið. í ritinu eru viðurkenndir þeir erfiðleikar, sem marg ir af 550 milljónum kaþólskra í heiminum geta átt með að fella sig við þessa ákvörðun, en samt segir, að takmörkun barneigna skuli aðeins fara fram í samræmi við þær reglur, sem guð hafi sett. Aðalkrafa Sovétríkjanna við viðræðurnar e,r sennilega um leyfi til að hafa sovézkan her á landamæraisvæðum Tékka gegnt Vestur-Þýzkalandi og að ritskoðum verði tekin mPP að nýju, en góðar heimildir héldu því fram í Prag, að Alexander Dubcek og saimstarfsmenn hans hefðu ekki í hyggju að láta undan í hvorugu þessu at riði. í kvöld lágu ekki fyrir nein ar ákveðnar upplýsingar um fundinn fyrir utan tilkynn- inguna um, að nefndirnar hefðu haldið fund í þorpinu 'Cierna-Nad Tisou í Slóvakíu í ' morgiun, en síðar var tilkynnt Tító f er fiBPrag Belgrad, 29. júlí. Tlto, Júgóslavíuforseti fer til Prag til vicVræðna við Dubc ek, flokksleiðtoga, á þriðju dag eða miðvikudag, að því er gróðar heim'ildir herma í kvöld. Heimsóknin er í boði Tékka og hefur verið und- irbúin um skeið. Hún fylg- ir fast á eftir sovézk-tékk- nesku vSðraeðunum, sem hóf ust í morgun. Þá segir AFP þá frétt frá Prag, að Ceausescu, rúmenski kommúnistalcið- toginn, sé væntanlegur í heimsókn einhvern næstu daga. T'ito og Ceausescu hafa báðir lýst yfir stuðn- ingi við umbóta- og frelsis- aðgerðirnar I Tékkóslóvak- íu. Páfi ítrekaði hina gömlu afstöðu kaþólsku kirkjunnar, að eina leyfilega aðferðin, sem kaþólsk hjón geti beitt til að hafa hemil á fjölskyldustærð sinni, sé að takmarka samfarir við liin svo- kölluðu öruggu tímabil. Endurtók Páll páfi á'skorun fyrirrennara síns, Píusar 12., til kaþólskra lækna að reyna að finna ráð til að gera aðferð þessa örugga. Engan bilbug var að finna á páfa, hann fordæmdi vönun fóst ureyðingu og pilluna, er hann lýsti því yfir, að tilbúnar getn- aðarvarnir leiddu til frátnhjá- halds, siðleysis, virðingarleysis fyrir konunní og skapaði jafnvel pólitískar hættur. MEÐ í veigamesta kafla bréfsins, þar sem hann bannar notkun pill unnar sagði páfinn, að hver sú aðgerð í hjónabandi, sem miðaði að því að hindra eðlilega af- leiðingu samlífs væri óleyfileg. Talsmaður páfa, sem skýrði frá hirðisbréfinu á fullsetnum blaðamannafundi í Vatíkaninu, sagði, að loku væri ekki skotið fyrir tilslakanir í framtíðinni, en ætlazt væri til þess, að allir kaþólskir menn lifðu eftir ákvörðun páfa. Hins vegar sagði franskur guð- fræðingur, kaþólskur, að þegar allt kæmi til alls ættu kaþolikk- ar alltaf valið á milli sjónarmiðs kirkjuþingsins, sem leyfir sam- vizku-frelsi í þessu máli, og hins, sem sé aðeins persónulegt sjón- armið páfa. Páll páfi, sem nú er um það ÖLLU bil að leggja upp í ferðalag til Rómönsku Ameríku, þar sem vandamál fátæktar og stórra fjölskyldna er aðkallandi, veik algjörlega til hliðar niðurstöð- um sérstakrar páfalegrar nefndar sérfræðinga, sem hafði gert til- lögur um meiri tilslakanir á af- stöðu Vaííkansins árið 1966. Páfi kvað sér vera ljóst hin alvarlegu fólksfjölgunarvanda- mál í þróunarlöndunum, en þætti við, að engin lausn á þessum vandamálum væri viðunandi, sem bryti í bág við grundvallar virðuleik mannsins og byggði á algjörlega efnislegum skilningí á sjálfum manninum og lífi hans. Viðbrögð manna í Frakklandi voru yfirleitt vonbrigði eða upp- reisn bæði hjá lærðum og leik- um. Sóknarprestur í París Framhald á bls. 12.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.