Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.07.1968, Blaðsíða 6
Forsjá flokks- stjórnarinnar var hafnað Þe'ir, sem vildu fá fyrir framkvæmdastjóra mann úr verka- lýðshreyfingunn'i en ekki mann úr ríkisstjórninni, trúan Wilson, unnu mikinn sigrur á landsstjórnarfundi brezka Verkamannaflokks- j íns s.I. miðvikudag. Hinn nýi framkvæmdastjóri flokksins heitir ' Harry Nichls ogr hafði ekki einu sinni verið nefndur á nafn fyrirfram sem hugrsanlegur maður í stöðuna. Hann hefur til þessa verið framkvæmdastjóri stærsta verkalýðsfélags Bi'etlands, Flutninga- og almenna verkamannasambands'ins. Þegar landsstjórnarmenn komu saman til fundar á mið. vikudag, reiknuðu flestir með, að það væri aðeins til að setja stimpil á þá ákvörðun forust- unnar að gera Anthony Green- wocd, húsnæðismálaráðherra, að framkvæmdastjóra eftir Len Williams. í London er kjör Nichols skoðað sem pólitískt bragð, sem fulltrúar vierfcalýðsjireyfingar- innar hafi leikið með aðstoð tveggja fyrrverandi ráðherra, þeirra George Brown og Ray Gu.nther, og James Gallaghafis, innanríkisráðherra. Greenwood, sem beið lægri hlut, hefur not- ið stuðnings Wilsons, meirihluta ríkisstjórnarinnar og vinstri- arms þingflokksins. Samþykkt landsstjórnarinnar á miðviku- dag er klár ósigur fyrir Wilson. Hins vegar hefur deilan frem- ur staðið um það hvernig flokks forustan kom sér niður á Green- wtod sem rétta manninn í emb- *----------------:-----------4 21 erlendur vísinda- leiðangur til íslands í ár Rarmsóknarráð ríkisins hefur veitt leyfi fyrir 21 vísinda leiðangri til íslands á þessu ári, og eru þá ekki taldir með ýmsir lejðangrar frá erlendum skólum, sem fremur verði að. telja námsferðir en vísinda- leiðangra, segir um þetta í i frétt frá Rannsóknarráði. Umsóknir um leyfi til vís- indastarfa hér hafa aukizt ár frá ári, en Rannsóknarráð rík isins veitir þessi leyfi í um- boði menntamálaráðherra, sam kvæmt reglugerð um þe'ssi mál. Flestir þeirra erlendu Ieiðangra sem taldir eru upp í frétt Rannsóknarráðs eru bandarískir, eða 9 talsins, 2 eru frá Englandi, 1 frá Skot- landi, 2 frá Þýzkalandi, 3 frá Svííþjóð, 1 frá Banmörku, 1 frá Póllandi, 1 frá Kanada og 1 frá Sviss. ættið, heldur en um Green- wood sjálfan. Staða framkvæmdastjóra var ■auglýst á venjulegan hátt og bárust alls 26 umsóknir. Dóm- nefnd undir forsæti Jennie Lee komst hins vegar að þeirri nið- urstöðu, að enginn umsækjenda uppfyllti allar kröfur. Vildi nefndin leita utan hóps um- sækjenda að kandídötum, sem ibeldust hæfir. Þetta olli nokkr- um óróleika í flokknum. Deil- urnar brutust út, er í ljós kom, 'að aðeins hafði verið haft sam- band við einn þeirra þriggja, sem nefndin taldi hæfa — Green wood, Brown og Gunther — uiefniiega •' Greenwood. Þeir Brown og Gunther lýstu yfir, að þeir hefðu ekki áhuga á starfinu en báðir lótu orð falla, sem bentu til að ’beir væru reiðir yfir þeim aðferðum, sem beitt hefði verið. Þegar Greenwood var svo orðinn einn sem um- sækjandi, blossaði upp að nýju deilan milli- Wilson-armsins og þess, sem kalla má verkalýðs brevfingar-armsins í flokknum. Ýmsír voru sömu skoðunar og Gunther, sem sagt, að um væri að ræða tiiraun forsætisráðherr ans til að koma einum af sínum fryggu mönnum, Greenwood, í þina veigamiklu framkvæmda stjórastöðu, sem nú á að aukast að völdum. Það er hins vegar Ijóst nú, að Wilson tók aðeins óvirkan bátt í tilrauninni til að gera Greenwood að fram- kvæmdastjór'a, og dregur þetta að sjálfsögðu talsvert úr ósigr- ínum. Sé hins vegar litið á fram- kvæmdast.iórastöðujna sem keppni milli hægri og vinstri arms flokksins, þá er raunar mjög óvíst hvort „sigrað“ hefur. Harry Niohöls. er 64 éra gam- all, og úr kredduföstu, sósíalist- ísku verfcalvðsfélagi, sem í mörg ár hefur fvlgt formanni sínum, Frank Cousins, gegnum þykkt og þunnt. Hins vegar er Niehols iíka verkalýðsmaður í þeim skilningi, að hann óttast, á sama hátt og Ray Gunther, að harðir „teóríumenn" úr liópi vinstri- krata nái of sterkum tökum á flokknum. Eftir útnefninguna á miðvikudag lýgti Harry Nich- ols því yfir, að hann liti á það sem sitt veigamesta verkefni að halda sambandinu við alla verkalýðshreyfingupa, en ekki ©kki bara við þingflokkinn. g 30t júlí »1960 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ MARGAR BRÝR á íslenzkum þjóðvegum eru alveg sérstök fyrir- bæri, sumar beinlínis eins og leifar frá annarri öld þótt ekki séu þær nerna nokkurra áratuga gamlar. í fyrri daga voru bílvegir lít- ið annað en breikkaðar kerru- slóðir, og keruslóðirnar. lágu jafnan þar sem auðveldast var að fara með kerru, melar þrædd ir og bakkar. Eitt höfuðeinkenni þessara vega var það, að þeir voru óskaplega hlykkjóttir. Tím- inn silaðist áfram á þá daga, menn flýttu sér með því að fara hægt. En svo er að sjá að alls ekki hafi þótt kostur að gera vegi beina fyrst eftir að bílar komu til sögunnar. Ein skýr- asta sönnunin fyrir því er sú að það mátti heita regla að kröpp beygja var á veginum inn á hverja einustu brú. I Að vísu blasti brúin betur við sjónum vegfarenda á þennan hátt svo þeir hcifðu betri skilyrði en ella mundi til að dást að snilli verkfræðinga og framtaki stjórn- málamanna í ungu og fram- gjörnu ríki, en aldrei voru þess- ar beygjur við brýrnar til að greiða neinum leið og í .sumum tilfpllum gersamlega óskiljan- legar. Síðan breikkuðu vegimir eftir því sem umferðin jókst og farar tækin stækkuðu. En gömlu brýrnar heldu áfram að vera eins og þær höfðu alla tíð verið og minntu á þá tíma er Gamli- Ford og hans jafnaldrar skröngl uðust hlykkjóttar slóðir með slíkum dunum og dynkjum að hross fældust um allar nær- sveitir. Er hér var komið sögu gerðist það einhverju sinni að langferða bílstjóri ók út á land á splúnku nýjum bil og lenti í einhverjum vandkvæðum með brýrnar á leið- inni.Aðspurður um hversu gengði hefði komst hann svo að orði að það hefði að vísu mátt koma pappír á milli bíls og handriðs á sumum brúnum, en alls ekki sandpappír. En lítil þjóð í stóru landi .sem verður að viðhalda miklu vega- kerfi getur ekki staðið í því á tíu ára fresti að reisa nýjar brvr eða breikka þær gömlu, og fvrir því var víst gripjð til þess ráðs að t.aka gömlu handriðin af og setia önnur lág og úthall- andi í staðinn. En líka þau verða fvrir barð- inn 4 síva''andi umferð og sífellt ptrorrí ökutækjum. Þau eru nú nrSSn riitin og brotin. skæld ocr ''iknrftnt.t "^rni pfegt fleira er athugavert við brýrnar. Þær eru sumar farnar að sýna geigvænleg elli- mörk, og getur jafnvel farið svo að þær hætti að verða brýr sumar hverjar áður en varir nema að nafninu til. Þær eru orðnar götóttar og af þeim farinn allur glans. Sigtryggur Guðmundsson bíl- stjóri sýndi mér dæmi um það á norðurleiðinni á dögunum. Það er t.d. komin löng rifa niS- oir í gegnum brúardekkið út við 'handrið öðru megin á brúnni yfir Giljá í Þingi. Og þrjár brýr kvað hann vera að fara niður í Langadal. Þá hafði komið gat á Laxár- brú á Ásum í vor, og var járn- plata látin yfir. Nokkru seinna var gert við gatið og járnplatan flutt upp í Langadal, því þar var líka þörf fyrir járnplötu. En þá gerðist það að annað gat fór á Laxárbrú óg járnplatan var flutt þangað aftur. Verður ekki betur séð en það þurfi a.m.k. að fjölga járnplöt- um á norðurleiðinni! - S.H. Bifreiðaeigendur athugið Ljósastillingar og allar almennar bifreiða- viögerðir. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 5. — Sími 34362.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.