Alþýðublaðið - 30.07.1968, Page 10

Alþýðublaðið - 30.07.1968, Page 10
ritstj. ÖRN EIÐSSON Allgóður og jafn ár- angur á Unglingamóti KR HEFUR HLOTIÐ FLESTA UNGLINGAMEIST ARA UNGLINGAMEISTARAMOT ÍSLANDS í frjálsum íþróttum var háð ó Akureyri um helgina. Þátttakendur voru rúmlega 50 frá 11 félögum og héraðssam- böndum víðs vegar að af landinu. Árangur var misjafn í hinum ýmsu greinum, en þó yfirleitt góður. Fyrri dag mótsins var veður gott og hlýtt, en síðari daginn spillti allsterkur vindur fyrir í hiaupa- og stökkgreinum. Ólafur Þorsteinsson, KR, sem er enn í sveinaflokki varð fjór- faldur unglingameistari, sigraði í 400, 800 og 1500 m. hlaupum og var í sigursveit KR í 1000 m„ boðhlaupi. Ekki hafði Óíafur samt yfirburði, nema e.t.v. í 800 m. hlaupi, keppnin var hörð og næstu menn í áðurnefndum þremur greinum náðu einnig góðum árangri. Tveir piltar, sem ekki hafa áður keppt í frjálsum íþróttum að ráði og lítið sem ekkert æft þær, virðast efnilegir. ' Þar er átt við Hauk Sveinsson, KR, í 400 m. hlaupi og Pétur Böðvarsson, ÍR, í 400, 800 og 1500 m. hlaupum. Sá fyrrnefr.di hefur aðeins æft í nokkrar vik- ur, en varð þriðji í 400 m. hl. á 53,5 sek. Liklegur til stærri afreka. Pétur hefur ekkert æft hlaup. hann er að vísu þekktur sem handbolíamaður í Fram og árangur hans 55,1 sek. í 400 m. 2:10,1 mín. ,í 800 m. og 4:30,0 mín. í 1500 m. lofar góðu, ef hann sneri sér alvarlega að hjaup um. KR-ingurinn Bjarni Stefánsson vann góð afrek í fyrsfu mótum sumarsjns, en vegna vinnu hef- ur hann eigi getað keppt að ráði. Hann sigraði í 200 m„ en óhag- stætt var að hlaupa. Skagfirð- ingurinn Guðmundur Guðmunds- son veitti honum harða keppni á'samt fleiri unglingum, en Guð- mundur sigraði í 100 m. hlaupi á 11,9 sek. og hlaut sama tíma og Sigþór Guðmundsson, Á. Þá varð Guðmundur sigurvegari í stang- arstökki, en árangurinn var af- leitur i þeirri grein, Rúnar Ragnarsson, UMSB, hljóp einn 3000 m„ en hann varð þriðji í 1500 m. og náði þar mun bqtri tíma, en hann ásamt Ólafi Þor- steinssyni og Sigvalda Júlíus- syni, UMSE, eru mjög efnilegir millivegalengdahlauparar. Jóhann Friðgeirsson, UMSE, sigraði í 400 m. grindahlaupi og varð annar í 400 m. hlaupi á sama tíma og Ólafur, 33,3 sek. sterkur og áhugasamur, og lík- Elías Sveinsson, ÍR legur til enn betri afreka í ná- innf framtíð. Páll Dagbjartsson, HSÞ, bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í kastgreinum og vann beztu afrek mótsins samkv. stigatöflu, 13,91 m. í kúluvarpi. Magnús Þ. Þórðarson, KR, sem er enn í sveinaflokki sigraði í sleggju- kasti, en hann kasíaði bezt af keppendunum. Magnús þarf held ur ekki að fara langt til að afla sér þekkingar, hann er sonur met- hafans Þórðar B. Sigurðssonar. Stefán Jóhannsson, Á„ er fjöl- hæfur og hann hiaut unglinga- meistaratitil í spjótkasti. Stökkgreinar voru slappar á mótinu, en beztur var árangur- inn í hástökki, þar sigraði Elías Sveinsson, ÍR, einn unglinga- meistarinn enn úr sveinafl., ■— stökk 1,80 m. Annar maður, Hall- dór Matthíasson, ÍBA, stökk og 1,80 m. Langstökkið var lélegt, enda erfitt að stökkva, Þingey- ingurinn Jón Benónýsson varð meistari, stökk 6,03 m. Stefán Hallgrímsson, UIA, sigraði í þr- stökki, stökk 13,02 m. KR hefur hloíið flesta ung- lingameistara eða 6 talsins, HSÞ 4, UMSS og Ármann 2 hvort, ÍR og UMSE, UMSB og ÚÍA fengu hvert um sig einn.. Ólokið er keppni í einni grein, 1500 m. hindrunarhlaupi, sem .fram fer í Reykjavík. Jöin barátta í 100 m. hlaupi, Guðm. Guffmundsson, UiVloS sigrar, en Sigþór Guffmundsson, Á. er annar. Framkvæmd mótsins tókst með ágætum og var Akureyring- um til mikils sóma. ÚRSLIT : 110 m. grindahlaup: Páll Dagbjartsson, HSÞ 17,1 Hróðmar Helgason, Á. J7,5 Halldór Jónsson, ÍBA 17,9 Jón Benónýsson, HSÞ. 18,0 Guðm. Ólafsson, ÍR 19,3 100 m. hlaup: Guðm. Guðm. UMSS 11,9 Sigþór Guðm. Á. 11,9 Jón Benónýsson, HSÞ 12,0 Bragi Stefánsson, HSÞ 12,1 400 m. hlaup: Ólafur Þorst. KR 53,3 (met) Jóh. Friðgeirsson, ÚMSE 53,3 Haukur Sveinsson, KR 53,5 Olafur Þorsteinsson, KR. sigrar í 800 m. hlaupi á Unglfngamótinu. Rúdolf Adolfsson, Á. 53,6 Pétur Böðv. ÍR 55,1 Ásm. Ólafsson, UMSB 55,3 1500 m. hlaup: Ól. Þorst. KR 4:21,1 Sigv. Júlíusson, UMSE 4:22,6 Rúnar Ragnarss., UMSE 4:24,0 Pétur Böðvarsson, ÍR 4:30,0 Bergur Hösk. UMSE 4:38,2 4x100 m. boðhlaup: Sveii Ármanns, 41,7 (Sigþór, Rúdólf, Stefán, Ág. Þórh.) Sveit UMSE 47,7 Sveit KR 47,7 Sveit ÍBA 48,9 Hástökk: 1 , / ■ Elías Sveinsson, ÍR 1,80 Halldór Matth. ÍBA 1,80 Páii Dagbjartsson, HSÞ 1,75 Stefán Jóhannsson, Á. 1,60 Stefán Sveinbj. UMSE 1,60 Pálmi Matth. ÍBA 1,55 1 Langstökk: Jón Benónýsson, HSÞ 6,03 Hróðmar Helgason, Á. 6,00 Stefán Hallgrímsson, UÍA 5,91 Friörik Þór Ósk. ÍR 5,83 Páli Dagbj. HSÞ. 5,69 Atli Friðbj. UMSE 5,63 Klúuvarp: Páll Dagbjartsson, HSÞ 13,91 Guðni Sigfússon, Á. 11,88 Halldór Vald. HSÞ 11,38 Spjótkast: Stefán Jóhannsson, Á. 46,53 Halldór Vald. HSÞ 46,19 Halldór Matth. ÍBA 44,64 Haildór Jónsson, ÍBA 42,90 Páll Dagbj. I-ISÞ 40,21 Bjarni Guðm. USVII 40,15 SÍÐARI DAGUR : 400 m. grindahlaup: Jóh. Friðg. UMSE 62,8 Framhald á 14. síðu. 10 30. júlí 1968 ALÞÝÐ.UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.