Alþýðublaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 3
Á myndinni eru þrjú þe'irra málverka, sem verða á sýn-
ingu Jóns Stefánssonar að Brautarholti tvö.
Verk Jóns Stefr
anssonar
Næstkomandi laugardag
kl. 4 opnar menntamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason,
sýníngu á verkum Jóns Stef
ánssonar, listmálara. Sýnjng
in verður í húsakynnum Hús
gagnaverziunar Reykjavíkur
að Brautarholti 2, en þetta
er fyrsta sýningin, sem þar
er haldin.
Sýning þessi er einn liður
í hátíðahöldum Bandalags ís
lenzkra listamanna í tileini
af 40 ára afmæli þess, og er
hún skerfur Félags íslenzkra
myndlistarmanna til hátíða-
haldanna.
Jón Stefánsson var e nn
helztu brautryðjenda í ís-
lenzkri myndlist, en þó hef
ur verjð tiltakanlega hljótt
um hann. Því tók sýningar-
nefnd Félags íslenzkra mynd
listarmanna þann kost að
sýna verk hans nú í tilefni
afmælisins og gefa þannig al
sýnd
menningi kost á að kynna
sér verk þessa merka list.a-
manns. Er sérstök ástæða t 1
að hvetja æskufólk til að sjá
sýninguna.
Verkin á sýnjngunni eru að
allega frá síðustu æviárum
Jóns, og ýmis þeirra hafa
aldrei verið sýnd áður.
Þessir menn eiga sæti í sýn
inganefnd Félags íslenzkra
myndlistarmanna: Steinþór
Sigurðsson, formaður, Bene-
dikt Gunnarsson, Eiríkur
Smith, Hafsteinn Austmann
og Kristján Davíðsson.
Þeir aðilar, sem eiga verk
á sýningunni eru: Ljstasafn
íslands, Listasafn Alþýðu-
sambands íslands, Ragnar Jó
hannesson, forstjóri og Bryn
dís Jónsdótt.r, dóttir lista-
mannsins.
Sýningin verður opin í 10
daga til kl. 10 á kvöldjn.
FLUGBRAUTIN
í BIAFRA ER
NÚ I HÆTTU
Hersveitir sambandsstjórnar
innar í Nígeríu hertóku í gær
bæinn Oguta, sem e'r aðeins í
25 km. fjarlægð frá flugbraut
inni, sem notuð er til matvæla-
flutninga til Biafra. Það er
ein af hersveitum Benjamins
Adekunles, se'm hefur náð bæn
um, en hann hefur orðið kunn
ur fyrir framgöngu sna í borg
arastyrjöldinni og hlotið við
urnefn'ð Svarti sporðdrekjnn
hjá evrópskum fréttamönnum.
Makanjolo majór, sem stjórn^
aði sveitinni er tók bæinn
sagði að svej.t hans hefði verið
bæði fámennari og ver vopn-
um búin en varnarlið Biafra-
manna, en þejr hefðu notað
heimatilbúnar eldflau.gar,
sprengjuvörpur og jarðsprengj
,ur til að hindra framrás her-
sveitarinnar. Til þess að kom-
Verður nætursala
opnuð 1 borginni?
Sótt hefur verið um leyíi til reksturs veitingasölu' að næturlagi
í Umferðarmiðstöðinni. Málið hefur þegar verið rætt í borgar-
ráði og hefur það vísað málinu til umsagnar lögreglustjórans í
Reykjavík. Fyrirtækið, sem hér um ræð’ir rekur kaffi- og sælgætí
issölu í Umferðarmiðstöðinni, vill hún auka þjónustu sína og víkka
viðskipti sín með starfrækslu greiðasölu að næturlag’i. Kaffi- ogf
sælgætissalan er aðeins opin frá kl. átta á morgnana til klukkan
sex á kvöldin.
Á borgarráðsfundi s. 1.
þriðjudag 10. september var
lögð fram umsókn Hlaðs h.f.
um leyfi til veitingasölu að
næturlagi í veitingastofu í
Umferðarmiðstöðinni. Var um
sókninni vísað til lögreglu-
stjóra til umsagnar.
Blaðið fékk þær upplýsing
ar í gaer, að Hlað h.f., sem rek j
ur kaffi og sælgætissölu í Um-
ferðarmiðstöðinni, en hún er
áðeins opin á tímabil inu frá.
kl. 8 á morgnana til kl. 18 á
kvöldin, vilji auka þjónustu
sína með því að reka veitinga-
sölu að næturlagi í Umferðar
miðstöðjnni. Þykir eIgendum
fyrirtækisins eðlilegt, að leyfi
sé veitt fyrir veitingasölu að
næturlagi á e num stað í Rvík,
þar sem slíkum veitingasölum
Framhald á bls. 13.
Sembandsráðsf u ndur
Sambandsráðsfundur ungra jafnaðarmanna hefst klukkan
13 30 á laugardaginn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði.
Fjallað verður um nýja stefnuskrá ungra jafnaðarmanna.
Er mjög áríðand’i, að allir sambandsráðsmenn mæti á fund-
inum.
Allir ungir jafnaðarmenn, sem áhuga hafa á að taka þátt
í sambandsráðsfundinum, en sitja ekki í sambandsráði, hafi
samband við Skrifstofu Alþýðuflokksins.
ast að bænum urðu hermenn
Makanjolos að fara yfjr hálfs
annars kílómetra breitt stöðu-
vatn.
Fréttastofa Biaframanna
sagði í gær, að flugvélar sam
bandshersins hefðu gert loftár
ásir á flóttamannabúðir, drep
ið 30 menn og sært allmarga
fleiri.
í gær hófst í Alsír ráðstefna
Afríkuríkja, en borgarastyrj-
öldin í Nígeríu er þar ekki á
dagskrá.
EKKERT
GJALD AF
BIRGÐUM
Neytendasamtökin vilja af
gefnu tilefni benda félags-
mönnum sínum á, að þeim ber
ekki að grejða verð samkvæmt
nýsettum bráðabirgðalögum
um 20% innfl,utningsgjald,
nema varan hafi sannanlega
verið tollafgreidd eða keypt
til landsjns eftir að lögin öðl
uðust gildi.
Verði félagsmenn var r við
misbrest í þessu efni, þá eru
þeir beðnir að láta skrifstofu
somtakanna og verðlagsyfir-
völd vita.
Landsleikur
við Þjóóverja
í nóvember
Handknattleikssambandið
skýrði Alþýðublaðinu frá því
í gær að borizt hefði skeyti
frá Handknattleikssambandi
V-Þýzkalands þess efnis að
þeir muni senda hingað
landslið sitt í handknattleik
til að leika í Reykjavík 16. og
17. nóvember n. k.
Erlendar
fréttir í
stutfu máli
OSLÓ: U Thant, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, hef-
ur svarað tilmælum nor-
rænna utanríkisráðherra
um, að unnið verði be'tur
að því að skipuleggja að-
stoð til handa þurfandi
fólki vegna borgarastyr-
jaldarinnar í Nígeríu. U
Thant lætur svo um mælt
í svari sínu, að hér sé
vissulega um brýnt nauð-
synjamál að ræða og
kveðst hafa sent tilmælin
áfram til Alþjóða Rauða
krossins.
HONG KONG: Tíu andmaó
istar voru teknir af lífi í
Cmekcang í Austur-Kína
í gær, eftir að hafa verið
réttaðir á opinbera vísu.
Voru þeir nefndir „gagn-
bylt ngarsinnar, þjófar og
morðingjar“ og gefin að
sök landráð.
ar j,
la. ,»
NICE: Franska Caravelle’-
þotan, sem féll í Miðjarð-
arhafið í fyrradag, hefur
sennilega sprungið, þegar
hún reyndi að nauðlenda.
Líklegt er talið, að allir,
sem með vélinni voru, 95
manns, hafi beðið bána. 17
lík höfðu fundizt síðast er
til fréttist.
VIETNAM: Hersve tir Viet-
cong og Norður-Vietnam
hafa nú hörfað nokkuð
frá þorp.unum í nágrenni
Tay Ninh samtímis því sem
fjölmennar herdeildir Suð
ur-Vietnammanna sækja
þar fram.
BRUSSEL: Sammarkaðs-
löndin munu í haust hefja
samningaviðræður við ým
is ríki, sem óska e'ftir við-
skiptasamböndum, að sögn
opinbers talsmanns í Bruss
el í gær. Júgóslavía er þar
efst á blað:, en hún er
fyrsta kommúnistaríkjð,
sem fer fram á slíkar við-
ræður.
MOSKVA: Reuters-fréttir
frá Moskvu herma, að so-
vézkir hagfræðingar séu
nú mjög uggandi um, að
miklir efnahagsörðugleík-
ar vofi yf'r Sovétríkjunum
á næstunni, verði ékkert
að gert.
13. sept. 1968 - ALÞÝBUBLAÐK) 3