Alþýðublaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 5
í kosningunum á sunnudag- inn verður fyrst og fremst kosið um hvort svíar búi á- fram við stjórn jafnaðar- manna eða hvort ástæða sé að breyta 11 og gefa borgara- flokkunum tækifæri til að spreyta sig í stjórnarstöðu eins og reyndin hefur orðið í Noregi og Danmörku. Svarið liggur vitaskuld hjá kjósend- um einum og kemur í ljós eft- ir helgina. En jafnframt verða kjósendur að reyna að mynda sér svar við þeirr spurningu hvað borgaraleg stjórn muni hafa í för með sér. Stefnu jafn aðarmanna þekkja þeir af 30 ára reynslu og vita nokkurn veginn að áfram verði stefnt í sömu átt ef þeir sitja áfram að völdum. Spurningu af þessu tagi verður einna lielzt svarað með því að líta áþjöðfélags mál sem nú eru efst á baugi og atþuga afstöðu flokk anna til þe rra. hessi mál eru: atvinnuöryggi, húsnæðismál, skattamál, eftirlaun, útvarps- og sjónvarpsmál á sviði innan ríkismála; afstaða til stórvelda 'hernaðarátaka, varnarmál og aðstoð við vanþróuð ríki á sviði utanríkismála. Lítum fyrst á innanlands- mál. Borgaraflokkarn r segja að atvinnuleysj sé nú meira en nokkru sinni á 10 ára bili, og það sanni vanhæfni jafnaðar- manna til að leysa atvinnumál landsmanna, Staðreynd er það, að atvinnuleysistölur í égústmánuði síðastliðnum eru hærri en leng' áður. Jafnað- armenn skýra það svo sem þetta sé tímabundið alþjóðiegt fyrjrbæri, sem ekkí sé á færi neinna ríkisstjórna að leysa undir eins. Hins vegar hafi þeir grip;ð til ým ssa aðgerða til að ráða bót á núverandi ástandi. Benda þeir á að mik- áll hluti atvinnuleysisins stafi af vinhuhagræð ngu og auk- inni sjálfvirkni stórfyrirtækja. Þeír segjast stjórna landjnu með hagsmuni allra lands- manna fyrir augum og aukin afskipti ríkisins af efnahags- málum mun; standa vörð um hagsmuni launþega á þessu sviði. Borgarleg stjórn muni hins vegar stjórna með hags- muni fyrjrtækjanna fyrir aug um og muni það varla leysa atvinnuástandið. Borgara- flokkarnir svara því til að auk in framleiðsla muni skapa aukna atvinnu. Borgaraflokkarn'r saka jafn aðarmenn um að hafa ekki leyst hú.snæðisvandamálin sem skyldi. Fólk bíðj í löngum bið- röðum eftir leiguhúsnæði. Njörður P. Njarðvík skrifar um sænsku kosningarnar: Þessi skopmynd birtist í sænsku blaðí ekki alls fyrir löngu og sýnir hún forystumenn borgaraflokk anna brfggja Gunnar Hedlunð leiðtogi Miðflokksins er í ræðustól, en Sven Wedin leíðtogi Þjóðar- flokksins heldur fyrir munn Yngve Holmbergs. leiðtoga Hægri flokksins, en því hefur verið komið á loft að miðflokkunum sé það kærast að liægri menn hafi sem hægast um sig í kosningabaráttunni. (Þess skal getið að svíar búa að mestu leyti í leiguhúsnæði sem rejst er af almennings- fyrjrtækjum og samvinnufé- lögum er njóta styrks ríkis og bæja). Jafnaðarmenn svara því til að aldre. hafi verið byggt ejns mikið og nú. Benda þeir á að é 'undanförnum tveimur árum hafi verið verið byggðar 200 þúsund íbúðir og þetta verði aukið á næstu árum. Jafnframt láta þeir þess getið að töliir um b ðraðir eftir hús næði séu villandi af því að fjöldi þess fólks sem hefur lát ið skrá sig í biðraðir hafi þeg ar húsnæði en vilji ekki láfa taka sig af skrá heldur, bíða átekta og sjá hverra kosta völ það e'gi til skipta. Skattar eru háir í Svíþjóð, bærri en á íslandi, en þjóðfé- lagslegt öryggi og stuðningur við einstaklinga er einnig meira. í afstöðu til skattamála eru borgaraflokkarnir ekkd sammála. Hægr flokkurinn tel ur sig geta lofað skattalækk- unum þegar á fyrsta árþ Mið- flokkurinn og Þjóðarflokkur- inn telur hinsvegar ógerlegt að draga úr skattaálagi fyrr en eftir nokkur ár. Jafnaðar menn segja blátt áfram að fólk verði að gera það upp við sig hvort það vjlji fórna þeirri jafnréttisaðstöðu sem skattakerfið veiti, sleppa þeim fjölda réttlætismála sem skattarnir geri kleift að hrjnda í framkvæmd. Afstaðan til eftirlauna er einnig mismunandi hjá borg- araflokkunum. Eftirlaunaald- iur er nú 67 ár og stofnaður hefur verið lífeyrissjóður fyr- ir alla landsmenn. Miðflokk- urinn vill láta lækka eftir- launaaldurinn niður í 65 ár en hjnir flokkarnr telja allii' að hækka eigi eftirlaun áður en eftirlaunaaldurinn verði -færð ur niður. Sjónvarpsmál eru að vísu ekkert stórmál í kosningabar- áttunni en hefur þó valdið töluverð.u umróti. Sjónvarpið mun brátt senda tvöfalda dag skrá. Og styrjöldn stendur um það hver eigi að standa að hinni nýju dagskrá og með hvaða hætti. Þess skal getið að auglýsingar eru engar, hvorki í útvarpi né sjónvarpi, heldur er staðið undir kostn- að; með afnotagjaldi og fjár- framlögum úr rík ssjóði. Hægri flokkurinn og Þjóðarflokkur- inn telja að einkaaðilar eigi að fá að reka aðra dagskrá sjónvarpsins með auglýsinga- tekjum. Jafnaðarmenn segja að slíkt komi ekki til greina, þá muni stórfyrirtækín brátt ráða þar lögum og lofum og hafa meiri eða minni áhrif á dagskráref nið. J af naðar menn njóta st,uðnings Miðflokksins í þessu máli. Á sviði utanrík smála rífcjjr eining um grundvallaratriði sænskrar utanríkisstefnu, þ.e.a.s. hlutleysisstefnuna, að Svíþjóð gangi ekki í hernað- ai-bandalög og taki ekki til- 1-it t l hagsmuna stórveldanna, heldur hafi rétt til sjálfstæðr- ar skoðanamyndunar í sér- hverju máli. Hins vegar hefur Verið deilt um einstök atriði, einkum afstöðu stjórnarinnar til styrjaldarinnar í V et.nam, þar sem stjómón hefur afdrátt arla.ust fordæmt hernaðaríhlut un bandaríkjamanna og til- raunij- þeirra til að murka líf ið úr heilli þjóð. Þá hefur af- staðan til innrósar Rússa í Tékkóslóvakíu valdið nokk- urri de lu, þótt smávægileg sé reyndar. Var það þegar Varsjár 'bandálagSríkin höfðu hciræfing- ar í TékkóslóVakíu fyrir innrá's- ina. Þá vildu borgaraflokkarn ir (einkum Hægriflokkurinn og Þjóðarflokkurinn) að stjórn in fordæmdi æf ngarnar, hvað stjórnin ekfci gerði. Taldi hún það gert í samræmi við ósk- ir tékka, er á því stigi máls. ins vildu ekki að vestræn ríki skiptu sér af málinu. Hins veg ar stóð ekki á stjórn'nni að fordæma innrásina, og Xage Erlander aflýsti opinberrl heimsókn til Sovétríkjanna. Stjórnin leggur áherzlu á að skelegg og einörð sjálfstæð rödd í utanríkismálum hafi miklu hlutverki að gegna. Það hefur markað stefnu" hennar í Vietnamstríðinu, innrás Rússa í Tékkóslóvakíu og tll vald- ránsins í Grikklandi. Afstaða flokkanna til varn armála fer mjög eftir stöðu flokkanna. Þannig vill Hægri flokkurinn mest fjárútlát til hermála og kommúnistar minnst, hinir flokkarnir eru þar á milli, jafnaðarmenn næst kommúnistum. Stjórnin nelt- ar því að irmr'ás Rússa í Tékkó slóvakíu gefi tilefni til auk- inna fjérframlaga til her- varna, telja hana mál komm- únistaríkjanna en br-eyti ekki hlutfallinu milli ausfurs og vesturs, eins og Nató vii'ðist gefa í skyn. Loks er afstaðan tU aðstoð ar við vanþróuð lönd. Þar hafa borgaraflokkarnir reynt að yfirbjóða jafnaðarmenn, einkum Þjóðarflokkurinn, en takmarkið er raunar hið sama: 1% ,af heildar þjóðartekjum. Þjóðarflokkurinn telur sig hins vegar geta náð þessu ták marki fyrr en jafnaðarmenn. ,tk Þetta er stutt yfirlit yfir helztu málefni sem kosið verð ur um i kosn ngunum á sunnu dap:nn, í svo stuttri grein er vitaskuld ógerningur að ræða þessi mál ýtarlega, heldur verður að stikla á stóru. Stærsta málið er ef t-il vjll órætt, að minnsta kosti telja jafnaðarmenn það. Það er sú spurning hvort borgaraflolck- unum mun; yfirleitt takast að sameinast um stjórnarstefnu. Margt ber þeim á milli, og ef til vill e nkennist stefna slíkr ar stjórnar af málmiðlunum og hrossakaupum. Það fúll- yrða jafnaðarmenn að minnsta kosti í kosningabaráttu sinnþ Þeir spyrja sænsku þjóðina hvort hún vilji í raun og sann. leika steypa sér út í þá óv ssu er fylgi borgai'legri ríkis. stjórn. Svarið v ð þei"v: i ingu felst að sjálfsögðu í ur- slitum kosninganna. n-r-n. 13. sept- 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.