Alþýðublaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 8
MW/\A/WV/\/\A/\/\/W^<V»A/VS/W^^/\/\/>/WV^AA<WV/V/VS/S/SA^/WWWV^>^/»/\^\<\/W\^AA^A^<VN^^/W\A/V\/NA/W\/S/VSA/N/W\»\/VA/\A/V
Hvab segja menn um sjónvarpsmyndina
Æðsta frelsið
Brezka sjónvarpskvikmynd-
in „Æðsta frels;ð“, sem sýnd
var í sjónvarpinu í fyrra-
kvöld vakti talsvert mikla
athygli. Okkur datt í hug að
spyrja nokkra aðila hvernig
myndin hefði orkað á þá.
Fyrstur varð fyrir svörum
Vernharður Linnet:
— Komdu blessaður, Vern-
harður, þetta er hjá Alþýðu-
blaðinu.
— Já, komdu blessaður.
— Horfðir þú á myndina
Vernharður Linnet.
„Æðsta frels'ð“ í sjónvarpinu
í gærkvöldi?
— Já, já.
— Hvaða áhrif hafði mynd
in á þig?
— Engin, hvorki til né frá.
Myndin var léleg sem slík, og
ég held að þetta sé nú að
mestu tilbúin frásögn.
— Hvort heldur þú, að hafi
gert hinu sovézka skipulagi
meirf skaða, bækur þeirra fé-
laga, Daníels og Sinjavskfs, eða
sú ákvörðun sovézkra yfir-
valda að dæma þá fyrir föð-
urlandssvik?
— Ég held, að þeir hefðu
engan skaða gert, ef þeir
hefðu verið látnir í fr'oi.
Annars heyrði ég ekkert nýtt
þarna nema það, að Sinjavskí
ræðst á skriffinnskuna í Sov
étríkjunum. Ég held að það
þurfi menningarbyltingu neð
an frá, eins og í Kína, til þess
að kollvarpa þessari skrif-
finnsku.
— Hvaða álit hefur þú á
sósíalrealisma?
— Ég held, að það vanti
sósíalraunsæjar bókmenntir á
íslandi. Annars eru þessar
bókmenntir þeirra frekar sóSí-
alrómantískar. Traktorar eru
skurðgoð alþýðunnar. Annars
hef ég afskaplega gaman af
traktorakvikmyndum.
— Jæja, Vernharður, þakka
þér fyrir samtalið, vertu bless
aður.
— Það var ekkert félagi.
Blessaður.
Og Sigvaldi Hjálmarsson
svarar:
— Eftir því sem maður heyr
ir þá er þetta tal ð gefa sann-
ferðuga mynd af réttarhöld-
unum. Mér þótti þetta afar
lærdómsrík kvikmynd. Sá sem
óttast svona óskaplega mál
frelsi og ritfrelsi hefur eitt-
hvað að fela. Hjá því fer
varla. Mér datt helzt í hug
nútímaútgáfa af yfirheyrslum
yfir villutrúarmönnum. Þarna
stóðu frammi fyr'r réttinum
menn sem höfð.u vikið út úr
götu „hinnar sönnu trúar“ og
farið að eiga samskipti við
, ,myrkr ahöf ðing j ann“. Þetta
hugarfar er alveg andstætt
því sem við köllum nútíma
hugsun, minnir helzt á aðfar-
ir kaþólsku kirkjunnar á mið
öldum þótt meiri hófsemdar
gæti í vinnubrögðum. Mönnun-
um er eiginlega ekkert annað
gefið að sök en fara að hugsa
sjálfir og láta það í ljós, látn
ir standa fyrir máli sínu af
því þeir leyfa sér að vilja ekki
hugsa eft'r forskrift. Réttvís-
in virðist öll ganga út á það
að ekki megi skaða álit þess
heilaga guðdóms sem við get-
um kallað sovézkt samfélag.
En eðlileg þörf hins skynþ
gædda einstaklings til að
hugsa, meta, skilja og tjá sig,
eins þótt hann sé ósammála
öllum öðrum, sýndist vera al-
gerlega óskiljanleg fulltrúum
réttvísinnar. Þó er flest nýtt
og frumlegt, sem upp hefur
Sigvaldi Hjálmarsson.
ikomið í sögu mannsandans
runnið frá þeim sem ekki
vildu þræða troðna slóð,
kannski allt, og melra að
segja sósíalisminn var einu
sinni fjarstæðukennt frávik
frá hinu normala.
•• •••• 0 0 9 0'
Næst hringjum við í Magda
lenu Schram, stúdent frá M.R.
— Góðan daginn, þetta er
hjá Alþýðublaðinu.
— Góðan daginn.
— Horfðir þú á sjónvarpið
í gærkvköldi?
- Já.
— Og sást þú myndina
„Æðsta frelsið?
— Já, ég sá hana.
— Hvaðá áhrjjf hafði þessi
mynd á þig?
Magdalena Margrét Schram.
— Þessi mynd hafði alls
engin áhrif á mig, hún snart
mig ekkert.
— Hvort heldur þú, að hafi
skaðáð Sovétr|íkin meina út-
gáfan á bókum rithöfundanna
í Vesturlöndum eða réttar-
höldin?
— Það er erfitt að segja,
þegar maður hefur ekki lesið
bækurnar. En annars álít ég,
að réttarhöldin hafi haft verri
áhrif útávið.
Síðan þökkum við Magda-
lenu fyrir svörjn og leggjum á.
Magnús Kjartansson.
Magnús
Kjarfansson í
sjónvarpinu
í kvöld
Málefni Alþýðubandalags-
ins eru ofarlega á baugi
um þessar mundir og í
kvöld mun Magnús Kjart-
ansson, ritstjóri Þjóðvilj-
ans, rabba við blaðame'nn
um þetta efni o.fl. í þætt-
inum á Á BLAÐAMANNA
FUNDI. Stjórnandi þáttar-
ins verður Kristján Bersi
Óíafsson, ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, en spyrjendur
auk hans verða Elías Jóns
son, blaðamaður á Tíman-
um og Steinar Lúðvíksson,
blaðamaður á Morgunblað-
inu.
EJður Guðnason, sem
hefur haft stjórn þessa
þáttar með höndum, er far
inn til Svíþjóðar til að
taka þátt í 3ja mánaða
stjórnendanámskeiði fyrir
sjónvarpsmenn.
AÐ GEFNU
TILEFNI
Óskar Jóhannsson, for-
maður matvörukaupmanna
bað okkur að geta þess í
sambandi við viðtal við
Ebeneser Ásgeirsson í
Vörumarkaðnum, sem birt
ist í opnunni í gær, að
unnt er að fá afslátt áyöru
hjá hvaða kaupmanni sem
er, ef keypt er í stórum
einingum. Þar er átt við
niðursuðuvöru í hejlum
kössum í staðinn fyrir ein
stakar dósjr, kjöt í heilum
skrokkum. Vörumarkaður-
inn er að því leyti frábrugð
inn öðrum verzlunum, að
hann byggist meira á, gð
innkaup séu gerð í stærri
stíl.
Leigjandí skrifar:
í Vísi í fyrradag er all at-
hyglisverð grein um byggingar
og leiguhúsnæði. Kemur þar
fram að leiga fyrir 2ja her-
toergja íbúð sé minnst kr. 4.500
og 3ja—4ra hierbergja íbúðir
séu leigðar á kr. 6—8,000 krón-
>ur að jafnaði. Ekki skulu þess-
ar tölur vófengdar, en eitt hef
ég aldrei skilið í sambandi við
Iþessi mál: Hvemig stendur á
því að skattayfirvöld taka ekk-
'ert tillit til þess hvort fólk
•leigir fyrir 4 þúsund krónur
eða 8 þúsund krónur. Allir
hljóta að sjá að venjulegur fjöl-
skyldumaður sem leigir fyrir
8 þúsund krónur, leða 96 þúsund
ikrónur á ári, verðúr iað fá að
gefa þetta upp til ökaits sem
frádráttarlið að einhverju leyti
og sem tekjulið hjá þeim sem
leigir 'honum. Viil nú ekki ein-
hver fróður maður um þetta
málefni senda okkur línu og
útskýra hvemig á því standi að
'ekki er tekið tillit til þess við
skattauppgjör, hvað menn
iþurfi að greiða í húsaleigu, því
•að það em mjög mismunandi
f járupphæðir ihjá fólki, sem hef-
ur kannski svipaðar tekjur og
aðstöðu í lífiniu."
HVAS
SEGJA . .
HIN BLOÐIN
Litlu fyrirtækin eiga rétt á
sér. <*
Undir lok ræðu sinnar sagði
Harry: „Verksmiðjur Sam-
bandsins eru ekki stórar, þó
þær séu það á hérlendan mæli
kvarða. Framleiðsluverðmæti
þe'irra nemur 250-300 . milljón
um á ári og nemur útflutning-
urinn þar af um 50-60 milljón
um króna. Ég vil með þessupa
tölum undirstrika að litlu fýr
irtækin eiga fullan rétt á sér
og þau ætti frékar að efla óg
auka en hitt. Verðmætasköp-
unin er ekki síður fólgin í því
að framleiða fyrir heimamark
aðinn en hinn erlenda. Fólkið
þarf að hafa vinnu og hana fær
það hjá iðnaðinum, svo er það
víðast hvar í heiminum nú, eft
ir vélvæðingu landbúnaðarins
og tækniþróun sjávarútvegs-
ins. Þá er það aftur iðnaðurinn
eins og niðursuða og fleira,
sem þarf að hyggja að til að
fullvinna verulegan hluta
sjávaraflans, sem svo færi á
erlendan markað sem tilbúin
matvæli. (
g 13. sept- 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ