Alþýðublaðið - 06.10.1968, Page 13

Alþýðublaðið - 06.10.1968, Page 13
6. október 1968 ALÞÝÐUBLASIÐ 13 Guðmundur G. GUðmundur H. Valbjörn Þátttakendur Islands í 19. Olympíuleikjunum í Mexíkó Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum taka 8 ís lcndi.ngar þátt í 19. Olympíuleikjunum í Mexikó, sem hcfjast á laugardaginn. Við skuluni nú kynna 'þetta fremsta íþróttafólk okkar nánar. ELLEN INGVADÖTTIR: Hún er yngst af þátttakendum, fædd 13. janúar 1953 og þvl aðeins 15 ára gömul. Hún er landsprófs nemi og sagt er að EUen hafi kennslubækumar með sér í olympíuþorpið. Ellen er mjög efnileg sundkona og framfarir hennar hafa verið stórstígar undanfama mánuði. Hún hefur sett 11 íslandsmet, en keppir í 100 og 200 m. bringusundi og 200 m. fjórsundi á Ölympíuleikjunum. Met hennar í 100 m. bringusundi ier 1:22,0 og 2:56,0 mín. í 200 m. bringusundi. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR: Hrafnhildur hefur verið bezta sundkona íslands und anfarin ár og aldrei betri en á Iþessu ári, þó að flestir héldu að hún værLhætt keppni í fyrra. Hrafnhildur hefur alls sett 76 íslandsmet í sundi og beztu met hennar tru 1:05,2 mín. í 100 m. skriðsundi, 2:26,4 mín í 200 m. skriðsundi og 2:28,3 mín. í 200 m. fjórsundi, en hún keppir í þessum greinum á Olympíuleikjunum. Hnafnihildur tók einnig iþátt í Olympíuleikjunum í Tokyo 1964. GUÐMUNDUR GÍSLASON: Guðmundur er metakóngur Íslands, ef svo má segja, því að alls 'hefur hann sett 109 íslandsmet! Fjölhæfni Guðmundar er mikil, því að þessi met hefur hann sett á öllum sundaðferðum. Þetta eru þriðju Olympíuleikarn ir, sem Guðmundur tekur þátt í. Hann var með í Róm 1960, Tokyo 1964 og nú í Mexíkó. Guðmund- ur keppir í fjórum greinum í Mexikó, 200 m. og 400 im. fjórsundi, en met hans á þeim vegalengdum eru 2:22,0 og 5:08,3 mín. Þá tekur 'hann þátt í 100 m. flug 'sundi, metið er 1:02,7 min og í 100 m. skriðsundi. met- ið 58,0 sek. LEIKNIR JÓNSSON: Leiknir er hálfgerður „spútnik“ í íþróttum, því að hann hóf ekki æfingar í sundi fyrr en um tvítugt, en þá eru flestir afreksmenn búnir að ná toppnum. En framfarir Leiknis hafa verið örar og nú á hann íslands met bæði í 100 m. og 200 m. bringusundi, en þau voru frábær. Met hans í þessum greinum eru 1:12,4 mín. í 100 m. og 2:41,3 mín. í 200 m. Þess skal getið í samibandi við mettíma í sundi, sem hér er skýrt frá, að iþau eru sett í 50 m. laug Leiknir keppir bæði í 100 og 200 m. bringusundi í Mexikó. GIJÐMUNDUR HERMANNSSON: Guðmundur er aldursforseti íslenzka flokksins, hann er 43 ára, fæddur 28. júlí 1925 og hefur aldrei keppt á Olympíuleikum fyrr en nú. Guðmundur hefur verið 'bezti kúluvarpari ofckar í mörg undanfarin ár, en þrálát meiðsli í baki komu í veg fyrir, að hann gæti æft af fulium krafti og beitt sér til fulls. Á síðustu tveimur árum hefur hann sýnt stórkostlegar fnamfar ir og bætt árangur sinn um rúma 2 metra og núvenandi íslandsmet hams er 18,45. Hann keppir í kúluvarpi á OL. JÓN Þ. ÓLAFSSON: Jón hefur verið bezti hástökkvari íslands í 7 ár og met hans, sett 1965 er 2,10 m. Jón er mjög fjölhæfur íþróttamaður og 'hefur náð ágætum árangri í fleiri greinum. Innanhússmet Jóns í hástökki er 2,11 m. og í hástökki án atrennu hefur hann stokki, 1,75 m. Jón tók þátt í Olympíuleikj unum í Tokyo 1964 og hann var með í Evrópumótunum 1962 í Belgrad og 1966 í Búdapest. Hann keppir í hástökki. VALBJÖRN ÞORLÁKSSON: Valbjöm er fjölhæfasti frjálsíþróttamaður íslands og hóf keppni í frjálsum íþróttum 1952. Þetta eru þriðju Olympíuleikarnir, sem Valbjörn tekur þátt í, en hann var 12. í tugþraut í Tokyo 1964. í Róm 1960 tók ihann þátt í stangarstökki. Valbjörn varð Norður landameistari í tugþraut 1965 og varð annar 1967. íslamdsmet Valbjamar eru 7165 stig, en hann hefur 'hlotið bezt 7384 stig, en þá var meðvindur aðeins of mikill til þess að metið hlyti staðfestingu. Valbjögp tekur iþátt í tugþraut. ÓSKAR SIGURPÁLSSON: Óskar er fyrsti ísfendingurinn, sem tekur þátt í lyftingum á Olympíuleikjum, en hanm hefur sýnt miklar framfartr í þessari tiltölulega nýju keppnisíþrótt hér- lendis. Bezti árangur hans er í þríþraut, en þá er lyft með þremur mismunandi aðferðum og lagt saman, er 437,5 kíló. Óskar er í milliþungavigt. Hann varð þriðji í þessum flokki á Norðurlandamóti í Noregi í fyrra. ÞEGAR íþróttahöllin í Laugar- dal var opnuð til æfinga og keppni fyrir íþróttahreyfinguna var mikið rætt og skrifað um það hve afnot af henni væru dýr, sérstaklega var fastagjald- ið, sem greiða varð fyrir leiki og mót, kr. 5000, gagnrýnt harð- lega. Stjórnendur hússins vildu samt' engu breyta og þeirra var valdið. Á þessu hausti er hafin alls- lierjarflótti íþróttafólks úr þess- ari glæstu og dýru höll. Háloga- landsbragginn, hinn hrörlega er aftur að verða aðalathvarf íþrótta æskunnar. Hin fátæku félög og ráð áhugamannasamtaka íþrótta- fólks hafa ekki efni á að þreyta kappleiki sína í „Höllinni". Hér er mikið vandamál á ferð inni, körfuknattleiksmenn flytja alveg úr Höllinni í vetur og hand knattleiksmenn hafa ákveðið að flytja alla leiki yngri flokkanna í Hálogalandsbraggann. Þeir sem stjórna Höllinni verða að athuga sinn gang, þetta er alvar- legt mál bæði fyrir íþróttahreyf inguna og íþróttahöllina sjálfa ekki síður. □ GULL, SILFUR, BRONZ og BLÓÐ ... Nú er aðeins tæp vika þar til Olympíuleikarnir hefjast í Mexí- kóborg, en ástandið í Olym- píuborginni er allt annað er olympískt, þar er hálfgert upp- reisnarástand, blóð rennur og hugir fólksins eru fylltir hatri í stað vináttu og friðar. En hug-* sjón Olympíuleikanna er fyrst og fremst friður og vinátta. — Ekki hefur enn verið ákveðið hvað gert verður, en vonandi lagast ástandið, þannig að leik- arnir fari fram eins og áætlað hefur verið. — öe. ntstJ- ÖRN I BÐSSON 1 Þl 1 n R Kúba á sterka frjálsíþróttamenn og konur. Á móti í Mexíkó í fyrrakvöld jafnaði kvennasveit Kúbu heimsmetið í 4x100 m. boð- hlaupi kvenna, hljóp á 43,6 sek. Karlasveit Kúbu sigraði í 4x100 m. boðhlaupi karla og tíminn var frábær, 38,8 sek., sem er aðeins 2/10 úr sek. lakari en heimsmetið, sem Bandaríkja- menn eiga. Ungverjar og Nígeríumenn gerðu jafntefli í knattspyrnu u æfingaleik í Mexíkó í gær, Ijl. Þá sigruðu Búlgarir Ghana með 9 mörkum gegn engu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.