Alþýðublaðið - 06.10.1968, Side 16
OMÍDCO)
SIOfíH
GRIMM ÖRLÖG
Margur hlaut örlög grimm sem í gjörningum stendur:
Gunnar var höggvinn, Skarphéðinn inni brenndur,
í Rifi barðist Björn við útlenda gikki,
sem brytjuðu hirðstjóra íslands niður í stykki,
Holabiskup beygður höfuðið missti,
á Brimarhólmi ófár að síðustu gisti, ,
Eyjamenn voru af hundtyrkjum hraktir og teknir,
hópum saman í útlegð flæmdir og reknir.
Og vinur minn, Jón, sem gekk frjáls um sitt föðurland,
er fangaður maður — genginn í hjónaband.
Barátta fyrir
Nú hefur verið frá því skýrt að
íslendingar séu einhverjum
kílóum þyngri en nágrannar
þeirra og þetta þykir mörgum
ákaflega slæmt. Það virðist' vera
orðið ákaflega úthreitt trúar-
•atriði, ekki aðeins hér á landi,
heldur um allan hinn siðmennt-
aða heim, að mönnum megi
helzt ekki vera sæmilega í skinn
-n
70
00
70
Gluggasmiðian
Siðumúla 12
Sími 38220 — Reykjavík
Hand- og
listiðnaðar-
sýningin
Síðasti sýn-
ingardagur
Norræna húsiö
komið, mönnum sé það hollast að
vera horrenglur. Þessi trú er oft
sett fram í nafni læknavísindanna
og af því að hún er kennd við
vísindi, þá trúa henni auðvitað
allir, því að vísindin hafa ámóta
sess í augum nútímamanna og
guð almáttugur og heilög ritn-
ing höfðu fyrr á tímum.
Annað veifið eru birtar ráð-
leggingar til fólks um það, hvern
ig það eigi að fara að því að
losna við kíló hér og kíló þar,
og nauðsyn þess að losna við
þessi kíló er einaft rökstudd
með því, að það sé hættulégt að
vera holdugur, og sérstaklega sé
ístrubelgjum hætt við hjartabil-
un. Þetta kann vel að vera rétt,
en er Þó engan veginn einhlítt.
Það eru að minnsta kosti mörg
dæmi þess að horaðir menn og
smávaxnir hafi bilazt fyrir
hjarta. Og nær alltaf gleymist
að geta um þær hættur, sem
stöðugur áróður gegn offitu
kann að hafa í för með sér. —
Hvað skyldu þeir t.d. vera marg-
ir sem hafa fengið magasár eða
bilazt á taugum af ótta við að
vera farnir að þyngjast eitthvað
örlítið meira en hæfilegt þykir?
Svo illa er nú komið fyrir
þessari þjóð að karlmennirnir
eru fleiri en konurnar.
Það er sagt að atvinnuleysi
sé versta vandamálið, og alltaf
eru menn að reyna að leysa
vandamálin, en ég er hrædd-
ur um að það yrði mikið at-
vinnuleysi ef einhvern tíma
tækist að leysa Þau, svo marg
ir fá hátt kaup fyrir að sýsla
við þá iðju.
offitu
Gæti ekki verið að það sé betra,
þegar allt kemur til alls, að
lifa áhyggjulaust, kýla vömbina
og láta slag standa.
Og því má heldur ekki gleyma,
að því fylgja margir kostir að
vera feitur. Það er viðurkennd
staðreynd iað feitir menn eru
yfirleitt glaðlyndari og friðsam-
ari en horrenglurnar, þótt það
kunni sumpart að stafa af því
að þeir geta hvorki slegizt né
bjargað sér á flótta. Og megin-
atriði í málinu er önnur stað-
reynd, sem nú skal stuttlega
drepið á'.
Með því að auka líkamsfitu
manna er nefnilega hægt að
tryggja frið í heiminum. Það
mun nær algilt að ístrubelgir
þykja ekki hæfir til að gegna
herþjónustu, og þess' 'vegna
gætu ekki verið til neinir herir,
ef allir væru nógu feitir, og
leiðin til að koma í veg fyrir ófrið
gæti þá verið fólgin í því að
fita menn nógu mikið. Er þessu
hér með komið á framfæri við
'Sameinuðu þjóðirnar og aðrar
friðarstofnanir.
JÁRNGRÍMUR.
I ORÐSENDING frá I
Alþýðuflokksfélagi
Roykjavíkur
; Kosnfng fulltrúa á 32. flokksþing AlþýHuflokksins !;
!; verður laugardaginn 5. okt. kl. 13—18 og sunnudaginn \
!; 6. okt. kl. 10-18. i
; KosiS verður á skrifstofu flokksins. !;
,! Reykjavík 2. okt. 1968. J
j! Kjörstjórn. \
Maðurinn er svoleiðis ge'rð
Ur að allt sem er einhvers
virði kann hann ekki að meta
fyrr en hann er búinn að
missa það.