Alþýðublaðið - 18.10.1968, Síða 9

Alþýðublaðið - 18.10.1968, Síða 9
V. VÍSUBOTNASAMKEPPNIN ÚRSLITIN Fjórðu umferðinnj í vísu bo'tnakeppni Alþýðublaðsins er nú lokið og var þátttaka góð enn sem fyrr. Margir nýir bættust í hópinn víðs vegar að af landinu, en sumir hafa verið með frá upphafi eða í einstökum umferðum, enda getur hver haft þann háttinn á sem hann helzt kýs, því að hver umferð er sjálfstæð og út af fyrir sjg. Að þessu sinni var fyrripart- urinn kveðinn á' tæpitungulausu alþýðumáli, enda hafa íslend- ingar jafnan tekið hressilegt tungutak fram yfir teprulegt orðaval og reynt að tala og yrkja þannig, að það skildist. Mér sýnist líka á vísubotnunum, að flestir séu enn sama sinnis, hvað þetta snertir, botnarnir eru mjög í líkum anda og fyrripartur vís- unnar og jafnvel hnykkt á í lok- in, eins og til var ætlaz't. Þetta átti hvort. sem er ekki að vera neitt sálmavers eða annar kveð- skapur af slíku tagi. Og þó er yfirleitt hófsamlega í þetta farið. Það hefur verið nokkuð út- breidd skoðun, að lausavísan sé á undanhaldi meðal þjóðarinn- ar, minna sé um góða hagyrð- inga en áður, færri kasti nú fram stöku en fyrr. Sjálfsagt er eitt- hvað til í þessu, en margir hafa þó gaman af þessari íþrótt enn- þá og fást við hana, það sann- ar meðal annars vísubotna- keppnin okkar. Sumir eru svo vinsamlegir að senda okkur vísur með til bragð bætis og uppörvunar, hvað við kunnum vel að meta. Núna fengum við t. d. eftirfarandi kveðju frá S. E. Lundberg: l Ekki sýna ykkur þjóstinn íslands gömlu skvísurnar, aðeins til að auðga póstinn við ykkur sendum vísurnar. t Þá fylgdi og laus miði með eftirfarandi vísu einu bréfinu, en varð viðskiia við það og lentí í ruglingi, ef til vill skrifar höf- undurinn okkur seinna og getur þá vísunnar í leiðinni, en hún er svona : Gegnum æviára klið, annanið og sköllin, róar hug að rjála við rím og stuðlaföllin. Að þessu sinni var dómnefnd- in sammála um, að bezti vísu- botninn væri eftír Jakob Ó. Pét- ursson, Fjólugötu 1, Akureyri, og hlýtur hann því verðlaun Al- þýðublaðsins í fjórðu umferð keppninnar. En vísan er á þessa leið eftir að hann hefur botnað hana : ) ■ -1 -- i £[ Húsfreyjan ier kjaftakind, IFJÖRÐU kallinn drekkur eins og svín, bæði fögur fyrirmynd fyrir litlu börnin sín. Jakob er líka með þennan botn, sem einnig hefur nokkuð til síns ágætis : Þetta er mörgum lífsins iind: v lygasögur og brennivín. Ég mun nú að venju birta nokkur sýnishorn til að gefa les- endum dálitla hugmynd um vísubotuana. Einar Baldvinsson, Kópavogi: UMFERÐ Víst mun átt við vatn úr lind, því varla drekka svínin vín! Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Reykjavík: Er það furðu algeng synd, þó ættu bæði að skammast sín. Theodór Einarsson, Akranesi: Ég álít þetta enga synd og ætla að bjóða þeim til mín. Haraldur Zophoníasson, Dal- vik: Á allar dyggðir eru blind, aldrei læra að skammast sín. Ekki er frúin fyrirmynd, af fausknum enginn ljómi ? !;’ i skín. Jónas Jósteinsson, Reykjavík: Er þetta kannski íslenzk mynd eða bara vísnagrín? R. Gröndal, Reykjavík: Ekki lífga ljóta mynd lausmælgi og brennivín. Sigurgeir Þorvaldsson, Kefla- vík: Fjölskyldan er fyrirmynd fær og vel að njóta sín. Sigurður Magnússon, Hafnar- firði: Frímann Einarsson, Reykja- vík : Ríkið er karlsins Ljómalind, lastmál tunga hefnir sín. Nanna Þórarinsdóttir, Reykja- vík : !,•,,[ Á uppeldinu er engin mynd, allur krakkaskarinn hrín. Hér verðum við að láta staðar numið, þótt af nógu sé að taka. Við þökkum enn sem fyrr þátt- tökuna og vonumst til að sem flestir spreytí sig á næsta vísu- botni og verði með í fimmtu umferðinni. — GG. 5. UMFERÐIN Jakob Ó Pétursson, ritstjóri á Akureyri, varð hlutskarp- astur í 4. umferð vísubotnakeppninnar og er gert grein fyrir úrslitunum á öðrum stað í Opnunni. Þá hefjum við 5. umferð og nú hefur Gestur Guðfinnsson kosið að láta ykkur glíma við öfugmælavísu, Fyrripartur: ' "V Séð hef ég skötuna skaka strokk, skógarþröstinn elda graut Seinnipartur: 1 rrr' '1 • ••••••••••••••••••••«•••••• Nafn ........................................ Heimili........................................:oxí Símanúmer ................................... Frestur til að skila seinniparti er til mánudagsins 28. októ- ber. Mcrkið umslagið með „Seinnipartur“ — Alþýðublaðið, pósthólf 320. OPNAN 18. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 LJOS& ORKA Fjölhreyttasta lampa- úrvaí á laiídirw UÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488. SPEGLAR FERMINGARGJAFIR MikiS úrval af fallegum og nytsöm- SPEGLABÚÐIN um fermingargjöfum — Skoðið sýn- Laugavegi 15, ingargluggann — sími 1-9635* Enskir frúarskór Skóbær LAUGAVEGI 20 SÍMI 18515. NÝ SENDING SVARTÍR - BRÚNIR - LJÓSDRAPP VERÐ KR. 780.— SÍÐASTA SENDING FYRIR JÓL. PÓSTSENDUM. MILLIVEGGJAPLÖTUR RORSTEYPAN H.F KÓPAVOGI — SÍMI 40930. ÉÉmtm

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.