Alþýðublaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 15
24. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15
Aukafundur
SÖLUSAMBANDS ÍSL.
FISKFRAMLEIÐENDA
verður haldinn í Sigtúni fimmatudaginn 24.
okt. n.k. kl. 10 f.h.
Fundarefni:
Ástand og horfur í söJu- og verðlagsmál-
um saltfisks.
Stjórn
Sölusambands ísl. f iskf ramleiðenda
Ég eltl þau eftir veginum og var á vergi
allan tímann.
Við komumst að bílnum og þegar við vor-
um lögð af stað, sagði Karlinn: — Jæja? Hvað
sástu?
Og ég greip fram í: — Er nokkur vafi á
fyrstu skýrslunni? Frá manninum, sem þagnaði
skyndilega.
— Enginn. I | TjS
— Það hefði enginn okkar látið Iblekkjast
af þessu og það ekki einu sinni í myrkri. Hann
sá ekki þetta geimskip.
— Það er augljóst mál. Hvað fleira?
— Hvað haldið þið, að þessi blekking hafi
kostað? Nýjar málmþynnur, ný á'lmálning. Og
mér virtist við opið, að a.m.k. 1000 fet af timbri
hefði þurft til að halda búknum uppi.
— Fleira?
— McLain býlið var í niðurníðslu. Þó að
strákarnir hafi hafið gabbið hafa þeir ekki
borgað það.
— Það er augljóst. Hvað ætlaðirðu að
segja, María?
— Sástu, hvernig þeir létu við mig, Kalli
frændi?
— Þeir hverjir? spurði ég.
— Lögreglumaðurinn og strákarnir tveir.
Það gerist alltaf eitthvað, þegat ég beiti bragð-
inu „Sæt og sexí”. En nú gerðist ekkert.
— Mér fannst þeir allir á hjólum, sagði ég.
— Þú skilur þetta ekki, en ég v e i t það.
Ég veit það alltaf. Þeir voru ekki karlmenn.
Þeir minntu á geldinga, ef þið vitið, við hvað
ég á. . .
— Dáleiðsla? spurði Karlinn.
— Kannski, eða lyf. Hún yggldi sig og virt-
ist ringiuð.
__ Humm.........sagði liann. — Sammi, —
beygðu til vinstri. Við þurfum að athuga ýmis-
legt hérna rétt hjá.
— Samkvæmt þrístrendri mælingu mynd-
anna?
— Hvað heldurðu, drengur?
— En við komumst þangað aldrei. Fyrst
og fremst var brú þar og ég hafði ekki nægi-
legt rúm til að láta bílinn stökkva yfir hana
og ,svo eru vissar reglur fyrir því, hvernig parar
mega aka um vegina. Við beygðum til vinstri
og stefndum til suðurs og beygðum aftur inn
einu leiðina, sem fær var. Lögreglumaður stöðv-
aði okkur. Hann sagði okkur að hér geisaði
skógareldur og að við ættum að beygja eða
halda áfram og horfa á þá berjast við eld-
inn, eiginlega væri réttast að hann sendi mig
til að reyna að stöðva eldinn ásamt öllum öðr-
um karlmönnum í nágrenninu.
María blikkaði hann og hann lét undan.
Hún benti á' þá staðreynd, að hvorki hún né
Kalli frændi kynnu á bíl, sem var haugalýgi!
Þegar við lögðum af stað, spurði ég: —
Hvernig var hann þessi?
— Hvað áttu við?
— Geldingur?
— Hjálpi mér hamingjan! Nei, einstaklega
aðlaðandi maður!
Þetta svar fór í taugarnar á mér.
Karlinn mótmælti því að við flygjum yfir
staðinn. Hann sagði, að það yrði til einskis.
Við fórum beint til Des Moine. X stað þess að
leggja bílnum við tollhliðið, borguðum við toll-
inn og fórum inn í borgina og lentum við þrí-
víddarstöð Des Moines. „Kalli frændi” sá um,
að við kæmumst inn á skrifstofu framkvæmda-
stjórans. Annað hvort laug hann eða „Charl-
es M. Cavanaugh” var maður í ábyrgðarstöðu
innan umferðarmálaráðuneytisins. Og það í
meira en lítilli stöðu.
Þegar við komum inn hélt hann áfram að
ieika mikinn mann. — Hvað á þetta eiginlega
að þýða með þetta geimskip? Út með það,
maður minn, eða þér verðið rekinn!
Framkvæmdastjórinn var lítill maður með
kúpt bak, en hann virtist alls ekki áhyggjufullur,
aðeins óánægður. — Við höfum þegar sjón-
varpað útskýringuna á þeim atburði, sagði hann.
Það var leikið á okkur og maðurinn var rekinn.
— Það er naumast nægilegt, herra minn.
Litli maðurinn — hann hét Barnes — yppti
öxlum. — Við hverju bjuggust þið? Að við
hengdum hahn?
Kalli frændi beindi vindlinum sínum að hon-
um. — Ég aðvara yður, herra minn. Ég læt
engan hæðast að mér! Eg trúi því ekki, að tveir
bóndastrákar og ungur starfsmaður hér hafi
getað framkvæmt þetta. Það liggja peningar að
baki þessu fyrirtæki. Já, herra minn, ég sagði
peningaf. Segið þér mér nú, hvað gerðuð ..
María hafði tekið sér sæti nálægt Barnes.
Hún hafði gert sitthvað við fötin sín og stell-
ingin niinnti mig á mynd eftir Goya. Á mynd-
'iria; „Nakta Maya”. Hún benti með þumalfingr-
inum til Karlsins og þumalfingurinn visaði nið-
ur á við eins og keisararnir gerðu í Róm til
forna, þegar ekki átti að veita skilmingarmönn-
unum líf.
Barnes hefði ekki átt að sjá' þetta. —
Hann virtist beina allri athygli sinni að Karl-
inum. En hann sá það samt. Hann leit á Maríu
og varð illmannlegur á svipinn. Hann teygði
sig að hnápp á skrifborðinu.
— Sammi! Dreptu hann! öskraði Karlinn.
Ég skaut á fætur hans og bolurinn féll á
gólfið. Ég missti illilega. Eg hafði ætlað að
skjóta í sundur á honum magann.
Ég gekk nær og sparkaði byssunni frá fingr-
um hans. Ég ætlaði einmitt að veita honum
dauðaskotið — maður, sem er skotinn svona er
dauður, en það tekur hann smástund að deyja,
— þegar Karlinn urraði: — Snertu hann ekki!
Hörfaðu, María!
Hann gekk umhverfis skrokkinn eins og
köttur í kringum heitan graut. Barnes and-
varpaði og lá kyrr. Karlinn potaði varlega í
hann með stafnum sínum.
M.S.I.
3. ÞING
Málm- og skip'asmíðafélags íslands verðiur
sett kl. 14, laugardaginn 26. október í Lindar-
bæ, uppi.
Miöstjörniii.
HÚSGÖGN
Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús-
gögn- — Ún/al af góSum áklæðum-
Kögur og leggingar.
BÓLSTRUN ÁSGRÍMS.
Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807.
Bifreiðaeigendur athugið
Ljósastil'llilngar og allar almennlar bifreiÖa-
viðgerðir.
BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE
Skeifan 2 — Sími 34362.
ATHUGIÐ
Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka.
Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss.
Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær.
GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON.
SÍMI 36857.
Innröanmuii
ÞOHBJÖBNS BENCDIKTSSONAB
Imjfólísstraoti 7
I
Athugið opið frá kl. I — 8 e.h.