Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9. nóvember 1968 Kitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar1 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug- lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8 —10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 130,00. í Iausasölu kr. 8.00 eintakið. — Útg;: Nýja útgáfufélagið h.f. ísland og EFTA í gær var flntt á Alþingi tiilaga til þin gs'ályktu nar um að íáland sæki um aðM að EFTA Fríverzl unarsamtökum Evrópu. Ríkis- stjómin flytur tillöguna en s'tjórn arandstaðan treysti sér ekki til að stlanda með ríkisstjóminni að rnálinu enda þótt eingöngu sé um það að ræða að senda upptöku en engar skuldbindingar um að ís- land gerist aðili að Fríverzlunar- samtökunum. Ríkisstjómiin skipaði á sínum tímla nefnd manna úr öllum þing flokkum tH þess að fjaHa um af- stöðu ísiands tii EFTA. Hefur nefndin starfað lenlgi að athug- un málsins og í viðskiptamálaráðu ineytinu ihefir máiið verið ræki- lega undirbúið. Vonir stóðu til þess að EFTA nefndiin gæti kom izt að sameiginlegri niðurstöðu varðandi afstöðuna til EFTA. En svo' varð etoki. Þegar nefndin var að ljúka störfum -og toomið Yar að því að hún tætoi afstöðu vísuðu fúlltrúar stjórnarandstöðunnar máliniu till þingflokkanna, niður- staðan í þingflokkum stjómarand stöðunnar var sú að eiga ekki samlleið með ríkisstjórninni í mál inui Ber að harma þau málalók. ísland hefur baft það lengi í athugun hivort sætoja bæri um að ild að EFTA eða ekki. Það hefir verið kannað hvfeða hagræði ís- land hefði af islíkri aðld svo og hvaða vandamál væru henni sam fara. Enda þótt málið hafi verið vandlega áthugað hér heima hef ur það verið Qíjóst að ekki mundu öll vandamál í þessu sambandi liggja fyrir, nema gengið væri til samninga við aðiildarríki EFTA. Þess vegna er nauðsynilegt að sækja um aðild til þess að samn ingaviðræður geti hafizt og úr því verði skorið hivort íáland geti fengið viðunandi kjör vilji það ganga í þessi samtök. ísland hef ur unldianfarih ár veríð áhorfandi að þeirri þróun í átt til aukins viðstoip'tasamistarfs, sem hefur verið að gerast \it í Evrópu. Mörg ríki hafa gengið til samStarfs á sviði viðstoipta og efnahagsmál'a. Tvö markaðsbandalög hafa ver- ið mynduð í Evrópu. Efnahags- bandalaig Evrópu og Fríverzlun arsamtök Evrópu. Efnahagsbanda lagið hefur félllt niður ilnnri tolla og samræmt ytri tolla en Frí- verzlunar'samtökin EFTA hafa ifielTt niður innbyrðis tolla en éktoi breytt ytri tollum. Bæði þessi bandalög hafa stoaðað veru lega viðskiptahagsmun i íslands enda eru flest okkar mestu við- skiptalönd í Evrópu í bandaiög- um þessum. ísland getúr ekki gerzt fuHgild ur aðili að Efnabagsbandalaginu vegna ákvæða Rómarlsáttmiállans um frjálsan fliutning fjármags og vinnuafls milli ríkja. Hins vegar eru engin -slík jafnströng ákvæði í Stokkbólmssáttmála EFTA enda EFTA fyrst og fremst við- skiptabandalag en ekki efnlahags leg samstarfsheild, eins og Efna hagsfoandalagið. ísiand þarf því ekkiert -að óttast 'samfara aðild að EFTA en á foinn bóginn getur ís- land' haft verulegt hagræði af því fyrir úfcflútningsatvinnuvegi sína að ganga í EFTA. ísland myndi við aðild að EFTA foæta sam- keppnisaðstöðu sína á markaði EFTA enda sæta allar unnar sjáv arafurðir EFTA meðferð (Tolla- niðurfellingu). Á hinn bóginn yrði ísland einnig að fella niður á ákveðnu tímabHi alla vemdar toHa iðnaðarins og mundi ís- lenzkur ilðnaður því isæta harðari samkeppni en áður. Vafálaust má þó semja um mjög lanigt að- lögunartímábil fyrir íslenzkian iðnað. Einhverjar greinar iðnað arins munu sjálfsagt skaðast við slíkar breytingar en aðrar mundu njóta góðs af foinum stóra toll- frjálsa markaði EFTA og geta haf ið útf lutning. Ef til villl gæti íslenzkur iðnað ur notið góðs af samstarfi við er- 'lend fyrirtæki innan EFTA. ísland getur ekki eiuangrað sig frá erlendu Iviðskiptasamsbarfi. Fái það viðunandi kjör á það tví mælalaust að tatoa iþátt í slíku samstarfi innan EFTA. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR 4. tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fóru fram í Há- skólabíói sl. fimmtudagskvöld. „La Cenerentooa” forleikurinn eftir Gioacchino Antonio Ross- ini var fyrsta viðfangsefni kvöldsjns og hljómaði ágæt- lega, eins og iþessir óteljandi Rossini - forleikir gera yfirleitt. Næst á efnisskránni var Sinfón. ia Concertante í Es-dúr eftir W. A. Mozart, og ber þetta verk vissulega merki meistara síns, með sínum viðkvæmu frösum, og glitrandi stefjum. Einleikar- ar voru fiðluleikararnir Björn Óiafsson og Ingvar Jónasson, sem nú lék á lágfiðlu. Leikur þeirra var áheyrilegur, og sam. | starf þeirra við hljómsveitina gekk snuðrulaust, þó alltaf heyrðist mun meira í fiðlunni, en lágfiðlunni, og undirrituð- um fannst að tæplega væri sú mýkt yfir flutningi verksins, sem Mozart hæfir, nema helzt Tónlist í andante-þættinum, Það er auðvitað smekksat riði hvera og eins. hvemig túlka skuli listaverk. Það er undir samvizku listamannsins komið, kunnáttu ihans og hæfni hvern- ig: til tekst, og ef til vill teksit það vel (eins og í þessu tilfelli), jafnvel þó sumir aðrir hefðu viljað heyra verkið leikið á annan máta. Tónleikunum lauk á fyrstu sinfóníu Schumanns, vorsinfón íunni. Kannski er ekki hægt að segja,. að verk þetta risti. mjög djúpt, en flutningurinn tókst vel, mjög vel. Að minum dómi hefur hijómsveitinni ekki tekizt betur upp í haust, og við stöndum í þakkarskuld við S. Brul'and fyrir það að koma tónieikagestum í vorskap, þeg- ar allir búast við snjókomu, frosti og gengisfellingu. EgiU Rúnar Friðleifsson, Btræfinn svikahrappur Svikahrappur nokkur hefur að undanförnu leikið þann leik að svíkja út vörur hjá fyrirtækjum, en selt þær síðan langt undir sannvirði. í fyrradag tókst hon- um í annað skipti í röð að svíkja út vörur hjá Efnagerðinni Val í. Kópavogi að verðmæti 5.200 krónur. Áður hafði honum tek- izt að svíkja út vörur hjá sama fyrirtæki fyrir um 2.200 krónur. Þá er vitað, að maður þessi hef- ur svikið út vörur hjá heildverzl un Eggerts Kristjánssonar fyrir nokkru, og er verðmæti þeirra vara rúmlega 2000 krónur. Er því ljóst, að þrjótur þessi hefur svikið að undanförnu út Ihjá itveimur fyrirtækjum vörur að verðmæti tæplega 10.000 krónur. Innlendar fréttir i stuttu máli Koparskilti á sendiráði stolið Koparskilti á húsvegg sovézká sendirá’ðsins i Garðastræti vaí stolið í fyrririótt. Hvorki skilt- ið né sökudólgurinn hafa fund. izt. Um klukkan 21 í fyrrakvöMl tilkynntu sovézkir sendiráða- starfsmenn lögreglunni, að brot* in hefði verið rúða í sendiráð- inu. Var sett lögregluvakt við sendiráðið fram yfir miðnættl en eftir miðnætti hafði lögregt an gætur á húsinu öðru liverju. Koparskiltinu mun hafa veriS stolið einhvern tíma eftir kluklct an þrjú um nóttina. Alvarlegt um- feröarslys í gærmorgun, laust eftir klukls* an sjö, varð alvarlegt umferðaC. slys á Borgartúni á' mólts vi8 Sindra. Þar var gamall maður, sem var að fara yfir Borga»- túnið fyrir fólksbifreið, og sla* aðist hann illa. Maðurinn var £ 'lejð til vinnu sinnar í Sindrai norðan megin við Borgartúnið, er slysið varð. . , Slysið varð með þeim liættl, að gamli maðurinn, sem vas sunnanmegin Borgartúnsins og ætlaði yfir götuna til norðurs, beið færis að komast yfir. Þega* hann var kominn yfir miðja götuna, kom fólks bifreið vestuc götuna og skipti það enguna togum, að gamli maðurinn lentS framan á bifreiðinni og kastað- ist frá henni og út yfir akbraufc, ina. ( Ökumaður fólksbifreiðarinnail sá ekki manninn fyrr en bifreig in var komin svo nærri honum að ekki tókst að afstýra slysinu, Gamli maðurinn var fluttue á slysavarðstofuna og síðan 1 sjúkrahús. Lýsing á þessu svæði Borgaík túnsins, þar sem slys þetta varð, er mjög slæm. Hvert slysið i fætur öðru hefur. orðið á þessá; svæði, einmit.t í ljósaskiptunuia. Þegar bleyta er á götunni, vird, ist gatan hreinlega gleypa ljós, geislana frá götuvitunum. j //jlinnin qarSi tjölcl . ..: J 1 ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.