Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 9
9. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 ritstj. ÖRN EIÐSSON KR-ingar sigruðu í Afmælismóti Víkings Bætt aðstaða skilyrði fyrir framhaldi á innanhúss- knattspyrnu KR-ingar bál'u sigur úr bít- um í afmælismóti Víkings I knatt spyrnu innanhúss, en mótið fór fram í íþróttahöllinni í Laugar- dal í fyrrakvöld. KR lék til úr- slit.a við Þrótt og vann verð- skuldaðan sigur með 5 mörkum gegn 2. KR skoraði 5 fyrstu mörkin, þar af 4 í fyrri hálf- leik og 1 í þeim síðari. Þróttar- ar skoruðu bæði sín mörk í síð- ari hálfleik. Leikirnir voru ekki skemmti- legir, og er það varla von, þar sem aðstaða til slíkra móta er nánast afleit, ekkert hefur ver- ----^-------—--—-------■—i Árshing KKÍ kl. 3 í dag Ársþing Körfuknattleikssam- bands íslands fer fram í dag og hefst kl. 3 í Leifsbúð að Hótel Loftleiðum. Dagskrá þings ins verður samkvæmt lögum sambandsins. ið gert af hússins hálfu til. að skapa slíka 'aðstöðu. Vonandi verður þessu kippt í lag hið fyrsta því að knattspyrna innanhúss getur verið hin bezta skemmtun, þegar aðstaða er í lagi. Alls tóku átta lið þátt í keppn- inni og í fyrstu umferð urðu úrslit þessi: Altranes — Keflavík 6:3. í framlengingu skoruðu Akurnes- ingar þrjú mörk en Keflvíking- ar ekker.t. Fram — Valur 3:4. KR — Víkingur (b) 6:3. Þróttur — Víkingur (a) 6:0 Að þessum leikjum loknum fór fram „leikur kvöldsins” milli bítlahljómsveitarinnar Hljóma og Lúðrasveitar Reykjavíkur. Hljóm ar sigruðu örugglega með 4 mörkum gegn 2 ög á köflum J sýndu einstakir leikmenn Hljóma i góð tilþrif, enda er einn af með- í limum hljómsveitarinnar, Rúnar 0 Júlíusson fyrrum landsliðsmaður ( í knattspyrnu. Gunnar Þórðar- i son, lagasmiður hljómsveitarinn- i ar gerði einnig margt gott. Lúðrasveitarmenn stóðu sig vel í síðari hálfleik, enda léku þeir þá 6 á móti fjórum. í undanúrslitum sigraði KR Akurnesinga með 5 mörkum gegn 2 og Þróttur Val með 6:2. Áður en úrslitaleikur KR og Þróttar fór fram léku Hljómar nokkur lög við mikil fagnaðar. læti unglinganna, sem þyrpzt höfðu á áhorfendapallana, en á- horfendur voru á annað þúsund. Að úrslitaleiknum íoknum var KR-ingum afhentur verðlauna- gripur, sem Söebechsverzlun hafði gefið. KR vann gripinn til eignar. jOlympíusjónvðrpil lýkur í dag \ í dag kl. 3 hefst síðasta Ji útsending Sjónvarpsjns frá 19. olympíuleikunum í Mexí kó. Sýnt verður frá keppni í grísk-rómverskri glímu skylmingum, dýfingum karla og kvenna, úrslitum, 200m. baksimdi kvenna og loks mynd frá lokaathöfn- inni. Myndirnar á íþrótta- síðunni eru frá leikunum. J Knatlspvinufundur í Hafnarfirði í aaq í dag kl. 14.00 boðar knattspyrnuráð Hafnarfjarð- ar, Fimleikafélag Hafnarfjarðar og lcnattspyrnu félagar Hauka til útbreiðslufundar í Bæjarbíói. Fundur þessi er einn af mörg um, sem unglinga og tækni- nefnd KSÍ hafa í samráði við stjóm sambandsins ákveðið að efna til um land allt í því laugnamiði að kynna og auka á- ihuga fyrir knattiþrautum sam- bandsins. — Skorað ler á alla knatt- spyrnudrengi og unglinga, sem knattspymu stunda í Hafnar- firði að fjölmenna á fundinn og jafnframt að bjóða foreldrum sínum með, því auk þess sem fundurinn er haldinn til að auka áhugann fyrir knattþrautum KSÍ, þá mun efni fundarins ekki siður gefa upplýsingar um fhvernig unglinga og tækninefnd KSÍ telur að stai'fið í félögun um eigi að vera rekið, svo að jákvæðs árangurs megi vænta uppeldislega sem knattspyrnu lega. Formaður knattspyrnuráðs Hafnarfjarðar, Hjörtur Gunn- arsson, kennari, mun setja fund inn og stýra ihonum, en dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1.) Erindi unglinga- og tækni- nefndar KSÍ: Drengja og ung- lingaþjálfun og starfsemi ung- linganiefndar KSÍ: Iielgi Jóns- son, fræðslustjóri í Hafnarfirði flytur. — 2. ) Kynning á knattiþrautum KSÍ — Örn Steinsien, unglinga landsliðsþj álfari. 3. ) Knattspyrnukvikmynd. — Auk þessara dagskrárliða mun Árni Ágústsson, formað- ur unglinganefndar KSÍ, kynna hafnfirzka knattspymudrengi, sem valdir hafa verið í Unglinga landsliðið og auk þess afhenda 12 drengjum bronsmerki KSÍ, en drengir þessir tóku brons- prófið, sunnudaginn 8. sept. s. i. og hafa æft að undanförnu undir silfurprófið, en tveir mán uðir verða að líða milli hverrs hæfnisprófs, brons silfur og gull. — Jafnframt þessum verðlaun- um verða 110 drengjum afhent verðlaun fyrir þátttöku sína í í sigri félaga sinna í Septem- hermóti Hafnarfjarðar. Verð- launin eru fagur silkifáni prent ■aður í Fjölprenti. — Og að lok um verða afhentir 4. og 5. fl. Ibikarar Reykjanessmótsins, en þá unnu flokkar frá F.H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.