Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 11
9. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11
1 ■■■*
hentuga byggingu og á henni stóð: LOFTIÐ ER
TIL LEIGU — TALIÐ VIÐ LEIGUSALA Á
neðstu hæð. Ég skrifaði hjá mér heimilisfangið
og þaut beint á símstöðina rétt hjá. Þar leigði
ég lausa vél og sendi skeyti: SENDIÐ TVO
KASSA AF LITLUM KÖRLUM HINGAÐ TIL
JOELS FRIMANNS og bætti svo við heimilis-
fanginu á vörugeymslunni. Ég sendi skeytið til
Roscoe & Dillard, Jobbers og Manners í Des
Moines, Iowa.
Þegar ég fór út sá ég matsöluhús og mundi
eftir því, að ég var svangur, en svo hætti hung-
urtilfinningin og ég hugsaði ekkert meira um
þetta. Ég fór aftur að vöruhúsinu, fann mér
dimman krók og settist þar niður'til að bíða
dögunar og skrifstofutíma.
Ég man óljóst eftir síendurteknum innilokun-
arkenndum draumum.
Hlukkan níu náði ég í leigusalann um leið
og hann opnaði skrifstofuna og ég borgaði hon-
um vel fyrir húsnæðið og bætti við smáþóknun
svo að ég fengi það samstundis. Ég fór upp,
opnaði og beið. :
Klukkian ihálf ellefu komu kassarnir. Eftir að
sendlarnir voru farnir, opnaði ég einn kassann,
tók út frumu, hitaði hana og sá um að allt
væri reiðubúið. Svo sótti ég leigusalann og sagði
við hann: — Gætuð þér litið upp andartak,
hr. Greenberg? Ég vildi láta breyta lýsingunni.
Hann nöldraði ögn, en hann kom með mér.
Þegar við komum upp, lokaði ég og fylgdi hon-
um að kassanum, sem ég var búinn að opna.
— Hérna er það, sagði ég. — Ef þér hallið
yður svona, sjáið þér, hvað ég á við. Ef ég
gæti bara ...
Ég sló hann á barkann, reif af honum jakkann
og fletti upp skyrtunni og svo setti ég streng-
torúðustjórann á bakið á honum. Ég hélt honum
föstum, þangað til hann róaðist. Þá sleppti ég
honum lagaði skyrtuna hans og duStaði af
honum rykið. Þegar hann hafði náð andanum
aftur, spurði ég: — Hvað er að frétta frá Des
Moines?
— Hvað viltu vita? spurði hann. — Hvað
hefurðu verið lengi hérna?
Ég ætlaði að útskýra þetta, en hann greip
fram í fyrir mér og sagði: — Við skulum bara
komast í beint samband. Allt annað er tímar
sóun. Ég hneppti frá mér skyrtunni og hann
gerði slíkt hið sama, svo settumst við á lokaðan
kassa. Við snerum bökum saman, svo að streng-
torúðustjórarnir gætu rætt óhindrað. Ég hugs-
aði' ekki um neitt sérstakt. Ég veit ekki, hvað
■þetta tók langan tima. Ég horfði á flugu fljúga
umhverfis rykugan köngulóarvef.
Næst náðum við í byggingareftirlitsmann-
!nn. Hann var sterklegur Svíi og við urðum báð-
jr 3ð halda honum. Eftir það hringdi hr. Green-
toerg í eigandann og sagði, að hann yrði að
koma og líta á skemmdir á byggingunni — ég
veit ekki, hvaða skemmdir, ég var að hita upp
frumur ásamt eftirlitsmanninum.
Eigandinn var merkismaður og við vorum
allir hrifnir, af að ná honum og hann sjálfur
enn hrifnari. Hann var í Stjórnarklúbbnum, en
allir meðlimir þess klúbbs eru merkismenn inn-
an fjármála, stjórnmála og iðnaðar.
Það var liðið að hádegi og við máttum eng-
an tíma missa. Eftirlitsmaðurinn fór út til að
kaupa föt og tösku handa mér og sendi upp
bílstjóra eigandans, svo að við gætum bætt hon-
um í hópinn. Við eigandinn fórum í bílnum
hans og í töskunni voru tólf strengtorúðustjórar,
sem biðu þess eins að stjórna leikbrúðunum.
Eigandinn skrifaði nafn sitt í gestabókina:
J. HARDWICK POTTER OG GESTUR. Það
reyndi einhver að bera töskuna fyrir mig, en ég
sagðislt verða að hafa hana, þar eð ég þyrfti
að skipta um skyrtu fyrir matinn. Við vorum
inni í baðherberginu þangað til að allir aðrir
voru farnir út nema toaðþjónninn. Þá tókum við
hann og létum svo senda skilaboð til eigandans,
að einn gestanna hefði veikst á baðherberginu.
Eftjr að við vorum búnir að „ræða” við eig-
andann, lét hann mig fá hvítan slopp og ég var
gerður að baðþjóni. Ég átti aðeins tíu streng-
brúðustjóra eftir, en ég vissi að unnt yrði að
sæ.kja kassana í geymsluna og koma streng-
brúðustjórunum hingað sem fyrst. Áður en mat-
artímanum var lokið hafði ég eitt öllum frum-
unum. Einn gestur kom okkur á óvart meðan við
vorum að vinna og ég neyddist til að drepa
hann. Við settum hann í óhreinu fatageymsluna.
Það varð smáhlé eftir þetta, því að kassarnir
voru ekki komnir. Ég var að farast úr sulti og
ég sagði eigandanum það og hann lét færa mér
mat á skrifstofuna sina. Kassarnir komu, þegar
ég var ,að ljúka við matinn.
Eftir matinn gekfc okkur stórkostlega vel.
Klukkan fjögur eftir hádegi voru allir í klúbbn-
um komnir í flokkinn — meðlimimir, starfsfólk-
ið og gestirnir — og efitir það tókum við þá í
forstofunni, enda hjálpaði dyravörðurinn okkur
dyggilega. Seinna um daginn hringdi eigand-
inn til Des Moines og bað um fleiri kassa.
Við fengum góðan feng seinna um daginn. Við
náðum í fjármálaráðherrann. Og það var stór-
sigur. Fjármálaráðherrann gefur forsetanum
skýrslur sínar beint.
ÁTTUNDI KAFLI.
í
Ég fann fyrir þessum sigri sem minniháttar
ánægju, svo hugsaði ég ekkert meira um það.
Við — mennirnir, sem vorum undir stjórn streng-
brúðustióranna — leikbrúðurnar sjálfar — hugs-
uðum ekki. Við vissum allir, hvaö okkur bar að
gera, en við vissum það aðeins, þegar okkur
bar að gera það eins og þegar „veðhlaupahest-
ur” finnur skipanir knapans, sem situr á baki
hans og hlýðnast þeim.
Þetta með veðhlaupahestinn og knapann er
ágætis samlíking, en ekki fyllilega rétt. Streng-
brúðustjórarnir vissu ekki aðeins allt, sem við
vissum og gátu notað sér gáfur okkar og vit>
neskju, heldur _ gátu þeir notfært sér reynslu
okkar fyllilega. Stundum ræddu Strengbrúðu-
Fólk óskast
til blaðburðar við:
Rauðarárholt,
Höfðahverfi,
Laugarás.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SÍMI 1-49-00.
Kaupum hreinar lérefts-
tuskur
PRENTSMIÐJA
ALÞÝÐUBLAÐSINS
HÚSGÖGN
Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús-
gögn. — Úrval af góðu áklæði, — meðal annars pluss í mörgum
litum- — Kögur og leggingar.
BÓLSIHUN ÁSGRÍMS.
Bergstaðarstræti 2. — Slmi 16807.
ATHUGIÐ
Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp. olíuber og lakka.
Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss.
Fjarlægj málningu af útihurðum og harðviðarlita þær-
GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON.
SÍMI 36857-
Bifreiðaeigendur athugið
Ljósastilllilngar og allar aknennjar bifreiiða-
viðgerðir.
BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE
Skeifan 2 — Sími 34362.
Athugið opið frá ki. I — 8 e.h.
t:\ 'o
I pi
iíV', *