Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 5
9. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Leikfélag Reykjavíkur : YVONNE BORGUNDAR- PRINSESSA Sjónleikur í fjórum þáttum eftir Witold Gombrowicz Þýðandi Magnus Jónsson Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson Búningateikningar: Una Collins Leikstjóri: Sveinn Einarsson Það fer ekki milli mála að í seinní tíð eiga nýjar og nýlegar erlendar bókmenntir greiðasta leið hingað til lands um leikhús- in í Reykjavík. Bókaútgefendur hafa takmarkaðan áhuga á er- lendum samtíðarbókmenntum og þýðingaval þeirra er harla til- viljunarkennt, það sem þýtt er annað en eldhúsreyfarar; en rík- isútvarpið leggur vaxandi stund á innlenda sagnaskemmtun á' kostnað þýddra skáldrita — nema leiklistardeildin. Þetta áhugaleysi á umheiminum, samtíð sinni og, samtíðarviðburðum er eitt með öðrum dæmum þeirrar menning- arlegu einangrunarstéfnu sem hér gætir, ekki sízt í bókmennta- legum efnum, og gerir menning- arlíf okkar fábreytilegra og dauf- iegra en það þyrfti að vera og er því beinlínis skaðsamlegt. í fábreytninni er enn meiri aufúsa en ella mundi á þeirri viðleitni leikhúsanna að flytja okkur á hverjum tíma nokkur þau verk sem hátt ber í leikhúsum annars staðar, þeirra leikhúshöfunda sem mesta athygli vekja út um lönd og álfur, sem enda helzt í "hendur við vaxandi áhuga inn- lendra höfunda á leikritun, al- mennings á leikhúsum og leik- list. Dæmin eru mörg frá' síðustu árum: Arthur Miller, Jean Paul Sartre, Max Priseh, Friedrich Diirrenmatt, John Osborne, Har- old Pinter, Dario Fo, Slawomir Mrozek, Peter Weiss. Og nú bæt- ist nýr höfundur við, sem áður mun varla hafa verið þekktur hér nema að nafninu til, ef þá LEIKHÚS það, Witold Gombrowicz. Leik- rit hans um Yvonne, sem Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi á miðvikudagskvöld, er raunar ekki aldeilis nýtt af nálinni, samið fyrir meira en þrjátíu ár- um. En heimsgengi Gombrowicz er tilkomið á allra síðustu árum, og ekkj munu vera nema rúm tíu ár siðan Yvonne var í fyrsta sinn sýnd á sviði; verkið hlýtur frægð sína vegna absúrdstefnu, absúrdtízku leiklistar á seinni árum, en er í raun réttri eitt af fyrirmálsverkum þeirra bók- mennta. Witold Gombrowicz virðist vera einn þeirra höfunda sem ótvírætt eru á undan samtíð sinni og vekja ekki eftirtekt að marki fyrr en samtíðin hefur dregið þá uppi. „Við verðum að krjúpa sonur minn. Það verður maður að gera. .. Þu getur ekki staðið þarna einn uppréttur, þegar yið liggjum öll á hnjánum.” .Þessi áminningarorð kóngs og drottn- ingar við prinsinn unga, son sinn, lókaorð leiksins, virðast mér birta í sem allra stytztu máli eitt meginstef hans. Við verðum að vera eins og allir aðrir, — maðurinn skapar sér ekki sjálfur kringumstæður sín- ar, heldur skapa kringumstæð- urnar manninn. Allt s em er framandi, ólíkt „okkur” og af- brigðilegt vekur í senn forvitni og andúð, laðar mann að sér um leið og það vekur hvöt til að verjast, halda sér óflekkuðum af hinu nýja, ókunna og hættu- lega. Annað stef í leiknum er andstaða æsku og elli, hins unga, vaxandi og óráðna og hins sem er endanlega mótað og af- lokið. Og jafnframt því endur- tekningin. Filippus prins og Cýr- il félagi hans og hirðmaður eru að leika með Yvonne leik sem kóngur og hirðstjóri léku fyrir löngu með aðra unga stúlku og muna ekki lengur nema sem ljúfan æskudraum. Ég þekki ekkj existentíal- heimspeki Gombrowicz nema af lauslegri afspurn, en vísast má ráða í ýmisleg drög hennar í leiknum um Yvonne eins og nú var tæpt á. Og augljóslega er Yvonne að verulegu leyiti paród- iskt verk, þar bregður jafnt og þétt fyrir kunnuglegum efnum og minnum úr öðrum bókmennt- um, Öskubusku ævintýranna, Hamlet prinsi og Ófelíu hans, frú Macbeth á morðnóttina. En þessi efni og minni, meira og minna skrumskæld, eru ekki til annars fallin en auka á öfga- fengið og afkáralegt skop leiks- ins, og undir meðferð þess er gildi hans komið — hvað sem líður heimspekilegri undirstöðu leiksins, hugsanlegum lærdóm- um, kannskj sjálfsögðum hlut- um, sem menn kjósa oft og ein- att að leggja út af leikjum sem þessum. Það undraland sem leik- urinn lýsir er vissulega harla ó- líkt heimi venjulegrar barna- sögu eða ævintýris. En það er engu að síður af sama efni gert, og veltur mest á því að takist að sýna þennan heim alskapaðan á sviðinu, réttan þó hann kunni að vera röklaus. Allt á litið og miðað við efni og aðstæður hygg ég að Leik. félagi Reykjavíkur hafi tekizt furðuvel að leika Yvonne. Það er að vísu ljóst að ungir og lítt skólaðir leikarar LeikfélagSins éru ekki til þess fallnir að lýsa til hlítar prakt og prjáii hirð- lífsins og hirðfólksins i leiknum, sem ætla má a3 i meira og mátt- ugri leikhúsum geti orðið mikið iburðarverk. En ekki skorti lit og líf og hreyfingu i Iðnó í smekklegri og vandaðri sviðsetn. ingu Sveins Einarssonar; Stein- þór Sigurðsson hafði gert leikn- um einfalda en hugkvæmnis- og nýstárlega leikmynd sem mæta- vel hæfði honum; og litsterkir búningar Unu Collins voru öld- ungis í anda leiksins, hins skop- færða skrumskælda ævintýris sem hann er. Fólkið í leiknum minnir í senn á mannspilin og stórvaxnar litskrúðugar pöddur, líking sem^ enn er aukin með ýktum og afkáralegum hreyfing- um og limaburði þess. Það eru viðbrögð þessarar veitu innbyrð- is og við umheiminum sem Gom- browicz fjallar um í leiknum með hrjúfu og grófgerðu Skopi þar sem hvarvetna er skammt að alkunnum mannlegum við- brögðum, viðhorfum, veruleika að baki hins afkáralega ævin- týris. Og þessi samsvörun hins verulega og óverulega, ævintýris^ og virkileika er þrátt fyrir allt lífskvikan í leiknum. Og hann er skopleikur, farsi, með öllu samúðarlaus, ekki ein- asta með kóngi og drottningu og hirð þeirra heldur einnig prinsi og prinsessu, Yvonne öskubusku. Yvonne er nákvæmlega jafn voða- lega skrýtin og fólkinu í leikn- um finnst hún vera, og þó um leið dauðans hversdagsleg stúlka; Yvonne kemur leiknum af stað og heldur honum í gangi en hún er enginn píslarvottur hans. Þórunn Sigurðardóttir fór með þetta hlutverk með mestu prýði, hún segir eitt einasta orð í öllum leiknum, fjarskalega um- komulaus og hjárænuleg. Hitt er meira álitamál hvort Borgar Garðarsson réði til nógrar hlít- ar við hlutverk prinsins sem berst eins og vindurinn blæs honum, ‘ ævinlega einlægur í æskulegum duttlungum sínum, ævinlega að reyna að laga sig að kringumstæðum sínum, gera það upp við sig hverjar þær séu, en Borgar gerði margt spaugi- lega þar fyrir. Og hirðin í kring- um hann var hæfilega skopfærð, illviljuð meinleg lýsing félags og fjölskyldulífs; þar var hirð- stjóri Jóns Aðils hreint metfé, fullkomnust mannlýsing sýning- arinnar, alskapaður bandingi siða og vana. Þeir Ignazy kóngur virðast eiga að vera nokkurn veginn jafnaldra og félagar frá fornu fari; Jón Sigurbjörnsson var heldur en ekki þurslegur í hlutverkinu sem hann gerði hin spaugilegustu skil þó hann mætti að líkindum vera gamlaðri. Hins vegar þótti mér leikur Sigríðar Hagalín einhæfur og kímnilitill í hlutverki drottningar sem minnsta kosti þrengdi kosti sýn- ingarinnar; drottningin er að réttu lagi fjölbreytt og útsmog- i kvenlýsing. Af öðrum leikendum er eink- um vert að nefna Helgu Jóns.. dóttur, Isabellu hirðmær, sena hér lék sitt fyrsta hlytverk með ísmeygilegri glettni og miklum kvenlegum þokka; og Kjartan Ragnarsson, ótvírætt skopleik- araefni sem verður æ meira úr barnslegri ásjónu sinni. Yvonne var vel tekið á frurn- sýningu, enda áhugaverð, skemmtileg tilraun að minnsta kosti, hvað sem öðrum verðleik- um líður. Verður nú fróðlegt að vita hvort hún hlýtur einnig al- menningshylli og aðsókn í vet- ur. — Ó.J. BINDINDISDAGURINN - Reykjavík Samkoma í tilefni bindindisdagsins verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu í dag, laugardag- hefst kl. 16.00* Kaffisala verður í Höllinni kl. 15—16* Tríó Moraveks leikur í kaffitímanum* Dagskráin: Ávarp,, Sindri Sigurjónsson, þingtemplar- Erindi: „Bindindishreyfingin og hlutverk hennar í þjóðfélaginu" séra Kristinn Stefánsson, áfengisvarnarráðunautur. Einsöngur: Ingveldur Hjaltesteð. Upplestur: Ævar Kvaran, leikari- Erindi: „Fjölskylduvernd og áfengismál". Dr. Björn Björnsson- Skemmtiþáttur: Gunnar og Bessi- Lokaorð: Einar Hannesson, formaður ÍUT. Kynnir á samkomunni verður Einar Björnsson, fulltrúi Áfengis- varnarnefndar Reykjavíkur. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir* NEFNDIN*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.