Alþýðublaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 3
1
9. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3
bækur Helaafells
í gær komu út sjö nýjar bækur hjá Helgafelji og ein málverkd
i prentun eftir Jóhannes Kjarval. Meðal bókanna sjö er ein litil
málverkabók með fjölda mynda eftir Svavar Guðnason, en inn-
gang bókarinnar sem er yfir 30 síður, ritar Halldór Laxness.
Foreldra- og styrktarfélag lieyrnadaufra barna heldur bazar að Hallveigarstöðum kl. 2 á morgun,
sunnudag. Ennfremur verður kaffi og kökur á boð tólurn. Á bazarnum verður mikið úrval góðra
muna, m a. prjónavörur, blóm og kerti og margskonár filtvörur til jólagjafa. Myndin sýnir nokkrar
af konum þeim sem hafa undirbúið bazarinn (Ljósm. Alþýöublaðið).
Bækurnar, sem úf- komu hjá
Helgafelli í gær, eru; Smásagna-
safn eftir Kristmann Guðmunds-
son, 11 smásögur, sem ekki hafa
birzt áður. Smásagnasafn sitt
nefnir Kristmann „Blábrá”. Þá
komu út nýjar útgáfur af Pilti
og stúlku og Manni og konu eftir
Jón Thoroddsen. Þessar útgáfur
eru einkum ætlaðar ungum les.
endum, en þær eru báðar mynd-
skreyttar, önnur af Halldóri
Péturssynf og hin af Gunnlaugi
Scheving. Þriðja bókin er ný
ljóðabók eftir Vilborgu Dag-
bjartsdóttur, og nefnist hún
„Dvergliljur”. „Tilgangur í líf-
Fimm sovézkir Ihermenn úr hernámsliðinu í
Tékkóslóvakíu eru nú komnir til Svíþjóðar og fara
huldu höfði einhvers staðar í Stokkhólmi. Munu þetta
vera fyrstu liðhlauparnir úr hersveitum Sovétríkj-
anna sem leita hælis í Svíþjóð, en sænska stjórnin
hcfur nokkur undanfarin ár veitt allmörgum banda
rískum liðhlaupum landvistarleyfi.
um Sviss og Danmörku, en í
Stokkhólmi var þeim útvegaður
matur og fengin til umráða íbúð,
sem þeir eru nú í.
Stokkhólmsblaðið Expressen
hefur átt viðtal við flóttamenn-
ina, og hefur þar eftir þeim, að
þeir séu hræddir og ráðvilltir.
Bjargvættir þeirra í Stokkhólmi
séu að reýna að fá þá til að
gefa sig fram við lögregluna, en
þeir óttast að verða sendir heim,
þar sem dauðadómur vofir yfir
þeim.
Lögreglan í Stokkhólmi leitar
nú fimmmenninganna og ástæðan
er sú að þeir hafa komizt inn í
landið án þess að hafa gild vega-
bréf. En almennt er búizt við
því í Stokkhólmi að þeim verði
veitt þar hæli, þegar þar að
kemur.
inu” nefnist fjórða bókin, en
hún er eftir Jón frá Pálmholti.
Hér er um að ræða smásagna-
ssfn. Sögurnar erú 12 talsins,
og hefur ein þeirra birtzt áður.
Þá er að geta nýstárlegrar
bókar og sérstæðrar, en það er
VARABÁLKUR Sigurðar Guð-
mundssonar á Heiði í Göngu-
skörðum, en mun hafa þótt á
sinni tíð eitt bezta ljóðskáld
okkar í alþýðustétt. Varabálkur
refur komið út tvisvar sinnum
áður, í fyrsta sinn fyrir tæpum
100 árum. í Varabálki eru yfir
400 erindi, dýrt kveðin og þrung-
in andagift og lífsvizku. Sigui'ður
Bjarnason, ritstjóri, skrifar for.
málum af Varabálkinum.
Sjöunda bókin er lítil mál-
verkabók með fjölda mynda
eftir Svavar Guðnasson, listmál-
ara, en inngang bókarinnar,
sem rúmar 30 blaðsíður, skrifar
Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór
Laxness. í bókinni eru 23 mynd-
ir og tvær þeirra i litum, þar
á meðal er hin margumtalaða
mynd Svavars Guðnasonar, sem
Studenternes Hus í Árhus á,
en hún er að stærð -hvorki meira
né minna en 240 x 400 sm. Bók
þessi er gefin út af Gylden-
dal í Danmörku, en afgreidd hjá
Helgafelli.
Þá kom í gær út hjá Helga-
felli ný málverkapYentun eftir
mynd Kjarvals, Hraundrangar í
Öxnadal, endurminning málarans
um Jónas Hallgrímsson.
Iiinn 20. nóvember n.k. koma
Framhald á 8. síðu.
Stokkshólmslögreglan sagði í
gær, að hún hefði fengið upp-
lýsingar um sovézku liðhlaupana
eftir svo góðum leiðum, að sag-
an hlyti að vera sönn. Hins veg-
ar kvaðst hún ekki vita, hvar
í Stokkhólmi þeir væru, en þeirra
yrði leitað ef þeir gæfu sig ekki
fram sjálfviljugir.
— Þeir þurfa ekkert að óttast,
sagði talsmaður lögreglunnar.
— Við þurfum að sjálfsögðu að
yfirheyra hvern og einn þeirra,
og getum því neyðzt til að hafa
þá í haldi einhvern tíma, en eftir
það geta þeir beiðzt hælis sem
pólitískir flóttamenn, og þá er
það útlendingaeftirlitsins að taka
afstöðu til þeirrar beiðni.
Sovézku hermennirnir fimm
flúðu fyrst til Austurríkis og
komust þar yfir borgaraleg föt.
Þaðan fóru þeir til Svíþjóðar
BRÚNEN LÉTTARI
"Fáskrúðsfirði 8.11. S.E.
Hér á Fásjcrúðsfirði var saltað
í 4—5 þúsund tunnur í síðustu
vikti. í dag er verið að salta úr
Gissur hvíta og Hrafni Svein-
bjarnarsyni.
Brúnjn -er nú aðeins léttari
á mönnum hér á Fáskrúðsfirði
eftir að' einhver síld kom. Síld-
in er yfirleitt væn og er lítill .
úrgangur úr henni, Heimamenn
anna allri söltun og er því lítið
um aðkomufólk hér.
Undanfarnar vikur hefur ver-
ið sérstaklega votviðrasamt hér
um slóðir og hefur færð spillzt
af þeim sökum vegna þess að
runnið hefur úr vegum. í gær
óg í dag brá hins vegar til hins
betra og er veður hér mjög gott,
kunnanátt og hlýindi.
60-70 iðnnemár á
þingi um helgina
26. þing Iðnnemasambands íslands er háð í Reykja
vík um helgina. Þingið var sett í Lindarbæ í gær-
kvöldi og stendur það fram á sunnudagskvöld.
Helztu mál þingsins eru: Lagabreytingar I.N.S.Í.,
iðnfræðslulöggjöfin, kjaramál iðnema og félags- og
atvinnumál. Aðildarfélög I.N.S.Í. eru nú 14 talsins,
en 60—70 iðnnemar frá þessum félögum sækja iðn
nemaþingið. -
IÐNNEMAÞINGIÐ var sett í
Lindarbæ í gærkvöldí af for.
manní • sambandsins, Sigurði
Magnússyni. Við setninguna
fJuttu fulltrúar Alþýðusambands
íslands -og Æskulýðssamband ís-
lands ávörp. í gærkvöldi var kos-
ið í nefndir og starfsmenn þings-
ins kjörnir.
Þinginu verður fram haldið
í dag: og verður þá tekin fyrir
skýrsla sambandsstjórnar svo og
lagabreytingar og umræður um
iðnfræðslulöggjöfina.
Á sunnudag fer síðari umræða
um lagabreytingar fram. Rætt
verður um Iðnnemann, málgagn
I.N.S.Í., og fjallað um kjaramál
iðnnema og um félags- og at-
vinnumáí.
. .Fyrirhugað er að ljúka þinginu
á sunnudagskvöld.
Nú eru aðildarfélög Iðnnema-
sambands íslands 14 talsins. 26.
þing sambandsins er eitt fjöl-
mennasta þing iðnnema til þessa.
Mjög vel hefur verið vandað
til þessa 26. þings I.N.S.Í., en
6Ö — 70 iðnnemar sitja þingið
að þessu sinni, og eru þeir víðs
vegar að af landnu.