Alþýðublaðið - 13.11.1968, Side 3

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Side 3
13. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐ1Ð 3 EFTA-málið rætt á Alþirtgi Reykjavík — HP. í máli Hannibals Valdimarssonar, við umræðu um aðildarumsókn að EFTA í sameinuðu þingi í gær, kom fram, að hann taldi að vegna þeirra aðstæðna, sem nú væru hér á landi. mælti flest með því að senda þessa aðildarumsókn, þar sem þá mundu Is- lendingar fara varlegar en e.t.v. annars í málin. Hann sagðist að vísu vera einn þeirra, sem ekki treysti ríkisstjórninni til þess að halda rétt á málunum í þessu efni, en þessar athuganir tækju langan tíma og e. t. v. yrði þá komin ný stjórn. Að síðustu lýsti Hannibal því yfir, að hann teldi rétt að afla allra upplýsinga sem hægt væri um þetta mál og mimdi hann því greiða atkv. með tillögu meirihlutans, og eins hefði hann umboð til að lýsa yfir, að svo mundu Bjcrn Jónsson og Hjalti Haraldsson einnig gera. Ein;i málið, sem var á dag- ski-á sameinaðs þings ií gær, var umsóknin um aðild Islands að EFTA, og var það síðari um- ræða. Fyrir lágu n'efndarálit meiri og minnihluta uíanríkismála- nefndar, en hún klofnaði um málið, og hafði Pétur Be«edikls ®on framsögu fyrir meirihluta- álitinu. Kvað hann nauðsyn- lega umsókn þá, sem um væri að ræða til athugunar á inn- göngu í EFTA, iþar sem með því móti einu væri hægt að fá ; í Meirihluti vill sleppa kjörmönnum \ WASHINGTON 11. 11. (ntb-reuter); Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra kjósenda aeskir þess, að kjósa forsetann, en í stað- inn komi til bein atkvæða greiðsla, að því er almenn iskoðfliiakönpun. á vegum Louis Harris-stofnunarinn ar hefur leitt í ljós. 79 prósent vildu afnám lcjör- mannaráðsins, en 11 pró- sent voru því mótfallnir; 10 prósent höfðu enga skoð un á málinu. úr þv.í skorið, hvað það kostaði að ganga í EFTA og hvort þjóð- ir bandalagsins vildu veita okk- ur inngöngu, og taka tillit til sénhagsmuna okkar í ýmsum málum. Eysteinn Jónsson hafði fram- sögu fyrir áliti minni hlutans. Hann sagði að rök þau, er lægju Itil grundvallar áljti nefndar- innar, væru hin sömu og komið hefðu fram við fyrri umræðu málsins. Sagði hann að að sið- ustu væri í áliti minni hlutans lagt til, að málinu verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. — Taldi Eysteinn málið ekki nógu yel undirbúið og ýmsar upplýs- ingar vantaði til þess að við gætum talist færir til inngöngu. Gylfi Þ.. Gíslason viðskipta. málaráðherra, sagði að Eysteinn hefði þungar áhyggjur af fram- tíð islenzks iðnaðar, ef aðild að EFTA kæmi til. Ráðherrann kvaðst síður en svo vilja gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem ýmis iðnfyrirtæki mundu verða fyrir, þrátt fyrir aðlögunartíma í e.t.v. aJlt að 15 ár. Hins vegar kvað ráðherrann hagnaðinn af inngöngu í EFTA vera mun meiri heldur en svar- aði ti'l þessara erfiðleika. Hann 'sagði, að Eysteinn hefði haldiö því fram, að lítil sem engin at- hugun hefði farið fram á af- stöðu ýmissa aðila 'hérlendis til þessara mála, en því væri ekki þannig farjð, þar sem þeir aðilar innan stjórnarflokkanna, sem skoðað hefðu þessi mál bezt hefðu talið inngöngu tvímæla- 'laust hagkvæma. og miklar við- ræður héföu farið fram við íslenzka iðnrekendur, sem litu nokkuð öðrum augum á málið en Eysteinn. Iðnrekendur væru fullix bjartsýni í sambandi við þessa inngöngu, en Eysteinn svartsýnn og hefði, að því er helzt virtist, vantrú á ísl. iðn- aði. Viðskiptamálaráðherra las Iþví næst upp bréf frá Fél. ísl. iðnrekenda frá 30. okt. s.þ, þar sem m.a. var vikið að í ályktun frá síðasta ársþingi iðnrekenda, varðandi athugun á Iþví, hvernig 'bezt yrði 'borgið hag ísl. iðnað- ar í framtlíðinni. Einnig er í bréfinu vikið að því, að afstað- ®n til EFTA hljóíi að markast af því, hvernig kjörin verði vegna inngöngu landsins í sam- tökin, og því, hvort vöxt nýrra og gamalla iðngreina verði ihægt að 'byggja á auknum eriendum mörkuðum. Sagði viðskiptamálaráðherra, að síð- ast í bréfinu væri tekjð fram, að iðnrekendur teldu rétt, að sótt yrði um aðild að EFTA til athugunar á þeim kjörum, sem um yrði að ræða, en jafnframt teldu þeir nauðsynlegt að rík- isstjómin 'hefði forgöngu um affeerðir til að leggja grundvöll ag nýjum atvinnugreinum. Magnús Kjartansson (Ab) ta-iaði næ=t. Hann ræddi fyrst um afgreiðslu Alþingis á ýms- um málum, sem væru pressuð fram. Einnig ræddi hann um það, að efnahagsbandalögin í 'Evrópu væm hagsmunasam- steypur auðugra ríkja, sem sæktust eftir að fá hráefni á ilágu verði og hefðum yið kom- izt að raun um það, þegar við seldum hálfunnið hráefni þró- aðri ríkjum, sem svo fullynnu vöruna. Hann taldi að íslend- ingar hefðu heldur átt að leggja til mannafla í þá athugun, sem fram færi á Norðurlöndum um efnahagsbandalag þeirra ríkja. íslendingar hefðu hins vegar ekki talið sig hafa mannafla í þá athugun. Fyrr en sú athug- un ihefði farið fram taldi ræðu- maður ekki rétt ,að sækja um aðild að EFTA. Ejnnig mjnntist ræðumaður á, að ríkisstjórnin hefði rnisst trúna á hina þjóð- legu atvinnuvegi. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála ráðherra sagðist aðeins, vegna orða Magnúsar, vilja lýsa því yfir, að umræður þær, sem hann hefði sótt í Sviss í haust, hefði verið framhald fyrri um- ræðna. í þessum umræðujn hefði það m.a. fengizt fram, að framkvæmdum yrði hraðað og kæmi það sér vel vegna at- vinnuástandsins. Loks taldi iðn aðarmálaráðherrann, að þær framkvæmdir, sem færu fram viðvíkjandi stóriðnaði, hefðu alls ekki dregið úr öðrum at- vinnugreinum. Ólafur Björnsson (S) rakti Framhald á 15. síðu. 4 ■ FL0KK88IARFID Alþýðuflokkskonur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur félagsfund n.k. fimmtudagskvöld kl. 8,30 í Ingólfscafé. FUNDAREFNI: i V 1. Félagsmál. | j 2, Frú María Dalberg sýnir kvöldsnyrtingu. STJÓRNIN. rfl Hafnarfjörður Alþýðuflokksfélöffin í Hafnarfirði halda spilakvöld í Alþýffu. húsinu við Strandgötu annað kvöld, 14. nóvember kl. 8,30. SpHanefndjn. \ BRIDGE-BRIDGE Spilum bridge í Ingólfscafé n.k. laugardag kl. 14. Stjórnandi verður aff vanda Guðmundur Kr. Sigurðsson. Alþýffuflokksfélag Reykjavíkur. ( - ÁVAXTAMARKAÐUR - Ódýrir ávextir til jólanna Ferskjur 41.70 kg.ds., Perur 49.— kg.ds., Jarðarber 49.75 kg.ds., Ananas 37.40 kg. ds., Jarðarberjasulta 21.75 Vz kg. ds., lerskjur 21.20 Vi kg.ds., Rauðkál 29.— gl., Deliciousepli 279.— kassinn, Appelsínur 350.— kassinn. Enskt tekex 15.55 pk., Fíkjukex 19.— pk., Hafrakex 19.— pk. Piparkök- ur 19.— pk. — Sendum heim. — Næg bíla stæði. Matvörumiðstöðin Laugalæk 2 Símil 35325 — á horni Rauð alækjar ag Laugalækjar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.