Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 10
tS « *Y tflfcatiM*Y>«T>«Jfr.<r'».'J» »**»** »»-* »»»ib*y ♦*»»«mi>» r* -<»» 10 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13. nóvember 1968 Veftingahús í Höfn loka Veitingar of dýrar! Á sunnudagseftirmiðdöguin er Ráðhústorgið í Kaupmanna höfn hreinlega dauðasti stað urinn í Danmörku. Þess vegna ákváðu ráðamenn veitingahúss ins „7 nationer“ að loka húsinu alla helgidaga í vetur. Annað stórt veitingahús verður lokað í vetur, það er Nimb. Forstjóri þess sagði, að þeir væru nú í sömu aðstöðu og fyrir tíu árum, en þá var lokað yfir veturinn. Þeir ætla þó að leigja húsið fyrir veizl ur. Ástæðan fyrir þéssu öllu saman er einfaldlega sú, að það er dýrt að lifa í Danmörku, engu síður en hér, eftir því, sem forstj. síðartalda veitinga hússins, Nimb, sagði: _það er einfaldlega vegna þess, að skattarnir eru svo háir, að fólk hefur ekki lengur efni á að fara út. Eða kunna Danir kannski að spara? Læknar rannsaka danska boxara Mikið hefur verið um það rætt á hinum Norðuriöndun um, hvort eigi að banna hnefa leika eða ekki. Nýlega var mælst til þess, að þetta mál yrði tekið fyrir í sænska þing inu, en af því varð ekki að sinni vegna læknisrannsókn ar, sem Norræna ráðið stendur fyrir, og beðið er eftir með miklum spenningi. Dönskum sérfræðingum hef ur verið falið að rannsaka 39 hnefaleikamenn allt yfirstand andi keppnistímabil, og átti rannsóknin að fara fram leyni lega, sennilega til þess að unnt væri að nota niðurstöðurnar sem sterkan leik, þegar danska þingjð tekur málið fyrir, þ.e. ef þær verða jákvæðar fyrir hnefaleikana. Það er Dansk Amatör Union, sem sér um rannsóknina og fer hún fram á öllum starfandi hnefaleikurum, bæði þeim, sem hafa keppt oft og tapað oft, og eins hinum, sem oft hafa unnið. Hnefaleikakapparnir ganga undir gáfnaprófanir og athuganir á viðbrögðum og andsvörum (reflexum). Einnig gangast þeir undir almenna læknisrannsókn. Afstaða danskra íþróttafrétta ritara, og einnig ýmissa hnefa leikamanna, til rannsóknanna er, að mikilsvert sé að sanna, hvort hnefaleikar séu hættuleg ir eða ekkj. Séu þeir hættuleg ir telja þeir sjálfsagt að banna þá. ■ Anna órabelgur — Ég held að fónninn séí lagi, en hljómsvfeitin er líklega svakalega biluð. * o Eitt og annað úr kvikmynda heiminum OMAR SHARIFF, sem er einn eftirsóttasti leikarinn í Holly wood um þessar mundir, hef ur nú tekið að sér að leika Valentino í heimildarkvik- mynd sem fjallar um ævi þessa mikla ástmagar. Mar- cello Mastroianni átti að fá þetta hlutverk, en á síðustu stundu var hætt við að láta hann leika Valentino. Á myndinni hér að ofan er Om ar Sharjff sem byltingarmað urinn Ernesto Che Guevara, en það er nýjasta kvikmynd hans. ,, *□* YOKO ONO hefur nú látið frá sér fara ..Kvikmynd nr. 5“ en aðalleikarinn er bítillinn John Lennon, eða réttaVa sagt bros hans í nærmynd- um. Kvikmynd númer 4 vakti mikið umtal því að hún sýndj nær eingöngu mannslíkama séða aftan frá.. *n* MAÐUR NOKKUR frá Udde- valla í Svíþjóð hefur farið fram á skaðabætur vegna þess að hann fékk hálfgert taugaáfall og var lengi frá vinnu eftir að hafa séð sjálf an sig í myndinni Ég er for vitin, gul” — og mæltist hann til þess að kvikmyndafélagíð klippti burt viðtal við hann. Þegsari kröfu hans var ekkj sinnt þar sem ekkert niðr- andi kom fram fyrir hann sjalfan. Aftur á móti fékk hann bætur \fyrir atvinnu missinn er námu 2.500 krón- um_sænskum. MAI ZETTERLING er SÖgð í fullum gangi með gerð kvik myndar sem maður hennar, Bretinn DaVid Hughes hefur gert handrit að. í myndjnni koma fram Bjbi Anderson, Harriet Anderson og Gunnar Lindblöm. SIDNEY POITIER er vara formaður í „Community Fjlm Workshop Center”, sem er sett á laggirnar af banda rísku kvikmyndastofnuninni til að örfa til kvikmynda gerðar í négrahverfum í Bandaríkjunum. FRANSK- bandaríski kvik myndaleikstjórþm Jules Dass in er nú að gera kvikmynd, þar sem eru eingöngu blakk ir leikendur. Myndin fjallar um sviksemi manns sem berst fyrir mannréttinduTn blökku manna í orði en ekkj á borði. Ramon Navarro, kvikmynda lejkarinn sem fannst myrtur í íbúð sinni í fyrra mánuði, var Mexikani, sem fyllti upp í skarðið eftir lát Valentin os. Fyrsta kvikmynd hans var Fanginn í Zenda (1922) en sú mynd varð gífurlega vin sæl. Hann komst r tölu stór lejkara með myndinni Ben Hur og hélt sér á toppnum allt fram undir 1940 úr því dvínaði ljómj hans. Hann gerðj tilraun til að endur vekja frægð sína um 1950 en það misheppnaðist. Á mynd unum hér að ofan sjáum við Navarro annarsvegar sem elskbugatýpu árið 1937 og hins vegar sem gestaleikara í „Bonanza” árjð 1965. Jólaferð til tunglsins? Væntanlega hefur banda ríska geimferðastofnunin tek ið ákvörðun um lengstu jóla ferð, sem nokkur maður hefur tekið sér fyr-ir hendur. Allt bendir til þess að geimfararo ir Frank Bormán, James Low ell og Wiilíam Andérs hiafi fengið skipun í gær um -að vera tilbúnji- tií túnglferðár 2Í. desember nk,. Geimfarar.n ir þrír eiga ekki áð' lenda! á tunglinu, iheldur að fara- tvpér umferðir umhverfis það á tunglfarinu, Appollo 8, með 100 km. tunglfirð. Síðan verð ur stéfnan tekin til jarðar, það er 384.000 km. vegalengd, sem þeir. fara með 40,000 km, á kíst. Ferðin til tunglsins á að taka þrjá daga. Geimfaiarnir eiga að gera allt, sem ge'ra þarf til að lenda á tungljnu, utan að lenda,' en það verður gert á næsta ári. í»AT*Öl»ALl XÖ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.