Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 15
13. nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ IS — Fjármálaráðherrann! — Náðuð þið h o n u m ! ? — Já, fyrsta daginn. Hvað er langt liðið? Heyrðu, fjármálaráðherrann gefur beina skýrslu til forsetans! En Karlinn var löngu farinn út. Ég lagðist aftur á koddann og kjökraði. Skömmu seinna sofnaði ég. 9. kafli. Það var óbragð í munninum á mér, þegar ég vaknaði, ég 'hafði höfuðverk og mér fannst allt að. Samt leið mér betur en áður. Einhver sagði glaðlega: — Líður þér betur? Þetta var lágvaxin og ljómandi lagleg dökk. hærð hnáta og ég var orðinn nægilega liress til að sjá, hvað hún leit vel út. Hún var í undar- legum búningi. Hvítum stuttbuxum og mcð slæðu um brjóstin og einskonar málmhettu, sem huldi liáls, axlir og bak. — Betur, sagði ég og gretti mig. — Óbragð í munninum? — Eins og Balkannefndin væri þar. — Hérna. Hún rétti mér glas. Mig sveið dá- lítið, en óbragðið hvarf. — Nei, sagði hún, — ekki gleypa. Skyrptu því út úr þér og ég skal sækja vatn handa þér. Ég hlýddi. Ég heiti Dóris Madsen, sagði hún — og hjúkra þér á daginn. — Gaman að kynnast þér, Dóris, sagði ég og s'tarði á hana. — Hvers vegna ertu svona klædd? Mér finnst þú afar glæsileg í þessum búningi — þú mátt ekki misskilja mig — en þú minnir mig á hasarblaðahetju. Hún flissaði. — Mér líður eins og söngstelpu. En þú venst þessu — það gerði ég. — Ég kann vel við þennan búning. En hvers vegna er.tu í houm? — Karlinn skipaði svo fyrir. Þá vissi ég ástæðuiia og mér leið verr á stund- inni. Dóris hélt áfram að mala. — Nú áttu að borða. Hún sótti bakka. — Ég vil engan mat. — Opnaðu munninn, sagði hún ákveðin, — ega ég helli súpunni yfir þig. Milli þess sem ég kyngdi því,- sem í skeiðun. um hafði verið og ég varð að taka í sjálfsvörn, tókst mér að stynja upp: — Mér líður ágætlega. Ef ég fæ hressandi sprautu, kemst ég á lappir. — Þú færð ekkert hressandi, sagði hún ákveð- in og hélt áfram að mata mig. — Þú færð sér. fæði, mikla hvíld og svefnsprautu á eftir. Svo sagði læknirinn. — Hvað er að mér? — Þreyta, hungur og kláði. Auk þess varstu bæðí með flær og lýs — en það er allt í lagi með þær. Þá veiztu það, en ef þú segir lækn- inum það, skal ég tilkynna honum, að þú sért lygari upp í opið geðið á þér. Snúðu þér á mag. ann. Ég gerði það og hún fór að skipta um um- búðir. Ég var víst alþakinn sárum. Ég hug- leiddi það, sem hún hafði sagt og reyndi að muna, hvernig það var að lifa undir stjórn strengbrúðustjórans. —Hættu að skjálfa svona! sagði hún. — Líð- ur þér illa? ! I 11W — Nei, svaraði ég. — Ég mundi ekki betur en ég hefði borðað annan eða þriðja hvern dag. Baðað mig? Sjáum nú til! Ég hafði alls ekkert baðaö mig. Ég hafði rakað mig daglega og skipt um skyrtu enda hafði strengbrúðustjórinn vitað að það var nauðsynlegt til að látast. Hins vegar hafði ég aldrei farið úr skónum" frá því að ég hafði stolið þeim þangað til að Karlinn hafði náð mér — og skórnir höfðu allt- af verið of þröngir. — Hvernig eru fæturnir á mér? spurði ég. — Hættu þessum kjaftagangi, sagði Dóris. Ég kann vel við hjúkrunarkonur, sem eru rólegar, jarðbundnar og þolinmóðar. Ungfrú Briggs, sem hugsaði um mig á nóttinni var ekki jafn falleg og Dóris. Hún var með andlit eins og hestur og í sömu fötum og Dóris, en hún gekk í þeim eins og hershöfðingi. Svo er guði fyrir að þakka, að Dóris vaggaði sér yndislega í mjöðmunum, þegar hún gekk áfram. Þegar ég vaknaði um nóttina neitaði ungfrú Briggs mér um aðra svefntöflu, en hún vildi gjarna spila við mig póker og hún hafði af mér hálfsmánaðarlaun. Ég reyndi að komast að því, hvernig forsetinn hefði það, en hún var þag- mælskari en andskotinn. Hún vildi ekki einu sinni viðurkenna, að hún hefði nokkru sinni heyrt minnzt á að til væru sníkjudýr. fljúgandi diskar og allt annað álíka — og það þó að hún gengi i fötum, sem höfðu aðeins eitt markmið! Ég spurði hana, hverjar fréttirnar væru. Hún sagðist hafa verið of önnum kafin til að horfa á þær. Þá bað ég um að fá þrívíddartæki inn til mín. Hún sagði, að læknirinn yrði að ráða því. Ég væri á „rólega” listanum. Þá spurði ég, hvenær ég fengi að sjá lækninn. Og einmitt í því hringdi bjallan og hún fór. Ég sá um hana. Meðan hún var að sinna öðr- um sjúklingi breytti ég um spil. Hún fékk öll háspilin og ég ætlaði ekki að leggja neitt und- ir. Svo sofnaði ég og vaknaði við það, að ungfrú Briggs var að lemja mig í andlitið með þvotta- poka. Hún bjó mig undir morgunverðinn og svo kom Dóris. Meðan ég var að borða, spurði ég hana um fréttirnar — og fékk sama árangur og þegar ég reyndi að tala við ungfrú Briggs. Hjúkrunarkonur reka sjúkrahús eins og barna- heimili fyrir fávita. Davidson kom inn til mín eftir morgunverð- inn. — Ég frétti að þú værir hér, sagði hann. Hann var i stuttbuxum og engu öðru nema hvað hann var með umbúðir um vinstri handlegg. —r Það er meira en ég hef frétt, kvartaði ég. — Hvað kom fyrir þig? — Það stakk mig fluga. Ef hann vildi ekki segja mér, hvað hefði kom- ið fyrir hann, þá hann um það. Ég hafði um annað að hugsa. — Karlinn kom hingað í gær og fór i skyndingu. Hefurðu séð hann slðan. Framhald af 1. síðu. Brooklyn víðtækar vitnaleiðslur 1 sambandi við meint samsæri. Hinir grunuðu voru teknir höndum á laugardaginn og dag- inn eftir var þeim géfið að sök samsæri með morðtilgang í huga, að liafa hvatt til glæpsamlegra aðgerða og að hafa í fórum sín- um mannskæð vopn. Verjandi þeirra, lögfræðing- urinn Joseph Iovine, lýsti því yfir í upphafi, að hann legðist gegn frestun málsins um langan tíma og að hann æskti þess, að vitni yrðu leidd þegar í stað. Á kærandi, málafærslumaðurinn David Epstein, benti á, að yfir- heyrslur væru þegar hafnar, en síðan ákvað dómarinn að feðg- arnir skyldu leiddir fyrir rétt á' föstudag. Ákveðið var, að 100 þús. dollara itryggingU mætti setja fyrir hvern þeirra, en þar sem sú fjárupphæð hefur ekki verið af höndum leyst, var mönn unum haldið áfram í gæzlu. Yemen-Arabarnir voru teknir höndum á heimili sínu, eftir að lögreglunni hafði borizt vit- neskja um að þeir hefðu í hyggju að myrða Richard Nixon, sem taka mun við embætti Banda- ríkjaforseta 20. janúar næsta ár; vitneskjan barst lögreglunni í símaupphringingu, en upp- ljóstrunarmaðurinn lét ekki Jsrðskjálftar Framhald af 1. síðu. tjáði blaðinu í gær, að upptök kippanna hefðu verið á sömu slóðum og jarðskjálftakippanna, sem fundust á laugardagskvöldið eða 20—30 km. suður af Eyrar. bakka úti í hafi. Ragnar kvaðst hafa fengið til- kynningar frá allmörgum stöðum á Suðurlandi, þar sem jarð- skjálftakippirnir fundust í fyrri- nótt. Á Hellu fundust báðir kipp- irnir greinilega. í Villingaholti í Villingaholtshreppi voru kipp- irnir svo snarpir, að það glamr- aði í leirtaui og fólk vaknaði. Á Eyrarbakka fundust báðir kipp. irnir mjog greinilega og vaknaði fólk almennt við þá. Ragnar kvað þessa jarð- skjálftakippi ekki boða nein tíð- indi, enda væri allt Suðurlands- itndrlendið mikið jarðskjálfta. svæði ög slíkir kippir sem þess- ir því tíöir. nafns síns getið. Lögreglan lagðr^ hald á tvær byssur, þrjátíu Cal.- M 1 riffil úr heimsstyrjöldinni síðari, 24 skota hríðskotabyssu. soktfærí og tvo hnífa, sem allt fannst við húsleit í íbúð þeirra feðga. Lögreglan rannsakar nú hvort samband sé á milli samsærisins gegn Nixon og morðsins á Ro- bert Kennedy, þingmanni, en í fljótu bragði gæti svo virzt. Ekkert hefur þó enn komið á daginn sem bendir til þess. EFTA Framhald af 3. síðu. thaftastefnu fyrri ára, sem hefði loksins linnt um 1960 eftir að sú stefna hefði ráðið ríkjum í nærri 30 ár og verið hielzta hagstjórnartækið. Rakti hann ýmis spaugileg dæmi frá tímum hinna ýmsu úthlutunarnefnda fyrrum. Loks kvaðst Ólafur fylgjandi samþykkt umsóknar- innar, þar sem vaxtarmöguleik. ar hinna þjóðllegu atvinnuvega iværu takmarkaðir og þorf nýrra samkeppnisfærra iðn- greina. Einnig töluðu við umræðuna Sveinn Guðmundsson (S) og Skúli Guðmundsson (F). Hannibal Valdimarsson sagð- ist skilja það, ®ð ef um væri að ræða að ganga í EBE eða um endanlega inngöngu í EFTA, væri ástæða til mikilla umræðna, en ,hins vegar væri um það að ræða að senda óform lega umsókn til EFTA trl könn. unar á inngönguskilyrðum. — Hannibal sagði, að nefnd skip- uð mönnum úr öllum stjómm. tflokkunum hefði kannað þessi mál og aetti málið því að hafa verið óvenjulega vel kannað. þar sem sú könnun hefði staðið nokkuð lengi. Forsætisráðherra Bjami Bene diktsson lýsti ýmsum sjónar- imiðum sínum í málinu og svar- aði ýmsurn spurnjngum. Einnig töluðu aftur Eysteinn. Magnús ‘Kjartansson og Pétur Benedikts son. Að síðustu vom atbvæði greidd um .tillögumar og tillaga minnihlutans um að vfea mál- inu frá með rökstuddri dagskrá felld. Þingsályktunartillagan var samþykkt með 35 aþkv. gegn 14. Innrðmmuai ÞOBBJÖBNS BENEDIKTSSOMAB lagrólísstrsoti 7 Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. ÓDÝRIR SKRIFBORÐSSTÓLAR Fallegir, þægilegir og vandaðir- Verð aðeins Kr. 2.500,00. G. Skúlason og Hlíðberg h-f- Þóroddsstöðum Sími 19597. .1 í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.