Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 4
4 Fimmtudaginn 10. janúar 1946 DAGUR j’ NN eru vinir vorsins að verki, og það gildir einu, hvort það er sumar eða vetur, þeir eru samt í traustum tengslum við vorið, — allt það bezta í lífinu og gróandina í náttúrunni. Og allt- af fjölgar þeim, jafnt og þétt, þessum blessuðu vinum vors og sólar, sem færa fórnir sínar æsku- höllinni á Akureyri — fyrir áhrif „íþróttamála“. Ekkert vald megnar að stöðva tímann né rás viðburðanna, er hraðar för sinni eftir órjúfandi lögmáli, sem allur heimur verð- ur að lúta. Og nú er liðið að kvöldi laugardagsins í 7. viku sumars 1945. Ég berst með mannfjöklanum, sem hraðar för sinni ofan að höfninni til þess að sjá kapp- róðra sjómannadagsins, er þá skyldu hefjast um kvöldið. Þegar ég er kominn á móts við Skipa- götu, mætir mér ungur, fallegur maður með hvatleik hins sanna íþróttamanns í hverri hreyfingu og næstum óskert æskubros á vörum, af svo fullorðnum manni að vera. Klæddur var hann grá- um frakka, yztum fata, og nokk- uð gustmikill. Hinn ungi maður heilsar mér og biður mig að tala við sig nokk- ur orð afsíðis. Við leitum því skjóls utan við mesta fólks- strauminn, sem var í þann veg- inn að fylla alla hryggjuna, fram á nyrztu brún. Og á hverju skipi, sem við festar var bundið, stóð maður við mann, nema hvað þeir fimustu höfðu tekið sér stöðu uppi í rá og reiða til að sjá sem bezt það. er fram fór. Þegar við vorum orðnir einir, byrjar hann á því að þakka mér fyrir „íþróttamál“ og blaðagrein- ar mínar, sem hann segist hafa lesið, og sumt af því jafnvel tvisvar. Að því búnu dregur liinn ungi maður tvo hundrað króna seðla upp úr vasa sínum, réttir mér þá og segir: „Hafðu þetta til æskuhallarinnar, það er lítill þakklætisvottur fyrir bar- áttu þína, þátttöku og afskipti öll um byggingu hennar, sem ævinlega hefur verið heil og drengileg. En þú mátt ekki geta neitt um þetta. Mér er það næg trygging, að peningamir em komnir í þínar hendur.“ Þegar hinn ungi maður hafði mælt þessi orð. tók hann svo fast í hönd mína, að mér varð það að hugsa eitthvað svipað, og sag- an greinir frá um hugsanir Kjartans Ólafssonar forðum, er hann lenti í sundrauninni við Ólaf konung T ryggvason, — hvar þessi leikur myndi ætla að enda. En það vill nú svo vel til, að ég hef aldrei heitið hinum unga manni neinni þagmælsku í þessu efni. Ég hef því engri skyldu að bregðast, hvað það snertir, og get því með góðri samvizku sagt ykkur, hver þessi vinur vorsins var. Hann er enginn annar en hinn frækni sundgarpur, Páll A. Pálsson, verzlunarmaður og eig- andi Hafnarbúðarinnar hér í bæ. En ef Páli vini mínum skyldi nú mislíka þetta tiltæki mitt, þá segi ég einungis við hann eins og ég sagði við Sigurjón Pétursson að Álafossi í „Vorboða íslenzkrar æsku“: „Ef þér hefur blöskrað bersögli mín í þessu máli, getum við jafnað það með íslenzkri glímu.“ En nú emm við Páll engan veginn skyldugir til að jafna þetta með glímu, ef til kemur. Við getum allteins valið hvaða íþrótt sem er, — jafnvel knatt- spyrnu, og það þótt ég sé nú raunar mesti skrambans skussi í þeirri íþrótt, þar sem allt lendir í handaskolum og hlaupum. En það var aftur á móti segin saga, að hvern þann knattspyrnuflokk, sem Páll A. Pálsson skipaði, þá var hann höfuðprýði þess flokks, eins á leikvangi sem í umræðu manna. — Þar skilur á milli. Ef til vill kynnu nú einhverjir að álíta, að hér væri farið með lítt rökstutt mál. En þeim sömu vildi ég mega benda á, að fletta upp í 8. árgangi Ársrits Lauga- skóla 1933, og sjá með eigin augum hvað Arnór Sigurjónsson segir þar um Pál A. Pálsson, sem þá var nemandi h'ans í Lauga- skóla. Hann veit þó, hvað hann segir, maðurinn sá. Þó cru til þeir menn meðal vin'a vorsins, sem ég þori ekki að minnast á málefnisins vegna, því að ég má eigi brjóta allar brýr að baki mér, meðan höll æskunnar bíður hálfbúin hjálpar fórnfúsra handa, og skilnings þeirra manna, nefnda og ráða, sem með íþrótt'amálefni þjóðar vorrar fara og fjárgreiðslur til þeirra. Eins og marga mun reka minni til, var það Páll A. Pálsson, sem á svo giftusamlegan hátt bjargaði manni frá bráðum bana með sundleikni sinni, snarræði og karlmennsku úr Hafralónsá* í Lónsfirði við Langanes eystra. Ný-látinn vinur minn, Sigurð- ur Eggerz, kenndi mér að hlusta eftir rödd þjóðar minnar. Og þegar ég nú hlusta á rödd henn- * Hafralónsá er vatnsmest af ám þeim, er í Þistilfjörð falla. ar í sambandi við ofanskráðar hugleiðingar, heyri ég að hún segir: „Ef nokkur maður á skilið að fá íslenzku Fálkaorðuna, þá er það Páll A. Pálsson, fyrir hetjudáð sína í þágu lífsins“. Það er að segja, ef á annað borð er nokkuð meint með, eða nokk- urt réttmæti er í veitingu slíks tildurs. En hvað sem því líður, þá er það meira en meðal-manns raun, að stinga sér til sunds í straummikið vatnsfall og kafa til botns eftir manni, sem kominn er að drukknun. En í slíkri þrekraun er hetjudáð Páls fólgin. Og sú heppni, að bera þama að á þessu augnabliki, rétt eins og hann hefði verið sendur af æðri máttarvöldum til að bjarga lífi mannsins. Maðurinn, sem Páll bjargaði úr Hafralónsá, heitir Valdimar Bjamason og á heima á Þórs- höfn. Páll A. Pálsson! Ég flyt þér innilegustu þakkir mínar frá höll æskunnar, skól- unum, íþróttafélögunum og öll- um Akureyringum, ungum og gömlum. Vér óskum þess, að Hafnarbúðin ,þín megi blessast og aukast að viðgangi og vexti um alla framtíð. Vér drekkum skál þína, — ekki í víni, heldur mjólk, guðaveig hreystinnar, barnanna og mín. Páll! Skál! Skál fyrir lífinu, hreystinni og þér. — Skál! Verið þið svo öll í Guðs friði. Á jólum 1945. Jón Benediktsson, prentari. Daníel Jónsson, fyrrum bóndi að Sellandi í Fnjóskadal. Fæddur 25. júlí 1869. Dáinn 1. október 1945. Fölnuð eru grös á grundu gránuð tó við hrímgvan klett, fallið meiðsins laufskrúð Iétt. — Hvíldin sína mjúku mundu manni þreyttum hefir rétt. Sanna dáð í sókn og vörnum sýndir þú í stríði dags, — ætíð nauztu afls og lags. Hlúðir vel að brúði og börnum, bjóst þeim fögnuð auðnuhags. Vilji og hreysti verkum réði, varstu ötull hverja stund, meðan áttir afl í mund. Auðnu, sæmd og sanna gleði sóttir þú á „Iðju“ fund. Sigurður Jónsson, Arnarvatni: Ljós yfir land og þjóö Ljós yfir land og þjóð! Ljómandi dagur varpar nú geisla-glóð, glæstur alfagur. Ung þjóð og endurskírð upp rís í morgundýrð. Frægðar-þrá móð og mátt i minningar ólu. Djarfhuga horfir hátt, hátt, móti sólu. Alfrelsis örvaboð eggjandi flýgur. Sjá, hve við sólarroð sóknhugur stígur. Gáfuð og göfug ætt glöp sín fær yfirbætt. Frelsi skal fyrst til alls. — Frelsi er hlotið. Nú, milli fjöru og fjalls fullveldis notið. Enn bíða ærin hér efni í landi; hlutverk, sem hæfa þér hagsýni andi. Hafið skín himin-vítt. Hafið er landnám nýtt. Aðall vor alla stund enn mun í listum — þar vaxtast þjóðar-pund, þar skjóta’ upp kvistum. ísland, ó móðir mín, móðirin góða! Afrek vor, örlög þín út meðal þjóða skapa og skipa þér. Skilji það maður hver. Hlífi og hlúi þér hollvættir góðar. Blessist og búi hér börn frjálsrar þjóðar! Vænt mér þóti um vinsemd þína var hún ávallt traust og hlý, — allar stundir unni’ eg því, að mega jafnan sjá þig sýna sanna manndáð störfum í. Hetjumóður hug þinn fyllti, hófu átök stæltan barm, mjög var reynt á efldan arm. — Silfurhærur sunna gyllti sigurbjarmi lék um hvarm. Lengi fæ eg mynd þá munað, minning þín á ljúfan hreim, ætíð varstu einn af þeim, sem að fluttu yl og unað inn í bemsku minnar heim. Því vill hugur hjá þér tefja, heill og traustur þennan dag, þegar ómar líksöngslag. Vil eg yl og alúð vefja inn í þennan kveðjubrag. Fnjóskadalsins fölvu skóga flutt er vinarkveðja þér, þegar feigð þig burtu ber. — Yfir Sellands mörk og móa mildur himins andi fer. Sá er óður átthaganna aldins vinar sendur til, nú við þessi þáttaskil. — Far þú heill til fegri ranna fagna vorsins ljósi’ og yl. JÓTunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum. Þeir, sem hafa að láni ísforma & fertuföt frá oss, gjöri svo vel að skila þeim strax eða tilkynna í síma brauðgerðarinnar. — Verða þau þá sótt. Brauðgerð Menningarsjóðs- bækurnar fyrir árið 1945, eru komnar. Áskrifendur vitji þeirra sem fyrst. Bókaverzluriin EDDA B-LISTINN er listi Framsóknar- flokksins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.