Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 6
6
D AGU R
Fimmtudaginn 10. janúar 1946
DAGUB
Hitstjóri: Haukur Snorrason.
Algreiðslu og innheimtu comast:
Marinó H. Pétursson.
Skriístofa í Hafnarstræti 87. — Síini 166.
Bia6i6 kemur út á hverjum íimmtudegi.
Árganqrurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
MÖNNLEG AFKEK OG ÖNNUR.
C*TJ ÖRNMÁLAFLOKKARNIR hafa nú lagt
fram kjörlista sína fyrir bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara
undir lok þessa mánaðar, kosningaundirbúning-
urinn er þegar hafinn af fullum krafti og loforða-
og lýðskrumskvörn þeirra flokka, sem helzt
treysta á slíkar aðferðir sér til framdráttar, þegar
líður að kosningum hverju sinni, er þegar tekin
að snúast af tvíefldum ákafa. Gamlar og gatslitn-
ar stefnuskrár, marggefin og margsvikin kosn-
ingaloforð, eru grafin upp úr glatkistunni, dust-
að af þeim mesta rykið og dubbað upp á þáu með
nýjum tylliboðum og skrumskreytingum, eftir
því sem ímyndunarafl og kímnigáfa leiðtoganna
framast hrekkur til. Blöð Alþýðufiokksins og
kommúnista hér á Akureyri eru þegar búin að
birta hina venjulegu fjögra-ára-áætlun flokka
sinna í furðulega svipuðu formi eins og hún birt-
ist í ,,Alþýðumanninum“ og „Verkamanninum"
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1942, 1938, 1934,
o. s. frv., svo langt sem menn muna aftur í tím-
ann, eftir að þessi blöð komu hér fyrst við sögu.
Enn er lofað stórútgerð, niðursuðuverksmiðju,
síldarbræðslu, elliheimili, barnaheimili, nýtízku
sjúkrahúsi, bókhlöðu, fjörugu athafnalífi o. s.
frv. o. s. frv., plús nýjum stefnuskráratriðum, sem
báðir flokkarrtir berajst nú um og vilja eigna sér:
almenningssalerni á hentugum stað í bænum og
yfirbyggðri kennslu sundlaug. Þegar hér er kom-
ið sögu hefir lmgsjónagáfa foringjanna sprengt
sín ítrustu takmörk — og er þó hvorug þessi hug-
mynd ný eða sérlega frumleg, enda frá öðrum
ættuð — og þeir liyggjast hvílast mjúklega á lár-
berjum þessara munnlegu afreka frarn yfir kosn-
ingarnar — unz tími gefst aftur til að gleyma, af-
saka og svíkja.
jrJÓSENDUR BÆJARINS hafa veitt því eftir-
tekt, að Framsóknarflokkurinn hefir ekki —
nú fremur en endtanær — gefið nein loforð um
gull og græna skóga hverjum þeim, sem fylgdi
honum við kjörborðið, né heldur birt nein kosn-
ingaávörp, upphrópanir eða áskoranir til kjós-
enda, eins og allir hiinr flokkarnir hafa gert.
Skýringin er einföld: Framsóknarflokkurinn
þarf slíks ekki með. Störf flokksins og umbætur
samvinnumanna í bænum og landinu á undan-
förnum árum tala svo ljósu máli um stefnu þeirra
og getu til framkvæmda, að þau rök munu
þyngri á metunum en feitletraðgeip hinna flokk-
anna um ágæti þeirra og umbótavilja. Flokkur-
inn hefir sýnt það frá upphafi, að ádráttur hans
er betri en loforð annarra flokka, enda treystir
hann fyrst og fremst á kjörfylgi vitiborinna
manna með óbrjálaða dómgreind, sem vilja
leggja það á sig að hugsa sjálfir, en láta ekki
„foringjana" eina hugsa fyrir sig.
gLÍKIR KJÓSENDUR munu enn sem fyrr
treysta bezt fulltrúum þess flokks, sem fór
með stjórn í landinu á þeim árum, er breyttu ís-
lenzku þjóðinni úr kyrrstæðum frumbýling í
menntaða og framsækna menningarþjóð, — ár-
um, sem skilið hafa eftir meira af varanlegum
verkum frá einum eða tveimur áratugum en
þjóðin hafði áður áorkað á mörgum öldum.
Framsóknarflokkurinn hélt hér uppi hviklausu
umbótastarfi og stórstígum framförum í aðsteðj-
andi og alþjóðlegri fjárhagskreppu og árferði,
sem áður hefði valdið fullu hallæri og jafnvel
hungursneyð í landinu. Flokkurinn hefir þannig
sýnt það ljóslega í verki, að forsjál þróun og sam-
vinna er betri en byltingar og bræðravíg. Ennþá
Raímagnsþörfin.
Kristján S. Sigurðsson trésmiöur,
skrifar blaðinu eftirfarandi bréf:
T>AÐ ERU dimm og drungaleg
kvöldin nú um áramótin, þrátt
fyrir veðurblíðu og heiðskíran him-
inn — og öll rafljósin. Nú aetti þó að
öllu sjálfráðu að vera bjart é götum
úti, og inni í húsum, þar sem nýlega
hefir rafstöðin við Laxá verið stækk-
uð að miklum mun. En enn eru ljósin
gular glætur, sem lýsa ekki meir en
það, að tæplega er lesljóst við þau.
Það er sagt að innanbæjar ljósataug-
ar séu of grannar til að flytja nóg raf-
magn inn í hvert hús. Það sýnir fyrir-
hyggju þeirra, sem staðið hafa fyrir
framkvæmdum. Þó mun álagið á raf-
stöðinni vera orðið' það mikið, að
mjög lítið er afgangs af orku vélanna,
þrétt fyrir nýafstaðna stækkun. Þó
er í undirbúningi að leiða rafmagn
frá þessari stöð til Húsavxkur, Sval-
barðseyrar, Dagverðareyrar, Hjalteyr-
ar, Dalvíkur. Og það á að taka það af
þessari sömu orku, sem nú er of lítil
fyrir Akureyrarbæ. Það er því fyrir-
sjáanlegt, að rafstöðin við Laxárfossa
er allt of lítil. En þó að strax yrði haf-
izt handa um stækkun á henni, yrði
það ekki komið að notum fyrr en eft-
ir 2 ár. Er því full ástæða til að ætla,
að við verðum að sitja í hálfmyrkri
um nokkurt skeið enn. Og vinna við
vélar, sem ekki geta afkastað fullu
verki.
þAÐ ER því ekki ástæðulaust þó að
þetta ástand veki hjá manni ýmsar
hugleiðingar.
Gert er ráð fyrir að enn megi
stækka rafstöðina við Laxárfossa. En
þá þarf að byggja annað hús, eða
stækka það sem þar er nú. Og það
þarf að byggja aðra vatnspípu. Eða
með öðrum orðum: Það þarf að
byggja alveg nýja aflstöð. Þó mun að
líkindum stíflunin, sem nú er, duga,
þó að annað vatnsrör bætist við, og
er það nokkur spamaður.
Þó að með þessu móti mætti bæta
við nokkrum hundmðum hestafla,
yrði það ekki nóg til framtíðar, því að
þörfin fyrir rafmagn vex árlega, eftir
því sem mönnum vex þekking á að
nota það. Enda em hér ráðagerðir um
stóraukinn iðnrekstur, sem útheimtir
mikla raforku. Spursmélið er þvi,
hvort ekki væri rétt að taka raforku-
málið allt öðrum tökum nú þegar, en
gert hefir verið að þessu. Er því sjálf-
sagt að athuga fleiri leiðir.
þVÍ HEFIR verið haldið fram, að
hægt mundi vera að fá tugi þús-
unda hestafla úr Mývatni, með því að
stifla ósa Laxár við Mývatn ,og með
þvi að hækka yfirborð vatnsins um 1
—2 metra. Veita því síðan í Sandvatn,
sem er vestan við Belgjarfjall. Taka
það svo þar í pipum vestur yfir heiði,
og niður í Laxárdal, og byggja þar
rafstöð. Sjálfsagt er þetta ekki
ókleift, en erfitt mundi það verða, og
mun lýðsknnnsflokkunum, —
sem þegar virðast vel á vegi
komnir að breyta stórfengleg-
asta fjárgróðatímabili, sem um
getur í sögu þjóðarinnar, í fjár-
hagsöngþveiti og hallæri á und-
árlega skömmum tíma — veitast
erfitt að benda á eitt einásta
þjóðnýtt og þýðingarmikið verk
eða félagslega framkvæmd í
landinu á seinni árum, sem
Framsóknarmenn hafi ekki ým-
ist átt éinir frumkvæðið að, eða
stutt. einhuga með ráðum og
dáðum. Á þessa sögulegu og
óhrekjanlegu staðreynd munu
Framsóknarmenn enn sem fyrr
treysta fremur en lýðskrum og
tylliboð. þegar að kjörborðinu
kemur.
mundi draga á eftir sér óútreiknanleg-
an aukakostnað.
Enda þó að eg geri varla ráð fyrir
að þetta sé annað en loftkastali, vil
eg fara nokkrum orðum um afleiðing-
ar af þessu, ef til framkvæmda yrði
hafizt.
■p»F MÝVATN yrði hækkað um tvo
Ajl metra, væri það sama sem að
eyðileggja eina blómlegustu og beztu
sveit landsins. Margir bæirnir mundu
leggjast í auðn. Má þar nefni: Vind-
belg^ Ytri- og Syðri-Neslönd, Gríms-
staðf ,Voga og Kélfaströnd. Mikið af
túnum þessara bæja liggja svo lágt,
að þau mundu leggjast undir vatn.
Að vísu standa íbúðar- og útihús
hærra, svo að ekki mundi þau saka.
En þegar mikið af túnunum er farið,
og ekki hægt að komast í fjárhús
nema á bát, fer að vandast málið.
Þá eru það hólmarnir og eyjarnar
í vatninu, með allt andavarpið. Fjöldi
af þeim mundi hverfa undir vatn. I
hólmum og eyjum er líka mikill og
góður heyskapur. En það er aðallega
á láglendi, sem mundi hverfa. Nes-
landatangi mundi að mestu hverfa,
upp úr stæðu að'eins nokkrir hólar.
Og Slútnes. — Hugsið ykkur þann
fagra blómareit kæfðan undir vatni.
Þá eru það Skútustaðaengjar, sem
er aðalengi flestra Mývetninga. Meg-
inið af því mundi leggjast undir vatn,
þar á' meðal mikið af engi vestan
megin Krákár. Mundi þá sennilega
nokkuð af vatninu lenda í farvegi
Krákár, og lenda aftur í Laxé, langt
neðan við stíflu. Þá mundi líka nokk-
uð af veginum sunnan við Mývatn
lenda undir vatni. T. d. fitin hjá Álfta-
gerði. Nokkuð af veginum á milli
Skútustaða og Garðs, og Garðsfitin.
En þetta er vegurinn, sem þarf að
fara til að komast é væntanlegan f jall-
veg, austur yfir Jökulsá.
Ætli að það séu ekki litlar líkur til
að ríkissjóður verði þess nokkurn
tíma megnugur að kaupa upp alla
Mývatnssveit, og sjá fólkinu fyrir
jafngóðu jarðnæði. Og trúað gæti eg
því, að bændur mundu ekki verða
fúsir til að flytja burtu af jörðum
sinum.
gFTIR ÞESSAR hugleiðingar ætla
eg nú að benda á aðra leið til að
virkja Laxá, og fá úr henni jafn mik-
inn kraft, eins og fengist við að leiða
vatnið yfir Laxárheiði. Leið, sem
elcki mundi eyðileggja nokkra bújörð,
varp eða engjablett.
Það er að stífla ána um Kleifar-
hólma, utan og ofan við Arnarvatn.
Taka hana þar í pípur norðan við ána,
sunnan í Hofstaðaheiðinni, og niður
Laxárdal .Rafstöðin gæti verið utan
og neðan við Hofstaði, eða neðar í
dalnum, ef þurfa þykir. Á þessari leið
fengist allt að því sami halli sem
fengist við að leggja pípur frá Sand-
vatni yfir heiðina, og mikið meira
vatn. Ef vatnið væri hækkað, er hætt
við að nokkuð af því tapaðist niður í
Kráká, og Kráká mundi alveg tapast,
því að hún kemur ekki í Laxá fyrr en
ofan við Mýnesés, nokkuð neðan við
Haganes. Þessi leið mun vera nokk-
uð styttri en sú fyrmefnda ,og mikið
auðveldari.
Með þessu móti mundi öll Mý-
vatnssveit og allur Laxárdaulr geta
fengið nægilegt rafmagn, og máske
fleiri sveitir, þó að Akureyri hefði nóg
eftir ,og þeir staðir sem nú eiga að fá
kraft frá Laxárfossum. Með því líka
að sú stöð yrði að sjálfsögðu starf-
rækt áfram.
Jfl^LLIR VITA að Laxá er eitthvert
bezta vatnsfall á landinu til
virkjunar. Og líklega hvergi jafngóð
og þar sem eg hefi nú bent á. Þar er
svo stuttur aðdragandi fré upptökum,
að tæplega mundi nokkurn tíma safn-
ast svo krap í hana i stórhríðum, að
Tað mundi setjast í ristar flóðgátt-
(Framh. á 7. síðu).
Samvinnan léttir störfin
Fyrir rneira en ári síðan gerðu samvinnumenn
hér myndarlegt átak til þess að leysa þau vand-
ræði, sem verið höfðu um geymslu matvæla hér í
bænum. Aðferðin, sem viðhöið var, er einmitt að
ryðja sér til rúms víðs vegar um lönd um þessar
mundir, t. d. í Ameríku. Gerð voru frystihólf í
frystihúsi kaupfélagsins, sem voru leigð einstakl-
ingum. Idafa þeir lykil að liólfum sínum og geta
látið matvæli í þau og sótt þau þegar þeim hent-
ar. Svo mikil eftirspurn varð eftir hólfunum, að
nú hafa fyrir skömmu verið gerðar ráðstafanir til
þess að auka þessa starfsemi verulega. Þetta lyrir-
komulag er mikil bót fyrir lieimilin og léttir fyr-
ir húsmóðurina, sem getur hagað fnatarkaupum
sínum með hliðsjón af því, að geta geymt [xau
óskemmd mánuðum saman, éf nauðsyn krefur.
Vitaskuld óska allar húsmæður sér þess, að eign-
ast ísskápa í eldhúsin sín, en nokkuð mun langt
í land að þeir verði almennings eign, þótt að því
reki vonandi. ísskáparnir í eldhúsun\ útrýma þó
engan veginn þörfinni lyrir frystihólfin. Þeifra
er engu að síður þörf til þess að geýma ýms mat-
væli, sem ekki eru til daglegs brúks og ekki rúm-
ast í ísskápnum. Það verður ekki fyrr en hin svo-
kallaða heima-lrysting verður kómin á, að hægt
verður að gera ráð fyrir að frystihólfin verði
óþörf, ef þau þá nokkurn tíma verða það, því að
ýmsir halda því fram, að sameiginlegúr rekstur
frystihúss, með mörgum geymsluhólfum, verði
alltal' svo miklu ódýrari, en heima-frystitæki í
kjallaranum, svo að ekki komi til tnála að hólrin
hverfi.
★
Þess má sjá merki í amerískum blöðum, að í
ýmsum bæjum er verið að undirbúa byggingu
stórra hólfa-frystihúsa, og er íbúunum gefinn
kostur ;í að leigja hólfin með svipuðu sniði og
hér tíðkast nú. í annan stað eru Ameríkumenn
að koma sér upp frysti-matvælabúðum. Þessar
búðir verzla einkum nteð hraðfrysta vöru, en sú
verkunaraðferð fer nú mjög í vöxt. Al' nryndum
að dæma eru þessar búðir eipkar snotrar og
margt girnilegt þar á boðstólum. Allur varning-
úrinn er geymdur í smáhólfum, svipuðum póst-
hólfum. Viðskiptamaðurinn gengur um og velur
það sem hann girnist og fær vöruna alhenta um
leið og hann gengur út úr búðinni. Kannske eig-
um við eftir -að sjá .svona verzlanir hér, ef hrað-
frystingin okkar nær þeirri fullkomnun, sem
ýmsa dreymir um, Og óneitanlegamundiþaðgera
ýmsa matvælaverzlun hreinlegri og þokkalegri
en nú er.
★
Það er sern sé ekki ofsögum sagt af því, að sam-
vinnan létti störfin. í samvinnu er hægt að
hrinda ýmsum menningarmálum í áfram, sem
ekki væri hægt, ef menn stæðu sundraðir. Um
þetta eru ótal dæmi, og það, sem eg nefndi, að-
eins lítið sýnishorn.
★
Við blasir eitt nauðsynjamál þessa bæjar og
héraðs, sem hægt er að hrinda í framkvæmd með
samvinnu. Þar er verkéfni fyrir kaupfélagið og
konur bæjar og héraðs. Það er bygging almenn-
ingsþvottahús eða þvottahúsa. Þessi samvinnu-
þvotlahús eru nú mjög útbreidd á Norðurlönd-
unt og víðar. Ýmsar konur eru svo lánssamar að
eiga þvottavélar, en þær eru þó ekki nema til
tölulega fáar. Ennþá færri eiga strauvélar, raf-
knúnar vindur og þurrkur. Lang flestar konur
hér á landi verða enn að strita við þvottabalana
upp á gamla mátann. Þessi þvottur er eitt erfið-
asta verk heimilisins, eti jafnframt eitt hið nauð-
synlegasta. Sérstaklega verður þetta erfiðleikum
bundið á fjölmennum heimilum, sem ekki hafa
húshjálp, en slíkt gerizt nú æ tíðara. Einfaldasta
leiðin, og jafnframt ódýrasta, til þess að Ieysa
þetta vandamál húsmæðrannia, er bygging al-
mennings þvottahúsá, sem hafa á að skipa þvotta-
vélum, strauvélum, rafþurrkum (til [ress að forða
þvottinum undan óþurkunum), og fleiri, hand-
hægum tækjum, sem ekki þarf kutmáttu til þess
að handleika. Húsmóðirin fær síðan að koma
með þvott sinn í þvottahúsið, þvo hann sjálf í
vélunum og ganga frá honum, og greiðir fyrir
sanngjarna þóknun. Á þennan hátt leysast
þvottavandræðin auðveldlega. Einstök heimili
' - (Framh. á bls. 7).