Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudagiim 15. desember 1948 Alþýðublaðið vitnar Blöð Sjálfstæðisflokksins, eða öllú heldur b!öð Ólafs Thors, ota látlaust fram þeirri fullyrðingu, að fjármálastjórn fyrrv. ríkis- stjórnar hafi verið með miklum ágætum og að allt hafi henni far- izt stórum betur úr hendi en nú- verandi ríkisstjórn. Málgögn kommúnista taka í sama strenginn og Morgunblaðið og íslendingur í þessum efnum. Það er broslegt að sjá þessa svörnu óyini standa hlið við hlið, berja sér á brjóst og harma hina horfnu tíð, þegar Ólafui' Thors og kommúnistar voru að eyða 1300 milljóna kr. gjaldeyri þjóð- arjnnar alveg upp til agna. Bæði Mbl. og Þjóðviljinn halda því fast að lesendum sínum, að núverandi ríkisstjórn hafi engu góðu til vegar komið, en framið mörg skemmdarverk, og þó hafi hún haft góða aðstöðu vegna hinnar rambyggilegu nýsköpun- ai' Ólafs Thors og kommúnista. íslendingur blæs svo í þenna sama lúður. En Alþýðublaðinu segii' öðru- vísi frá. Þann 28. f. m. segir blað- ið út af árásum Þjóðviljans á nú- verandi stjórn: „En þjóðin veit betur. Hún veit, hvernig ástatt var í landinu, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Erlendar inneignir þjóðarinnar voru þrotnar, og verðbólgan og dýrtíðin var í þann veginn að sliga atvinnulíf og efnahag íslendinga. Núverandi ríkisstjórn hefir því átt við allf annað hlutskipti að búa en fyrrvt ríkisstjórn, sem naut góðæris og, stórfelldra erlendra inneigna. Sú stjórn hefði ekki aðeins úr að spila þeim auði, sem þjóðin safn- aði árin, er hún sat að völdum, heldur og 500—600 milljónum kr., er safnast höfðu erlendis á ófrið- arárunum og ekki fóru allar til nýsköpunar atvinnulífsins. Þessi vitnisburður Alþýðu- blaðsins um fjáreyðslu fyrrver- andi stjórnar og það-ástand, sem skapaðist við eyðsluna, er eftir- tektarverður. Hann hrekur það, að fyrrv. stjórn hafi látið eftir sig rýran gjaldeyrissjóð, þegar hún hröklaðist frá völdum, eins og ísl. hefir verið að burðast við að halda fram. Hann sannar, að Framsóknarmenn skýra rétt frá fjáreyðslu fyrrv. stjóranar, þegar þeir segja, að þeir hafi eytt 1300 millj. króna. Vitnisburður Al- þýðublaðsins sannai' það og, að dýrtíðar- og verðbólgustefna fyrrverandi stjómar var komin á fremsta hlunn með að setja at- vinnulíf og efi\ahag‘ íslendinga í rúst við stjórnarskiptin og mjórra muna var vant, að allt færi um koll, þegar nýja ríkisstjórnin tók að veita viðnám og reyndi að bjarga því, sem bjargað varð. Þá getur Alþýðublaðið þess, að ekki hafi allar erlendu innstæð- urnar farið til nýsköpunar at- vinnulífsiris. Þetta er kurteislega til orða tekið, og er það skiljan- legt, þegar þess er gætt, að flokk- ur Alþýðublaðsins tók þátt í og studdi fyrrv. stjórn. Blaðinu mun því naumast vera það sársauka- laust að vitna jafn hreinskiln- islega og það gerir um hinn bág- borna' viðskilnað fyrrv. stjórifar, en það lætur samt sannleiks- kenndina ráða, og er það virð- ingarvert. Það má því svo að, orði kveða, að aðalmálgagn Alþýðuflokksins hafi undirstrikað öll meginatriði úr gagnrýni Framsóknarmanna á stjórnarstefnu fyrrv. stjórnar. Báðir flokkarnir, Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, eru þá sammála um það, að af- leiðingin af s'tefnu fyrrv. stjórnar hafi orðið sú, að atvinnulíf ’ís- lendinga og efnahagur hafi ramb- að á glötunarbarmi við síðustu stjórnarskipti. En Mbl. 'og ísl. fjargviðrást yf- ir því, að Framsóknarmenn hafi ekki komið öllu á réttan kjöl af. því, er aflaga fór í stjórnartíð fyrrv. stjórnar, en gera engar kröfur til Sjált'staíðisflokksins x þeim efnum, og ber hann þó fyrst og fremst ábyi-gð á dýi tíðinni. Er það harla nýstárleg rökfræði, að þeir, sem hleyptu dýrtíðinni í al- gleyming en lofuðu jafnframt, að hún skyldi fæi'ð niður strax og nauðsyn krefði, eigi ekki að vera ábyrgir fyrir afleiðingum vei'ka sinna og gefnum loforðum, held- ur hinir, sem vöruðu við aukinni dýrtíð og böi'ðust á móti henni. Um árangurinn af viðleitni nú- vei'andi ríkisstjórnar .segir Alþbl: „En hefir þá nokkuð áunnizt í valdatíð núverandi stjórnar? Vexkin sýna mei'kin. Nýsköpun atvinnulífsins heldur áfi'am, þrátt fyrir áflabx'est og gjaldeýí'ísskort og landsmenn hafa næga og sæmi lega launaða atvinnu. Þetta hef- ir tekizt vegna þess, að núv'er- andj ríkisstjórn hefir haldið verð- bólgunni og dýrtíðinni í skefjum, tekizt að halda í horfinu og vel það, þó að hún hafi ekki átt þess kost að grípa til neinna söfnunai'- sjóða erlends gjaldeyris og hafi orðið að leggja alla áherzlu á, að innflutningur og útflutningur stæðustí á. Ráðstafaniinar, sem tryggt hafa landsmönnum næga atvinnu og áframhald nýsköpun- arinnar, hafa auðvitað kostað nokkrar fórnir. Eti ríkisstjórnin átti annai'i-a kosta völ að grípa til þein-a ráðstafana eða láta at- vinnulíf þjóðarinnar fara í kalda- kol. Árangur þeirra er dulinn, þar eð hruninu var afstýrt, en hann er eigi að síður fyrir hendi. Hér er það viðui'kennt svo glöggt sem verða má, að hefði dýrtíðarstefnu fyrrv. stjói'nar verið haldið áfram, hefði at- vinnulíf þjóðarinnar farið í haldakol og hrun vei'ið óumflýj- anlegt. Það mátti því sannarlega ekki seinna vera að stjórn Olafs Thors og kommúnista færi frá völdum, ef bjarga átti atvinnulíf- inu frá tortímingu og fjárþag þjóðaiinnar fi-á hruni. Það er þessi hiunstefna, sem kommún- istar vildu halda áfram, og Mox'g- unblaðið og íslendingur virðast harma það ,að þeir menn yrðu að fara frá völdum, sem stóðu fyrir hrunstefnunni. Hitt er svo annað mál, að við- nám og björgunarstai'f núverandi stjórnar hefði mátt vei'a nokkru skeleggara, en raun hefir á orð- ið. Þar stendui' ekki á Fram- sóknai'mönnum. Þeir hafa bent á raunhæfar ráðstafanir til þess að létta dýrtíðinni af almenningi. Þeir hafa vakið máls á og flutt tillögur um bætta hætti í verzlun og húsnæðismálum til mikils hagræðis fyrir almenning. En þeir eru ekki allsráðandi, hvorki í ríkisstjórn eða á Alþingi. Sjálf- stæðismenn, sem hér áður þóttust hafa nóg ráð gegn dýrtíðinni, virðast nú, þegar á reynir, vera mjög fátækii' af þeim og ekki ginnkeyptir fyrir umbótatillög- um Framsóknarmanna, svo að ekki sé meira sagt. í Mbl. bryddii' hvergi á bjaxgráðunum, sem Sjálfstæðismenn þóttust svo birgir af haustið 1944, ef á þyrfti að halda, en þá yoi'u þeir í til- hugalífinu við kommúnista. Þó skal þess getið, að Mbl. hefir það eftir Ólafi Thors, foi'manni Sjálf- stæðisflokksins, að leggja þurfi auknar skattabyrðar á sam- vinnufélögin, og er það eina til- lagan gegn dýrtíðinni úr þeirri átt. Kemur þar greinilega fram umhyggja brodda Sjálfstæðis- flokksins fyx'ir neytendafélögun- um og kennir þar þefsins frá stórkaupmannavaldinu. Framsóknarmenn sögðu haust- ið 1944, að þjóðinni væri brýn nauðsyn að sameinast um að hafa stjórn á fjármálalífi sínu. Vax- andi dýrtíð yrði að því vanda- máli, sem torleyst yrði síðar. Sjálfstæðismenn flestir skeyttu ekki um þessa viðvörun ög steyptu sér út í dýrtíðarævintýr- ið með kommúnistum. Það ævintýri hefir orðið þjóð- inni dýrt. Kaupið jólaskóna þar sem úrvalið er mest Skóbúð KEA. Áthugið! Meðan rafmagnsspennan er eins lág og verið hefur siðustu daga, er ekki hægt að keyra frysti vélarnar, og þar af leið- andi er minnkandi frost í geymsluklefunum. Af þessum ástæðum verður ekki hægt að hafa opið til áfhendingar mat- væla og tir geymsluhólfum. nema kl. 9—12 f. h. Frystihús K. E. A. Móðir mín, GUÐKÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, ahdáðist á sjúkrahúsi Akureyi'ar aðfaranótt 10. b. ní. — Jarð- að verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. b. m. kl. 1 e. li. Gústav Andersen. | Ríkisútvarpið Takmark ríkisútvarpsins og ætlunverk ér að ná til j allra þegna landsins með livers konar fræðslu og \ j skemmtun, sem því er unnt að veita. = I Aðaísk)ifstofa útvarþsins annast um afgreiðslu, íjárhald, j útborgarnir, samningsgerðir o. s. frv. Útvarpsstjóri er j venjulega til viðtals ki. 3—5 síðdegis. Sími skrifstof- j ; unnar er 4993. — Sími útvarpsstjóra er 4990. j | Innkeimtu afnotagjalda annast sérstökt skrifstofa. — j í Sími 4998. . 1 í Útvarpsráðið ('dagskrárstjórnin) hefir yfirstjórn hinnar i menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrif- = stofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 j 1 síðdegis. — Sími 4991. j í Fréttasiofan annast um fréttasöfnan innajilands og frá \ útlöndum.. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaup- s stað landsins. Frásagnir um nýjustu lieimsviðburði \ berast með útvarpinu um allt land tveim til þiem i i klukkuslundum eftir að þeim er útvarpað irá erlend- i I um útvarpsstöðvum. Sími fréttastofunnar er 4994. j i Sími fréttastjói'a 4845. í Í Auglýsingar. Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- \ \ ingar til landsmanna með skjótum og ahfifámiklum j Í luetti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsaxiglýsingar \ áhrifamestar allra auglýsinga. — Auglýsingasími 1095, \ \ Verkfrœðingur útvarpsins hefir daglega umsjón með út- i varpsstöðinni, magnarasal og viðgerðarstoím — Sími i veikfræðiiigS' 4992. - • U. | Í Viðgetðarstofan annast um hvers konat viðgerðir og j i breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar' ög’ fiæðslu j Í um not og viðgerðir útvarpstækja. — Sími viðgerðar: \ Í stofunnar er 4995. Viðgejðarstofan hefir útibú á Ak- \ \ eyri, sjmi 377. .... .,. | i Viðta’kjgverzlun ríkisins hefir með liöndum-innkaup og i dreifingu útvarpstækja og varahluta þeiira-.: Umboðs- \ I menn Viðtækjaverzlunarinnar eru í öllum kaupstöð- i I um og kaujxtúnum landsins. — Sími Xbðtækyavérzlun- i i arinnar er 3823. i i Takmarkið er: Útvarp inn á hvert lieimili! — Allir i Í landsmenn þurfa að eiga kost á því að hlusta á æðaslixg \ \ þjóðlífsins, hjartaslög heimsins. i Ríkisútvarpið. n •ijiiiiiiiiiuiiHiniiiiiiiiiiiininimiiiiiiiiiiiiiMijiii, iuiii ilimiiiiiiiliiini ii niiiiiimiiiiiiiiiiMiiiiiiinn 11111111111 v(l. t Vegna vörukönnunar verður sölubúð verzlunarinnar lokuð i j frá 1.—10. janúar 1949. i Innborgunum veifl móttaka á skrif- i l stofunni. \ Verzlunin Eyjafjörður hi. { Z mmmimmmmmmmmmmmmimmmmmimmmmmmmmmmmmmimmimmmmmmmimmmmimimmmmim|mimmmmiiii)ii(immm'. 'MMMMMIMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMIMMIMMMM.IMIMIMIMIMIMIIMMMIMMMI Skinn jakkar í miklu úrvali, > i i ávallt fyrirliggjandi. i AMAROBÚÐIN SÍMI <54. | ' amilMIMMIIIIIIMIIIIMIIIIIMIIIMIIIII»IIMIMIIMU«IMIII»IMMMMMÍU#«miH»MI»IJMIII,IMIMIIIIIIH»»**»,*,l*K,,«,,l»in»*S

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.