Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 15. desémber 1948 D A G U R Góðar bækur - Ódýrar bækur - Vandaðar bækur ÞETTA ERU JÓLABÆKURNAR Handa vinum yðar og vandamönmnn: Grænland. Lýsing lands og þjóðar eftir Guðmund Þorláksson magister, prýdd nálega 100 ágætum myndum. Eina bókin, sem til er á íslenzku um Grænland nútímans. Kvæðasafn Guttorms J. Guttormssonar. Gullfalleg og vönduð heildarútgáfa á ljóðum þessa mikilhæfa skálds. •— Akjósanleg gjöf handa öllum bókamönnum. Fjöll og firnindi. Frásagnir Stefáns Filippussonar, skráðar af Árna Óla. Merk menningar- söguleg heimild og frábær skemmtilestur. Prýdd allmörgum myndum. Skyggnir íslendingar. Skyggnisögur af fjölda manna, karla og kvenna, sem gætt hefir verið for- skyggni- og fjarskyggnihæfileikum. Eftir Oscar Clausen. Strandamanna saga Gísla Konráðssonar. Fróðlegt og skemmtilegt rit og merk heimild um persónusögu, aldarfar og lífskjör almennings. Prýtt allmörgum myndum. Sr. Jón Guðnason gaf út. Vísindamenn allra alda. Ævisögur rúmlega tuttugu heimsfrægra vísindamanna, sem mannkynið stendur í ævarandi þakkarskuld við. Myndir af yjsindamönnunum. Bók þessi er helguð æsku landsins. Katrín Mánadóttir. J .'ll 11 i/. i • i í i» • Söguleg skáldsaga eftir Mika Waltari, einn af mikilhæfustu rithöfundum Fihiiá.' ‘ Mjög áhrifarík saga, þrungin dramatískum krafti. Sr. Sigurður Einarsson íslenzkaði. Anna Boleyn. Ævisaga Onnu Boleyn Englandsdrottningar er eitt áhrifamesta drama ver- aldarsögunnar fyrr og síðar og svo spennandi að engin skáldsaga jafnast á við hana. Eftir E. Momigliano, ítalskan sagnfræðiprófessor og rithöfund. Sr. Sigurður Einarsson íslenzkaði. Líf í læknis hendi. Vinsælasta skáldsaga, sem þýdd hefir verið á íslenzka tungu um langt ára- bil. Eft'i'r ameríska læknirinn og rithöfundinn Frank G. Slaughter. Andrés Kristjánsson íslenzkaði. f. : jtt'.A ! i: t • t »• ? i" ! • * ■ ' Svíf ungt er lífið enn. Skáldsaga um amerískan sjúkrahúslækni, sem starfar í Kína. Eftir hina kunnu amerísku skáldkonu Alice T. Hobart. Jón Helgason.íslenzkaði. Dagur við ský. Skáldsaga eftir sama höfund og „Líf í læknis hendi“. Vegna skorts á pappír kemst þessi bók aðeins í fárra manna hendur nú fyrir jólin, en hún verður endurprentuð snemma á næsta ári. Ungfrú Ástrós. Bráðsmellin og fyndin skemmtisaga eftir Gunnar Widegren, höfund konunnar á Grund“. Jón Helgason íslenzkaði. ,Ráðs- Kaupakonan í Hlíð. Skemmtileg og spennandi saga eftir vinsælustu skéídkonu Svía, Sigge Síark. Jón Eyþórsson íslenzkaði. Brækur biskupsins I.—II. Sprenghlægileg saga frá New York eftir fyndnasta rithöfund Ameríku Thorrw Smith, um óvenjulegar persóuur og óvenjulega atburðj. Sigurður Kristjánsson íslenzkaði. Gulu skáldsögurnar. I>rjár síðasttöldu bækurnar- tilheyra hinum vinsæla skemmtisagnaflokki „Gulu skáldsögurnar“. Aðrar sögur í þeim flokki eruRáðskonan á Grund, Þyrnivegur hamingjunnar e>g Gestir í Miklagarði. Þær eru allar á þrotum og því hver síðastur að eignast þennan skáldsagnaflokk í heild. Handa börnum og unglinguin: Hún amma mín það sagði anér . . . Islenzkar þjóðsögur, ævintýri, þulur og þjóðkvæði, prýtt myndum. Falleg og þjóðleg barnabók. Ég er sjómaður — sautján ára. Skemmtileg saga um norskan unglingspilt, sem er í siglingum um heimshöfin. Andrés Kristjánsson þýddi. Smyglararnir í skei-jagarðinum. Spennandi unglingasaga frá Noregi eftir Jón Björnsson. Sagan af henum Sólstaf. Fallegasta litmyndabók handa litlum börnum, sem prentuð hefir verið á Islandi. Freysteinn Gunnars- son skólastjóri þýddi. Músaferðin. Fallegar myndir og skemmtileg saga handa litlum börnum. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Goggur giænefur. ........... Skemmtileg saga, ágætar myndir. Serstök, uppá- haldsbók allra lítilla barna. 'Fr'e'ýstéính Gunnars- son þýddi. Prinsessan og flónið. Skozk ævintýri með myndum. Sigríður Ingimars- dóttir þýddi. Hvcr gægist á glugga? Skemmtilegar og þroskandi barnasögur eftir Hugrúnu. Systkinin í Glaumbæ. Einhver bezta barnai'ög'uttglingabók, sem þýdÖ hefir verið á íslenzkú. Einkum ætluð telpum og‘ unglingsstúlkum. Axel Guðmundsson þýddi. í vikinga höndum. ■. t . ' , ■ • . Spennandi saga frá víkingaöldinni um unglings- pilt, sem heitir Þrándur; Prýdd f jölda mynda. And- rés Kristjánsson þýddi. Lífið kallar. Mjög hugþekk telpu- og ungmeyjasaga um unga Stokkhólmsstúlku. Prý'dd fjölda mynda. Andrés Kristjánsonn íslenzkaði. Uppreisnin á Haiti. Mjög spennandi unglingabók um ævintýralega sjó- ferð, eftiir Westerman, einhvern vinsælasta ung- lingabókahöfund í heimi. Hjörtur Kristmundsson þýddi. Leyndardómar fjallanna. Skemmtileg og þroskandi saga handa drengjum, eftir Jón Björnsson. Kom fyrst út á dönsku og hefir farið mikla sigurför erlendis. Framangreindar bækur fást hjá bóksölum um land allt og útgefendum Ðraupnisátgáfau -- Iðimnarátgáfan P(')sthc')]f Dfíl — Reykjavík — Sími 2923. BREF Frá Grímsey er blaðinu skrifað: Sumarið er liðið, vetur genginn í garð. Skiptist nú á hríðar og frost, regn og þíðviðri. Vorið var kalt, en þó ekki stór- illt. Fénaður gekk vel fram og lambahöld urðu góð. — Ekki þótti tiltækilegt að setja niður í garða fyrr en um miðjan júní, og sláttur hófst úr miðjum júlí. Þá mátti heita að spretta væri orðin viðun- andi. Um það leyti jukust úrkomur með þeim afleiðingum, að spretta fyrri sláttar varð ágæt. Úthagi einnig vel sprottinn. — Með ágúst komu þurrkarnir og héldust þann mánuð allan, svo að varla gat heitið að vöknaði jörð. Horfði þá til vandræða um vatnsforðann hér, brunnar ýmist alveg þurrir, eða því sem næst. Gæta varð vatnsins eins og torfenginnar vöru. Þessir þurrkar í ágúst ollu því, að uppsprettingur á túnum varð lítill, og i þurrlendum görðum var kartöflugrasið að dauða komið. — Spretta í görðum var því víðast í rýru meðallagi, mátti þó sums staðar heita sæmileg. Sumarvertiðin hófst með allra seinasta móti, bæði vegna þess að beitu skorti og ekki síður hins, að öðru var að sinna. Var liðið mjög á júlí, er róðrar hófust almennt Var afli með ágætum og gæftir einnig til loka ágústmánaðar. En ásamt heyskapnum dró það úr róðrum, að frystihúsiö hafði ekki undan. Haustveðráttan hefir verið umhleypingasöm og róðrar stop- ulir. I vor, og framan af sumri, var unnið hér að hafnarbótum fyrir ca. 160 þús. kr. Verkinu er ekki lok- ið, en áætlað er að 100 þúsund muni duga til fullnaðar því. Von- andi verður þá nokkurt öryggi fcngið fyrir útgerðina, enda á það treyst. -— Til bóta er ,að hafnar- . bætur hér koma ekki aðeins Grímseyingum að gagni, heldur og bátum og smærri skipum er stunda veiðar hér í grennd. Þeim er það ekki lítilsvirði að geta leitað hafn- ai úti við fiskimiðin sjálf. Frá öndverðu hefir Grímsey verið dáð af þeim, sem gleggst þekktu kosti hennar. Allir muna kæru Einars Þveræings. —- Einnig hafa uppi verið raddir um hið gagnstæða- Guðmundur ríki kvað sér mætari vinátta konungs en útsker það. — Þótt tímarnir séu breyttir frá því er var á dögum þeirra bræðra, Einars og Guð- mundar, og aðrar kröfur gerðar til lífsins nú en þá, mun það álit Ein- ars. enn í gildi, að hólmi þessi sé nokkurs virði. Kristján Eggertsson. Nýtt kvenarmbandsúr úr gulli, mcð gullkeðju, til sölu. Tilvalin jólagjöf. Afgr. vísar á. íbíiðarbúsið SÆB0RG við Hjalteyri er til sölu nú þegar. — Sémja her við EINAR JÓNASSON, . Hjalteyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.