Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 10

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 10
10 D AGUB Miðvikudaginn 15. desember 1948 Skýringar varðandi umsóknir um endur- nýjun fjárfestingar- leyfa Fjárhagsráð hefir ákveðið, að frestur til að skila umsóknum um endurnýjun fjárfestingarleyfa, er ganga úr gildi um áramótin 1948— ’49, skuli vert til 31. des. næstk- í sambandi við þessar umsóknir vill fjárhagsráð vekja athygli þeirra, er úthlutað hefir verið fjárfestingar- leyfum, á eftirfarandi atriðum: 1) Eyðublöð fyrir umsóknir er hægt að fá hjá skrifstofu ráðsins, Arnarvoli, Reykjavik, og hjá odd- vitum og bæjarstjórum í öllum sveitarfélögum landsins utan Reykjavíkur. Eyðublöð þau, er nota á fyrir þessar umsóknir eru merkt nr. 6, og er þýðingarmikið, að einmitt þessi en ekki önnur eyðublöð séu notuð. 2) Umsóknarfrestur er alls staðar á landinu til 31. desember næstk., þ. e. a. s. umsóknir verða að hafa borizt ráðinu ekki siðar en þann dag, eða a. m- k. vera póst- lagðar þann dag. Umsóknir, er seinna berast, verða ekki teknar til greina. 3) Öll fjárfestingarleyfi, sem út hafa verið gefin siðari hluta árs 1947 og á árinu 1948, ganga úr gildi þann 31. desember næstk. — Það er því nauðsynlegt að senda endurnýjunarumsóknir fyrir öll fjárfestingarleyfi, sem úr hafa ver- ið gefin, sé framkvæmdum ekki lokið. Gildir þetta einnig fyrir þau fjárfestingarleyfi, sem gefin hafa verið út síðari hluta árs 1948. 4) Nauðsynlegt er að senda um- sóknir um endurnýjun fjárfesting- arleyfa fyrir allar þær fram- kvæmdir, sem ekki verður lokið fyrir 31. desember næstk. A þetta jafnt við, hvort sem framkvæmdir hafa alls ekki hafizt, eða á hvaða stigi, sem þær eru. Séu fram- kvæmdir hins vegar svo langt á veg komnar, að ekki muni þurfa að nota skammtað byggingarefni á árinu 1949, er ekki nauðsynlegt að sækja um endurnýjun fjárfesting- arleýfisins. Sérstaka áherzlu er vert að leggja á það, að vanræksla á því að sækja um endurnýjun fjárfestingarleyfis hlýtur að leiða til mikilla örðugleika fyrir hlutað- eigendur. Framkvæmdirnar verða þá þegar ólöglegar, er fjárfesting- arleyfið gengur úr gildi, og öll út- llutun á skömmtuðu byggingar- <fni stöðvast- j) Um þær framkvæmdir, sefn nú eru háðar fjárfestingarleyfi en íkki þuifti fjárfestingarleyfi fyrir tamkvæniL hinni upprunalegu rcglugerð ,og imfnar hafa verið.án leyfis á árinu 1948 verður ekki lokið um áramót, gildir sama og um framkvæmdir, sem fjárfesting- arleyfi hafa verið veitt fyrir- Senda þarf umsókn fyrir þessar fram- kvæmdir á eyðublaði nr. 6 fyrir 31. desember nséstk. Slíkar fram- kvæmdir eru útihús í sveitum, verbúðir og íbúðarhús innan við 350 rúmmálsmetra að stærð. 6) Varðandi umsóknirnar sjálfar skal eftirfarandi sérstaklega tekið fram: Nauðsynlegt er að vanda umsóknirnar sem mest og láta sér- fróða menn aðstoða við útfyllingu þeirra, ef unnt er. Staðsetningu framkvæmdanna, nafn leyfishafa og númer fjárfestingarleyfisins verður að taka skýrt fram í um- sóknunum. Að öðru léyti er þýð- ingarmest, að nákvæmar upplýs- ingar séu veittar um stig Iram- kvæmdanna um áramótin, og efn- isþörf á árinu 1949. Upplýsingar um kostnað skal veita eftir því sem frekast er unnt. F járhaésráð. - Fokdreifar (Framhald af 8. síðu). bækur, sem eru prýði og menn- ingarauki á hverju heimili og ávallt myndu teljast til hinna beztu gjafa, enda þótt búðirnar væru annars fullar af ágætum varningi og allsnægtum á amer- íska vísu. Skrautlýsing og kýrvömb. EN HINN ÞÁTTUR ferðasög- unnar — frásögnin um ljósadýrð- ina og skrautlýsinguna fyrir vest- an — rifjaðist hins vegar upp fyr- ir mér, þegar eg paufaðist á fætur í mörgún' í svártamyrkri péirrar kýrvambar tæknisnillinnar og framtaksseminnar, sem rafmagns- heilum og forsjám okkar Akur- éyringa þóknaðist að stinga bæn- um og nærsveitunum ofan í, hve- nær sem' gerir hríðargusu eða stirðnar á tjörn hér norður við hcimskautsbaúginn! Það er sú skrautlýsing, sem við höfum einna mest af að segja á jólaföst- upni nú hin seinni árin, enda er okkúr sagt, að Öllum verkvísind- um — og þá ekki hvað sízt raf- tækninni — fleygi fram með ári hvei-ju alls staðar í heiminum. Eg skrifa þessar línur á elleftu stundu — þ. e. rétt fyrir hádegið, óg enn ér naumast ;vinnubjart, þótt bæði náttúran og rafveitu- stjórnin leggist á eitt að lýsa upp heiminn um þetta leyti dags. Eg verð líklega að grípa til þess fangaráðs að sækja atómstöðina hans Laxness eða einhveV slík bolsa verkvísindi út í yzta hornið á bókaskápnum mínum, og láta hana sjá mér fyrir orkunni, svo að eg geti lokið við þennan skammalestur! Og það veit þó hamingjan, að hlutaðeigandi valdamenn njóta þess eins, að nú er friðarhátiðin sjálf á næstu grösum, annars mýndi eg skamm- ast enn. betur og kröftuglegar yfir þessu ástandi. Og svo hitt, líkt og karlinn sagði: „Þú nýtur þess, guð, að eg næ ekki til þín!“ ’ LÚCÍU-HÁTÍÐ á föstudaginn Karlakór Akufeýrar efnir til sarasöngs og Luciu-hátíðar í Akureyrarkirkju n. k. föstu- dag. Söngskráin er mjög fjöl- breytt, með einsöngvum, karla og kvenna, karfakór, kvenna- kór og tvöföldum kór í laginu „Heirns uni ból“ínýrriútsetn- ingu, sem Jakob Tryggvason gerði fyrir Karlakór Akureyr ar. Það lag er flutt í sambandi við Liíciu-hátíðina, sem 'ann- ars mun verða me ð svipuðu sniði og áður, og þegai hefur náð miklum vináældum meðal bæjarbúa. Nánari tilhögun mun auglýst á götunum. Komið og sjáið vörurnar! Lítið í gluggana! Amarobúðin \ Síini 64 ! Jólabazar j Amarobúðarinnar j stendur nú sem hæst! 1 i Stórkostlegt úrval | af allskonar 1 barnaleikföngum jólatrjám | jólakertum I kertaklemmum Sérstakt úrval af jólakortum o. fl. sýnir í kvöld kl. 9 (miðvikudag): I Horfnar stundir [ \ (Time Ont Of Mitid) I i Amer.ísk stórmynd frá Uni- i i versal - International film- i i félaginu, byggð á sam-1 i nefndri skáldsögu eftir i z o z Rackel Field. i i Leíkstjóri: Robert. Siodmak. i i Aðalhlutverk: Phyllis Calvert l Robert Hutton Ella Raines. i HMliftHiHiNtiHmiimiimimiiiimiiitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHÍtiiuitt'étiHÍÖHHmiiiinimmHHmiimiiHiiHiliiilinitl-'z- | TILKYNNING | frá Viðskiptanefnd [ um yfirfærslur á námskostnaði Varðandi umsóknir um yfirfærslu á námskostnaði I i erlendis, vill Viðskiptanefndin taka fram eftirfarandi: i Allar umsóknir um yfirfærslu á námskostnaði fyrir í i fyrsta ársfjórðung 1949, skulu vera komnar til skrifstofu f f nefndarinnar fyrir 20. des. n. k. Skal fylgja hverri umsókn skilríki fyrir þvi,. að um- I f sækjandi stundi riámið, auk hirina venjulegu upplýs- f i inga, sem krafist er á eyðublöðum nefndarinnar. Loks í f skulu fylgja upplýsingar um, hvenær náminu ljúki. Berist umsóknir ekki fyrir greindan dag (20. des. f { n. k.), má fastlega búast við, að nefndin taki ekki á f f móti þeim til afgreiðslu, og verði þær endursendar óaf- f É greiddar. i Skirsnjakki á 14—16 ára ungling, lítið not- aður, til sýnis og sölu á af- Reykjavík, 6. desember 1948. Viðskiptanefiidin. greiðslu Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.