Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. desember 1948 D A GU R 7 FRÁ BÓKÁMARKÁÐINUM Kristján Eldjárn: Gengið á reka. Tólí fornleifaþættir. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1948. Það er bezt að segja það strax: Þessi fyrsta bók þjóðminjavarð- arins nýja er einhver skemmti- legasta og ánægjulegasta bók, sem eg hefi lesið nú um alllangt skeið. ísland verður vist naumast talið sérlega auðugt af fornminj- um. Þjóð okkar hefir að vísu ver- ið kölluð „söguþjóð“, en víst eru það fornbókmenntirnar, sem lagt hafa drýgstan skerf til söguvits þess, er enn kann að vera í okk- ur, en ekki þær tiltölulega fáu, skrúðugu fornleifar, sem fundizt hafa hér í jörðu og á. Það er því ljóst, að Kristján Eldjárn hefir lög að mæla, er hann kemst svo að orði í formálsorðum bókar sinnar, að „íslenzk fornleifafræði er ekki annað en hjálenda hins þaulræktaða höfuðbóls íslenzkra fræða, sem um langt skeið hefir verið setið stórhöfðingjum með fjölda hjúa. Af hjálendunni má ekki vænta þeirra kjarngrasa, sem jafnazt geti á við ilmjurtir höfuðbólsins. En þrátt fyrir það getur íslenzk fornleifafræði ef til vill lagt orð í belg, sem betur er sagt en ósagt, og þann kost hefir hún, að hún nálgast viðfangsefnið á nokkuð annan hátt en aðrar greinar íslenzkra fræða.“ En góður er sá ilmur, sem legg- ur ýr grasi fornleifafræðinnar ís- lenzku, þótt það kunni að vera sprottið úr harðbalatúni lijáleig- unnar, en ekki á töðuvelli höfuð- bólsins sjálfs, enda alkunna, að fjallajurtirnar og blómin, sem á berangrinum vaxa, angar ekki síðul’ sætlega né bera daufyri eða ófegurri liti en gróðurinn, sem Sprottinn er úr frjómold heima- garðanna og „kviðfylli gerist í nautum og beljum“. Og Kristján þjóðminjavörður kann áreiðan- lega að haga sVo blómunum í ilmvendi þeim, sem hann leggur með þessarri bók sinni á veizlu- borð íslenzkra fræða, að þau angi sem sætlegast og litir þeirra og öræfablær njóti sín sem bezt. Rit- höfundahæfileiki hans er ótví- ræður, málfar hans sérlega snjallt ig eðlilegt. Og hugkvæmni hans virðist geta sæmt vel hverju góð- skáldi, þótt hann hafi hins vegar svo gott taumhald á þeim gæð- ingi, að hann leyfir honum engin gönuhlaup, og hljóta þó raunar i.reistingar til slíkra fjörspretta að vera á hverju strái á þessum slóðum, því að „vegr es undir, ok vegr yfir, ok vegr á alla vegu“, þar sem þjóðarsagan og fornleifa- fræðin eiga í hlut. Um hinn fræðilega þátt bókarinnar skal eg hins vegar vera fáorður, því að eg hefi, „frómt frá sagt“, harla lítið vit á þeim hlutum, en óhætt er þó að segja það, að höfundur virðist alls staðar gæta fyllstu hófsemi og varfærni í dómum sínum og ályktunum ,enda láti hann þess getið, ef hann leyfir ímyndunar- aflinu að fást öðru hverju við þá hluti, sem ekki geta talizt full- sannaðir, og fræðimennskan ein yrði því að láta liggja í láginni. Því miður gefst mér ekki tóm til að rekja efni þessarrar skemmtilegu og fróðlegu bókar nánar að sinni, en fyrirsagnir kaflanna gefa nokkra hugmynd um viðfangsefnin, en þeir heita svo: Rómverjar á íslandi, Vopn- göfgir Grímsnesingar, Sílastaða- bændur hinir fornu, Vopn Bárðar Hallasonar, Grásíðumaður, Bai- dagi við Rangá, Silfursjóðir frá Gaulverjabæ, Kistur Aðalsteins konungs, Eyðibýli á Hruna- mannaafrétti, Austmannadalur, grænlenzk miðaldabyggð, Snældusnúður Þóru í Hruna, Ufsakrossinn og fleiri íslenzkir róðukrossar. — Bókin er prýdd mörgum góðurn myndum, og prentuð á valinn pappír og sér- lega smekklega í-Prentverki Odds Björnssonar h.f. Þökk sé höfundi og útgefanda fyrir kjörviði þá, sem þeir hafa hér dregið undan flóði af „tímans Stórasjó". Svipir og sagnir. Þættir úr Húna- vatnsþingi. Sögufélagið Húnvetn- ingur gaf út. Akureyri 1948. Af öllum þeim mörgu bókum, sem mér hafa borizt til umsagnar þessa síðustu daga — og flestar verða að bíða betri tíma, bæði vegna annríkis og þrengsla í blaðinu — vil eg einna sízt láta undan draga að geta strax þess- arra sagnaþátta úr Húnavatns- þingi. Satt að segja hefi eg verið talsvert óánægður með hlut sveit- unga minna í héraðsrita-útgáf- unni fram að þessu. Bæklingarnir tveir, sem sögufélagið Húnvetn- ingur hefir áður gefið út, Brand- staðaannáll og Búnaðarfélags- sagan, hafa að vísu verið sæmileg rit á sína vísu, en þó engan veg- inn nokkrar öndvegisbókmenntir og — í einlægni sagt — fremur leiðinlegir aflestrar, enda líkleg- ast, að aðeins sárfáir menn í land- inu hafi enzt til að lesa þá spjald- anna' — eða saurblaðanna — milli. En nú 'þykja mér sveitung- ar minir hafa rétt sinn hlut með mikilli prýði, því að bókin nýja er bráðskemmtileg, fróðleg og ánægjuleg í hvívetna. Eg geri mér vonir um, að síðar kunni mér að gefast færi á að geta hennar rækilegar en eg fæ við komið að sinni. En strax skal það sagt, sem satt og vafalaust er, að bókin er höfundum sínum, útgefendum og þar með Húnavatnssýslu til sóma. Þrír bændur og erfiðismenn — allir á vatnasvæði Blöndu að kalla — Magnús á Ilóli, Jónas frá Brattahlíð og Bjarni í Hólum — enginn þeirra langskólagenginn og einn þeirra „ólærður“ á skóla- vísu ,að eg hygg — bregða sér inn í bæinn frá erfiðinu og búsorgun- um og rita sagnaþætti, sem bera stórum af mörgu því, sem hinir „lærðu“ fræðimenn skrifa af því tagi, bæði að málfari, niðurskipan efnis og skemmtilegi'i, tilþrifa- mikilli frásögn. Hið sama gildir og um þann þátt, sem séra Gunn- ar á Æsustöðum á í ritinu, nema það eitt, að hann er skólalærður vel, en bóndi er hann og rithöf- undur eins og hinir höfundar bókarinnar — þ. e. a. s. í fremstu röð. Þáttur Magnúsar á Hóli um húsfrú Þórdísi á Vindhæli er lengstur allra þáttanna og að ýmsu leyti fremstur þeirra og veigamestur, að eg tej, enda er efni hans einna sérkennilegast og ævintýralegast, ef svo má að orði kveða. En allir eru þættirnir ljómandi vel og fróðlega gerðir og hinn ágætasti skemmtilestur. Eg trúi ekki öðru en að kver þetta verði sérlega vinsælt og eft- irsótt af öllum þeim, sem íslenzk- um sagnafróðleik unna. Victor Hugo: Maríukirkjan í París. Björgúlfur Ólafsson ís- lenzkaði. H.f. Leiftur. Rvík 1948. Sízt mun það ofmælt, þótt sagt sé, að þessi bók sé ein þeirra skáldsagna, sem frægastar eru í heimsbóktmenntunurn, enda má það næsta furðulegt heita, að hún skuli ekki fyrr hafa verið þýdd á íslenzku. Raunar birtist út- dráttur úr sögu þessarri neðan- máls í einu sunnanblaðanna fyrir nokkrum árum undir nafninu Esmeralda, en þótt sú þýðing væri allgóð á sína vísu, var þar þó aðeins um útdrátt að ræða, svo vel mátti segja, að hin eigin- lega skáldsaga Hugos væri eftir sem áður óþýdd á íslenzku. — Frúarkirkjan kom fyrst út árið 1830, og er hún þannig komin all- mjög til ára sinna, en þar við bætist, að sagan gerist í París á 15. öld, svo að ætla mætti, að nú- tímalesanda þætti hún harla fjarlæg sér, bæði í tíma og rúmi. En sannleikurinn sá hins vegar sá, að þetta fagra blóm af rósa- runni rómantísku stefnunnar hefir varðveitt ilm sinn og lita- dýrð svo vel í stormum og straumi tímans, að þær verða harla fáar nútímasögurnar, sem taka lesandann sterkari tökum eða verða honum minnisstæðari en þessi gamla, sígilda saga. Við- burðirnir eru þrungnir æsingu og dramatískum krafti, og ljómi sí- breytilegra, ægisterkra and- stæðna leikur um sviðið, þar sem Esmeralda, tatarastúlkan fagra með geitina, og Quasimodo, um- skiptingurinn ljóti og dýrslegi, hringjarinn í Frúarkirkjunni, stíga örlagadansinn, ásamt Claude Frollo, prestinum og heilabrotamanninum, sem brenn- ur samtímis í eldi líkamlegra ástríðna og andlegra efasemda, farandskáldinu Gringoire og ótal margra annarra ógleymanlegra persóna, sem stórskáldið franska hefir skapað og gætt lífi og ódauðleika í heimi sígildra bók- mennta. íslenzka þýðingin virðist ágæt- lega af hendi leyst, og hinn ytri búningur bókarinnar er traust- legur og veglegur, svo sem vel sæmir þessu fræga og stórbrotna skáldverki. J. Fr. Laíldnemarnir í Kanada eftir Fredrick Marryat. Jónas Rafnar læknir þýddi. Útgefendur Jónas og Halldór Rafnar. Rvík 1948. Á átjándu og nítjándu öld áttu sér stað geysimiklir fólksflutn- ingar vestur yfir Atlantzhaf til Ameríku. — Flestar þjóðir Ev- rópu tóku þátt í þessum flutn- ingum. — Ævintýraþrá og erfið kjör heima fyrir knúði fólkið af stað til þess að leita að nýjum heimi, sem í frásögunni var um- vafinn miklum ævintýraljóma. Oftast lenti þetta fólk í miklum erfiðleikum, bæði á leiðinni vest- ur og sömuleiðis er þangað kom. — Það er t. d. undarlegt, hvernig iMMMit:%(MMMiMmii'»imimmt i IÐUNNAR-skór þykja SMEKKLEGIR, STERKIR, ÓDÝRIR. Fást í öllura kaupfélögum landsins. Skmnaverksmiðjan IÐUNN AKUREYRI IIMMIMMMMMMMMM MMMMMMMMMMMMMM MMMMMMMMMMMMM iMiimmmimim r Utgerðariiienn! Útveguin frá Englandi með stuttum fyrirvara hinar \ i velþekktu Crossley báta-dieselvélar, 20 til 120 ha. — 1 i Einnig Crossley landvélar, 80 til 800 ha., frá firmanu [ \ Crossleye Brothers Ltd., Manchester. i I ★ 1 Frá liinu þekkta firma A.S. Herman Svendsen í Kaup- i i inannahöfn útveguin vér, einnig með stuttum fyrirvara, i I Jiinar ágætu H. S. A. bdla- og land-dieselvélár, frá 7 til í | 145 ,Iia. Allar.þessar vélar ha-fa þegar hlotið mjög góða i [ reynslu hérfendis. Allar nánarí upplýsingar greiðlega gefnar. i i Myndlistar fyrirliggjandi. i BRYNJOLFUR SVEINSSON H.F. Pósthólf 125 - Sfcni 580 Akureyri. AUGLÝSIÐ í DEGI HKHKHKHJlKHKHKHKHKHKHKHKHKHKtiKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH; hinir fyrstu landnemar frá ís- landi fóru að lifa það af, er þeir voru settir allslausir á bakka Manitobavatns, er hinn grimmi vetur Kanada fór í hönd árið 1875. — Þjóðarbrotin áttu öll í vök að verjast fyrst í stað, en hagurinn batnaði auðvitað er á leið ævina þar. Miklar frásögur hafa verið færðar í letur af viðburðum þess- um meðal hinna ýmsu þjóðflokka. Einnig hafa þeir orðið skáldum yrkisefni. — Bókin „Landnem- arnir í Kanada“ er þannig til orðin. — Fjallar hún einmitt um landnemafjölskyldu frá Englandi, sem tekur sér bólstað í hinu „ónumda landi ævintýraljóm- ans“ og festir þar byggð um stundarsakir utan einn meðlimur fjölskyldunnar, sem er heillaður af landinu og ævintýrum þess og verður kyrr. Frásagan er við- burðarík og skemmtileg. Segir bún frá daglegu lífi fjölskyldunn- ar, baráttu hennar við skógardýr, skógarelda og Indíána. Frásagan af viðureignum er lifandi, — og fræðandi, þar sem hún segir frá háttum dýranna og Indíánanna. — Það eru meðmæli með bókinni, að Jónas Rafnar læknir skuli hafa þýtt hana, og ennfremur trygging fyrir því, að hún sé vel þýdd, eins og hver og einn getur kornizt að raun um við lestur hennar. Pétur Sigurgeirsson. Orð Jesú Krists. Nýlega barst méi' í hendur lítil bók, sem heitir Orð Jesú Krists. Eins og nafnið bendir til, er hér um að ræða bók, sem inniheldur orð Jesú Krists, eins og þau er að finna í guðspjöllunum. — Séra Þorvaldur Jakobsson bjó þessa bók undir prentun, en H.f. Leift- ur í Reykjavík gefur bókina út. Þcssi bók þarf reyndar ekki meðmæla við, því að hún mælir bezt sjálf, hver hún er. — En þeir, sem finna þar hið eilífa orð lífs- ins, hljóta að vitna um það. — Að vísu er öll orð bókarinnar að fmna í hinum heilögu ritum Bibl- íunnar, en það hlýtur eigi að síð- ur að vera öllum Krists vinum kærkomið að eiga Orðin Hans ein, saman komin á einum stað. — Slík útgáfa, sem þessi, þekkist á flestum tungumálum. — Séra Þorvaldur segir í formálanum m. a.: „Með þessu vilja þeir (þ. e. a. s fræðimennirnir) gera lesendum hægra fyrir, að kynna sér alla kenningu Jesú, og gera þeim orð hans minnisstæðari og tiltækari til eftirbreytni við hvert atvik á lífsleiðinni.“ Ennfremur segir í formálanum: „Utgefandi bókar þessarar er sannfæi'ður um, að hún mæti. vinsældum meðal íslenzkra les- enda, og að orð hins smurða veiti þeirn andlegan styrk og unað.“ — Þessi bók mun fáanleg hér í. bókaverzlunum bæjarins. Pétur Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.