Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Rætt um afstöðu íslands í ófriðvænlegum heimi. Dague Fimmta síðan: Sjálfstæðismenn vilja heimta milljónaskatt af neyzluvörum almennings. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. desember 1948 49. tbl. Kðffiskammfur á mann svipaðu nr $ino - samt ekki afnumin! Haldið í -kornvöriiskömmtun að óþörfu, cii smjörlíki, sem kostar ¦ hartnær eins mikinn gjaldeyri, er óskammtað Fyiir nokkru flutti Sigurjón Guðmundsson, fulítrúi Fram- ' sóknarmanna í nefnd þeirri, seni ríkisstjónún skipaði til að cndur- skoða skömmtunarkerfið, tillögu þess efnis, að frá næstkomandi áraroótum yrði hætt að skammta kaffi og kornvörur. Tillaga þessi var felld af fulltrúum hinna flokkanná í nefndinni, en hins vcgar ákveðið að auka kaffi- skammtinn um sem svarar 1 kg. á maan á ári. Rökin gegn tillögunni munu hafa verið svipuð og Emil Jóns- son viðskiptamálaráðherra bar fram á Alþingi, er rætt var um skömmtunarmálin þar, en þau voru helzt þessi: Ef kornvöru- skömmtun væri afnumin, mundu bændur kaupa kornvörur til skepnufóðurs og væri þá hætta á að það skorti til manneldis, gjaldeyrisástæður leyfðu ekki aukinn kaffiskammt og um syk- urskömmtunina sagði ráðherrann eitthvað á þá leið, að ófært mundi að afnema hana vegna •þess að þá mundu sælgætisgerðir kaupa upp allan sykurinn. Léltvægar röksemdir. Allar þessar röksemdir eru svo léttvægar, að f urðu gegnir að þær skuli stánda í vegi fyrir því, að létta einhverju af skömmtunar- farganinu af almenningi. Um kornvörurnar er það að segja, að skepnufóður er nú óskammtað. Til þessa hefir það jafnan verið til í verzlunum og það er ódýr- ara en rúgmjöl til manneldis. Munar þar miklu. Það er fjar- stæö'a að ætla að bændur muni kaupa manneldisrúgmjöl og ann- an slíkan kornmat til skepnufóð- urs á meðan nóg er til af hent- ugri og ódýrari vöru. Þessi rök- semd er því út í bláinn nema II' kiidfast við Glerá f gærmorgun varð tundurdufl landfast hér við Glerárósa. Hefh- það væntanlega rekið hér inn all- an fjörð. Lögreglan fór á vett- vang í gær og festi duflið. Lög- reglan vill stranglega aðvara fólk um að koma ekki nálægt Glerár- ósum nú um sinn. Duflið verður gert óvirkt strax og nauðsynleg tækí fást send hingað-frá Reykja- • vik.- ¦'.'.... innflutningsyfirvöldin geri ráð fyrir skorti á skepnufóðri eða luigsi sér áð taka upp skömmtun á því. í jnnflutningsáætlun yfir- standandi árs, mun hafa veri'ð gert ráð fyrir að kornrr.atui- væri fiuttur inn fyrir rösklega 11 millj. króna. Til samanburðar má.geta þess, að smjörlíkisefni — en smjörlíki er óskammtað — mun hafa verið flutt inn fyrir 9 millj., eða hartnær jafnháa upphæð. Ef skömmtunaryfirvöldin óttast hárhstur, þá ættu þau frekar. að vera hrædd við smjörlíkishamst- ur en kornmatarhamstur. — Reynslan hefir sýnt, að fólk safn- ar ekki smjörlíki og það er fjar- stæða að ætla, að menn mundu hamstra kornvöru. Verði sæmi- lega séð fyrir birgðum, er engin ástæða til þess að ætla, að helztu lífsnauðsynjar, sem þessar, verði keyptar í óhófi. Af þessum ástæð- um — og fleirum — var sjálfsagt að afnema kornmatarskömmtun- ina nú um áramótin. En skrif- stofuliðið fyrir sunnan vildi hafa það öðruvísi. lieldur eftirlit með þjóðinni en sælgætisgerðum! Sú röksemd, að sælgætisgerðir mundu kaupa upp óskammtaðan sykur, er fáránleg. Hér í landi eru örfá fyrirtæki, sem framleiða sælgæti, og vissulega mun það magn takmarkað, sem hægt er að selja, með því gífurlega verðlagi, sem á þvf er. Auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með fram- ueiðslu þeirra og mun auðveldara og ódýrara en hafa eftirlit með sykurneyzlu hvers einasta mannsbarns. En sykurskömmt- uninni mun samt haldið áfram. Kaffi á mann eins og fyrir stríð. Með þeirri aukningu á kaffi- skammtinum, sem ákveðin er, mun það kaffimagn, sem kemur á hvert mannsbarn, vera svipað og var fyrir stríð, ef kaffimagn- inu þá hefði verið skipt á milli landsmanna. Menn spöruðu ekki við sig kaffi fyrir stríðið og ósennilegt er, að kaffineyzla mundi aukast þótt skömmtun væri afnumin. Það virðist því heimskulegt, -¦ að viðhalda skömmtun á kaffi hér eftir, úr því að búið er að ^ákveða aS auka .skammtmn a.S4>essu markiií . ¦ - .(Framhald.á 16. .síðu). Truman kemur til Washmgton eftir kosningasigurinn Mesti mannfjöldi, sem nokkru sinni hefir sést á götum úti í Wasliington, fagnaði Truman Bandaríkja- forseta, er hann kom til höíuðborgarinnar eftir hinn mikla og Övænta sigur í forsetakosningunum í nóvember. — Á myndinni sést forsetinn í opnú b'frciðinni. — Þinghúsið í baksýn. Mænusóttin er nú í mikilli rénun * Mænusóttín hér er mi í mikilli rénun, og síðustu dagana hafa að-' eins komið fyrir eitt og eitt til- felli á stangli. Héraðslseknirinn skýrði blaðinu frá þessu í viðtali í gær. Samkomu- og skólabanninu var aflétt eins og til stóð sl. föstudag, að undanteknum Barnaskólan- um. íþróttahúsið og sundlaugin hafa þó ekki verið opnuð aftur til afnota og er óráðið hvað það bann vei'ður lengi í gildi. Sunnudaga- skólar barnanna fylgja barna- skólanum eftir og hafa ekki tekið til starfa. í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar hefir ekki vantað marga nemendur vegna veikinda, en marga hefir vantað í Mennta- skólann. Ný tilfelli eru mjög fá meðal skólafólks. Veikinnar hefir orðfð vart úti í héraðinu, en að- eins tiltölulega fá tilfelli. Póstbilarnir, sem fóru héðan á laugardag, sitja enn á Blönduósi ygguig nýrrar , Glerárbrúar á dagskrá ¦ Á fundi bæjarráðs fyrir nokkru var rætt um byggingu nýrrar Gleárbrúai-. Fulltrúi vegamála- stjóra, Karl Friðriksson, mætti á fundinum og taldi hann Jíklegt, að vegamálastjórnin mundi taka mannvirkið upp á áætlanir sínar fyrir mæsta ár, ef Akureyrarbær byði fram tillag tii brúar'nnar, t. d. alls að.lfJð þúsun.d krónum. Bæ|arráð. frastaði . a'J taka ákvörðun um xnálið. - Aðfaranótt sl. sunnudags brast á aftaka norðaustangarður hér norðanlands með allmikilii snjó- komu, einkum um vesturhluta fjórðungsins. Hefir illviðrið hald- ist síðan, með' mikilH snjókomu annað slagið og eru heiðar allar ófærar bifreiðum og illt færi víða innan héraðs. Bílferðirnar Akureyri—Reykja- vík stöðvast. Bílferðir póststjórnarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur hafa stöðvast með öllu og verða ekki upp teknar fyrr en veður skánar. Er ólíklegt að Öxnadalsheiði verði fær bifreiðum í bráðina og verður póstm1 og farþegar að fara sjóleiðina héðan og hingað um Sauðárkrók. —¦ Áætlunarbílarnir fóru héðan á laugardagskvöldið og náðu þeir til Blönudóss á sunnudagsmorguninn og eru þar enn. Margir farþegar voru með bílunum. í gær var mjög mikil snjókoma vestra og horfði óvæn- lega um flutning farþega og pósts yfir Holtavörðuheiði, sem er ófær. Á sunnudagsnóttina teppt- ust' allmargir bílar á .hsiðinni og varð fólkið að leita skjóls í sælu- húsinu þar-. Með aðstoð snjóýtu tókst að koma því í Forna- hvamm á suiinudagskvöld. . Skip tefjast. Þegar garðurinn biast á voru allmörg skip á leið hingað. Esja var á leið hingað að vestan, en Hekla að austan. Esja var á ísa- firði í gær,-veðurteppt, og Hekla náði til Húsavíkur í gær og mun væntanleg hingað strax og birtir. Brúarf. kom um hádegi í gær, frá Siglufirði. Skipið fékk aftakaveð- ur á leiðinni frá ísafirði til Siglu- fjarðar, einkum á Húnaflóa. Fékk það hnút á sig á Húnaflóa og laskaðist nokkuð yfirbygging skipsins, en ekki alvarlega þó. M.s. Snæfell var og leið hingað með jólaeplin fró Reykjavík. Á sunnudagsnóttina var skipið á Húnaflóa í aftakaveðri, en náði til Skagastrandar á mánudags- morguninn og bíður þar veðurs lil þess að halda áfram ferðinni. Flugvélar væntanlegar. Loftsamgöngur hafa að sjálf- sög'Su legið niðri, en þjóðvegur- inn fram á flugvöllinn hér mun sæmilega fær og flugvöllurinn I sjálfur, og er búist við flugvélum | hingað sti-ax og birtir til. j Um póstferðir hingað fyrir jól er ailt í óvissu. Ætlunin er þó að strandferðaskip komi ' hingað. hraðferð rétt fyrir jóiin,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.