Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 13

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 13
Miðvikudaginn 15. desember 1948 D AGUR 13 r JÓLABÆKUR VORAR í ÁR Dulheimar Skáldsaga eftir Phyllis Bottome. Sagan gerist að mestu leyti á geðveikrahæli, aðalsögufólkið er læknar spítalans, hjúkrunarfólk og sjúklingar. Minnisstæðastur verður ungi kvenlæknirinn og félagar hans tveir, vinur og yfirhoð- ari, og hvernig persónulíf þeirra fléttast í sameiginlegu starfi. Sögufólkinu er lýst með hlýjú og skilningi, sálfræðin gefur höfundi innsýn í dulheima mannanna, hvort sem þeir' eru það sem nefnt er heilbrigðir eða hafa þokazt svo langt, að brjálsemin tekur við. Þetta er heilbrigð bók, sem hikar ekki við að sýna dökkar hliðar mannlífsins, en leggur aðaláherzlu á hæfileika manna til að sigrast á erfiðleikum, sigrast á þeim tálmunum í sjálfs sín barmi, sem lokar þá úti frá heilbrigðu samlífi og mannlegu félagi. Burma Eftir Pearl S. Buch. Ný skáldsaga eftir þessa dáðu skáldkonu. Menn og kynni Eftir Steindór Sigurðsson Endurminningar ævintýramanns, sem margt hefir séð og lifað. Sérstæð bók um sérstæð örlög. Þessar tvær báekur koma um miðjann mánuðinn í bókaverzlanir: Frá Olíðárhásum tií Bjarmalands • Eftir Hendrik Ottósson. Reykjavíkur minningar frá bernskuárum höfundarins í Vestur- bænum, endurminningar hans urn fjölda gamalla Reykvíkinga, frá- sagnir utan úr löndum o. fl. o. fl. •— Fjöldi mynda. Ársbækur Sjómannaútgáfunnar 1948 eru komnar út. Þær eru þessar: 1. Margt skeður á sæ Eftir CLAES KRANTZ. Úrval sannra sjóferðasagna frá ýmsum tímum og af flestum höfum heims. Það er stundum sagt, að veruleikinn sé mejra skáld en rithöfundarnir. Ofannefnd bók 'er skýrt dæmi um þetta. Hún hefir eingohgu að geyma sjóferðasögur, sem raun- verulega hafa gerzt, en flestar þeirra eru svo fáhyrilegar og furðulgar, að engin skáldrit standa þeim þar á sporði. Hér er sagt frá sjóræningjum, skipreikum, 3eit að fólgnum dýrgripum, þrælaverzlun, landkönnunarferðum og' baráttu við hafís og kulda heimskautalandanna. Ennfremur er sagt frá fjölmörgum dularfullum og kyn- legum atburðum, sem komið hafa fyrir á sjó, fyrr og síðar, og mörgu fleira. 2. Smaragðurinn Skáldsaga eftir JOSEF KJELLGREN. Smaragðurinn er fremur lítið flutningaskip, ekki sem traustast né glæsilegast, og mun mönnum finnast nafnið í nokkurri mótsögn við skipið. Smaragðurinn er á norð- urleið, — heimleið. Sagan gerist öll á sjó, að heita má. Raunar fara skipverjar í land við og við. eins og gengur, en ekki spilla þeir útúrdúrar frásögninni. Við kynnumst í þessari sögu starfi sjómanna og hugðarefnum, þrá þeix-ra til beti-a lífs og meiri far- sældar. — Persónulýsingai' sögunnar eru með ágætum og öll er hún hin eftirminni- legasta. - r 3. I Vesturveg Skáldsaga cftir C. S. FORESTER. Forester er mikið lesinn og skemmtilegur brezkur rithöfundur. Frægastar allra bóka hans ei-u sögurnar um Hornblower sjóliðsforingja. Hafa þær verið þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna komið út í risaupplögum. Hornblower er brezk hetja frá Napóleonstímunum, komst í marga raun og á oft í vök að vei-jast, en er gæddur miklum hæfileikum og yfirstígur flestar toi-færur. — Hér kemur í íslenzkri þýðingu fyi-sta sagan af Hoi-nblower skipstjóra, bráðskemmtileg og meira „spenn- andi'1. en flestir reyfarar, þótt -hún sé um leið ágæt aldai-farslýsing. Eldri útgáfubækur Sjómannaútgáfunnar eru enn fáanlegar. Þær eru þessar: 1. HVIRFILVINDUR Skáldsaga eftir Joseph Conrad. Einhver tilkomumesta og ágætasta saga. sem rituð hefir verið um ofviðri á sæ. Fjögur ár í Paradís Eftir Osa Johnson. Yndislegar ferðaminningar eftir höfund „Æfintýrabrúðurinnar". Fjöldi nxynda. BARNABÆKURNAR: Koxndu kisa mín. Skrítnasta og skemmtilegasta bókin, sem hægt er að gefa börnunum í jólagjöf. Álfur í útilegu, eftir Eirík Sigurðssön kennara. Skólaríni, eftir Kára Tiyggvason og nemendur hans, með fjölda teikninga eftir 15 ára gamlan dreng. Svaðilfarir í Suðurhöfum, drengja'saga eftir Percy Westerman. 2. ÆVINTYRI I SUÐURHOFUM Skáldsaga eftir Edgar Allan Poe. Þetta er vel sagður „reyfari", spennandi og við- burðaríkur og enginn hörgull á æsilegum atburðum. f . 3. INDÍAFARINN MADS LÁNGE Eftir Aage Krarup Nielsen. — Aðaluppistaða bókarinnar er æviferill danska stýri- mannsins Mads Lange, sem settist að á sólskinseynni Bail, hóf þar stórfelldan vei-zl- unarrekstur og komst til virðingar og metox-ða. 4. WORSE SKIPSTJÓRI Skáldsaga eftir Alexander Kielland, einhver allra geðþekkasta saga þessa vin- sæla höfundar. 5. GARMAN OG WORSE Skáldsaga eftir Alcxander Kielland, raunverulega áframhald sögunnar um Worse skipstjóx-a. Báðar eru sögurnar eftirminnileg lýsing á fólki í útgerðai'bæ í Noregi og hinar skemmtilegustu aflestrar. 6. NORDENSKJÖLD Eftir Jandkönnuðinn og x-ithöfundinn Sven Hedin. Hér er lýst hinni fx-ægu för Nordenskjöld á skipinu Vega umhvei'fis Asíu og Evrópu, og mörgum vísindaleið- angrum'hans öðrum. — Bókin er prýdd fjölda mynda. SJÓMANNAÚTGÁFU-BÆKURNAR cru sjálfkjörnar til jólagjafa handa sjómönnum » Framantaldar bækur fást hjá bóksölum um land allt og beint frá útgefanda. "fe u re yr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.