Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 16

Dagur - 15.12.1948, Blaðsíða 16
16 Miðvikudaginn 15. desember 1948 Engin „litlu jól" í ár Vegna mænuveikisfaraldursins tekur Barnaskóli Akureyrar ekki til starfa fyrr cn cftir nýjár. Verða bví engin Jitlu iól“ lialdin í skól- anum að bessu sinni og munu börnin sakna hess. — Litlu iólin eru sérstakt jólahátíðahald barnanna í skólanum áður en bau fara í jóla- leyfið. Þessi skcmmtilegi siður á sér 40 ára sögu hér. Myndin er frá litlu jólunum árið 1946. Fegrunarfélagið þegar tekið til starfa - þótt stofnfundi sé ekld lokið Það gengst fyrir jólaskréytingii í bærium Eins og áður hefir verið greint frá hér í blaðinu, gengust nokkr- ir áhugamenn fyrir því, að und- irbúa stofnun fegrunarfélags í bænum. Var boðað til stofnfund- ar, en ekki mættu þar nógu margir til þess að fært þætti að ganga þar frá stofnun félagsins. Var nefnd faliö að undirbúa mál- ið áfram. Afréð hún að láta prenta fé- lagalista og senda þá um bæinn til undirskrifta fyrir þá, sem áhuga hafa á málinu. Hefir nokk- uð verið unnnið að þessu og margir hafa skráð sig til þátttöku. En framhaldsstofnfundurinrt verður væntanlega lialdinn milli jóla og nýjárs eða upp úr nýjár- inu. Jólatré undir berum liimni. Þar sem svo margir hafa þegar skráð sig til þátttöku, taldi undir- búningsnefndin, að rétt væri að félagið léti eitthvað til sín heyra nú fyrir jólin. Hefir hún því gengist fyrir því, að koma upp jólatrjám úti undir bei'um himni. Verða þau tvö, annað á Ráðhús- torgi en hitt í innbænum, á torg- inu fyrir innan Höepfner. — Á Ráðhústorgi verður eitt birkitréð í trjálundinum skreytt með ljós- um til hátíðabrigða, en í innbæn- um verður grenitré reist og það skreytt. Félagsmenn hafa notið stuðnings bæjaryfirvaldanna til þessara framkvæmda, svo sem Rafveitunnar, sem leggur til raf- Framsetning Svalbaks tókst vei Nýja Akureyrartogaranum „Svalbak" var hleypt af stokk- unum í skipasmíðastöð Alexand- er Hall Ltd. í Aberdeen hinn 1. þ. m., eins og til stóð. Sigursteinn Magnússon, ræðismaður íslands í Leith, var viðstaddur athöfnina, en frú Ingibjörg Magnússon, kona hans, skírði skipið. Sam- kvæmt símskeyti frá ræðismann- inum, tókst athöfnin ágætlega. — magn. Þéttá framtak félagsins mun verða til þes sað vekja at- hygli á þeim verkefnuin, sem það, með samvinnu borgaranna og samvinnu bæjarfélags og borgara getur leyst, til ánægju og skemmtunar fyrir bæjarbúa. — Undii'búningsnefndin væntir þess að sem flestir bæjarmenn styðji þessa viðleitni og hún treystir því, að enginn leggi hönd að því að skemma tré þessi og eyðileggja þar með þá ánægju, sem bæjar- mönnum er ætlað að hafa af þeim. Ávarp frá Mæðra- styrksnefncl Heiðruðu bæjarbúar! Hér með vill Mæðrastyrks- nefnd Akureyrar vekja athygli ykkar á því, að nú næstu daga fer fram hin árlega jólasöfnun til fátækra og einstæðra mæðra og umkomulausra einstaklinga hér í bænum. Við treystum nú, sem fyi-r á drenglyndi ykkar og gjaf- mildi að þið takið vel málaleitun okkar. Minnist þess, að margir hafa lítið til þess að klæða og fæða stóran barnahóp því litlar tekjur hrökkva skammt nú í dýr- tíðinni en margt þarf að kaupa, ef allir eiga nokuð að fá. Minnist einnig, að ekkert veitir sannari lífshamingju en það, að gleðja aðra. Sýnið því rausn, þið, sem vel getið, og þátttöku, sem minna hafið. Söfnunarlistar verða lagðir fram á öllum vinnustöðvum hér í bænum. Einnig gengið með lista til einstaklinga og fyrirtækja. Þar að auki er hægt að afhenda gjafir á skrifstofu nefndarinnar, Brelckugötu 1, (gengið inn að sunnan), opin mánudaga og föstudaga kl. 5—7 e. h. — Allar nefndarkonur taka líka á móti gjöfum að heimilum sínum, á hvaða tíma sem er. Það skal tek- ið fram, að nothæfur fatnaður kemur sér mjög vel ekki síður en peningar. Undanfarin ár hafa bæjarbúar sýnt mikinn skilning og gefið af rausn. Vonura að svo verði enn. Bagub Bærinn kaupir W° af hlutafé togarafélagsins 200 þús. krónum enn bætt við útsvörin. - Þjóð- nýtingarfiokkunum bætist óvæntur liðsstyrkur Krapstífla við upptök! Laxár j Tvær kvíslar stíflaðar i Á mánudagsmoi-guninn varð \ bærinn rafmagnslaus fram \ undir hádegi og síðan hefir \ spennan á rafmagninu verið § frá 130—160 volt í stað 220 og 1 hafa því allar vélar, sem nota \ rafmagn, stöðvast, og ljós eru \ víðast hvar í bænum með að- \ eins hálfum styrkleika. Dagur \ átti í gær tal við rafveitustjór- i ann um þetta mál, og sagði i j hann, að tvær kvíslar af brem- i i ur við úrrennsli Laxár úr i i Mývatni, væru stíflaðar af i i krapi, en þriðja kvíslin er opin i i enn. Mikil snjókoma hefir i i verið í Mývatnssveit og er enn. i i í fyrradag komu mean á vett- i i vang og reyndu þeir þá þegar i i að ryðja stíflunum burtu og ! i eins í gær og mun verkinu i i verða haldið áfram í dag. Er e i talið líklcgt að úr rætist áður i i en langt um líður, eða eftir 1— i i 2 daga. Vatnsborðið í Mývatni i i fer hægt hækkandi og mundi i = vatnsþunginn ryðja stíflunum i i úr vegi, ef hann væri orðinn i i nógu mikill, en vænta má þess, i i að þær aðgerðir, sein nú er i i verið að reyna, flýti því. Verk- i i stæði og fyrirtæki, sem raf- i i magn nota, liafa stöðvast hér i i síðan um helgi. i - SKÖMMTUNIN (Framhald af 1. síðu). Skrifstofuliðið heldur 'í sitt. Það virðist ætla að verða reynslan hér, sem annars staðar, þar sem býrókratí og skrif- finnska hefir keyrt úr hófi fram, að illa gengur að fá leiðréttingar. Skrifstofuliðið heldur í sitt, sína atvinnu og lifibrauð, og vill helzt halda áfram að hafa eftirlit með samborgurum sínum um aldur og ævi. Valdsmönnum er gjarnt að hlaða utan á skrif- finnskukerfin í stað þess að draga úr þeim. Meðferðin á tillögum Framsóknarmanna um afnám nokkurs hluta af skömmtunar- kerfinu virðist benda til þess, að þessi hætta sé fyrir hendi hér á landi. Almenningur verður því að krefjast þess, að óþörfum frelsis- skerðingum sé taíarlaust aflétt og ríkisvaldið sýni loks lit á því, að spara óþörf ríkisútgjöld og létta þannig nokkru af skattþunganum af þegnunum. Sýning frístunda- málara Frístundamálarar hér í bæn- um opnuðu eftirtektarverða mál- verkasýningu á 4. hæð í hinu nýja verzlunarliúsi KEA (Jerúsalem) nú um helgina. Eru þar rösk- lega 100 myndir: olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, eftir 8 málara. Sýnnigin er opin daglega. Þegar hafa nokkrar myndir selzt. Myndii’nar eru einkum hér úr Eyjafirði og eru margar þeirra fallegar. Er góð dægradvöl að því að heimsækja sýningu þessa. Á síðasta bæjarstjórnarfundi gerðist það, að samþykkt var að bærinn skykli lcaupa 50% af hlutafé Útgerðargélags Akureyr- inga, eða rösk 200 þúsund til við- bótar við fyrri framlög bæjarins. Til þessara kaupa cru liandbærar 400 JVÚEUnd krónur og mun ætlun bæjarfulltrúarma vera sú, að taka 200 þúsund kr. til þcssara kaupa á fjárhagsáætlun næsta árs og jafna upphæðinni niður á borg- arana. Áður hafði bæjarstjórn ákveðið að táka á fjárhagsáætlun 250 þús. kr. til Krossanesverksmiðjunnar. Af þessu mega bæjarbúar ráða það, að lítt muni léttast útsvars- byrðarnar ér næsta ári, .svo að ekki sé meira sagt. Svavar Guðmundsson með bæjarútgerð! Þegar Akureyrarbær framseldi smíðasamning nýja togarans Svalbaks til Útgerðarfélagsins, fylgdi það skilyrði, að bænum skyldi gefinn kostur á að kaupa allt að 50% af hlutafénu, þó ekki minna en 400 þúsund krónur. — Fulltrúar ríkis- og bæjarflokk- anna vildu túlka þetta þannig, að bærinn væri þegar skuldbundinn til þess að kaupa full 50%. Það undarlega gerðist á bæjarstjórn- arfundinum, að Svavar Guð- mundsson, bæjarfultrúi Sjálfstæð isflokksins, sem skrifar í hvert ís lendingstölublað um skattabyrðar borgarana og hefur mana mest hamast gegn bæjarrekstri, gekk í lið með kommúnistum og jafn- aðarmönnum til þess að láta bæ- inn eignast 50% af hlutafénu. Mun það væntanlega hafa glatt hjarta hans að sjá Alþýðublaðið slá því upp með stórum fyrirsögn um litlu síðar, að Akureyri hefði nú bæst í hóp þeirra bæja, sem hefðu efnt til bæjarútgerðar. En væntanlega heldur þessi virðu- legi bæjarfulltrúi samt áfram að þylja reiðilestur í íslendingi, um nauðsyn þess að einstaklings- framtakið fái að njóta 'sín, og nauðsynlegt sé að létta skatta- byrðarnar. Var nauðsynlegt að lieimta fé af skattborgurunum? Mai'gir bæjarbúar munu telja, að vafasamt hafi verið að fara þessa leið nú og heimta fé af skattborgurum bæjarins um fram það, sem er, til þessara hluta- fjárkaupa. Eðlilegast var, að bæ- jarmönnum væri gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en bærinn legði ekki fram meira fé en hand-- bært var, nema því aðeins ekki fengjust kaupendur að öllu því hlutafé, sem nauðsynlegt er að afla. Hér í þessum bæ koma út- svör þungt niður á launamönnum og öðru millistéttarfólki og yar ástæðulaust með öllu að íþyngja því frekar, nema brýnastainanS,-^ syn bæri til. Hag bæjarins var vel borgið, ef einstaklingar og félög bæjarmanna, er óskuðu, hefðu keypt 200 þúsund krónur eða svo af 'hinu nýja hlutafé, en hér var um princip-mál að ræða hjá ríkisrekstrarflokkonum og sóttu þeir það fast, áð geta veifað bæjarútgerðarheitinu í blöðum sínum. Hafa þeir og komið- ár sinni allvel fyrir borð því að bæ- jarstjórnin, sem við upphaf út- gerðarmálsins var algerlega and- víg bæjarútgerð, en vildi hlynna að því að útgerð bæjarmanna og útgerðarfélaga ykist í bænum, og leggja þar fram nokkurt fé ef með þyrfti, hefur hú gerzt út- gerðaraðili að hálfu á móti borg- urunum. Á bæjarstjór narfundinúm greiddu kommúnistar, Svafar Guðmundsson (S), jafnaðarmenn og Marteinn Sigurðsson (F), at- kvæði með 50% kaupum, en tveir Sjálfstæðismenn og tveir Fram- sóknarmenn á móti. Tveir menn slasast við byggingavinnu hér Hinn 7. þ. m. slösuðust tveir menn, er vinnupallui' við hina nýju ketilbyggingu Mjólkursam- lagsins hér, í Grófargili, bilaði. — Mennirnir, sem slösuðust voru þeir Páll. Kr. Skjóldal,, er fót- brotnaði illa,' og Baldvin Pálma- son smiður, er þælbeinsbrotnaði. Þriðji maðurinn, Bjarni Jóhanns- son verkam., náði handfesti í tré og hékk þar unz honum var hjálpað, og slapp hann ómeiddur. Vinnupallarnir voru þungir af snjó og bleytu. Fóru nokkrir menn upp á þá, með allþungar byrðar, og bilaði þó efri pallur- inn, sem fyrr segir. Fcllu menn- irnir niður á neðri pallinn, og er það fall 3V2—4 metrar. Báðir voru fluttir í sjúkrahúsið og liggur Páll Skjóldai þar enn, en Baldvin Pálmason var fluttur heim til sín að aðgerð lokinni. Mjólkurflutningar ganga erfiðlega Erfiðlega hefur gengið að flytja mjólk til bæjarins síðan stórhríð- in skall á um helgina að því er Jónas Kristjánsson mjólkursam- lagsstjóri sagði blaðinu í gær. — Einkum þó frá svæðinu norðan Akureyrar, en jiai' hefur veður- ofsinn verið meiri en hér og í framsveitum Eyjafjarðar. Hefur lítil mjólk borizt úr Svarfaðardal og hreppunum þar fyrir sunnan, ?n mjólk hefur komið daglega frá Svalbarðsströnd og hreppunum hér sunnan við bæinn. Vegns jiess hve mjólkurframleiðsla hér- aðsins er mikil í hlutfalli við neyzluþörf bæjarbúa, taldi sam- lagsstjórinn ólíklegt, að skortur yrði á neyzlumjólk, nema þá ef 'færð versnaði til muna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.