Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 2
2
D AGUR
. Miðvikudaginn 30. nóvember 1949
Tómas Árnason, lögfræðingur:
Stjórnlagaþing
(Niðmlag).
h>íh><h5iKHS<h>íKhKBKhKhS«<hKkKhKhKhkh«Síh«KbWCbkhKhíí«h:
IA.lúðar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig ú 7? g
ára afmœli múnt, með heimsóknum, gjöfum og skcyl- K
um. — Lifið heil. g
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR |
írd Litla-Hóli. §
J-OÍHKHKHKHKHKHSÍHKHSÍHKHSÍHKHKHKHKHKHSÍHKHÍÍHKHKHJíHJÍHK
| Tilkynning
um greiðslur ellilífeyris til danskra, \
finnskra, norskra og sænskra ríkisborg- j
ara, sem búsettir eru liér á landi. j
Hinn 1. desember n.k. kemur til framkvæmda milli- |
ríkjasamningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, \
Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmar greiðslur ellilíf- i
eyris. I
Samkvæmt samningi þessum, eiga danskir, finnskir, i
noiskir og sænskir ríkisborgarar, sem dvalist hafa sam- |
íieytt að minnsta kosti 5 síðustu ár á íslandi og orðnir i
eru fuUra 07 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og ís- |
lenzkir ríkisborgarar. Ennfremur eiga þeir rétt á lífeyri i
nteð börnum sínum yngri en 16 ára, sem hjá þeim dvelja i
og eru á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörð- i
un uppbótar á lífeyrisgreiðslur til jafns við íslenzka rík- i
isborgara. i
Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningur þessi tek- i
ur til og vilja njóta þessara réttinda eru hérmeð áminnt- í
ir um að snúa sér til umboðsmanns Tryggingarstofnun- i
arinnar, hver í sínu umdæmi, með umsóknir sínar, fvrir j
1. desember n.k. og leggja fram sönnunargögn fyrir því, i
að þeir hafi dvalið hér á landi samfleytt síðustu 5 ár. =
íslendingar, sem dvelja og dvalist liafa í einhyerju i
hinna Norðurlandanna samfleytt síðustu-ö-ár og náð i
liafa lífeyrisaldri, eiga rétt til ellilífeyris. .í -dvalarlandi i
sínu' eltir sönju reglum ,og ríkísborgarar hlutaðeigandi i
kmds. i
Reykjavík, 11. nóvember 1949.
Tryggingastofnim ríkisins. j
iv~
IV.
í sambandi við það, sem eg
drap á áður, er það álit margra
fræðimanna og stjórnmálamanna
ásamt mikils hluta þjóðarinnar,
að nauðsyn sé verulegra breyt-
inga á stjórnaiskránni. Það var
beinlínis ráð fyrir því gert 1944,
að fljótlega færi fram gagnger
endurskoðun á stjórnarskránni,
sbr. það að ríkisstjórnin gaf þjóð-
inni fyrirheit í þessu efni; Sumir
vildu, að stjórnarskránni hefði
verið breytt endanlega samhliða
stofnun lýðveldisins, en nú munu
hins vegai: flestir vera þeirrar
skoðunar, að hefðu þá verið inn-
leidd þau mörgu deiluatriði, sem
því óhjákvæmilega voru samfara,
myndi sú þjóðareining, sem þá
náðist ekki, hafa komið fram og
hefði það miður verið.
Nú eru hins vegar liðin tæp 4
ár síðan og hlýtur því endurskoð-
un stjórnarskrárinnar að vera
eitt af v.iðfangsefnum náinnar
framtíðar. Lýðveldisstjórnarskr.
í núverandi mynd var einungis
sett til bráðabirgða. íslenzka
þjóðin vei'ður nú eiginlega í
fyrsta sinn að ákveða á sitt ein-
dæmi, hvernig hún vill haga sinni
stjói'nskipan á næstu áratugum
og öldum.
Til setningar nýrra stjórnskip-
unarlaga verður eflaust vandað
eins og frekast er kostur. Undir-
búningur allur sem ýtarlegastur
og beztur, þannig ,að í stjórnar-
skránni speglist lífsskoðun þjóð-
arinnar og réttarmeðvitund. Lýð-
veldisstjórnai'skráin á að mótast
af vilja þjóðai'innar og því er
nauðsynlegt að kjósendur fái að
taka afstöðu til hennar í kosn-
ingum, án þess að önnur málefni
valdi þar meiri truflunum en
nauðsyn ber til. Hin skýra afstaða
kjósenda í málinu verður að
koma fram. Ennfremur verður að
vanda sérlega setningu nýrrar
stjórnarskrár, vegna þess að
henni er ætlað að standa um lang
an aldur sem grundvöllur þess
stjórnskipulags, sem hún túlkar.
Þá vaknar sú spurning: Hvem-
ig getur þjóðin tryggt bezt að svo
megi verða?
Það fyrsta, sem fyrir liggur er
að ákveða hvaða aðferð á liafa
við breytingu og setningu nýrrar
stjórnarskrár. Hvaða aðferð í
þessu efni tryggi bezt, að íslend-
ingar fái haldgóða og réttláta
stjóx-nskipan til að búa við í fram-
tíðinni. Svo og að ákveða, hvern-
ig stjórnarski'áin skuli verða að
efni til.
Þegar lýðveldisstjórnarskráin
var sett var hin venjulega aðferð,
sem eg lýsti hér áður, ekki höfð,
sem sé samþykki tveggja Alþinga
með almennum kosningum á
milli. Að vísu samþykkti Alþingi
hana, en það þing var ekki rofið
og nýjar kosningar fóru ekki
fram. Heldur var málið lagt undir
þjóðaratkvæði. Þingið tók málið
að vísu til meðferðar aftur eftir
þjóðai'atkvæðagreiðsluna, en
gerði aðeins ályktun um það,
hvort stjórnai'skráin væri gild
,eða ekki. Stjórnarskráin var lögð
undir þjóðaratkvæði, í stað þess
að þing væri rofið og nýjar kosn-
ingar látnar fara fram. Þjóðar-
atkvæðagieiðslan tryggði það
betur en nýjar kosningar, að vilji.
kjósendanna kæmi í Ijós, því að
hver og einn kjósandi gat þá tek-
ið afstöðu til stjórnai'skrárinnar
einnar. Afstaða hans til annarra
þjóðmála var þar eigi til truflun-
ar eins og verið hefði við Alþing-
iskosningar, þar sem mörg önn-
ur sjónaimið koma til, eins og t.
d. pex'sónulegt traust kjósanda á
þingmannsefni varðandi „póli-
tísk" sjónarmið, ásamt möi-gum
öðrum sundurleitum áhugamál-
um.
Til þess að hægt væri að víkjá
frá ákvæðum stjórnai'skrárinnar
um aði-a aðferð við bi-eytingu og
viðauka við hana þurfti stjórn-
skipulega heimild. Sú heimild
vai', eins og eg gat um áður, veitt
með stjórnskipunarlögunum nr.
97, 16. desember 1942, sem sam-
þýkkt voi'u á tveimur þingum
með.þingrofi og nýjum kosning-
um á milli. Þar var stjórnskipu-
lega heimilað að láfa þjóðarat-
kvæðági-eiðslu -um stjórnarskrár-
breytingarnar koma í stað þing-
rofs' og"”hýfra kosninga. ' Með
stjórnskipulegri heimild var þar
með ákveðin aðferðin við setn-
ingu lýðveldisstjói-narskrárinnar.
Þegar' ákveða á nú, hvaða að-
ferð skuli hafá um:þá stjórnljsga-
bréytingu, sem væntanlega stend
ur nú fyrir dyrum, verður þessi
aðferð sjálfsagt eigf höfð, þótt
vikið vei'ði frá þeirri venjulegu
aðfeið, sem stjórnai-ski'áin býð-
ur, þ'ví áð hin síðari' meðferð Al-
þingis við setningu lýðveldis-
stjórnarski'ái innar, sem fram fór
við eina umræðu í sameinuðu
þingi, var ekki sambærileg við
þá meðferð, sem slíkum málum
er venjulega ætluð við endanlegt
samþykki þingsins, sem sé þrem
umræðum í hvorri deild Aliþngis.
Þetta réttlættist þá af hinum sér-
stæðu atvikum, sem lágu til
setn ingar lýðveldisstjórnarskrár-
innar.
V.
Samkv. aðferð þeirri, sem
stjórnarskráin býður uij* stjórn-
lagðbreytingár,' er þáttúr Alþing-
is lang þýðingarmestur. Það hefir
frumkvæðið að slíkum bi'eyting-
um, en ber hins vegar ábyrgð
fyi'ir þjóðinni um að láta ekki hjá
líða um bei.tingu valds síns í
þessum efnum, gegn vilja hennar.
Alþingi er sá aðili, sem vald hefir
til þess að hrinda stjórnarskrár-
málinu af stað. Það samþykkir
upphaflega frumvai'p til stjórn-
lagabi'eytingar. Síðan, eftir þing-
rof og nýjar kosningar, samþykk-
ir það aftur frumvarpið, áður én
það tekur gildi sem ný stjórn-
skipunai'lög. Eins og eg gat um
áður felur þessi aðferð nokkuð
öx-yggi í sér í þá átt, að stj.skr.
verði ekki breytt án vilja þjóðar-
innar, og á margan hátt tiyggir
hún rækilega íhugun og vand-
virkni og miðar að því að girða
fyrir of tíðar stjórnlagabreyting-
ar. Hún er því góð trygging til
verndar stjórnarskránni eftir að
endanleg setning hennar hefir
farið fram. Hins vegar, þar sem
ætla má, að stjóx-narskrárbreyt-
ing sú, sem fyrr eða síðar verður
framkvæmd hér, verði allítarleg
og e. t ,v. ýmsu breytt, virðist
augljóst, að aðferð þessi felur í
sér nokkx-a galla, sem geta staðið
;í vegi fyr.ir því, að þjóðin fái rétt-
látlega og ótrufluð að sýna hug
sinn í málinu.
Alþingi er skipað fulltrúum
fyrir féiagsheildir — stjórnmála- j
flokkanna, — sem skipast eftir i
afstöðu þegnanna til ýmissa mál- :
efna, svo sem afstöðu manna til i
ýmissa málefna, verzlunar o. s. i
frv. Skiptingn þjóðarinnar í þess- i
ar félagsheildir er þess vegna ;
ekki byggð á skoðanamun í i
stjórnarskrármálinu. Margir, þótt
þeir séu andstæðir í stjórnmál-
um, munu eiga samleið, ef þeir fá
tækifæri til að taka afstöðu til
stjórnarskrárinnar einnar eins og
berlega kom fram við lýðveldis-
stofnunina, þótt fleira kæmi þar
til. Fyrirfram virðist ógerningur
að spá nokkru um það, hvernig
pjóðin skiptist í málinu. En víst
er, 'að hrein afstaða kjósenda
kemur aldrei fram við Alþingis-
kosningar, þótt að þar ráði tíðum
önnur sjónarmið því,; hvernig'
menn greiða atkvæði sitt, eins og
eg gat um áður. Væri hins vegar
hlutverk Alþingis eigi annað en
að setja þjóðinni stjórnarskrá
myndu kosningar til þess þings
glögglega sýna hreina, réttláta
afstöðu þjóðarinnar til fyrirætl-
a,ra breytinga. Innan Alþingis
hefir skapast viðskiptavenja með
málefni. Er venja þessi afleiðing
af því, hversu illa hefir gengið að
fá meirihluta innan Alþingis í
tilteknum málum, sem aftur staf-
ar af veilu í stjórnarskránni. Ætti
Alþingi að ákveða stjórnar-
skrána eða i'áða langmestu þar
um, er hætt við, að „hrossakaup-
in“ svonefndu myndu láta til sín
taka og brenglað yrði saman í
þeim viðskiptum óskyldum mál-
um við ákvæði stjórnarskrárinn-
ar. Væri hins vegar stjómarskrá-
in eina málið ,sem Aliþngi færi
með, væru slík viðskipti alveg
útilokuð.
í stjórnarskránni eiga að vera
reglur um skiptingu ríkisvalds-
ins. En það skiptist í þrjá megin-
þætti: Framkvæmdarvald, dóms-
vald og löggjafarvald. Sjálfsagt
verður Alþingi falið löggjafar-
valdið og verður því eins og nú
einn handhafi ríkisvaldsins. Væri
nú Alþingi að langmestu leyti
falið að semja stjórnarskrá, felst
í því vald til að ákveða takmörk-
in á valdi Alþingis sjálfs og ann-
arra handhafa ríkisvaldsins. Hætt
er því við, að erfið yrði hlutlaus
afstaða þess i málinu. Samkv.
þeirri sígildu reglu að enginn sé
réttlátur dómari í eigin sök virð-
ist Alþingi eiga að víkja sæti. —
Væri hins vegar kosið alveg sér-
stakt þing — stjórnlagaþing —
sem liefði það hlutverk eitt með
höndum að setja þjóðinni stjórn-
arskrá hefði það sýnu betri að-
stöðu í þessu efni, þó sérstaklega
ef stjórnlagaþingsfulltrúar væru
eigi kjörgengir til Alþingis.
Þannig var málum háttað, þeg-
ar franska stéttarþingið frá 1789
—1791 setti frönsku þjóðinni
stjórnarskrá, sem að mörgu leyti
ruddi nýjar brautir um stjórnar-
háttu. En eins og vikið var frá
ákvæðum stjórnarskrárinnar um
aðferðina við setningu lýðveldis-
stjórnarskrárinnar 1944 þyrfti, ef
slíkt yrði aftur gert, stjórnskipu-
lega heimild. Alþingi yrði að
samþykkja frumvarp þess efnis,
að sérstakt stjórnlagaþing setti
þjóðinni stjórnarskrá. Síðan yrði
þingrof og nýjar kosningar til að
sannreyna vilja kjósenda. Svo
eftir síðari samþykkt Alþingis
yrði hin stjórnskipulega heimild
til staðai'.
Þá færu fram sérstakar kosn-
ingar til stjórnlagaþingsins, sem
setti þjóðinni stjórnarskrá, sem
öðlaðist gildi endanlega eftir að
meirihluti þjóðarinnar hefði
greitt henni atkvæði. Alþingi yrði
jafnframt að semja sérstök kosn-
ingalög til stjórnlagaþingsins. —
Þessi aðferð virðist nokkuð þung
í vöfum miðað við þá venjulegu,
en til hve mikils vill þjóðin vinna
til þess að fá réttláta lýðveldis-
stjórnarskrá — stjórnarháttu,
sem líklegi rerú til þess að treysta
varanlegt sjálfstæði og tryggja
jafnrétti þegnanna.
Öll þjóðin sér nú þá staðreynd,
að þingræðisfyrirkomulagið er
komið í sjálfheTdu. Eftir kosning-
ar er ekki hægt að mynda ríkis-
stjórn. Engin ástæða er til að
ætla, að breytingar til samkomu-
lags verði innan þingsins, því nær
sem dregur næstu kosningum.
Landið verður stjórnlaust til
næstu kosninga.
En þolum við . íslendingar að
horfa upp á slíkt? Þolum við að
sitja aðgerðarlausir og horfa á
uppbætur til atvinnuveganna
hækka. Af því leiðir hærri skatta,
unz gjaldþol þegnanna er þrotið.
Þá blasa við erlendar lántökur
og íjárhagslegt ósjálfstæði. Nei,
við vei'ðum að læra af reynsl-
unni. Verðum að breyta um
stjórnskipulag til þess að þegn-
arnir fái aðstöðu til þess að skapa
nægilega samstilltan meirihluta.
Alþingi á nú að viðurkenna í
verki sjálfheldu þingræðisins og
samþykkja tillögu um, að sérstakt
stjórnlagaþing skuli setja lýð-
veldinu ísland nýja stjórnarskrá.
TIL SÖLUs
Býlið MELGERÐI í Gler-
árþorpi, ásanit landi og fjósi
yi'ir tvær kýr.
Up.plýsingar gefur eigand-
inn,
Einar Jónsson.