Dagur - 30.11.1949, Qupperneq 12
12
Dagijr
Miðvikudagirm 30. nóvemberl949
Merkileg bók um staðfræði
Eyjafjarðar
Fyrsta bindi Eyfirðingarita er nýlega komið
á bókamarkaðinn - Lýsing Eyjafjarðar eftir
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
Brezka stjómin hverfur frá jjjóð-
nýtingu vátryggingarstarfsemi
Hyggst stuðla að því að gera alfar ti*yggingar
að samvinnutryggingum
Nú fyrir nokkrum dögum
kom á bókamarkaðinn merki-
leg bók, stœrsta og vandað-
asta héraðslýsing, sem komið
hefir út hér á landi, Lýsing
Eyjafjarðar, eftir Steindór
Steindórsson frá Hlöðum, á-
samt héraðsflóru Eyjafjarðar
eftir Ingimar óskarsson grasa
frœðing.
Þetta er 250 bls. bók, prýdd
fjölda mörgum myndum. Ey-
firðingafélögin heima í héraði
og í Reykjavík standa að út-
gáfunni, en „Norðri“ sá um
hana, og kemur bókin út á því
íorlagi.
Dagur hefir átt tal við
Steindór Steindórsson um
fyrirhuguð Eyfirðingarit og
þetta fyrsta bindi þeirra.
Ætlazt var til þess upphaf-
lega, að rit þetta kæmi út
miklu fyrr, segir Steindór
Steindórsson. En ýmsir erfið-
leikar hafa tafið útkomuna.
Þessi bók var fullgerð frá
hendi höfundar á vordögum
1945, en síðan stóð lengi á öfl-
un ljósmynda, á prentmynd-
um og nú síðast á pappír til
útgáfunnar. Ljósmyndirnar í
bókinni eru flestar nýjar og
hafa verið teknar sérstaklega
fyrir útgáfuna. Þetta rit er
fyrri hluti lýsingar Eyjafjarð-
ar og er staðfræðileg lýsing
héraðsins og ýtarlegasta stað-
fræðilýsing, sem samin hefir
verið um nokkurt hérað. Eng-
in eyfirzk lýsing er til áður
nema í árbók Ferðafélagsins
1938, er Steindór Steindórsson
skrifaði, en það er aðeins á-
grip.
Þetta rit er hugsað sem al-
mennt fræðirit fyrir almenn-
ing. í síðari hluta verksins
verður atvinnu- og þjóðlífs-
lýsing og almenn náttúrulýs-
ing, svo sem jarðfræði héraðs-
ins, náttúrufræði almennt og
svo framvegis.
Hvencer er von á því verki?
Um það get ég ekki sagt að
svo stöddu, svarar Steindór
Steindórsson, en ég hefi áhuga
fyrir að ljúka verkinu eins
fljótt og við verður komið.
Hins vegar er það ekki algér-
lega undir mér komið, hversu
langan tíma það tekur. Þegar
þessi útgáfa var upphaflega
ráðgerð, tók ég að mér að
semja lýsingu héraðsins, og
var það verk jafnan hugsað í
tveimur bindum, sem hér
segir. Hins vegar var þá einn-
ig ráðgert, að annað bindi Ey-
firðingarita yrði saga héraðs-
ins, og er þess að vænta, að
áætlunin verði þannig fram-
kvæmd.
Útgáfa heimilda í söfnum
verkefni fyrir héraðafélög.
Það er að sjálfsögðu gott og
gagnlegt, að héraðafélögin
gefi út lýsingar og sögu hér-
aðanna, segir Steindór Stein-
dórsson að lokum. Hitt hefir
mér einnig jafnan fundizt að
ætti að vera verkefni þeirra,
að gefa út margvíslegan fróð-
leik um héruðin, sem aðeins
er til a söfnum, og almenning-
ur hefir ekki aðgang að. Má
þar t: d. nefna sóknalýsingar
og' sýslulýsingar og raunar
margt fleira.
Útgáfan þarfnast stuðnings
héraðsbúa.
Degi hefir þótt rétt og mak-
legt að vekja athygli á þessu
merka riti. Steindór Stein-
dórsson hefir gefið héraðsbú-
um ýtarlegustu staðfræðilýs-
ingu, sem gefin hefir verið út
hér á landi. Það er menning-
arauki fyrir hvern mann, að
vera vel að sér í staðfræði
héraðs síns. Mun allmikið á
það skorta nú á dögum, sér-
staklega meðal yngri kynslóð-
arinnar. Áframhald á útgáfu
Eyfirðingarita er því menn-
ingaratriði fyrir héraðið. Er
og rétt að vekja sérstaka at-
hygli á því, að íramtíð útgáf-
unnar veltur að verulegu leyti
á því, hvernig þessu biti verð-
ur tekið af Eyfirðingum hér
og ahnars staðar. Verði ritið
keypt og lésið, eins og það
vérðskuldar, léttir það mjög
undir með útgefendunum að
halda útgáfunni áfram. Sýni
Éyfirðingar málinu aftur á
móti tómlæti, kann að dragast
lengi að þessu verki og öðrum
þáttum Eyfirðingarita verði
haldið áfram.
Undanfarna daga hafa fisksölur
íslenzkra togara í Bretlandi geng-
ið mjög erfiðlega og hefir mark-
aðurinn hrapað niður úr öllu
valdi, svo að mörg íslenzk út-
gerðarfyrirtæki hafa orðið fyrir
stórtjóni.
Sumir togararanna hafa naum-
ast selt fyrir löndunarkostnaði og
hafa orðið að fá fé að heiman til
þess að greiða allan kostnað í
Bretlandi. Síðasta sala íslenzks
togara í B.retlandi, sem blaðio
hefir fregnir af, er sala Uranusar
ffá Reykjavík, sem seldi fyrir
4700 sterlingspund og er það með
skárri sölum undanfarinna daga.
Akureyrartogarinn Kaldbakur
varð hart úti í markaðshruninu,
er skipið kom til Bretlands í sl.
viku með fuUférm'i af ágætum
fiski, eða alls 4881 kit. Af farm-
inum seldist ékki 2700 kit, en fyr-
ir, afganginn fékk , skipið 3914
sterlingspund, sem mun hvergi
nærri nægja til þess að standa
undir útgerðarkostnaði og mun
útgerðin hafa orðið fyrir tilfinn-
anlegu tjóni af markáðshruni.
Mikil veiði í tívítahafinu.
Ástæðan lií "þessa markaðs-
Hörmiilegt slys í
Eyjafirði
Síðastl. laugardag varð það slys
að Gilsá í Eyjafirði að Ólafur T.
Sigurðsson bóndi þar lézt af gas-
eitrun frá bifreið, sem var í
gangi í lokuðu húsi. Ólafur hafði
gengið inn í bifreiðarskýli til
-þess að setja jeppa í gang og lok-
aði hann hurðinni á eftir sér. —
Eftir nokkurn tíma kom vinnu-
maður hans að þar sem hann var
meðvitundarlaus í ökumanns-
sætinu og bifreiðin í gangi. Hér-
aðslæknirinn hér kom á vettvang
en þá var Ólafur örendur og lífg-
unartilraunir bóru ekki árangur.
Ólafur var á sjötugsaldri, kunn-
ur bóndi og vel metinn.
Alþingi frestar kosn-
ingu útvarpsráðsmanns
Nokkurt þóf hefir verið á Al-
þingi undanfarna daga út af
kosningu manna í ýms ráð, svo
sem útvarpsráð, tryggingaráð o.
fl. Var kosningu frestað tvisvar
fyrir helgina og á mánudaginn
va renn frestað kosningunni fyr-
ir atbeina Sjálfstæðismanna, sem
vilja ekki ganga til þessara kosn-
inga fyrr en þeir hafa lokið
stjórnarmyndun sinni til þess að
sú stjórn, en ekki núverandi
stjórn, fái að skipa formann ráð-
anna.
hruns í Bretlandi á þessum árs-
tíma mun vera sú, að brezkir tog-
arasjómenn áttu fyrir nokkru í
kaupdeilu og lágu brezku skipin
í höfn um hríð. Er deilan leystist,
héldu skipin samtímis úr höfn og
komu síðan af veiðum nokkuð
jafnt, þannig, að markaðurinn of-
fylltist af fiski ,enda hefir veiði
verið góð, sérstaklega í Hvítahaf-
inu. Álit manna í Bretlandi og
kunnugra hér er, að brezki mark-
aðurinn muni brátt hækka aftur,
er meiri jöfnuður kemst á, en eigi
að síður eru horfurnar sízt glæsi-
legar fyrir íslenzka togaraflotann.
Þýzkalandssölunum lýkur í dag.
Nú um mánaðamótin er samn-
ingunum um sölu á Þýzkalands-
markaðinum lokið og munu síð-
ustu íslenzku togarárnir hafa
landað þar í gær og í dag. Enn er
allt í óvissu um áframhald á þess-
um Þýzkalandsviðskiptum, sem
hafa verið mjög hagstæð fyrir ís-
lenzka togaraflotann .Leitað er
eftir framhaldssamningum, en í
gær var ekkert um það vitað
hvort nokkrir samningar mundu
yfirleitt nást um landanir í Þýzka
landi í vetur. Eru það og alvarleg
í sl. viku var tilkynnt í Lon-
don, að brezka ríkisstjómin og
brezki Verkamannaflokkurinn,
hefði nú horfið frá fyrri áætlun-
uni um að þjóðnýta alla trygg-
ingastarfsemi í Bretlandi, en slík
þjóðnýting var á kosningapró-
grammi flokksins fyrir 1950.
í stað þess að þjóðnýta vátrygg-
ingafélögin, hyggst stjórnin nú
að vinna að því, að öll trygginga-
starfsemi verði samvinnutrygg-
ingar, þannig, að þeir, sem kaupa
vátryggingarskírteini hjá félög-
unum verði eigendur þeirra að
því marki, sem tryggingarnar
gefa tilefni til, og öll starfsemin
verði rekin á samvinnugrund-
velli.
Sigur fyrir samvinnumenn.
Samvinnumenn í Bretlandi hafa
verið andvígir hinum miklu þjóð
nýtingarfyrirætlunum brezku
stjórnarinnar og töldu þegar
nægilega langt gengið á þeirri
braut. Á flokksþingi Verka-
mannaflokksins á sl. sumri, kom
til harðra átaka milli samvinnu-
manna og jafnaðarmanna um
þjóðnýtingarfyrirætlanir stjórn-
arinnar, m. a. vátryggingarmálin,
og lýstu samvinnumenn yfir
fullri andstöðu við þær fyrirætl-
anir og fleiri slíkar, sem ræddar
voru á flokksþinginu. Tilkynn-
ingin um nýja stefnu Verka-
mannaflokksins í vátryggingar-
málum sýnir að málstaður sam-
vinnumanna hefir sigrað og leið-
togar Verkamannaflokksins hafa
látið undan síga. í kosningum
Fimmtugur. Eins og getið er unr
annars staðar í blaðinu átti Hall-
dór Guðlaugsson bóndi í Hvammi
fimmtugsafmæli í gær. — Mjög
gestkvæmt var að hinu myndar-
lega heimili hans að Hvammi. —
Sóttu sveitungar og vinir Halldór
heim, færðu honum árnaðaróskir
og gjafir. Öllum var veitt af
hinni mestu rausn. Fjölmennið að
Hvammi í gær ber vott um vin-
sældir Halldórs og álit í héraðinu.
tíðindi fyrir togaraútgerðina hér.
Saltfiskverkun hafin.
Þrír togarar, tveir 'nýju togar-
anna og eitt gamalt skip, hafa
þegar lagt upp í salt hér heima
og má búast vi ðað þessum skip-
um fjölgi ef ekki rætist bráðlega
úr markaðinum í Bretlandi eða
nýjir samningar takast um land-
anir í Þýzkalandi.
Tveir Akureyarrtogarar á
veiðum.
Tveir Akureyrartogaranna,
Svalbakur og Jörundur, eru nú á
veiðum og munu væntanlega
sigla með afla sinn til Bretlands.
undanfarinna ára hefir verið
samvinna með jafnaðarmönnum
og samvinnumönnum og hafa
Verkamannaflokkurinn og brezki
samvinnumannaflokkurinn verið
í kosningabandalagi. Líklegt er
talið að Verkamannaflokksleið-
togunum hafi ekki þótt fýsilegt
að ganga til kosninga snemma á
næsta ári án þess að tryggja þetta
samstarf og hafa því kosið að láta
undan síga í vátryggingamálinu.
íhaldsflokkurinn brezki er
mjög andvígur þessari nýju vá-
trvggingastef nu stj órnar innar
ekki síður en þjóðnýtingaráform-
unum. Brezku íhaldsblöðin réðust
heiftarlega gegn þessum fyrir-
ætlunum öllum í sl. viku.
530 félagar
í Ferðafélaginu
hér
Ferðafélag Akureyrar hélt að-
alfund 13. nóv. sl. á Hótel KEA.
Formaður félagsins, Björn
Þórðarson, flutti skýrslu uin
starfsemi þess á árinu 1948.
Ilaldnir voru þrxr fræðslu- og
skemmtifundir, farnar níu
skemmtiferðir'og fjórar ferðir til
vinnu við Vatnahjallaveg. — 14.
ágúst það ár fór hópur manna
frá Akureyri með efni suður að
Laugafelli og reisti' þar sæluhús
og. gerðu það fokhelt. Þann 28.
ágúst sama ár var.önnur vinnu-
ferð fai-in að Laugafelli, og þá
lagt gólf í húsið og fleira. Þriðja
fei-ðin var farin 26. ágúst sl. og
þá sett skili-úm í húsið og lagt í
þáð loft. Húsið er 24 fet á lengd
og 14 á bxæidd ,skipt í anddyri,
eldhús og sal, og í rishæð er
svefnloft. Ráðgex-t er að hita það
upp með laugavatni, sem þar er
rétt við. En það og ýmislegt ann-
að við húsið er enn eftir ógert.
Gjaldkeri félagsins las upp
í-eikninga þess fyrir áiáð 1948, og
var skuldlaus eign við i-eiknings-
lok kr. 42.477.84 og félagar 530.
Stjórn félagsins skipa: Björn
Þórðarson, foi-maður. Bjöm
Bessason, varaformaður. Eyjólfur
Árnason, ritari.' Þorsteinn Þor-
steinsson, gjaldkeri. Meðstjórn-
endur: Aðalsteinn Ti-yggvason,
Edvard Sigui-geirsson, Jón Sig-
ui-geii-sson. — Fi-amkvæmdastjóri
félagsins er: Þoi-steinn Þorsteins-
son.
Verzlanir opnar til
hádegis á morgun
Á morgun, 1. desember, eru
verzlanir hér í bænum opnar til
hádegis.
Mjög lélegar fisksölur togaranna
á brezka markaðinum
hýzkalandssamnitígarnar útrunnir í gær -
óvíst livort nýir samningar fást