Dagur - 17.12.1949, Page 6

Dagur - 17.12.1949, Page 6
6 D A G U R Laugardaginri 17. desember 1949 Í3555S55Í55555555555555S5S55S55555555555555555S555S2 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgieiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pctursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Biaðið kemur út ú hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. l’RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. 2S5SSSS5S3SS5S5SÍ55SSÍSS'55555555555555555555555555« Hvers er að sakna úr verzlunar- „skipulaginu"? A UNDANFÖRNUM ÁRUM hafa Framsóknar- menn fluttu nokkur frumvörp á Alþingi um ‘breytta tilhögun á skipan verzlunarmálanna og liggur eitt slíkt frumvarp nú fyrir Alþingi. Snemma á sl. ári efndu flestir kaupstaðir landsins, aðrir en Reykjavík, til ráðstefnu um verzlunar- málin, og varð þar samkomulag um tillögur um mjög breytt fyrirkomulag innflutningsverzlun- arinnar. Framsóknarmenn voru samþykkir þess- um tillögum með því að þær stefndu í sömu átt og frumvörp þeirra um lagfæringu á verzlunar- málunum. Blöð flokksins tóku eindregið undir til- lögur kaupstaðaráðstefnunnar og fulltrúar flokks- ins í Fjárhagsráði og ríkisstjórn báru þær þar fram. Frumvarp Framsóknarmanna og tillögur kaupstaðaráðstefnunnar sættu einni og sömu meðferðinni í höndum Sjálfstæðisflokksins: og Alþýðuflokksins. Frumvörpin voru ýmist svæfð á þingi, eða felld með sameinuðu átaki þessara flokka. Tillögur kaupstaðaráðstefnunnar voru að vísu samþykktar í þingsályktunarformi, en þegar á hólminn kom, til þeirra aðila, sem ráðin hafa um þetta efni, Fjárhagsráðs og ríkisstjórnar, kom á daginn, að þingsályktunin var aðeins dúsa, sem þessir flokkar ætluðu að s.tinga upp í landsfólkið til þess að sefa það í bili. í reyndinni voru þeir eins andvígir tillögum kaupstaðanna og frumvörp- um Framsóknarmanna, enda fylktu þeir liði í ríkisstjórn og Fjárhagsráði og felldu allar tillög- urnar þar. Allt stjórnartímabil fyrrv. ríkisstjórn- ar hefur verzluninni verið haldið í sömu viðjun- um, enda þótt viðskiptamálaráðherra Alþýðu- flokksins hafi í einstaka tilfellum veitt samvinnu- félögunum nokkra rýmkun á innflutningi frá því sem var í tíð „nýsköpunar“stjórnarinnar og á gullaldartímabili heildsalanna. En þessar rýmk- anir voru smávægilegar og nálgast það hvergi að veita landsfólkinu þann rétt, sem það á, en póli- tískir spekúlantar hafa rænt og afhent nokksum forréttindafyrirtækjum í höfuðstaðnum. Heildar- skipulag verzlunarinnar situr í sama farinu og verið hefur um langan aldur. Og sízt mun þess að vænta, að nokkur breyting verði á því í tíð núver- andi ríkisstjórnar. í tíð fyrrverandi stjórnar kippti íhaldið í spottann, er verzlunai'málin bar á góma, og lét Alþýðuflokkinn svonefnda, dansa í takt við hagsmuni heildsalanna. Aldrei bar neitt á milli Alþýðuflokksins og stórgróðavaldsins í verzlunar- málunum í stjórnai'tíð Stefáns Jóhanns. Nú eru Alþýðuflokksbrúðurnar á brott, en í sæti þeirra ex'u nú sjálfir yfirmeistai'ar íhaldsins og þarf þá ekki að sökum að spyrja. BLÖÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS hafa aldr- ei þorað að lýsa hreinni andstöðu sinni við tillög- ur kaupstaðaráðstefnunnar. Mun þar mega mei-kja hæfilega kjósendahræðslu flokksins, því að vitað mál er, að þessar tillögur áttu mjög miklu fylgi að fagna um gjörvallt land, utan Reykjavíkur. Hins vegar hefir ekki skoi't áróðurinn gegn frum- vörpum Framsóknai-manna um verzlunarmálin. Samkvæmt frásögnum Mbl., mundu þau vei’ða til þess að auka stói'lega svartamarkaðsbraskið, og annan óskunda eftir því. Allt kapp hefir verið lagt á það, að gera tillögur Framsóknarmanna í verzl- unarmálunum tortryggilegar í augum almenn- ings, og segja má, að þessi iðja hafi borið þó nokkum árangur. Hins vegar er vert að minnast þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir engar tillögur lagt fram til úrbóta í verzlunarmálunum. Af því verður ekki annað í'áðið en það, að flokkurinn getur vel sætt sig við núverandi skipan, enda vel skiljanlegt, þar sem nokkrir helztu stuðningsmenn flokksins hafa fengið drjúgan hluta verzl- unarinnar seldan á leigu af ríkis- valdinu. Heildsalai'nir eru áreið- anlega ekki ginkeyptir fyrir því, að fá yfir sig hina mai'glofuðu fi'jálsu samkeppni, sem jafnframt mundi þýða afnám lögvei-ndaðra fori'éttindakvóta. í AUGUM almennings lítur málið hins vegar öðruvísi út. Og þessi jólafasta — sem er sann- kölluð fasta í verzlunummálum fyrir landsfólkið — hefir gefið sérstakt tilefni til þess að rifja það upp. Hvei’s hefir landsfólkið að sakna úr núvei-andi skipan verzlunai'málanna? Hver goðgá væri það, að reyna nýtt skipu- lag, jafnvel þótt að Mbl. og fylgi- hnettir þess fullyi’ði að það mundi verða þjóðinni til ama og tjóns? Gæti vöruskortui'inn orð- ið meiri? Er líklegt að svarti- mai-kaðui'inn verði fjörlegri en hann er nú? Er líklegt að ein- stakir spekúlantar fengju greið- ara tækifæri til þess að raka saman fé á verzlunarólaginu, þótt bi-eytt færi til? Almenning- ur mun svara þessum spurning- um öllum hiklaust neitandi. — Ástandið í verzlunai'málunum er orðið þannig, að ei'fitt er að hugsa sér það lakara. Fólkið í landinu vill bi'eyta tilhögun. Það vill að reynslan skeri úr um gagnsemi tillagna Framsóknar- manna og kaupstaðanna og met- ur það meira en fjas Moi'gun- blaðsins og málaliðs þess. Ostand ið í dag er óviðunandi. Meðan Sjálfstæðisflokkui'inn og Al- þýðuflokksbrúðui-nar benda ekki á neinar úrbótaleiðir, en viðhalda núvei’andi óstjórn og ólagi, er ekki hægt að ætlast til þess, að þjóðin sætti sig við „status quo“ í þessum málum. Verzlunar- skipulagið í dag er þannig, að þaðan er einskis að sakna fyrir hina almennu borgara, þótt það yrði afnumið í dag. Það er sann- leikurinn í málinu og þessi sann- leikur birtist almenningi í verzl- unum landsins á hverjum degi, sem guð gefur yfir. FOKDREIFAR Áætlunarbúskapur og afturgöngur. SNEMMA Á ÞESSU ÁRI vakti ég athygli á einum þætti hinnar stórfui-ðulegu „opiixberu skipu- lagningar". hér í blaðinu. Einhver snilldarmaður hafði komizt að þeirri niðurstöðu suður í Reykja- vík, að óþarfi og lúxus væri að flytja inn tilbúin föt fyrir lands- fólkið. Miklu hentugra og ódýr- ara væri að flytja inn fataefni, en láta nokkrar af hinum nýtízku- legu nýsköpunarverksmiðjum okkar sauma úr þeim föt fyi-ir Pétur og Pál. Og.ódýr gætu þessi föt orðið ef vélarnar (nýjasta gerð) fengju aðeins að vinna eins mikið og lengi og hæfni þeirra og afköst segðu fyrir um. Yfirráð ráðanna, þ. e. Fjárhagsráð, féllst þegar á þessa ágætu hugmynd. Fyrsta afleiðing framkvæmdar- innar vai’ð sú, að valdar voru einar 2—3 „vei’ksmiðjur" í Rvík og þeim leyft að flytja inn efnin. Þar með var gerð heiðarleg til- raun til þess að flytja allan fata- iðnað landsins suður á Seltjarn- airnes. Þannig hugsa „ráðin“ ærið oft um hag iðnaðarins úti á landi. Látum þó þetta vera. En eftir að þessi áætlunai'búskapur var ákveðinn, hafa engin erlend föt sést í verzlunum hér, en útvarp- ið og sunnanblöðin hafa hermt frá því að nýju fötin gengju við- stöðulaust út úr forréttindaverk- smiðjunum þar syðra. Ekki ber að efa þessar frásagnir ,enda þótt fólkinu úti á landi finnist nýju fötin vera „nýju fötin keisarans“, með því að það hefir ekki séð þau, og fréttir útvarps og blaða eru lítið skjólbetri í vetrarhörk- um en stofnaúki nr. 13, sem nú kvað vera aftui'genginn í annað eða þriðja sinn. En hvað um það, nokkurn ávinning mátti þó telja, að „áætlunai'búskapurinn" hefði gefið Reykvíkingum og þeirra venzlamönnum nokkra úi-lausn í fataleysinu, og skyldu landsmenn utan höfuðstaðarins sízt telja það eftir, ef þeir mættu sjálfir gera sér von um að fá eitthvað hald- betra í milli handarna og utan á skrokkinn á næstu mánuðum en hinn mai-glofaða stofnauka. Um þetta síðast talda ati'iði liggja engar opinberar tilkynningar fyrir, og yfii'leitt virðist áætlun- ai'búskapur þessi hafa hrokkið upp af áætlunai'klakknum strax og búið var að veita fataefnainn- flutningsleyfin. Aftur á móti liggur nú fyrir lýsing á fram- leiðslunni, og þar með hinum áþreifanlega ái'angri af skipu- lagningu Fjái'hagsi'áðs. Þykir mér hlýða að víkja nokkuð að henni. Varningur fyrir „fátækrahvcrfi“. í NÝLEGUM „VÍSI“, sem eng- inn getur þó sagt að muni að ástæðulausu halla á innlendan, þ. e. reykvískan iðnað, er í rit- stjórnargrein vikið nokkuð að ái'angi'inum af þessum nýjasta þætti hinnar sósíalísku skipu- lagningai’. Segir þar m. a. að þró- unin í vei'zlunar- og iðnaðarmál- um landsmanna miði að því að gei’a þjóðina að dómgreindar- lausum skrælingjum. „Þessu til sönnunar skal eitt dæmi nefnt,“ segir Vísir. „Einhvei-jum datt í hug, að ekki þyrfti að flytja til- búin föt til landsins og.vitanléga féllst Fjárhagsráð á þá hugmynd. Fáum fyrirtækjum var falið að annast framkvæmdii'nar. Hins vegar er mikið af þeirri fram- leiðslu, sem nú er á boðstólum, svo léleg að efni og frágangi, að tæpast þætti boðleg vara, nema ef til vill í fátæki’ahverfum stór- borganna. Léleg efni eru keypt til þess að gera framleiðsluna sem ódýi’asta, en um endingu eða áferð er hins vegar ekki hugsað. Þjóð, sem elzt upp við slíka ómynd, glatar skynsemi og skilningi til að velja og hafna. — Góðar og vandaðar vörur fást yfirleitt ekki, heldur óvandað úr- kast, sem skapar skjóttekinn gróða. Þetta er spilling, sem hefnir sín, þegar þolinmæði þjóð- arinnar hefir verið misboðið nægjanlega....“ í fótspor Grænlendinga. ÞARNA HAFA MENN skil- mei'kilega lýsingu þeirx’a, sem reynt hafa, þ. e. Reykvíkinganna, sem séð hafa hin nýju föt. Og lýsingin er ekki fögur ,en líklega alltof sönn. I þessu efni er ekki aðeins um að ræða fatnað, heldur (Framhald á 11. síðu). JOIIN ALAN HAUTON: Söngkonur, er við minnumst Fyi'sta nxikla söngkonan, er eg hlustaði á, var Nellie Melba, og það var í Faust, eg man ekki hverjir léku á móti henni, enda skiptir það engu máli, söngur hennar töfi'aði mig svo, að hvaða söngvari sem er héfði hoi'fið í skugga hennar. Er eg kyixntist Melba betur, sagði eg henni, að eg hefði oftsinnis staðið í biðröð í úrhellisrigningu til að geta heyrt hana syngja. „En elskan mín,“ sagði hún, „það þarftu ekki að gera oftar, eg skal senda þér miða á hvenx hljóm- leik senx eg held hér,“ en eg þai'f víst ekki að taka fram, að eg þui'fti að standa í biðröð eftir sem áður. Eftir einn af hljómleikunx hennar var eg staddur í veizlu er henni hafði vei’ið boðið í „Þér hljótið að vei-a mjög hungraðar?“ sagði eg, er eg sá hana borða smurt brauð, eins og hún hefði ekki séð mat í fleiri vikur. „Hvers vegna ætti eg að vera svöng?“ spurði hún reiðilega. „Eg býst við að þér borðið aldrei þann dag er þér haldið hljómleika.“ „En sú vitleysa," svai’aði hún hlæjandi, ,.eg borða reglulega, hvort sem eg held hljómleika eða ekki,“ og hún sagði mér jafnframt að hún æfði mjög lítið, hún færi aðeins yfir háu tónana, og ef þeir væru í lagi, vissi hún að röddin var eins og hún átti að vei'a. Er Amelita Galli-Curci hóf söngféril sinn, var rödd Melbu farinn að hnigna, og þá var hún oft spui'ð, hvort hún væri ekki afbrýðisöm út í þennan keppinaut sinn. „Hvers vegna ætti eg að vera afbi-ýðisöm? Eg veit að eg hefi fallegustu rödd heimsins, og þess vegna mun eg halda áfranx að syngja, en þegar eg heyx-i að rödd mín fer að missa fegurð sína, þá hætti eg þegar.“ En það tók hana langan tíma að komast að raun um að í'öddin var að fara, og 1924 heyi'ði eg hana syixgja eftirlætishlutvei’k sitt sem Margréti í Faust og þótt enn væru nokki’ir af háu tónunum silfur- skærir sem áður, þá var röddin orðin loðin, og eg sá fram á, að hún myndi brátt -hætta. 1926 hélt hún kveðjuhljómleika í Covent Garden í London, en hélt þó áfram að syngja eftir það, og oft mátti sjá gamla aðdáendur hennar sitja grát- andi undir söng hennai’, er þeir fuixdu þá breyt- ingu er oi'ðin var á röddinni. Sem leikkona var Melba mjög einhæf, og jafnvel kennsla hjá Sarah Bernai’d hafði lítil áhi'if til hins beti'a. Nellie Melba fæddist árið 1861, nálægt Melbourne í Ásti-alíu, og hét upphaflega Heleix Porter Mitchell, en nafnið Melba var eftir fæðingarstað hennai', hún dó í Sidney, Ástx-alíu, árið 1931, sextíu og níu ára að aldi'i. Er Nellie Melba féll frá (eða réttara sagt um 1924, er hún hætti að syngja á söngleikahúsunum) komu að sjálfsögðu fram margar söngkonur, með þá tækni og hæfileika, er þurftu til að skipa sæti Melbu, en enga rödd hefi eg heyi't jafn silfurskæra og rödd Melbu, og mun líklega aldrei heyra. (Úr ,,Musica“). VITIÐ ÞIÐ Að það eru 10 kvenna píanóleikarar (áhugapíanó- leikarar) á móti hvei’jum kai'lmanni, en aftur á móti eru 10 kai'l píanóleikarar (konsert) á móti hverj- um kvenmanni. Að fyrirtæki í Leipzig bjó fyrir stríð til píanó handa indverskum fursta. Ranxminn var úr silfri, og allar strengii'nir voru úr gulli eða silfri. Viðurinn sem var notaður í það, var ekta rósati'é, er hafði legið í þui'i'kun í hundrað ár, og var lagt gulli og rúbínum. Fæturnir voru úr ekta fílabeini, og mikið útskornir, og petalarnir voru úr ekta platínu. Furst inn lagði allt efni til, en vinnulaunin voru 140.000.00 krónur, og þrír þýzkir píanóleikarar fylgdu með píanóinu til að leika á það. Ekki getur sagan um, hve gott píanóið var. '(Úr ,,Musica“).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.