Dagur - 17.12.1949, Síða 12

Dagur - 17.12.1949, Síða 12
12 Baguk Laugardaginn 17. dcsember 1949 NORÐRl gefur úf fónverkasafn Björgvins Guðmundssonar Tvö lagasöín nýlega komin á bókamarkað- inn — Sjörgvin vinnur að því að ganga frá handritum sínum til prentunar og að skrifa ævisögu sína Nú nýlega eru komin út á for- lagi Norðra tvö lagasöfn eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld. Eru það „Hljömblik“, 105 stærri og smærri lög fyrir píanó og org- el, og „88 kórlög í alþýðlegum búningi“, 64 karlakórslög og 24 lög fyrir blandaða kóra. Dagur hefir átt samtal við Björgvin Guðmundsson í tilefni af útkomu þessara lagasafna. — Ekkert af þeim lögum, sem í þess um bókum eru, hafa áður verið prentuð, segir Björgvin Guð- mundsson. Þetta er hluti af hand- ritasafni hans, sem er mikið að vöxtum, og hefir aðeins lítið bi’ot af því verið prentað enn sem komið er. Þessi lagahefti bæði eru prentuð í Bretlandi og er frágangur og prentun eins og bezt verður á kosið. Áður hefir Norðri gefið út þessi lagasöfn eft- ir Björgvin: Friður á jörðu, óra- tóríó, 66 einsöngslög, 77 lög fyrir barna- og kvennakóra, eftir ýmsa höfunda, valin og raddsett af Björgvin, og 55 lög fyrir bland- aða kóra, eftir ýmsa höfunda, einnig valin og raddsett af Björg- vin. Hvað er að segja um framhald á útgáfu verka þinna? — Um það get eg ekkert ákveð- ið sagt, og vafalaust mun dragast lengi að allt mitt handritasafn verði prentað, segir Björgvin. En síðan eg fékk meiri tíma til um- ráða, eftir að eg lét af kennslu við skólana hér, hefi eg einkum unnið að því að búa handrit mín til prentunar, auk þess sem eg hafi unnið að því að rita ævi- minningar mínar. Eg hefi þegar gengið frá handriti „Örlagagát- unnar“ og Alþingishátíðarkan- tötunnar, sem enn er óprentuð, og einnig frá stóru handriti, sem geymir kirkjuleg verk mín, lög fyrir kirkjukóra. En margt ann- að bíður síns tíma. Ertu langt kominn að rita æviminningar þínar? — Það er nokkuð langt síðan eg hóf það verk og geri eg mér von um að ljúka því fyrir sex- tugsafmæli mitt, árið 1951. Eg hefi þegar gengið frá handriti fyrri hluta verksins, sem nær fram til ársins 1930. Síðari hlut- inn er nú í smíðum. En eg vil engu lofa um það, hvenær verk- inu verði lokið, frá mörgu er að segja og víða lcomið við, en eg hefi hug á að ljúka því eins fljótt og auðið er. Hvað finnst þér um íslenzkt músíldíí um þessar mundir? — Einhver spekingur, sem þó þorir ekki að láta nafns síns get- ið, segir í tímaritinu Musica, að íslenzk tónlist sé nú stödd í öldu- dal. Engan rökstuðning er að finna fyrir þessari fullyrðingu í grein hans, en hins vegar telur hann sig þess umkominn að bera íslenzkum tónskáldum það á brýn, að þau stæli erlenda tónlist, í stað þess að láta íslenzk þjóðlög setja mark sitt á verkin. Mér þykir þessi kenning furðuleg, en hún ber það með sér, að til eru menn, sem vilja láta listamennina sækja listina inn í fjós. Lítið muna þessir menn þau áhrif, sem íslenzkur skáldskapur hefir orð- ið fyrir frá erlendum meisturum. Hver segir nú að ljóð Jónasar Hallgrímssonar hafi spillzt fyrir kynni hans af Heine? íslenzk tón list, sem því nafni getur kallast, verður vitaskuld aldrei nema ís- lenzk, þótt tónskáldin þekki og meti verk erlendra meistara. — Áróður um hið gagnstæða er í senn heimskulegur og skaðlegur. Mun eg gera því máli betri skil annars staðar og svara þessari nýju kenningu um tónlist á við- eigandi hátt. Ekki staður né stund til þess að gera því fyllri skil að sinni, enda þótt eg vilji gjarnan nú þegar vekja athygli almennings á þessum áróðri gegn íslenzkri tónlist, því að annað er þetta ekki. En eg vil að lokum táka fram, að eg er þakklátur Norðra fyrir að ráðast í það stór- virki, að gefa út lagasöfn mín. — Mér er það ljóst, að útgáfa ís- lenzkra tónsmíða er ekki gróða- vegur nú á tímum. Enda tilgang- urinn ekki sá, að safna verald- legum fjársjóðum með þessum hætti. Hitt er augljóst, að með útgáfunni eru íslenzkar tónbók- menntar auðgaðar og þannig lagður fram skerfur til aukinnar tónmenningar í landinu, þótt það sé ekki mitt hlutverk að dæma, j hversu stór sá skerfur er. Degi heTir þótt sérstök ástæða til þess að vekja athygli almenn- ings á hinum nýju lagasöfnum Björgvins, sem nú eru komin á bókamarkaðinn. Það má telja merkilegan tónlistarviðburð, er tvö stór, íslenzk lagasöfn koma út- frá hendi sama höfundar. ís- lenzka þjóðin kann þegar mikið af lögum Björgvins. Þau hafa verið á vörum alþýðu manna um langan aldur. En fjársjóðir Björg vins eru langt frá því að vera tæmdir. f þessum nýju söfnum eru margar gersemar, og margar fleiri eru enn geymdar í handrit- um og bíða síns tíma. — Norðri rækir merkilegt menningarhlut- verk með því að koma þeim fyrir almenningss j ónir. Féll í kosningum í nýlegum kosningum til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, féll John Foster Dulles, einn helzti utanríkissérfræðingur banda- ríska Repúblikanaflokksins, (mynd að ofan), fyrir Herbert Lehman, stuðningsmanni Tru- mans. Sigur Lehmans er jafn- framt talinn sigur fyrir Fair Deal prógramm forsetans og ósigur fyrir einangrunaröflin í Banda- ríkjunum. Tilvalin jólagjöf! Þegar hafa nokkrir borgarar fylgt ábendingu Dags í síðasta tbl. um gagnlega jólagjöf. Það er vandi að finna hentuga jólagjöf nú, án þess að stórfé kpmi í aðra hönd. Þetta mál er þó hægt að leysa á auð- veldan hátt, með því að senda kunningjunum áskrift að Degi í jólagjöf. Þessi gjöf kostar aðeins 25 krónur, en hún minnir á gefandann í hverri viku ársins. Skrifið af- greiðslunni í Hafnarstræti 87, eða hringið í síma 166! IJnnið að byggingum og vegagerð í Bárðar- dal til desember- byrjunar Úr Bárðardal er skrifað 30. nóvember. Hér hefir verið einmuna tíð- arfar, og er það mikil bót eftir erfiðasta vor og slæmt sumar. Fé gengur sjálfala og er í beztu færum. Þess var líka mikil þörf, því að ekki voru heyástæður góð- ar hér um slóðir, en fóðurbætir keyptur með meira móti og þó skertur bústofninn til muna. Samgöngur eru greiðar á með- an tíðarfar helzt óbreytt, en snöggt getur það breytzt, því að ekki þola vegirnir teljandi snjó, þá teppist öll umferð — sem nú er köliuð. — Þetta góða haust hefir einnig bætt upp það að nokkru, sem fresta varð af ýmiss konar framkvæmdum sökum þess hve öllu seinkaði þá Unnið hefir verið að byggingum að j þessu og landbroti til ræktunar j með dráttarvél með ýtu, meðan frost ekki hamlaði, eða til 4. nóv. I Einnig nokkuð að vegagerð. Þióðm bíciir „pennastriksins44 ineð eftir- vœntingii Síðastl. miðvikudag bar Hermann Jónasson, formaður Framsókn- arflokksins, fram þá fyrirspurn, utan dagskrár á Alþingi, hvort vænta mætti tillagna ríkisstjórnarinnar í dýrtíðarmálunum innan skamms, og þá einkum tillagna í þeim málum, er mest aðkallandi væru, þ. e. útvegsmálunum. Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, núverandi for- sætisráðherra, svaraði fyrir- spurninni, og sagði m. a. að fundi Landssambands ísl útvegsmanna væri ekki lokið og því ekki kunn- ugt, hvaða kröfur útvegsmenn gerðu til ríkisins um styrki til * útgerðarinnar. Taldi ráðherrann eðlilegt, að stjórnin biði þess, að heyra kröfur útvegsmanna. Hins vegar, sagði ráðherrann, myndi stjórnin einbeita sér að því verk- efni, að finna samræmi milli krafna útvegsmanna, og þeirra aðgerða, sem þingmeirihluti væri fyrir. Mun landsmönnum flest- um þykja þetta nýstárleg kenn- ing um lausn dýrtíðarinnar og athyglisverð upplýsing um eðli ,,pennastriksins“. Að loknum þessum upplýsing- um ráðherrans, kvaddi Hermann Jónasson sér hljóðs, og sagðist skilja ummæli ráðherrans svo, að vænta mætti tillagna ríkisstjórn- arinnar á hverri stundu. Ólafur Thors gerði samt athugasemd við yfirlýsingu Hermanns,- og dró mjög úr því, að bjargráðatillögur Sjálfstæðisflokksins myndu sjá dagsins ljós alveg næstu daga. — Mun það og sannast mála, að fæstir landsmenn hafa gert ráð fyrir slílcum tíðindum úr stjórn- arherbúðunum, enda þótt nú séu ekki nema fáir dagar til jóla og nauðsynin á almætti „penna- striksins" augljós jafnt framleið- endum sem neytendum. Þjóðin bíður því enn „pennastriksins“ ’nafntogaða. Hvenær hyggst ný- sköpunarhöfðinginn, Ólafui' 7 dagar til jóla — pennastrikið ókomið f dag eru 7 dagar til jóla og nærri hálfur mánuður síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins settist á valdastólana með miklu yfirlæti. Samt er „penna strikið11 ókomið enn, enda þótt dýrtíðin hafi aldrei verið geigvænlegri cn nú og afkoma útflutningsframleiðslunnar aldrei erfiðari en síðustu vik- urnar. — Þjóðin spyr því: Hvar er „pennastrikið“, sem öllu átíi að koma til betri veg- ar, að sögn núverandi forsæt- isráðherra, er hann var að magna dýrtíðina með aðstoð hins landlausa lýðs kommún- istaflokksins á árunum 1944— 1947? Málgögn Sjálfstæðisfl. hafa til þessa ekki sagt neitt um undramátt þessa leyni- vopns Ólafs Thors. Thors, grípa til þess leynivopns til bjargar efnahagsmálum þjóð- arinnar? Eða þykir honum enn engin þörf á slíkum aðgerðum? Aðalfimdur Rækt- unarfélagsins Aðalfundur Ræktunaríélags Norðurlands var haldinn á Ak- ureyri 10. þ. m. Auk venjulegra fundarstarfa var rætt um að félagið beitti'sér fyrir búnaðarfræðslu, meðal annars í framhaldsskólum í Norðlendingafjórðungi og var áætluð nokkur fjárupphæð í þeim tilgangi. Ennfremur var samþykkt svohljóðandi ályktun í einu hljóði: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands, haldinn 10. des. 1949, lítur svo á, að fræðslumála- kerfi landsins þurfi hið bráðasta gagngerðrar endurskoðunar, einkum með tilliti til þess, að meiri áherzla verði lögð á upp- fræoslu og virka kennslu í mál- efnum og störfum landbúnaðar- ins og öðru því, er snertir at- vinnulíf þjóðarinnar.“ Úr stjórninni gekk Stefán Stefánsson, Svalbarði, og var hann endurkosinn. Bæjarstjórnin hafnar tillögum um frekari rafmagnssölu í síðasta tbl. var skýrt frá samþykkt rafveitunefndar um sölu á rafmagni til Aðaldals- rafveitu, samkvæmt tillögu raforkumálastjóra. Ætlazt var til þess, að hvert heimili í Að- aldal fengi 1 kvv. orku frá Laxárvirkjun, og var slík sala samþykkt á raforkunefndar- fundi 21. f. m. gegn tillögu Steindórs Steindórssonar um að hafna tilmælunum með til- vísun til raforkuskorts í bæn- um. Á bæjarstjómarfundi íyrra þriðjudag var samþykkt að hafna málaleilan þessari með lilvísun til þeirrar stað- reyndar, að Laxárvirkjun hefur enga afgangsorku til sölu og verulegur skortur er þegar á raforku í bænum. — Þessi samþykkt mun merkja | það, að bæjarstjórnin mun ! ekki samþykkja fleiri beiðnir , um raforkusölu, fyrr en ný- virkjunin er komin í fram- kvæmd.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.