Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR
\kureyringar! Áskrift að
DEGI er nauðsyn fyrir hvert
heimili. Hringið í síma 1166.
DAGUR er eina blaðið á land-
inu, sem flytur fastan búnað-
arþátt. — Bændur! Gerizt
áskrifcndur!
XXXIV. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 29. mafz 1951
■ .... .......................
13. tbl.
Frá f iskveiðum Norðmanna við Lof oten
Norðmenn búast ekki við neinni verulegri síldar-
Myndin er frá veiðisvæðinu við Lofoten, þar sem íleiri þúsund bátar stunda veiðar. Er m. a. greint
frá þessum þætti í fiskveiðum Norðmanna í viðtalinu við Helga Pálsson, erindreka, sem birtist í blað-
inu í dag. Við Lofoten veiða Norðmenn nú m.a. í snurpunót og gefst það vel. Vegna bátafjöldans er
mjög strangt eftirlit með veiðunum og er bátunum skipað niður á veiðisvæðið. Snurpunót til þorsk-
veiða og lagnet til síldveiða voru athyglisverðustu veiðarfærin, sem íslenzka nefndin sá, en merkasta
fréttin, sem hún kom með heim, var um viðhorf Norðmanna til síldveiðanna við ísland. Sjá leiðara.
Álbýðusambands-ráðstefna
segir „einarða sókn" fyrir
vísiföluyppbét hafna
Vill fá prentara og s jómenn til að
segja upp samningum!
í fyrrinótt lauk í Reykjavík
ráðstefnu, sem stjórn Alþýðu-
sambands íslands kvaddi sam-
an með fulltrúum þeirra verk-
lýðsfélaga, sem liafa heimilað
stjórnum sínum að segja upp
samningum, eða hafa þegar
sagt upp samningum við at-
vinnurekendur.
Sóttu ráðstefnu þessa fulltrúar 24
félaga af um 60, sem hoðið var að
sækja hana. Virðist þvi, sem áhugi
íyrir samkomunni hafi ekki verið
almennur hjá verklýðsfélögunum.
„Einörð sókn.“
Ráðstefnan samþykkti tvær tillög-
ur. Er aðalefni þeirra, að ráðstefn-
an telji ástand í verðlagsmálum orð-
ið þannig, að óhjákvæmilegt sé að
hafin sé „einörð sókn“ til þcss að
fá fulla vísitöluuppbót á kaupgjald.
Jafnframt er skorað á þau félög,
sem ekki hafa þegar sagt upp samn-
ingum, að gera það nú þegar. Þetta
var aðalefni fyrri tillögunnar.
1 seinni tillögunni var talið mikil-
vægt, að stéttarfélög, sem „mikil-
væga þýðingu hafa“ svo sem Hið
íslenzka prentarafélag og Sjómanna-
félag Reykjavíkur, og hafa nú fasta
samninga, losi-um þá, svo að þau
séu viðbúin, ef til átaka kemur við
atvinnurekendur nieð vorinu. Virð-
ist tilgangurinn, að geta stöðvað
íramleiðsluna við sjávarsíðuna, ef á
þarl að halda, og svo hlöðin.
Lítið friðvænlegt útlit.
Atvinnurekendur héldu nýlega
ráðstefnu um kaupgjaldsmálin og
gerðu þar sínar ályktanir, se.n í
aðalatriðum voru á þá hið, ai'i at-
vinnuvsgirnir þyldu ekki hærra
kaupgjald en nú er á þá lagt. Eftir
þessár samþykktir á Alþýðusnm-
bandsráðstefnunni má telja, að út-
litið í atvinnumálum sé heldur ó-
friðvænlegt, og má svo fara, að
þjóðin leggi út í harðvítuga og lang-
vinna káúpgjaldsharáttu, með til-
heyrandi lramleiðslustöðvun, þegar
henni ríður mest á að vinna af al-
efli við framleiðsluna og halda á-
frarn upphyggingu atvinnuveganna.
Vonandi gera allir aðilar sér það
ljóst, áður en út í slíka styrjöld er
farið, hverjar afleiðingar liún getur
haft fyrir afkomu allrar þjóðarinu-
ar. Langvinn framleiðslustöðvun
hlýtur að færa örbirgð og eymd að
hvers manns dyrum.
Fyrra sunnudag lenti lítil flug-
vél úr Reykjavík á Mývatni
skammt undan Reykjahlíð.
Var þar á ferð Björn Jónsson
flugmaður og Englendingur, sem
kominn var til þess að líta á
brennisteinsnámurnar í Náma-
fjalli, en vaxandi áhugi er nú
fyrir brennisteinsvinnslu hér á
landi vegna skorts á brennisteini
á heimsmarkaðinum.
Þeir félagar höfðu aðeins
skamma viðdvöl í Reykjahlíð,
héldu suður samdægurs. En sýn-
ishorn af brennisteini voru tekin
og flutt suður. Þetta er í fyrsta
skipti, sem flugvél sezt á Mývatn
á ísi.
Þrjú Akureyrar-
skip búast á
lúðuveiðar -
í ráði er að þrjú skip héðan
fari á lúðuveiðar nú innan
skamms og mun eitt þeirra, m.s.
Akraborg, leggja af stað bráð-
lega, en hin, m.s. Auður og m.s.
Atli, síðar. Verið er að útbúa
Akraborg. Þar um borð verða
10 menn. Lúðulínan er uppsett
hér á landi. Aðalmiðin munu vera
fyrir vestan land. Eitt skip að
sunnan stundar nú lúðuveiðar,
er það „Arnarnes". Lúðan verð-
ur heilfryst fyrir Ameríkumark-
að. Skozkir fiskimenn hafa mjög
sótt lúðumiðin hér við land á
undanförnum árum, en íslend-
ingar hafa lítið gefið sig að þess-
um veiðum. Lúðan er í háu verbi,
bæði í Ameríku og Bretlandi.
Miklir flutningaerfiðleikar.
Mývetningar, sem Dagur hafði
tal af í fyrradag — komu hingað
á skíðum — sögðu samgönguerf-
iðleika hafa verið mjög mikla í
vetur. Fóðurbætir kom svo seint
á sl. hausti, að ekki reyndist unnt
gð ná honum meðan akfæri var
sæmilegt og hafa bændur því
verið að mestu fóðurbætislausir
í vetur. Það hefur orðið til þess
að fyrr hefur gengið á hey manna
en ella, annars töldu þeir ekki að
heyleysi væri almennt yfirvof-
andi. Mun og standa fyrir dyrum
að reyna að brjótast í kaupstað
til að sækja fóðurbæti o. fl.
Lítil flugvél lenti á Mývatni
fyrra sunnudag
Var með Englendiiig í brennisteinsleit
göngu é Islandsströndum í sumar
Síldarfloti þeirra mun fylgja rannsóknarskip-
inu „G. 0. Sars4 - Rætt við Helga Pálsson um
r
Noregsför á vegiun Fiskifékgs Islands
Norðmenn búast ekki við því, ]
að síldin leiti upp að norður-
strönd íslands í sumar og þess
vegna mun verða fátt um norsk
skip á hinum venjulegu síldveiði-
slóðum. Hins vegar mun norski
síldveiðiflotinn fara eftir fyrir-
mælum norska rannsóknarskips-
ins „G. O. Sars“, sem ætlar að
fylgja síldargöngunum yfir hafið,
til Jan Mayen.
Þetta kemur fram í skrifum
norskra blaða að undanförnu, og
þetta kom glöggt fram í erindi,
sem forstöðumaður fiskisafnsins
í Bergen hélt fyrir íslenzku
sendinefndina, sem gisti Noreg
nú nýlega til að kynnast fiskveið-
um Norðmanna. Helgi Pálsson
erindreki Fiskifélags íslands í
Norðlendingafjórðungi var í hópi
íslendinganna og hann skýrði
blaðinu frá þessu í gær, er Dagur
ræddi við hann um Noregsförina.
Norðmennirnnir byggja þessa
skoðun sína ekki á neinum hind-
urvitnum, heldur á „teóríu“, sem
þeir telja að hafi sannast sl. sum-
ar. — Forstöðumaður Fiskeri-
safnsins í Bergen skýrði hana
eitthvað á þessa leið, sagði Helgi
Pálsson:
Straumveggurinn í hafinu.
Á seinni árum hefur kaldur
straumur gengið austur með
norðurströnd íslands, á breiðu
svæði. Alllangt fyrir norðaustan
Langanes mætir hann hlýjum
straumum sunnan úr hafi. Þar
sem straumarnir mætast, mynd-
ast veggur í sjónum. Síldin
kemur með hlýja straumnum yf-
ir hafið. Þegar hún kemur að
straummótunum, leggur hún
ekki í kalda strauminn, heldur
staðnæmist þar. En kaldi sjórinn
nær ekki alveg upp að norðaust-
urströnd íslands, og næst land-
inu er renna af hlýrr.i sjó, sem
gengur vestur með landinu.
Slæðingur af síld fer þessa leið —
og það er síldin, sem íslendingar
og Norðmenn voru að elta undan
Norðurlandi í fyrra — en megin-
magnið staðnæmist við kalda
sjóinn og fer aldrei lengra. Norð-
menn komust að þessari niður-
stöðu í fyrra, er rannsóknarskip-
ið „G. O. Sars“ var á þessum
slóðum. Skipið fann mjög mikla
síld í hafinu alllangt norðaustur
af íslandi og við Jan Mayen.
Norðmenn undirbúa nú síldveið-
ar sínar þannig, að þeir ætla að
láta „Sars“ fylgja síldinni eftir
yfir hafið — en skipið er búið
fullkomnustu rannsóknartækjum,
m. a. Asdic-tækjum, og flotinn
fylgir síðan bendingum rann-
sóknarskipsins um ferðir síldar-
innar. Búast Norðmenn við að
veiða mikla síld við Jan Mayen.
Norðmenn telja straumvegginn í
hafinu hafa færzt austur á sl. ár-
um, og telja að sú þróun muni
enn haldast í nokkur ár og því
vonlaust að nokkur veruleg síld
verði á venjulegum síldveiði-
slóðum undan norðurströnd Is-
lands í sumar. Allar þessar ráða-
gerðir Norðmanna eru stórat-
hyglisverðar fyrir okkur, sagði
Helgi Pálsson, og sýnist óráðlegt,
svo að ekki sé meira sagt, að
undirbúa síldveiðar hér í ár með
sama sniði og undanfarin ár. Er
þess að vænta að þessi mál verði
gaumgæíilega athuguð af stjórn-
arvöldunum í tæka tíð.
Hvemig stóð á Noregsferð
ykkar?
— Fyrir 2 árum eða svo var
rætt um það á fiskiþingi, að
nauðsynlegt væri að útvegsmenn
og erindrekar félagsins færu í
kynnisferð til annarra landa.
Fiskimálastjóri undirbjó förina
af þessu tilefni, og varð Noregur
fyrir valinu, enda var norska
fiskimálastjórnin málinu mjög
vinveitt og veitti alla fyrir-
greiðslu mjög fúslega og af hin-
um mesta höfðingsskap, sem við
þátttakendur fáum seint full-
þakkað. Voru t.. d. 2 erindrekar
stjórnarinnar með okkur í ferð-
inni og önnuðust um að við
fengjum að sjá sem flest af nýj-
ungum á sviði útgerðarmála.
(Framhald á 8. síðu.)
Stjórnmálaíimdurinn
8. apríl n. k. - árshátíð
F ramsóknarmanna
A stjórnmálafundinum, cr Frani-
sóknarfélögin í bænum halda að
Hótel KEA sunnudaginn 8. apríl
kl. 4 e. h.. tala auk Rannveigar
Þorsteinsdóttur, aljím., |>eir Bern-
harð Stefánsson, alþm., og dr. Krist-
inn Guðmundsson. Um kviildið
verður árshátíð Eramsóknarfélags
Akureyrar. Er jress vænzt, að flokks-
mefin og stuðningsmenn flokkins
úr bæ og byggð fjölmenni á fund-
inn á sunnudaginn, og að bæjar-
búar sæki vel árshátíðina jrá um
kvöldið.