Dagur - 29.03.1951, Page 10

Dagur - 29.03.1951, Page 10
10 DAGUR Fimmtudaginn 29. marz 1951 V: í) Ungur eg var Saga eftir Ralph Moody 8. DAGUR. (Framhald). Eftir hálftíma var orðið kalt í fjallaskarðinu, og eg var alls ekki viss um, að eg væri á réttri leið, hvort Léttfeti hefði bent á þenn- an stíg eða hinn. Mér fannst að ef eg væri bara kominn aftur í hlöðuna okkar, þó ekki væri nema andartak, mundi eg sjá leiðina fyrir mér, en það var nú tkki hægt og eg renndi mér af baki og hallaði mér upp að kletta vegg og þar rann mér í brjóst. Léttfeti hafði bent á stíginn eins og hann lægi upp bratta hæð, en sveigði síðan eilítið til hægri. Eg klifraði á bak hryssunni á ný og sló í. Við komum að snarbrattri brekku, og þegar hryssan sveigði fyrir dranga í brekkubrúninni, kvíslaðist stígurinn. Aðalstígur- inn var beint áfram, en óljós stíg- ur lá í milli klettanna til hægri. Eg sneri' hryssunni á hliðarstíg- inn. Rökkur var nú að síga yfir og eg óttaðist að eg mundi lenda í næturmyrkri áður en eg kæm- ist á leiðarenda. í myrkrinu gat vel svo farið, að við Fanny hröp- uðum í gjá, því að hættur voru margar á báða bóga. Við vorum að nálgast brúnina, þegar ógur- legt vein kvað við og bergmálaði lengi í klettunum. Hjartað í mér hætti að slá andartak, kaldur sviti spratt út um mig allan. Hryssunni hefur líklega verið eitthvað svipað innanbrjósts og mér, því að hún nötraði og skalf og vildi helzt ekki halda lengra. Þótt eg hefði aldrei heyrt í úlfi á ævinni, var eg samt viss um að þetta hefði verið skógar- úlfur. Eg barði hælunum í síð- urnar á Fanny og hún tók undir sig mikið stökk og hentist upp á brúnina, rétt eins og úlfurinn væri að bíta hæla hennar. Það gerði ekki betur en eg sæti í hnakknum, svo mikið gekk á. Það var meira en hálfrokkið þegar Fanny hentist inn í dálítið rjóður og þar var eins og stígur- inn endaði. Eg kippti í tauminn og stöðvaði hana í miðju rjóðr- inu. Við skulfum bæði, en ekk- ert hljóð heyrðist nema andar- dráttur okkar. Eg hugsaði ekki einu sinni um það, sem eg var að gera, heldur hrópaði af öllum lífs og sálarkröftum: „Léttfeti, Létt- feti!“ Andartaki síðar kom grátt, úfið höfuð í ljós í milli trjánna og Mr. Thompson svaraði: „Nei, ert þú þarna karlinn." . Mamma kunni kvæðið um hin gullnu hlið himnaríkis, og ljósið, sem skein út um kofadyrnar í rjóðurhorninu, minnti mig ein- mitt á það. Thompson bauð mér að stíga af baki og koma inn í kofann, en Fanny vildi hann sleppa inn í gerðið. Eg var ófús að skilja við hana og spurði hvort úlfurinn mundi ekki granda henni. En Thompson gamli hló bara og sagði, að úlfa hefðu þeir ekki séð þar um slóðir í ,mörg ár, nema tamda úlfinn hans Léttfeta, sem ævinlega ýlfraði og veinaði þeg- ar ókunnuga bæri 'að garði. Inni í kofanum voru nær engin húsgögn, og ekki voru gluggar á honum. Léttfeti sat við eldinn og hallaði sér upp að vegg. Hann sagði ekki orð þegar eg settist hjá honum, en hann lagði hendina þrisvar á hnéð á mér, eins og hann hafði gert í hlöðunni, þegar hann kall- aði mig „vin“. Eg sýndi honum með bendingum hvernig Bill lægi fárveikur á hlöðugólfinu, og hvernig hann berði höfðinu í sí- fellu við gólfið og að hann ætti erfitt með andardráttinn. En þá kom Thompson gamli inn og tók gaffla ög diska ofan af Fáheyrt líknarstarf. Nú þegar snjónum hleður niður dag eftir dag, og óveðrin geysa yfir láð og lög, verður manni á á morgnana, þegar maður opnar augun, að gægjast út um glugg- ann og gá að, hvort ekki sé kom- in veðurfarsbreyting til hins betra, en alltaf eða langoftast er sama sjónin sem við blasir: Mugga, mugga eða skafrenning- ur. í gegnum moldviðrið sjáum við svo grilla í hópa af veslings sambýlingunurp litlu, snjótittl- ingunum, sem fljúga frá einu húsinu til annars. Þeir tylla sér, á þökin og sitja þar þögulir dálitla stund, en leggja svo af stað aftur út í sortann, því að hungrið og kuldinn sverfa að. — Þegar eg sé þetta, kemur alltaf upp í huga mínum atburðir, sem áttu sér stað fyrir 85 árum, eða nánar til- tekið veturinn 1866. — Sá vetur var afar harður og snjóasamur, svo að allt ætlaði í kaf. Hafís var þá við land og frost því oft mikil. — Þá bjuggu í Hleiðargarði afi minn og amma — Ólafur Guð- mundsson frá Rauðhúsum og Þorbjörg Jónsdóttir frá Litladal.' — Þegar harðna tók um, settist stór hópur snjótittlinga við bæ- inn, og tveir hrafnar héldu þar til að staðaldri. Lét amma mín bera út handa þeim tvisvar á dag alls konar úrgang úr matnum, þótt henni reyndar væri í nöp við þá, af því að þeir höfðu það til að leggjast á lömbin hennar um sauðburðinn. Urðu krummarnir fljótt svo gæfir, að oft lá nærri að mætti taka þá með höndunum. — Auk matarleyfanna fengu þeir oft ábæti, en það voru músa- skrokkar. Þennan harða vetur var mikil'l músagangúr, eins og oft vill verða í harðindum, því að þá leita haga- og fjallamýs til bæja sér til bjargræðis. — Á heimilinu var stór og sterkur köttur, sem var hinn mesti víga- köttur og drap hann þær hrönn- um saman, en gat ekki torgað öllu því kjöti, er honum áskotn- aðist, og lágu því mýsnar óétnar hér og þar í bænum. — Amma mín lét týna skrokkana saman og kasta þeim út til krummanna. — Þótti heimafólki oft gaman að sjá hillu og jós einhverri kjötkássu upp á diskana. Mér smakkaðist hún vel, en þegar Léttfeti sagði: „þefdýr — gott,“ hélt eg að mér mundi verða óglatt, en það bless- aðist allt saman. Eg man nú ógerla heimferðina um nóttina. Eitt andartak fannst mér eg hlusta á hófadyninn í myrkrinu, en á því næsta var Thompson að lyfta mér í fang mömmu heima á hlaðinu, og mamma var grátandi. Og loks kom pabbi og settist á rúmstokkkinn hjá mér. Hann hélt í hendina á mér og sagði, að það hefði verið hugsunarlaust af mér að gera mömmu mína svona hrædda. Eg man ekki til þess að pabbi hefði kysst mig áður, en þegar hann hafði lokið ræðu sinni, beygði hann sig yfir mig og kyssti mig á ennið. Eg vakn- aði ekki fyrr en komið var fram á dag. Þá voru þeir Thompson og Indíáninn allir á bak og burt, en Bill var risinn upp og farinn að kroppa smáragras á túninu. —o— Við pabbi vorum í tvær vikur í heyskap hjá Fred Aultland. Pabbi gerði allt sem gera þurfti, en eg flutti heyband heim á hest- inum. Síðasta kvöldið bauð Fred okkur heim og þar tók hann fram er þeir hámuðu þá í sig. Stundum stóð í þeim, einkum ef skrokk- arnir voru farnir að frjósa, og gekk þá mikið á fyrir þeim, en ævinlega höfðu þeir þá niður á endanum. Er fram liðu stundir gjörðust þeir mjög heimaríkir og sló þá oft í grimmilega bar- daga. Einu sinni varð annar þeirra fyrir illri og óvæntri árás. Voru þeir þá að grúska eitthvað í matarleyfum við fjóshauginn og uggðu ekki að sér. Sá kisi, sem var hinn mesti fullhugi, þá færi á þeim og réðist umsvifalaust á annan þeirra. Krækti hann klón- um í bak honum, en hefur víst ekki haft tíma til að bíta, því að krummi brá hart við og flaug í háa loft. Mun kisa víst ekki hafa litist á að fara langt loftleiðis, og sleppti því tökunum og dundraði niður. — Sögðu þeir, er á horfðu, að marga hringi hefði hann farið í loftinu, áður en hann kom nið- ur, en á lappirnar kom hann samt, en var all dasaður og daufur í dálkinn. Mun mjúkur snjórinn hafa hlíft honum frá meiðslum eða bana. — Ekki varð þess vart, að hann legði aftur til atlögu við krummana. Þetta var nú dálítill útúrdúr, en aðaltilgangur frásagnar þess- arar var að segja frá því, hvernig amma mín fór að því að bjarga frá hungri og dauða litlu vinun- um sínum, snjótittlingunum, sem leituðu hjálpar hennar, með því að setjast að við bæ hennar, þeg- ar þeir voru illa staddir og áttu sér engin eða fá bjargráð. Þegar líða tók á Góu fóru smátt og smátt að finnast dauðir og hálfdauðir snjótittlingar við bæinn. Væru þeir með lífsmarki reyndi amma að lífga þá við, en það vildi ekki takast, og drápust þeir allir. — Svo voru þeir magrir, að varla fannst holdtóra á þeim. Olli þetta henni mikillar áhyggju, því að vænt þótti henni um litlu fuglana og vildi hjálpa þeim ef mögulegt væri. — Beðið hafði hún heimamenn, sem önn- uðust fjár- og gripahirðingu, að láta moð og salla úr görðum út. pappír, blek og penna. Hann spurði mig, hvort eg vildi fá jnitt kaup í sérstakri ávísun, eða hvort hann ætti að skrifa eina ávísun fyrir okkur pabba báða. Eg ósk- aði að ávísunin yrði svo stór að við gætum keypt okkur kú, og eg var stoltur af því að mitt kaup skyldi lagt við kaup pabba, og eg sagði því, að hann skyldi bara skrifa eina ávísun. Hann leit á pabba og sagði síðan: „Jæja þá, Charlie, og hef það þá slétta upp- hæð. Mér reiknast svo til að drengurinn eigi að fá helmingi hærra kaup en Liza Corcoran borgaði honum, og þú vannst á við tvo í heyskapnum. Mundir þú vera ánægður með 50 dali?“ Eg var svo æstur, að eg heyrði ekki hverju pabbi svaraði og hann varð að ýta við mér til þess að minna mig á að þakka fyrir mig. Pabbi var alveg eins áfjáður að hraða sér heim og sýna mömmu tékkinn og eg var. Hann gekk svo liratt, að eg átti fullt í fangi að fylgjast með honum og varð alltaf að hlaupa annað slagið. En þegar hann tók eftir því, beygði hann sig niður og tók mig á há- hest. Mér hafði alltaf þótt gaman að því héi' áður fyrr, er pabbi tók mig á háhest, og við vorum nú Gerðu þeir það að vísuýen sögðu það til lítils eða einkis. því að stormur og fárviðri feykti því víðs vegar, og skafrenningurinn færði allt í kaf. — Tók nú gamla konan að athuga málið vandlega og leita bjargráða. — Það þóttist hún sjá, að héldust harðindin áfram enn um nokkurt skeið, mundu þeir flestir eða allir far- ast, og til þess gat hún ekki hugsað. Henni varð það fljótt ljóst, að eina örugga ráðið var að handsama þá, færa þá inn í bæ- inn, og hafa þá þar við góðan kost, þar til batinn og blíðviðrið kæmi. En hvernig mátti það ,verða? Það var nú þrautin þyngri. Fuglarnir voru styggir og varir um sig, meðan þeir enn höfðu nokkurn þrótt, enda hafði kisi gamli einatt gert óvænt óhlaup á þá, en amma leysti vandann. Hún átti 3 stór og djúp trog, er hún lét mjólk setjast í á sumrum eftir fráfærur. Sagði hún heimamönnum að taka þau, festa löng snæri í annan gafl þeirra, reisa þau á hinn gaflinn og hafa styttu við og iáta þau standa þannig í snjónum. Síðan skyldi borinn moðsalli að þeim og inn í þau. — Heimamenn skildu svo standa í bæjar- og skemmudyr- um þar á hlaðinu og halda í snærin. Þegar nú fuglarnir kæmu og færu að leita í sallan- um, áttu þeir að kippa eldsnöggt í færið og steypa trogunum yfir þá. Síðan kæmu fleiri til að handsama þá. — Fyrsta tilraun gafst svo vel, að um 20 fuglar náðust. En vandinn var ekki leystur að fullu með þessu. Hvar átti svo að hafa þessa vesalinga, svo að þeim gæti liðið sæmilega og þeir gætu fitnoð og „bragg- ast“ eftir hrakninginn? Gamla konan réði líka fram úr þeim vanda. Norðanvert við bæjardyr var stofa, sem í þá daga var talið gott hús. Var hún afþiljuð og máluð. f henni voru geymd helztu hirzlurnar og húsgögnin sem til voru á heimilinu, svo sem skatthol, kommóður, kistur o. fl. Borð var þar og laglegir stólar. — komnir svo langt frá Aultlands- húsinu, að engin hætta var á að nokkur sæi okkur, en samt var eg ekkert ánægður yfir því að vera á háhesti þetta kvöld af ein- hverjum ástæðum. Það var ein- hvern veginn ekki rétt að vera borinn á bakinu þegar við vor- um á leið heim með ávísunina, sem eg hafði hjálpað til að vinna fyrir. Og pabbi skildi hvernig mér var innanbrjósts og hann setti mig niður nær strax og hægði á sér svo, að mér veittist auðvelt að ganga með honum. Og hann lofaði mér að hafa ávís- unina í vasanum og afhenda mömmu hana heima. (Framhald). Eldri-dansa-klúbbur heldur síðasta dansleik sinn á þessum vetri, í Lóni, næst- komandi laugardag, 31. þ. m. Hefst kl. 10 e. h. Sungn- ar verða gamanvísur. Eyrnalokkur fundinn. Vitjist í Eyrarveg 19. Lét hún taka borðið, stólana og margt fleira lauslegt og koma fyrir á öðrum stöðum. Síðan var moði og sajla dreyft um gólfið ásamt brauðmylsnu og fuglarnir svo settir þarna inn jafnótt og þeir veiddust. Var veiðinni hald- igð áfram þegar veður leyfði, þar til allur hópurinn var handsam- aður og voru þeir þá orðnir yfir 80. Amma mín hirti svo alla hjörðina. Sópaði gólfið á hverj- um degi og dreifði nýjum salla á það og braúðmylsnu. Gekk þetta starf allt að óskum ,og urðu fugl- arnir fljótt spakir og hreyfðu sig lítið, er hún kom inn til þeirra, aðeins fyrstu dagana voru þeir hræddir og þá allmikill „ys og þys“ í stofunni. Það var eitt kvöld nær hátta- tíma, að gamla konan þurfti ein- hverra erinda inn í stofua. Bar hún ljós með sér. Er inn kom sá hún sér til undrunar, að enginn fugl var þar inni. Datt henni í hug að rúða hefði fokið úr glugga og vinirnir hennar litlu hefðu farið þar út og væru nú aftur komnir í hríðina og snjóinn. —• Hún gekk því að gluggunum, en þar var allt með kyrrum kjörum. Vissi hún ekki hverju þetta sjEtti. Fór hún nu að athuga allt betur, og sá þá á vænginn á ein- um fuglinum við endann á einni kistunni sem inni var. Lýsti hún þá upp fyrir kistuna, og sá þá að þarna sátu þeir hlið við hlið og hjúfruðu sig hver að öðrum, ekki rótuðu þeir sér, þótt ljósbirtan félli á þá og hélt hún þeir hefðu allir steinsofið. Hún lýsti nú á bak við hin húsgögnin og þá þar hið sáma. Talaði hún oft um það síðar, hvað sér hefði fundist þetta skrítið. Fullan mánuð geysuðu hríð- arnar og óveðrin, en á meðán döfnuðu þeir litlu vel inni í stof- unni og urðu bústnir og pattara- legir og virtust una vel hag sín- um. — Og svo kom vorið og blíðan og snjórinn hvarf. — Þá opnaði gamla konan einn daginn stofugluggana og hleypti öllum fósturbörnunum út. — Fögnuð- inum, sem þá ríkti hjá þeim, sagðist hún aldrei gleyma. Þættir eftir Hannes frá Hleiðargarði

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.