Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 12
12
Dagub
Fimmtudagmn 29. marz 1951
Fjórir ungir menn fimmtán dægur
á öræfum um páskana
Gengu á skiðum norður Kjöl - grófu sig í fönn
- komu til byggða hressir
Forsprakkar kommúnisfa viija
heldur sitja af sér sektir
en greiða þær!
Kommúhistar samþykkja mótmæli gegn
hæstaréttardómum
Fyrir páskana — 16. marz —
lögðu 4 ungir menn upp írá
Reykjavík í sögulega ferð á skíð-
um norður í land. Komu þeir
liingað til bæjarins aðfaranótt s.
1. þriðjudags, vestan úr Skaga-
firði, allþreyttir eftir ferðavolkið
en hressir að öðru leyti. í ferð-
inni voru þessir menn: Baldur
Jónsson, stúdent, Bjarni Magnús-
son stúdent og Ragnar Magnús-
son klæðskeri, allir héðan úr
bænum, og Björgvin Olafsson
verkfræðingur, Reykjavík. Dag-
ur ræddi í gær við þá Baldur og
Bjarna og sagðist þeim svo frá
ferðinni í aðalatriðum:
Förin vandlega undirbúin.
Þessi ferð var ekkert uppá-
tæki, afráðin í skyndingu, heldur
framkvæmd áætlunar, sem fyrir
löngu var gerð: Við undirbjugg-
um ferðina í 2 mánuði. Enda vor-
um við vel útbúnir og færir í
flestan sjó. — Við lögðum af stað
frá Reykjavík 16. þ. m. og var
ekið að Geysi í Haukadal, en þar
fórum við á skíðin. Ætluðum við
i fyrstu lotu að ganga að Haga-
vatni, en þar er sæluhús, og stutt
að fara þangað, en veður var þá
svo gott að við freistuðum að
halda áfram að Hvítárvatni, og
gengum því tvær dagleiðir í ein-
um áfanga, komum að Hvítár-
vatni eftir 13 klst. göngu, en þá
var nótt og fundum við ekki hús-
ið. Héldum við þá áfram til Kerl-
ingarfjalla og komum þangað síð-
degis á Pálmasunnudag eftir 28
klst. göngu. Þar er sæluhús og
gistum við þar. Þennan tíma var
veður mjög kalt, en bjart.
Til Hveravalla — vist í snjóhúsi
En nú gerði hríðarveður og
vorum við um kyrrt í sæluhusinu
í tvær nætur og leið okkur þar
vel. Undir hádegi þriðjudaginn
20. lögðum við upp til Hveravalla.
Komum þangað um sólsetur, en
gistum þar tvær nætur því að
versta veður brast á um það bil
er við komum að húsinu, norðan
hvassviðri og hríð.
Á skírdagskvöld var komið
betra veður og þá lögðum við af
stað og ætluðum að ganga um
nóttina til þess að komast að
sæluhúsi Ferðafélags Akureyrar
— Grána — í björtu. Gengum
svo alla þessa nótt — eftir komp-
ás — og með birtingu vorum við
komnir á svokallaðan Bleikálu-
háls og á réttri leið. Þar bilaði
bindingur á skíði og meðan við
vorum að gex-a við það, skall á
stórhríð af norðvestri, svo hvasst
að illstætt var, og snjókoma mik-
il. Við héldum áfram um hríð, en
þar kom að ekki var stætt á ber-
svæði og tókum við þá það ráð
að grafa okkur í fönn. Gerðum
hús undir hjarnskán og vorum
þar í 6 klst. Þar var kalt og illt
að vera. Ui'ðum þó að láta fyrir-.
beiast þar fram á kvöld, þ. e.
föstudaginn 23. þ. m., en þá var
komið skári'a veður, en samt
hvasst með skafrenningi. Lögð-
um þá upp og gengum alla nótt-
ina, en ekki fundum við sæluhús
fei'ðafélagsins, enda mun það á
kafi í snjó. Héldum þá förinni
áfram og ætluðum um Vatna-
hjalla til Eyjafjai'ðai’.
Lentu í Austurdal.
Um moi'gxminn í'ákumst við á
2 vörður, og töldum þá að við
værum komnir á varðaðan veg
og töldum okkur þá örugga og
htættum að nota kompásinn. En
þetta fór öði'uvísi en ætlað var,
því að fleiri vöi’ður sáum við
ekki. Komum svo brátt að gljúfr-
um miklum, og ákváðum þá að
fai'a niður í dalinn og fylgja hon-
um. Eftir langa göngu sáum við
eyðibýli, sem reyndist vera Ábær
í Austurdal í Skagafirði — og
síðan bæinn Skatastaði, en þang-
að komum við um kl. 6 sl. laug-
ardag og höfðum þá verið 49 klst.
í'öskar frá Hveravöllum, en alls
15 dægur frá Geysi. Var okkur
tekið af miklum ágætum á Skata-
stöðum og gistum þai'.
En daginn eftir héldum við yfir
í Vesturdal, í von um að komast
í bíl þaðan, en ófært var og urð-
um við að ganga í Goðdali. Feng-
um þar ágætai' viðtökur. Kom-
umst síðan á bíl þaðan að Öxna-
dalsheiði, gengum yfir hana, en
fengum snjóbílinn á móti okkur
að Engimýri í Öxnadal, og kom
um í bæinn aðfax-anótt sl. þi'iðju-
dags, allslæptir en hressir að
öðru leyti.
Þeir félagar hafa — þi-átt fyrir
allt — haft mikla ánægju af för-
inni. Utbúnaður þeirra allur
í-eyndist hið bezta og leið þeim
vel, nema í snjóhúsinu, þar vai'ð
lífið þeim ei'fitt. Þeir eru mjög
þakklátir fólkinu á Skatastöðum
og Goðdölum fyrir framúrskar-
andi fyi'ii'greiðslu, og Flugfélagi
íslands þakka þeir þann höfð-
ingsskap að bjóða þeim félögum
ókeypis far til Reykjavíkur, en
þangað eru tveir þegar farnir, en
þeir Baldur og Bjarni fai-a í dag.
Ferð þessi sýnir að „táp og fjör
og frískir menn; finnast hér á
landi enn.“
Mjög langt mún nú liðið síðan
farið hefúr vefið á skíðum yfir
þvei't hálendið á þessum ái'stíma.
Leikhúsið. „Ókunni maðurinn"
verður sýndur næstk. laugardag
og sunnudag kl. 8 e. h.
„Kaldbakur44 með 200
tonn af saltfiski
„Kaldbakur" kom af veiðum í
fyrrinótt með um 200 tonn af salt-
tiski. ler fiskuriun hér á land, á
fiskverkunarstöð Útgerðarfélagsins,
sent nú er senn fullgerð. Svalbakur
hefur verið hér undaníarnai daga til
viðgerðar. Fr verið að hækka byrð-
inginn á skipinu. til skjóls jxegar
tuinið er á dekki. Mun skipið fara
á ísfiskveiðar í vikulokin. Harðbak-
ur 'er á ísfisksveiðuin. 1 sl. viku
seldi hann í Bretlandi, 3416 kit
íyrir 14003 sterlingspund. Jörundur
er á ísfisksveiðum.
Snjóbíllinn hefur gert
mikið gagn
Snjóbíll vegamálastjói'narinn-
ar, sem hér hefur verið að und-
anförnu, hefur gert mikið gagn
og má kalla að hann hafi verið í
gangi nætur sem daga að und-
anförnu. Bíllinn hefur aðallega
verið í sjúki'aflutningum, hefur
flutt 'sjúklinga úr Eyjafirði og ut-
an úr Arnai'nesshreppi í bæinn,
ennfremur flutt sjúklinga í milli
Kristneshælis og bæjarins. Þá
hefui' bíllinn verið í flutningum
fyrir bændur. Framvegis hefur
bíllinn bækistöð í bifreiðastöð-
inni Stefni hér í bæ og má panta
hann þar. Hann mun fyrst og
fi'emst vera til taks til sjúkra-
flutninga.
Akureyrarbær
gefur út bók um
Álasund í Noregi
Akureyraibær hefur ákveðið
að gefa út bók um vinabæ sinn,
Álasund í Noregi. Hefur Helgi
Valtýsson rithöfundur boðist til
að leggja til efnið, en hann dvaldi
lengi í Álasundi, en myndamót í
bókina eru fengin að láni frá Nor
egi. Álasund er „vinabær" Ak-
ureyrar, sem kunnugt er, og er
útgáfa þessi gerð til þess að
kynna bæjai'mönnum og öðrum
sögu, atvinnu og náttúru þessa
merka noi'ska útgerðarbæjar, sem
um langan aldur hefur átt mikil
skipti við Akureyri.
„Garðar“ fékk alls
300 tn. af síld
M.b. . Gai'ðar hefur síðan um
nýjár, annað veifið, stundað smá-
síldarveiði hér á Pollinum og í
Oddeyrarál og hefur alls fengið
300 tunnui’. Báturinn mun enn
reyna síldveiðar nú næstu daga.
Ekkert nýtt frá
Raufarliöfn
Sýslumaður Þingeyjarsýslu fór
fi-á Raufarhöfn í fyrradag, en áð-
ur var fulltrúinn úr dómsmála-
ráðuneytinu farinn þaðan. Ekk-
ert mun hafa komið fram við
þessa framhaldsrannsókn máls-
ins, sem hefur upplýst það og
situr allt í sama fari með mál
þetta, að því er vii'ðist.
Kommiinistar hér um slóðir
lxafa byrjað' mikinn blástur í til-
efni af því að tveir forsprakkar
þeirra sitja um þessar mundir í
fangelsi vegna þess að þeir hafa
neitað að greiða sektir samkvæmt
dómi, en eins og kunnugt er cru
sektardómar jafnan þannig úr
garði gerðir að varðhald kemur
fyrir sektina sé hún ekki greidd
á tilsettum tíma.
Fyi-ir nokki-u gengu hæstax-étt-
ardómar í málum, er valdstjói-n-
in höfðaði gegn nokkrum komm-
únistafoi'sprökkum hér fyrir ó-
sæmileg ski'if um Þorstein M.
Jónsson sáttasemjai-a í vinnu-
deilum árið 1947. Þyngdi Hæsti-
réttur dómana, hækkaði sektir úr
200 kr. í 300 kx\, en staðfesti að
öðru leyti. Menn þeir, er þarna
áttu hlut að máli, hafa nú sumir
hverjir a. m. k. brugðist þannig
við, að þeir neita að greiða sekt-
irnar og vei'ða því að sitja þær
af sér. Bjöi-n Jónsson foi-maður
Vei-kamannafélagsins hér sat í
varðhaldi um páskana, en losnaði
þaðan í gæi’, en Þórir Daníelsson
ritstjói'i, situr af sér sínar sektir
í Reykjavík. í fregnmiða, sem
kommúnistar gáfu út í fyrradag
segir, að foi-maður Iðju, Jón Ingi-
marsson, muni einnig taka þann
kostinn að sitja af sér sekt sína
fremur en greiða hana.
Fásvíslegar fundarsamþykktir.
Kommúnistar hafa reynt að
blása þessi mál upp og gera póli-
tískt númer úr þeim. Hafa þeir
látið stjói'n Vei-kamannafélagsins
samþykkja furðulega fávíslega
oi'ðaða tillögu, þar sem andmælt
er hæstaréttardómum þessum og-
í fregnmiða er þeir gáfu út, er
inniseta pilta þessara talin „rétt-
arofsókn“. Halda kommúnistar
því fram, að dómar sem þessir
séu yfirleitt ekki framkvæmdir.
Þarna er rangt með farið.
Bæjarfógeti skýrði blaðinu svo
frá í gær að dómar í málum
sem þessum séu framkvæmdir,
cn þarna er um að ræða mál,
er valdstjórnin höfðaði.
Almenningur tekur ekkert
mark á látum kommúnista — sem
í reyndinni er árás á bæjarfógeta
hér — og mun telja það algert
einkamál þeirra félaga, hvort þeir
kjósa að snai-a út smávægilegu
sektai'fé eða sitja sektirnar af sér
í tugthúsinu. Hitt er nýstárlegt er
menn gera fundai'samþykktir,
sem skilja má svo, að til þess sé
ætlast að þær hnekki hæstarétt-
ardómum! Fer ekki hjá því, að
fólk sjái, að hér er eingöngu um
hlægilegt pólitískt brölt að ræða.
Fundurinn í fyrrakvöld
Kommúnistar boðuðu til al-
menns fundar í Samkomuhúsi
bæjarins í fyrrakvöld, í tilefni af
innisetu Bjöi'ns Jónssonar og
þeiri'i yfirlýsingu Jóns Ingimars-
sonar, að hann muni heldur
sitja inni en gi-eiða sektina. í
fundinum mætti hið venjulega
kapplið kommúnista og margir
unglingar, sem komu til að fá sér
ódýra skemmtun. Á fundi þessum
var Jón Ingimai'sson aðah-æðu-
maðurinn og má þá fara næi'ri
um innihald ræðunnar. Var að
lokum samþykkt tillagá svipuð
ályktun þeirri, er kommúnistar
dreifðu um bæinn í fregnmiða
sínum í fyrradag, en ekki var hún
samt samþykkt mótatkvæðalaust.
Það vakti athygli að á fundinum
bi-aut enginn upp á því að hefja
samskot til þess að greiða 300
krónu sektina fyrir þá Jón og
Bjöi'n og losa þá þannig við tugt-
húsið. Hefði þanriig mátt ljúka
fundinum á fáum mínútum. í
þess stað voru fundai'gestir látn-
ir hlýða á mai'gai' og leiðinlegar
langlokui-æður. Varð það til þess
að kommúnistai'nir misstu allir
af því að hlýða á í’ússnesku lista-
mennina, sem nú gista Reykjavík,
og komu fram í útvarpinu þetta
kvöld. Voru það léleg býti fyrir
liðsafla kommúnista, því að þarna
var um fyi-sta flokks hljómlist að
í'æða, en ræðuhöldin í Samkomu-^
húsinu voru að- sögn áheyi-enda
af allra lélegasta tagi.
Vaxandi kirkjusókn
á Akureyri
Kirkjuvörðurinn hér á Akur-
eyri, Kristján S. Sigurðsson,
heldur skrá yfir tölu kirkjugesta
við hinar almennu guðsþjónust-
ur. Samkvæmt skýrslu hans
komu 6476 manns til messugjörð-
ar árið sem leið. Er starfsfólk
kirkjunnar ekki meðtalið. Að
meðaltali voru því 113 manns við
hverja guðsjónustu. Til saman-
buiðar rná geta þess að árið 1949
komu 99 manns að meðaltali til
hverrar guðsjónustu.
Togveiðar fyrir
Norðurlandi
Nokkx'ir bátar stunda nú tog-
veiðar fyrir Norðurlandi, en afli
mun hafa vei-ið tregur. Nokkur
skip búast á togveiðar. Á veiðum
eru Snæféll, sem leggur upp hér,
Stígandi og Sigui'ðui', sem leggja
upp í Olafsfirði. Súlan og Hauk-
ur I búast á togveiðai'.