Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 6
6 D AGUR Fimmtudaginn 29. marz 1951 D A G U R Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er l. júli. mestan hluta ílotans út í sumar með sama siiiði og undanfarin ár og stefna svo öllum til skuldaskila og kreppulána með haustinu? — Lausafregnir eru þegar uppi um gífurlegt verð á síldarmálinu í sumar. Má því telja líklegt, að verði ekkert scrstakt að gert, muni útvegs- menn og • síldarverksmiðjur hefja undirbúning með sama hætti og PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Verðum við að taka upp nýja skipan síldveiðimálanna? í SKRIFUM norskra blaða að undanförnu licfur þess nokkuð gætt, að Norðmenn hyggja á stórfelldar breytingar á síldarútgerð sinni við ísland niPsRr sumar. Kemur þetta og greinilega fram í grein þeirr um sendiför íslenzkra útvegsmanna til Noregs, sem nánar er rætt um annars staðar í blaðinu í dag. Með tilraunum sínum og rannsóknum — einkum á hinu ágæta skipi G. O. Sars — þykjast Norðmenn hafa fundið fullgilda skýringu á síldarleysinu hér við land undanfarin sumur. Iíaldur hafstraumur liggur austur með Islandi, alllangt norðaustur fyrir landið á breiðu svæði. Þar mætir liann hlýjum straumum sunnan og vestan úr hafi. Með þeim straumum fer síldin göngu sinni frá Noregi, yfir liafið, en hún léggur ekki í kalda sjóinn, heldur staðnæmist við straummótin og leitar norður með þessum „vegg“, allt til jan Mayen. Aðeins lítið magn leitar í rennu a£ hlýrri sjó, sem er meðfram norðurströnd íslands, og það er síldin, sem íslenzki síldarflotinn hefur glímt við undanfarin ár. En hér er um sáralítið magn að ræða miðað við það feiknamikla síldarmagn, sem er norð- austur í liafinu. Norðmenn telja nokkurn veginn víst, að straumarnir í hafinu liggi svipað í ár og í fyrra. Þeir benda i, að breytingar á hafstraúmum scu hægfara, taki mörg ár, og megi þvi með nokkurri vissu segja íyrir um þá. Þeir telja kalda strauminn hafa færzt austur á bóginn á undanförnum árum — og síldina þar me'ð liafa íjarlægzt íslenzkú miðin — og þessi þróun mun halda áfram a. m. k.; í hokkur ár enn, en þá muni hámarki náð og straumveggurinn þokast vestur á bóginn á ný. Virðist þetta koma heim við reynslu íslendinga sjálfra. Ef þessi skoðun er rétt, mætti e. t. v. búast við síld aftur lyrir Norður- landi eftir 5—10 ár. NORSKIR vísindamenn telja þessa skýringu síldarleysinu við Norðurland fullgilda, og norskir síldveiðimenn munu nú haga sér samkvæmt þessu. Þeir vita líka af reynslu síðustu vertíðar við Noreg, að vísndamennirnir á „G. O. Sars“ eru þeim haukur i horni. Rannsóknarskipið fann síldargöngurnar undan Færeyjum í vetur og fylgdist með þeim lieim undir Noregsstrendur. Þegar göngurnar nálguðust miðin, kallaði „Sars“ á veiðiflotann, sem hóf veið- arnar miklu lengra undan landi en venja er og mun fyrr. Arangurinn varð m. a. bezta síldarvertíð sög- unnar i Noregi. A sumarsíldveiðunum verður larið eins að. Kenning Arna Friðrikssonar uni að síldin gaxrgi yfir hafið milli Noregs og Islands er undirstaða undirbúnings veiðanna. í sumar á „Sars“ að fylgja síldinni frá Noregsströndum yfir hafið, og síldvciði flotinn á að fylgja skipinu. Búast Norðmenn við mikilli veiði, sérstaklega í nánd við Jan Máyéll,' en þangað leitar síldiu, og voru þar miklar síldárgöngur, er leið á sumarið 1950. Af þessu leiðir, að norsk síldveiðiskip eru ekki væntanleg til síldarleitar hér undan norðurströnd íslands í sumar. Eru horfur á því, að þessi stærsti erlendi þátttakandi í síldveið- unum hér undanfarin ár, ætli nú að eftirláta íslenzk um skipum leitina á svæðinu frá Horni til Langaness, EN VERÐA mörg íslenzk skip í síldarleit undan norðurströndinni í sumar? Þetta er málefni, sem tímabært er að ræða. Gefurn við gaum að kenning um og reynslu Norðmanna, eða hyggjumst við gera verið hefur. Því vcrður samt naúm- ast neitað, að sá undirbúningur ó- breyttur virðist vafasamari í ár en að undanförnu. Aftur á móti þarf að taka síldveiðimálin öll írýjum tökum, og gera þar upp möguleika okkar að sækja síldina á fjarlægari mið en áður. Þetta er stórmál, sem knýjandi nauðsyn er að taka til ræklegrar athugunar hið fyrsta. FOKDREIFAR Leigan á Samkomuhúsinu. Baejarmaðúr skrifar blaðinu: „EG SÉ í FOKDREIFUM í 12. tbl. Dags að nokkurs misskiln- ings gætir um væntanlega samn- inga á milli bæjarstjórnar og templara um leigu á Samkomu- húsinu.’ Enda ér það samróma við það, sem svo mikið er talað um þessa dagana, af mönnum sem eru þeim málum lítt kunn- úgir~" Af því að eg er þeim málum nokkuð kunnúgur, vil eg nú skýra frá, hvað á bak við þessa samninga liggur, svo að menn geti þá, út frá réttum forsend- um, dæmt um hvort bæjarstjórn hafi gert rétt eða rangt. Allir vita að Samkomuhúsið hefur verið ill nothæft sem leik- hús undanfarin ár. Og oft hefur maður heyrt talað um, og lesið um í blöðúm, harða dóma um brakandi bekki, kulda o. fl. í hús- inu. í mörg ár hafa komið fram harðar kröfur til bæjarstjórnar um gagngerðar endurbætur á húsinu, bæði frá Leikfélaginu sjálfu og fjölda ar.narra bæjar- búa. Hafa þær kröfur verið svo háværar og þrálátar, að bæjar- stjórn gat ekki leitt þær hjá sér lengur. Ekki var hægt að gera þær endurbætur án þess að þær kostuðu fé. En samt urðu þær að gerast þó dýrar yrðu. Nú vita bæjarbúar það einnig, að templarar hafa rekið kvik- myndasýningar i húsi sínu Skjaldborg undanfarin fimm ár, og það í einum tilgangi. En það er að afla fjár til þess að byggja gott æskulýðsheimili, með bíó- sal, sem á að bera uppi nokkuð af þeim kostnaði, sem leiðir af rekstri slíks heimilis. Þeir hafa fengið lóð, á góðum stað í bæn um, og hafa látið gera uppdrátt að mjög hagkvæmu og myndar- legu húsi. En enn hefur ekki fengist fjárfestingarleyfi til að hefja verkið. NÚ HAFA TEMPLARAR dregið saman nokkurt fé í þessum tilgangi, sem er ágóði af rekstri Skjaldborgarbíós, og þykir leitt að það þurfi að dragast í nokkur ár enn að hægt sé að hefja æsku- lýðsstarfsemina, þó í smáum stíl sé. Eftir að farið var að vinna að breýtingum á Samkomuhúsinu, barst það í tal á milli einstakra bæjarfulltrúa og templara, hvort það mundi ekki vera heppilegt að templarar tækju húsið á leigu í nokkur ár, og rækju það á sinn kostnað, og • greiddu bænum ákveðna ársleigu, en að þeir leigðu svo aftur Leikfélagi bæj- arins og fleiri aðilum, svo sem Menntaskólanum, Barnaskólan- um, söngkórum og leikflokkum utan af landi, húsið eftir þörfum. Og að þeir notuðu það sjálfir til kvikmyndasýninga þess á milli. Þetta umtal leiddi til þess, að bæjarstjóri sendi templurum bréf, og óskaði eftir ákveðnu til- boði í húsið, með vissum skilyrð- um, eins og hér að framan er tekið fram. Þetta gerðu templarar. Þeir sendu leigutilboð. Og tilboðið var samþykkt í einu hljóða, fyrst í bæjarráði og síðan í bæjarstjórn. Svo að nú, þegar þetta er ritað, er aðeins eftir að undirrita formlega samninga af aðilum. Skal það nú tekið fram, að ætl an templara er að hefja nú á næsta hausti æskulýðsstarfsemi húsi sínu, Skjaldborg, og að nokkru leyti í félagi við Æsku lýðsfélag Akureyrarkirkju. Allir vita að séra Pétur Sigurgeirsson hefur starfað að æskulýðsmálum með miklum dugnaði undanfarin ár, en hann hefur alltof lítið hús- rúm fyrir svo fjölþætta starf semi. Og eg held að enginn efist um að æskunni sé þörf á hollum og góðum uppeldisfélagsskap. En til þess þarf að losa kvikmynda- reksturinn úr húsinu að mestu. Mun þó vera ætlunin að sýna kvikmyndir í Skjaldborg þegar Samkomuhúsið er leigt til ann- arra. Og auk þess munu verða þar sýndar barnamyndir við og við. GETA MENN NÚ, þegar þeir vita allt sem á bak við liggur dæmt um það, hvort bæjarstjórn muni hafa gert rétt eða rangt með því að leigja húsið. Hún mun hafa slegið þrjár flugur einu höggi. í fyrsta lagi: Útilokað allar skrallskemmtanr, sem reknar hafa verið þar undanfarin ár sem hafa haft miður gott orð á sér. í öðru lagi: Hún hefur gert upp úr gamla húsinu myndarlegt leikhús, þar sem fer vel um alla leikhúsgesti. Og í þriðja lagi: Hún hefur stutt að því að nú verður hægt að reka holla uppeldisstöð fyrir æsku bæjarins, bæði með dans- skemmtunum, námskeiðum, tóm- stundavinnu og fræðslustundum Að lokum skal þess getið, til samanburðar, að fyrir skömmu var auglýst til leigu alfullkomn- asta og stærsta kvikmyndahús Kaupmannahafnar. Umsækjend ur um húsið urðu 73. En gengið var að tilboði bindindissamtaka borgarinnar, vegna þess, að þeim var betur treyst til að reka húsið til sóma fyrir borgina en öðrum umsækjendum. Enda munu nú flestir farnir að viðurkenna það að æskunni er engin hætta búin undir handleiðslu bindindis Ókunni maðurinn. Bergur í Dal skrifar. VERIÐ ER AÐ sýna sjónleik hér á Akureyri, sem heitir „Ókunni maðurinn“. Þar kemur fram maður, sem vekur það góða í brjóstum samferðafólksins og gerir það að betri mönnum. En hver er ókunni maðurinn Það er spurning, sem flestir leik húsgestir munu leggja fyrir sig Blöðin segja, að hann sé boðber: þess góða í manninnum. Þetta er eflaust alveg rétt, svo langt sem það nær, þótt ástæða geti verið til að ræðar það ofurlítið nánar Frá mínu sjónarmiði er ókunni maðurinn boðberi hins innra manns — boðberi andans. Hann (Framhald á 11 .síðu). Fyrstu gróðrarstörfin Þegar allt er á kafi í snjó og hvergi sést á döWian díl, munu fæstir hugsa um gróðurstörf né láta hug- ann hvarfla að garðyrkju og gróanda. Það er vetur alls staðar, og útsprungin rós í stofuglugga eða páskalilja í vasa gleðja okkur eins og ljós í myrkri. Þótt vetrarríkið sé jafn geigvæn- legt og raun ber vitni um, er vorið samt á næstu grösum, því trúum við að minnsta kosti. Það er því einmitt nú hinn rétti tími til að hefjast handa fyrir þá, sem ætla sjálfir að ala upp kálplönt- ur og annað af því tagi. Rifjað upp. Um þetta leyti í fyrra var í kvennádálkinum leiðbeining frá garðyrkjuráðunaut um fyrstu gróð- urstörfin. Eg geri ekki ráð fyrir, að nokkur sé svo langminnugur að muna það, sem þar var sagt, en þar sem upphafið er býsna mikilvægt og ekki seinna vænna að hefjast handa einmitt þessa dagana, leyfi eg mér að taka upp helztu atriðin úr þessum leið- beiningum um innisáningu. Aðeins fyrir þá áhugasömu. í samtali um þessi mál, lagði garðyrkjuráðunaut- ur áherzlu á, að þeir, sem hefðu sérstaklega mikinn áhuga á grænmetisrækt, hefðu tíma og skilyrði heima og væru natnir og nákvæmir, ættu að ala upp kálplöntur sínar, en hinir, sem minni áhuga hefðu og miður góðar aðstæður til slíks, skyldu heldur kaupa plöntur í garðyrkjustöð: Þessar ráðleggingar gilda eflaust e'nn í dag, því að uppeldi á kálplöntum heirría köstar ávallt nokkra fyrirhöfn og nókvæmni, þótt þeim, er feng- izt hafa við það, finnist sú fyrirhöfn harla léttvæg fundin. ■r-’i'/lJÍU- /- ... . Iimisáning. Síðari hluti marz eða um mánaðamótin marz— apríl, er talinn heppilegasti tímí til að hefja inni- sáningu. Þótt búast megi við því, að allt verði í seinna lagi að þessu sinni — vorið 'áennil'ega líka — er ekki seinna vænna að hefjast handa og fara að undirbúa það, sem koma skal. Við sáningu eru notaðir litlir trékassar og er hæfilegt, að þeir séu um 50x30 cm. að stærð og 15 cm. djúpir. í kassann er sett góð gróðrarmold, og á kassinn að vera svo til barmafullur, svo að skuggar myndist ekki við barmana, og plöriturnar þurfi ekki að teygja sig um of. Fræinu er sáð í raðir, þannig er betra að komast að arfa, ef hann skyldi gera vart við sig. Fræin eru hulin með mold og síðan með þunnu lagi af þurrum sandi. Þegar búið er að sá, er moldinni þjappað niður með sléttri fjöl, til þess að raki haldist betur í moldinni. Sandurinn er hafður til þess, að moldin springi síður, og hann er einnig góð vörn við rótarflókasveppi, sem sækir stundum á plönturnar á unga aldri. Kassinn er hafður í stofuhita en lítilli birtu fyrst í stað, eða meðan fræið er að koma upp. Þegar kímblöðin koma í ljós, er kassinn strax settur í birtu, og síðan er honum snúið daglega. Vökva þarf annað slagið, en hve oft, fer eftir því, hve heitt er inni, hve oft sól úti o. s. frv. Nauö- synlegt er, að góð loftræsting sé í herberginu, þar sem kassinn er hafður, og raki má alls ekki vera þar. Þegar 4—6 blöð eru komin í ljós, þarf að um- planta í dýpri og betri mold, þar sem plöntumar fá betri vaxtarskilyrði. Nú tökum við í notkun stærri kassa, og þarf hann helzt að vera um 20 cm. á dýpt. Gott er að setja svolítinn áburð saman við moldina í þessum kassa, og er þá notað eitt af þrennu: húsdýra- áburður, fiskimjöl eða erlendur áburður. Sé not- aður erlendur áburður, verður að gæta þess að nota ekki nema lítið af köfnunarefni. Plönturnar eru látnar standa með um 5 cm. millibili, og í þessurrí kassa dveljast þær, þar til þær fara út í garðinn, en nógur tími er að tala um þann áfanga síðar. (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.