Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 2
"Gotf er að hafa iungur tvær og Fimmtudaginn 29. marz 1951 D AGUR Dagskrármál landbúnaðarins: Mat á kartöflum og val afbrigða Dýrtíðarráðstafanir Alþýðu- flokksstjórnarinnar 1947. Fyrsta stjórn Alþýðuflokksins á íslandi tók við völdum á önd- verðu árinu 1947. Þá var stjórn- málamönnum ljóst, að nýsköp- unarstefnan myndi valda mikilli og aukinni dýrtíð, ef ekkert vœri að gert. Þá var gripið til þess ráðs í desembermánuði 1947, að binda kaupgjaldsvísitöluna við 300 stig, þrátt fyrir hækkandi verðlag lífs- nauðsynja. En jafnframt bind- ingu vísitölunnar greip ríkis- stjórnin til þess ráðs að stói'- hækka skatta og tolla, til þess að afla ríkissjóði tekna, svo að hann gæti greitt uppbætur til handa undirstöðuatvinnuvegum þjóðar- innar, svo að þeir stöðvuðust ekki. f slóð „bræðraflokkanna“. Þessar ráðstafanir voru svip- aðs eðlis og þær, sem jafnaðar- mannastjórnir á Norðurlöndum beittu sér fyrir á þessum tímum í þeim tilgangi að halda verð- þennslu í skefjum. Hjá þeim þjóðum tókúst þær vel, en sá var gæfumunur, að þeir höfðu ekki framkvæmt neina „glæsilega ný- sköpun". 1 Rökfræði Alþýðuflokksins við eldhúsdagsumræðurnar. Hannibal Valdimarsson hafði einkum orð fyrir þeim Alþýðu- flokksmönnum við síðustu eld- húsdagsumræður.. Gagnrýndi hann þá stefnu ríkisStjórnarinn- ar harðlega, að ekki skyldi greidd full dýrtíðaruppbót á kaup og hún reiknuð mánaðarlega út. „Flugumenn erlendrar helstefnu“. Afstaða þessa mæta þingmanns var hins vegar önnur árið 1947, þegar ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins festi vísitöluna við 300 stig. í ársbyrjun 1948 fékk hann svo- fellda tillögu samykkta í verka- lýðsfélaginu Baldri á ísafirði: „Fundur, haldinn í Verkalýðs- félaginu Baldur á ísafirði, þann 15. jan. 1948, lítur svo á, að lögin um dýrtíðarráðstafanir, sem sett voru í desember sl., séu spor í rétta átt, til þess að ráðast gegn dýrtíðinni og tryggja rekstur at- vinnuveganna í landinu, og telur, að verkalýðsfélögunum um land allt bei-i að styðja ríkisstjórnina við framkvæmd laganna af fremsta megni, og gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að þessi virðingarverða viðleitni þings og stjórnar, til þess að ráð- ast gegn dýrtíðinni, megi takast.“ Kommúnistar á ísafirði börð- ust með hnúum og hnefum gegn tillögu þessari. Og þá valdi Hannibal Valdimarsson þeim heitið „flugumenn erlendrar hel- stefnu". Talað gegn betri viíund. Af því, sem hér að framan er ritað, er ljóst, að Alþýðuflokk- urinn hlýtur nú að tala gegn betri vitund. Honum er ljóst, að verk- fallsbrölt með kommúnistum í vor er einmitt érlend flugu- mennska, sem.defðir e. t. v. til öngþveitis, Enda gengur flokk- urinn í þvú efni alveg fram hjá áliti og tillögum nefndar þeirrar, sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusamband ís- lands skipuðu til þéss áð rann- saka áhrif-alrhénnfu kaúphækk- ana á hag verkalýðsins og launa- manná. Sörnuleiðis gengur hann í béfliögg ; við ákveðna stefnu sínW þegaf hann liafðhja . hendi stjórnarforystu.- Flestir" eru á einu máli um, að ef Alþýðu- flokkurinn á að afla sér trausts og- vii'ðingar verður liann að láta af þeirri stefnu að reyna að sigfa kommúnista með yfirboðúm. i Kí^nnaranámskeið ■-•‘í 'Asknv--- - Undanfarin mörg ár héfur Lýð- háskólinn í Askov í Danmörku haft bæði þriggja og eins mán- aðár námsláéið.fyrir kennara og, æskuleiðsleiðtoga á sumrum. ■[ ■ Náfnskeið þessi eru jafnan sóít af kennurum frá öllum Norður- löndum, þótt stundum hafi, því miður, verið þar fátt af íslend- ingum: Námskeiðin éfú jafnt fyrir barna- og unglingakennara, og aðra ,sem við uppeldislegar ^WsWÍBPF: V |WuM eru éHdashitt- ast þarna ágætir starfsfélagar víðs vegar að, og leiðbeinendurn- ir eru úrvalsménn: Fer kennslan að mestu fram í íyrirlestrum. Þessi kennaraháskóli hefur fengið á sig það orð í Danmörk, að ráðuneyti fi'æðslumálanna þar gerir hann jafn réttháan til fjár- hagslegs stuðnings við þá, sem sækja hann og kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, og greiðir m. a. 2/3 af launum staðgengla kenn aranna, sem námskeiðin sækja. Nú í sumar verða sem áður tvö námskeið í Askov. Annað hefst 4. maí og stendur í 3 mánuði. Hitt stendur yfir júlímánuð, aðeins. Námskeið þessi hafa jafnan verið mjög ódýr, og svo er enn. Er áætlað að veran á Askov kosti um eða lítið yfir 150 kr. á mán- uði. Og skólagjöld eru engin. Eitthvað lítilsháttar þurfa þeir meira að greiða, sem fá eins manns herbergi. Sennilega má vænta einhvers styrks handa ís- lendingum frá Dansk Isl. For- bundsfond. Askov er yndislegur sumar- dvalarstaðui'. Þaf er hægt að kynnast úrvalsmönnum og hafa ómetanlegt gagn af verunni á þeim fræga stað. í sumaú verða þar ýmsir hinna ágætustu og lærðustu manna Norðurlanda og flytja þar fyrirlestra. Skólastjór- inn, J. Th. Arnfred ágætur mað- ur og íslandsvinur, vill gjarnan sjá þar sem flesta íslendinga. Þeir, sem þéfðu hug á að sækja þessi námskeið, annað eða bæði, ge.ta fengið allar nánari upplýs- ingai' lijá mér. Akureyri 19. marz 1951. '•" ’ Snorri' Sigíusson. I' STUTTU MALI BREZKA ÚTVARPIÐ hef- ur orðið vart við leynistöð í Búlgaríu, sem kallar sig „Radio Gorianin“. Er útvarpað fyrirmælum til starfsmanna andspyrnuhreyfingar frelsis- vina, sem vinna gegn einræð- issljórn kommúnista, og sagð- ar fréttir af kúguninni og eymdinni, sem ríkir í landinu. Starfsemi þessarar útvarps- stöðvar þykir gefa til kj-nna, að váxandi andspyrna gegn kommúnistum og Moskvu- valdinu sé í landinu. ¥ ÚTVARPIÐ frá Moskvu — í fréttatíma sínum á dönsku — lét mikið af því á dögunum, að Leniu-sýning sú, er MÍR efndi tii í Rej'kjavík hefði vakið mikla athygli. Sagði, að kommúnistaforingjar á Akui'- eyri og fleiri kaupstöðmri heíðu tfkið sér ferð á hendur til höfuðstaðarins til að sjá liina merku sýningu! Virtist fréttaþjónusta útvarpsins — hvað Islandi við kom — vera í frægasta lagi. -K í SÍÐASTA hefti tímaritsins The American-Scandinavian Review í Nevv York, birtist grein um björgun Geysis- manna af Vatnajökli, með mörgum myndum cftir Edvard Sigurgeirsson. Á sl. hausti birti hið fræga tímarit Ulu- strated London Ncws ínargai' myndir af björguninni, einnig eftir Edvard. -K EINN HELZ.TI leiðtogi ind- verskra sósíalista hefur sakað kínverska kommúnista um að vera heiinsvaldasinna, sem hafi tvh'egis stefnt heims- friðinum í hættu, fyrst með innrásinni í Tíbet, og síðar með innrásinni í Kóreu. ■¥ ÍTALSKA STJÓRNIN er nú að framkvæma endurbæt- ur á skiptingu ræktunarlands í milli landsmanna. Nær 2 niillj. ekra verður slcipt upp í milii bænda. Fá þcir ríkisstyrk til að kaupa landið. Aðrar 2 millj. ekra verða teknar til skiptingar á næsta ári. * ÍTÖLSKU þingmennirnir, sem nýlega sögðu sig úr kommúnistaflokknum, sögðu í ræðu í Róin fyrir skeninistu, að tæknilega stæðu Rússar mjög að haki Vestur-Evrópu- þjóðum. Sögðust þeir hafa sannfærst um þetta á ferða- lagi um Rússland fyrir 2 ár- um, en þá voru þeir enn í kommúnistaflokknum og var boðið til Rússlands til að sjá dýrðina. ¥ FYRÍR páskahátíðina var óvenju róstusamt í brezka þinginu. íhaldsmenn deildu hart á stjórnina og héldu mál- þófi uppi, oft langt fram á nótt. — Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksi’is tóku sig saman um að reyna að refsa íhaldsmönnuni fyrir þctta at- hæfi. — og hefna sín fyrir vökunætur. Þeir fluttu tillögu um að þingmanna-barnum yrði lokað kl. 10 e. h„ og eftir þann tíma megi ekki veita áfenga drykki í þinghúsinu. Segja erlend blöð, að þing- memi þessir hafi þarna náð tangai'baldi á haldgóðu vopni og nnmi íhaidsmenn ekki kæra sig um að sitja þirigfundi mikið lengiir en til kl. 10 framvegis! Samþj'kkt voru á Alþingi 1943 Lög um verzlun með kartöflur o. fl. og eru þau^enn í gildi. Sama ár var gefin út reglugerð, 28. júl,í um mat og flokkun á mat- arkartöflum, sem einnig hefur verið óbreytt síðan. í 6. gr. nefndra laga eru ákvæði um að allar matarkartöflur skuh flokka í þrjá flokka: Úrvais- flokkur, I. fi. og II. fl„ sem seld- ar eru á helztu verzlunarstöðum landsins. í 7. gr. eru ákvæði um það hverjir skuli hafa á hendi matið, en eins cg kunnugt er, eru sér- stakir matsmenn á helztu verzl- unarstöðum og annast þeir mat á sölukartöflum. í 8. gr. eru ákvæði um það, að óheimilt sé að verzla með kar- töflur án þess að hafa þær greini- lega merktar með nafni á af- brigðum og flokki. Nú mun vera í vændum breyt- ing á reglugerð um mat og flokk- un á kartöflum, sem sennilega kemur til framkvæmda á næsta hausti. Breytingar sem vænta má eru einkum þær, að hert verður verulega á flokkuninni, svo sem með stærð, hreinleika af- brigða, að kartöflurnar séu heil- brigðar og einnig verður hert á ákvæðum um útlitsgalla, svo sem sprungur o. fl Þ.á mun einnig að vænta mats á útsæðiskartöflum, sem seldar eru í verzlunum, en hingað til hefur ekkert mat verið á útsæð- inu. Á því leikur enginn vafi, að •mat á útsæði er nauðsynlegt 'ekki síður en á matai'kartöflum. Verða gerðar sérlega strangar kröfur um að afbrigðin séu hrein og laus við sjúkdóma. Margir framleiðendur hafa ekki gætt þess að halda afbi'igðum sínum hreinum. Einkum hefur viljað verða misbrestur á því, þar sem ræktuð hafa verið útlitslík af- brigði og hjá sumum er þetta einn hrærigrautur. Sem dæmi um þgð, skal eg geta þess, að í fyrravor kéypti eg 2 poka af Skán, sem selt var sem útsæði. En þegar til átti að taka voru kartöflurnar samsafn af alls kon- ar afbrigðum og ekki meira en helmingurinn reyndist vera Skán. Hitt voru ýmiss konar afbrigði, m. a. Up to date, rauðar, stóri skoti o. fl. Að sjálfsögðu er ekki hægt að nota þannig kartöflur til útsæðis, vilji maður setja niður hreint afbrigði, enda þótt þau megi aðgreina með nokkru ör- yggi á útliti og spírum. Allir sem ætla að rækta kar- töfiur til sölu á næsta sumri ættu því að kappkosta að rækta hrein afbrigði. Því má búast við að erf- itt verði að losna við blandaðar kartöflur þegar strangara mat verður sett. —o— UM ÞESSAR MTJNDIR og fyrri hluta aprílmánaðar, stendur yfir flokkun og afhending á þeim kartöflum, sem menn hafa í geymslum, og eru ýmist seidar sem útsæði eða til matar. Hver sem ætlar að rækta kartöflur á næsta sumri verður að gsra það upp við sig, hversu mikið og hvaða kartöfluafbrigði hann hyggst rækta, því að innan skamms þarf að setja kartöflur til spírunar. Venja er að setja til spírunar á tímabilinu frá 10. til 20. apríl. Við 10 til 14° hita, á útsæð- ið að vera hæíilega spírað eftir 4—6 vikur. Þao er mjög mikil- vægt að láta kartöflur spíra, því að með því lengjum við vaxtar- tímann og fáum öruggari upþ- skeru. Engum skal ráðlagt að setja niður óspíraðar kartöflur, enda þótt fljótvaxin afbrigði geti gefið fulla uppskeru í góðum ár- um, en oftast mundi það hafa í för með sér minni uppskeru. Hafi menn ræktað sama — eða sömu afbrigðin — um mörg ár, ættu þeir að kynna sér, hvort ekki eru komin ný og betri af- brigði til sögunnar. Einnig er það bæði innlend og erlend reynsla, að aðkeypt, gott útsæði gefur betri uppskeru, a. m. k. 1. árið, én heima fengið. Ilér á eftir koma nokkrar upp- skerutölur frá tilraunastöðvun- um árin 1949 og ’50, úr afbrigða- tilraunum. Uppskera nokkurra kartöfluaf- brigða á tilarunastöðvunum síð- astliðin tvö ár, í h. kg. / ha. Akurc. Reykh.l Sámsst. Skl '49 T,0 '49 '50 |’49' '50 '49 Gullauga 148 355 204 194|188 133 2H5 Ben Lom. 212 347 219|292 148 208 Skán 194 290 18fi 178| Ólafsr. 00 180 154 154 71 Bintje 385 89 j G. Mount 370 1223 204 Alfa 1184 142 Rosofol. 1186 161 | Með því að bera saman þessar tölur, sést að verulegur múnur er á uppskeru hinna einstöku af- brigða og einnig nökkur munur á milli tilraunastöðvanna og þessara tveggja ára, einkum á Akureyri. Hér hef eg aðeins tek- ið með þau afbrigði, sem bezt hafa reynst þegar lagt er saman bæði uppskeri og brðlg^gæðfj. ■» “ * -■» «• i.s ' Um eiristöli'' álbrígðmmá- sgefa til nánari skyringa nokkurra at- riða: Gullauga er það afbrigðið, sem mest er ræktað um lánd allt ög fer þar saman mikil uppskera og framúrskarandi bragðgæði. Hér við Eyjafjörð og víðar norðan- lands ber oft mikið á því, að kar- töflurnar springi, og eru það mikil brögð að því. að þessi galli rýrir mjög gildi gullauga, má bú- ast við að með strangara mati verði erfitt að fá þær í úrvals- flokk. Um orsök þessa eru menn ekki á eitt sáttir. Sumir kenna um of miklum leir í görðum, of seint tekið upp, of miklum fos- fórsýruáburði o. fl. Er mikil nauðsyn að fá úr þessu skorið með tilraunum og athugunum framleiðenda. Ben Lommond. Hér norðan- lands er þetta afbrigði lítið rækt- að ennþá, en þessi kartafla er fljótvaxin og gefur mikla upp- skeru og mjög sæmileg matar- kartafla. Tel eg líklegt að ræktun hennar verði aukin, enda eitt álitlegasta afbrigðið að mínum dómi. Skán er snemmvaxin, gefur mikla uppskeru, er árviss og er í meðallagi til matar, að því er mér finnst. Sumum þykir minna til hennar koma sem matarkartöflu, heldur en t. d. Ben Lommond. Ólafsrauður og rauðar íslenzk- er eru þau afbrigði, sem ræktuð eru fyrst og fremst fyrir fram- úrskarandi bragögæði. Þeirra ókostur er sá, að þau eru sein- vaxin og geta því ekki talizt ár- viss. Samanber uppskeru á Ak- ureyri 1949. Upp.skerumagnið er heldur ekki til jafns við fljót- vaxnari afbrigði. Verður því að telja hæpið að treysta eingöngu á þessi afbrigði. (Framhald á 11. síðu). 1) UppskeriitölUrnar frá Sámsstöðum 1949. En lieildnruppskcra ba-ði stórar og smáar kartöflur. Allar aðrar tölur sýna uppskcru að frátlregnti smtelUi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.