Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 5
Miðviltudaginn 12. sept. 1951 D AGUR 5 áðalföiidur Sfélfarsarnbands bænda gerði álykt Norrænn bændafundtir haldinn á íslandi á næsta ári Aðalfund Stéítarsambands bœnda, sem haldinn var að Iiól- um í Hjaltadal dagana 27. og 28. ágúst sl. sóttu 46 fulltrúar úr öll- um sýslum landsins. Auk þess sótu fundinn stjórn stéttarsam- bandsins, Framleiðsluráð og framkvæmdarsíjórar stéttarsam - bandsins, þeir Sæmundur Frið- riksson og Sveinn Tryggvason, búnaðarniálastjóri, formaður Búnaðarfélags íslands, land- námsstjóri, ritstjóri Freys og ýmsir fleiri gestir, svo að fundannenn munu hafa verið um 80 alls. Formaður sambandsins og framkvæindarstjórar fluttu ýtar- legar skýrslur um starfsemina sl. ár, reikninga sambandsins og Framleiðsluráðs og viðhorfið í verðlagsmálum. Kosnár voru nefndir og málum vísað til þeirra. Að kvöldi fyrri daginn og fram á nótt störfuðu nefndirnar. Síðari daginn skiluðu nefndir álitum og voru þau rædd, en áð- ur en fundur byrjaði, skoðuðu fundarmenn nýja sláttuvél sam- byggða heyhleðsluvél. Var hún di'egin af Farmalldráttarvél, en fjórhjólaður vagn, tengdur aftan í heyhleðsluvélina, tók við hey- inu. Að því loknu var kirkjan og minnismerki Jóns biskups Ara- sonar skoðað, undir leiðsögu Karls Arngrímssonar, sr. Svein- björn Högnason las ritningarorð og flutti bæn, en sálmur var sunginn á undan og eftir. Hér á eftir fara nokkrar helztu samþykktir' iundarins. I. Fundurirtn felur stjórn Stétt- arsambands bænda og Fram- leiðsluráði,. að vinna af alefli að því, að lögum um Framleiðsluráð verði breytt á þann veg, að fram- leiðendum garðávaxta, gróður- húsaafurða og eggja verði gert mögulegt að fá í sínar hendur einkasölu og innflutning þessara vara. Á meðan framanskráð ákvæði koma ekki til framkvæmda, beinir fundurinn því til Fram- leiðsluráðs að gæta eftirfarandi atriða: 1. Að tekið sé nægilegt tillit til geymslukostnaðar kartaflna með hækkandi verði. 2. Að minni verðmunur verði gerður á úrvals og 1. flokki kartaflna en verið hefur, eða ekki verði gerður jafnstrang- ar matskröfur til úrvalsflokks og sl. haust 3. Að grænmetisverzlun ríkisins láti umboðsmenn sína úti um land taka við kartöflunum á sama hátt og verzlunin gerir í Reykjavík. II. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 27.-28. ágúst 1951 telur, að lánsfjárskortur til landbúnað- arins standi verulega í vegi fyrir eðlilegum og bráð- nauðsynlegum framkvæmdum í sveitum landsins. Skorar fundur- inn því á stjórn sambandsins að vinna af fremsta megni að því við löggjafarvald þjóðarinnar og rík- isstjórn, að fjármagn Búnaðar- bankans verði aukið svo, að hann geti að fullu sinnt eðlilegri láns- fjárþörf landbúnaðarins, bæði hvað snertir lögboðin lán til jaroa kaupa, jarðræktar og bygginga- framkvæmda, svo og til bústofn- unar og aukningar. Til viðbótar erlendu lánsfé, sem óhjákvæmi- legt væri að útvega, vill fundur- inn í þessu sambandi benda á, að réttmætt og æskilegt væri, að ríkisstjórnin sæi um, ao Búnað- arbankanum væri falin geymsla þess fjár, sem runnið er úr sveit- um landsins, og safnazt hefur fyrir hjá Tryggingarstofnun rík- isins og Brunabótafélagi íslands. III. Aðalfundur S. S. B. skorar á stjórn sína að vinna að því, að símalagningu í dreifbýlinu verði: hraðað meira en verið hefur hingað til. VI. Aðalfundur S. S. B. 1951 beinir því til stjórnar sambandsins, að vinna að því, áð tryggingarlögin verði endurskoðuð og breytt í það horf, að hver slysatryggður einstaklingur greiði sjálfur slysa- tryggingargjald sitt. V. Aðalfundur S. S. B. 1951 skorar á stjórn sína að vinna ötullega að því, í samráði við ríkisstjórn og Fjárhagsráð, að fullnægt verði nú á næstunni eftirspurn bænda eftir hentugum bifreiðum og dráttarvélum. Ennfremur æskir fundurinn þess, að stjórn sam- bandsins beiti sér fyrir því, að fylgt verði settum reglum og lögum um innflutning og úthlut- un landbúnaðarbifreiða og heimilisdráttarvéla. VI. Aðalfundur S. S. B. 1951 felur stjórn sinni að vinna ötullega að því, í samráði við ríkisstjórn og Fjárhagsráð, að nægjanlegt af fjölbreyttum fóðurbæti verði til í landinu á næsta vetri, þar sem heyfengur er nú almennt með minna móti. Ennfremur felur fundurinn stjórn sambandsins að athuga sem bezt, hvort ekki sé hægt að finna leiðir til að lækka verð á erlendum fóðurbæti, t. d. með hagkvæmara fyrirkomulagi um innflutning o. fl., og sé þá um framtíðarfyrirkomulag að ræða, enda sé unnið að þessum málum í samráði við S. í. S. VII. Fundurinn samþykkir að verja allt að kr. 50.000.00 til kaupa á stofnhlutabréfum í væntanlegri áburðarverksmiðju og heimilar stjórn stéttarsambandsins að taka lán til þess til jöínunar á fjár- hagsáætlun fyrir árið 1952. VIII. Fundurinn lítur svo á, að minnstu búin þurfi að stækka verulega, svo að þau gefi viðun- andi lífsafkomu. Vill hann því beina því til stjórnar Stéttarsambands bænda, að hún, í samvinnu við Búnaðar- félag íslands, beiti sér fyrir hvers konar ráðstöfunum, sem hún tel- ur að geti skapað grundvöll til að stækka minnstu búin og skapa þeim tryggari rekstrarafkomu. IX. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir um, að bændastéttin get- ur ekki sætt sig við að hlíta lög- skipuðum gerðardómi um kjör sín frekar en aðrar stéttir þjóð- félagsins. X. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim árangri, er náðst hefur með tilraunum um útflutning dilkakjöts, og skorar á Fram- leiðsluráð að halda áfram á sömu braut, ef viðunandi verð fæst. XI. Þar sem þess er krafizt af bændastéttinni, að hún framleiði a. m. k. nægilegar vörur fyrir innlenda markaðinn og við því verði, sem sé í samræmi við kaupgetu neytenda, lýsir aðal- fundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Hólum 1951, því yfir, að grundvallarskilyrði þess sé, að bændur eigi kost á nægilegu fjármagni til hvers konar um- bóta, með beztu lánskjörum. — Einnig þarf að stórauka framlag ríkisins til uppþurrkunar og nauðsynlegustu ræktunar. Enn- fremur telur fundurinn, að treysta þurfi núgildandi verð- lagsgrundvöll landbúnaðarvara, t. d. með því að taka fullt tillit til þess, hve vinnustundir bóndans eru margar, ábyrgð hans mikil og fjárfestingarþörf einstæð. Með tilliti til þessa felur fund- urinn stjórn stéttarsambandsins að segja upp núgildandi verð- lagsgrundvelli, ef hún telur það nauðsynlegt. XII. Fundurinn telur, að þar sem almennt verðlag og kaupgjald er nú sífelldum breytingum háð, verði löggjafinn að heimila Fram leiðsluráði að verðskrá landbún- aðarvörur oftar en einu sinni á ári. XIII. Fundurinn væntir þess, að ábendingar Efnahagseftirlitsins um það, hve tiltölulega litlu fé hefur verið varið til umbóta ís- lenzks landbúnaðar, nægi til þess, að ekki verði í framtíðinni tregða á . því, aö riægúr verð- skráður gjaldeyrir fáist fyrir inn- flutningi nauðsynlegra landbún- aðártækja -og varahluta þeirra og bifreiða til, lándbúnaðarstarfa og va-rahluta þeirra meötalið; Svo að bændur neyðist ekki til að krefj- ast hliðsfæðra> gjaldeyrisumráða og sjávarútvegurinn hefur> þegar fcngið....... —...... XIV. Með tilliti til þess ,að nú stend- ur yfir endurskoðun presfakalla- skipunar í landsihs, lýsir aðal- fundur Stéttársambánds bænda, haldinn að Hólúm 1951,'því yfir, ,'að han'n telur það andstætt hags- munum sveitanna í menningar- legu og efnalcgu tilliti að fækka þar prestunum: Frjálsíþróttamót Norðurlands 1951. 100 m. lilaup. 1. Garðar Arason Sigl. 11.6 sek. 2. Herm. Sigtrygss.' KA 11.8 sek. 3. Gísli Blöndal UMSS 11.9 sek. 1500 m .hlaup. 1. Hreiðar Jónsson KA 4.26.8 mín. 2. Aðalgeir Jónss. KA 4.30.7 mín. Hástökk. 1. Páll Kristinsson HSÞ 1.80 m. Þingeyskt met. 2. Tryggvi Georgss. Þór 1.70 m. 3. Leifur Tómass. KA 1.65 m. Kúluvarp. 1. Hjálmar Torfas. HSÞ 13.57 m. 2. Guðm. Ö. Árnason KA 12.85 m. 3. Hallgr. Jónsson HSÞ 12.79 m. Sem gestur keppti Gunnar Huseby KR og kastaði hann 15.23 m. í aukakeppni kastaði hann 16.13 m. Stangarstökk. 1. Vilhj. Pálsson HSÞ 3.06 m. 2. Páll Stefánss. Þór 2.95 m. 3. Valg. Sigurðss. Ak. 2.85 m. 400 m. hlaup. 1. Hreiðar Jónss. KA 55.2 sek. Akureyrarmet. 2. Herm. Sigtryggss. KA 53.2 sek. 3. Einar Gunnlaugss. Þór 53.5 sek. Langstökk. 1. Garðar Arason Sigl. 6.63 m. 2. Gísli Blöndal UMSS 6.3 Om. 3. Guðm. Árnason Sigl. 6.18 m. Spjótkast. 1. Indriði Indriðas. HSÞ 48.64 m. 2. Pálmi Pálmason Þór 46.28 m. 3. Tryggvi Georgss. Þór 45.76 m. 800 m. hlaup. 1. Hreiðar Jónss. KA 2.01.8 mín. 2. Einar Gunnl.ss. Þór 2.04.2 mín. 3. Aðalg. Jónss. KA 2.05.5 mín. XV. Með sérstöku tilliti til þess hver höfuðnauðsyn það er fyrir íslendinga, að landbúnaðurinn sé efldur og aukinn með ræktun, byggingum og' vélakosti, skorar aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn 27. og 28. ágúst 1951, á Alþingi og ríkisstjórn, að tryggja með löggjöf, áð eigi minna en helmingur af mótvirð- issjóði, eins og hann verður, er Marshallaðstoðinni lýkur, verði varið til lánastarfsemi í þágu landbúnaðarins, þegar féð er til— tækt til slíkrar ráðstöfunar. Salffiskur j útvatnaður, fæst í .] Útibíii KEA Ránargötu 10 — Sími 1622 1. Sveit KA 46.5 (Jón, Höskuld- ur, Hreiðar, Hermann). 2. Sveit Sigl. 46.7 (Guðm., Jón, Ásgeir, Garðar). Krínglukast. Gunnar Huseby KR (sem gest- ur) 45.19 m. 1. Hallgr. Jónsson HSÞ 41.39 m. 2. Hjálmar Torfas. HSÞ 37.28 m. 4. Jóhs. G. Sölvas. UMSS 34.21 m, 3000 m. hlaup. 1. Finnb. Stef.ss. HSÞ 9.25.5 mín. 2. Halld. Pálss. UMSE 9.31.1 mín. 3. Aðalg. Jónss. KA 10.04.7 mín. Þrístökk. 1. Hörður Pálss. UMSS 13.31 m. 2. Hjálmar Torfas. HSÞ 12.92 m. 3. Árni Magnúss. UMSE 12.89 m. Sunnudagsmafur DILKAKJÖT NAUTAKJÖT HROSSAKJÖT í SVÍNAKJÖT Allt af nýslátruðu! Sendum heim, ef pant- að er á föstudag. Kjötbúð KEA Sími 1714 og útibúið Ránargötu 10 Simi 1622 1Þ R Ó TTIR 4x100 m. boðhíaup.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.