Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 12. sept. 1951 FRÁ BÓKAMARKAÐINUM NÝ LJÓÐABÓK Guðmundur Frímann: Svört verða sólskin. — Bókaforlag Þorst. M. Jónssonar, Ak. 1951. 30 ljóð með 14 pennateikn- ingum eftir höf. 112 bls. í stóru broti. Svört verða sólskin er skugga- legur titill ljóðabókar ,enda grip- .inn á lofti úr óhugnanlegri lýs- íngu Völuspár á hnignandi heimi. Þó skín sól jafnan skærast í skýja rofum, er virðast þá svo sterk og áberandi, sem væru þau úr átt- um tveggja heima: hásal ljóss og húmsins gáttum. Átök milli cveggja stórvélda. Þannig er eínnig' mannshjartanu farið: sí- ielld skýjarof og átök milli ljóss og myrkurs. Gleði og sorgar. Vonar og kvíða. Augljóst er að andstæður þess- ar eru ríkar í eðli Guðmundar Frímanns og huga. Og í ljóðum þessum eru þau jafnvel enn meira áberandi en í fyrri ljóðum hans ,Störin syngur. Voru þær þar þó grunntónn þeirra og víða einna fyllsti hljómstyrkur. En hér eru skýjarofs-átökin tíðari og svipbrigðin sterkari, jafnvel í einu og sama Ijóði. Verða því ljóð þessi nokkru einhæfari og eigi eins fjölbreytt sem hin fyrri.enda hér allmiklu færri. Er eigi held- ur furða, þótt naumur verði tími til að sinna hugðarefnum skálds, sem gengur að daglegum störfum og verkstjórn árum saman. Gætir þess eðlilega í snögvatrega næm- geðja skálds. í ljóðum þessum bregður víða íyrir hinum sérkennilegu eig- indum höfundar. Hinni ríku ein- ing andstæðnanna í eðli hans. Títt svo ljóðræn og leikandi létt, að lesanda verður á að raula undif, jafnvel í sjálfu rökkrinu. Því að víða leynast hljóðaklettar mannshjartans og svara klið- mjúkum ómi unaðar og ama, er til þeirra berst með söngva- seiddri rödd lífsins í dúr og moll. Sérstakan hreim og ljúfsáran eiga ljóð höfundar um æsku- aninningarnar. Eru þau allmörg, þar á meðal fyrsta ljóðið Haust við Blöndu. Þar syngur störin enn í huga höf. og gleði og sorg æskuáranna skiptast ört á, þar sem kjörrin kveðast á í heiðar- ásnum og söngvalyng kliðar. — Um þær slóðir liggur enn flótta- ferill skáldsins í haustsins hyr. Og störin syngur. Og það gerir einnig ljóðið sjálft. Látlaust og innilega. — Með sama blæ er einnig. Þjóðvísa, skínandi falleg, ofin úr bernskuminningum. Til einnar sumarlilju og Draumur um Skógar-Rósu sindra af ljúf- sárum endurminningum og draumum æskumanns á mörkum tveggja heima. Brot úr gömlu iljóði er einnig sömu ættar og átt- ar. Þar eiga hörpustrengir höf iundar enn sinn ylþrungna, hreimglaða hljóm. Látlaust ljóð, hreint og tært. — Hjá gömlu smiðjunni (heima) og Mamma, hið fyrra kveðjutorrek liðinna ára, sem aldrei koma til baka ,og hið síðara „ljúfsárt ljóð“ og „máttug minning“, innilegt ljóð og fagurt. „Því börnunum þínum brást það ei / þitt blessaða móð- urhjarta." Sérstæð lýrisk ljóð eru t. d. Sunnanátt, Lítið heiðarljóð, með seiðandi hrynjandi, er syngur lengi í huga manns, Frá liðnum árum, óður um konuna, ástina og dauðann — o. fl. Angurvær ljóð og tregaþrung- in eru t. d. Svífur að haustið, Um valköst rósanna, Haustnótt í Ambáttardal, þar sem hnökrótt hrynjandi og óhugnanleiki auðn- arinnar haldast í hendur, Svart- ur skógur o. fl. Sérstæð ljóð og athyglisverð mætti telja allmörg. Einna minn isstæðast verður sa'mt f hofi Efa konungs, djúpsótt Ijóð og magn- þrungið. yf- Iníermezzo er dulúð- ugt ljóðj þar sem aðalefnið felst á milli orða og lína. Innilegt á'sta ljóð, þar sem hvergi logar upp úr. En „sá er eldurinn heitastur, sem brennur í leynum.“ — Vísan um gleðina, vorið og þig er sömu ættar og fleiri falleg ljóð, þýð og söngræn. Fiðlarinn í Vagnbrekku er prýðileg eftirmælí og sérkenni leg með jafn prýðilegri teikn- ingu og sérkennilegri. Húsgang- ur um Blálands-Rósu, hressileg þjóðsaga um fáráða förukonu, er lifir enn á kulnandi glæðum fjöl- breyttra æskuævintýra. Síðustu dagar Smyrlabergs-Kobba, Við gröf Péturs o. fl. eru eftirminni legar ævilýsingar olnbogabarna örlaganna. f fylgd með farandskáldi (Stein dóri Sigurðssyni) er samúðar- þrungið ljóð og skilningsríkt um þennan hrjáða flóttafugl á öræf- um auðnuleysis síns. Og við sem lítið þekktum S. S. tökum með hlýjum huga undir lokalínur lóðsins: Guð blessi þína hinztu flóttaför, þú farandskáld og bróðir! I Surrender Dear | Aðalhlutverkin: GLORÍA JEAN DAVID STREET | iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimnMiiiinmmiiiiiiiiiiinmtmí rm 11| • 11III11 ■ 11 ■ niimmmmmmmimmii'iimm* j SKJÁLDBORGAR [ BÍÓ ! FRUMSKÓGA- I STÚLKAN (Jungle Girl) \ I. h 1 u t i I Mjög spennandi og við- I I burðarík ný amerísk kvik- i | mynd, gerð eftir sam- i í nefndri skáldsögu eftir höf- I i und Tarzan-bókanna, Ed- i i gar Rice Burroughs. Aðalhlutverk: | FRANCES GIFFORD ! \ TOM NEAL j ~i i pwhiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'u Karlmanns-armbandsúr tapaðist sl. miðvikudags kvöld frá Hótel Norður land niður á eyri. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því á afgreiðslu Dags gegn fundarlaunum. Tvö góð lierbergi til leigu í miðbænum. Afgr. vísar á. Gegnum flest ljóð Guðmundar Frímanns streymir kliðmjúk og þýð hrynjandi fjölbreyttra hátta, og sumra all-nýstárlegra, er falla sérkennilega vel að efninu. Gætir þar sennilega hagleiks höfund- ar, jafnt hugar sem handa. — Þó hrekkur mitt austfirzka eyra upp öðru hvoru við hina þrálátu norðlenzku stuðlun með hv og k, sem var með öllu ókunn eystra í æsku minni. Auk ljóða höfundar eru hér einnig þrennar ágætar þýðingar úr sænsku á ljóðum eftir Dan Andersson og Bertil Gripenberg. Er áberandi hve hér gætir and- legs skyldleika höfundar og þess- ara tveggja sænsku skáldbræðra. Helgi Valtýsson. íbúð óskast Tvö herbergi og eldhús. Mikil fyrirframgreiðsla. — Lítils háttar hushjálp gæti komið til greina. Afor. vísar á. Bifreiðakennsla Kenni akstur og meðferð bifreiða. Höskuldur Hclgason, Norðurg. 17. Sínri 1191. Eða B. S. O. Sími 1760. Stúlku. vantar nrig til húsverka í vetur. Vil greiða hátt kaup Sérherbergi. Talið við mig sem fyrst. Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Brekkugötu 13. Tvö herbergi til legu á syðri brekkunni Hentug fyrir skólafólk. — Uppk í síma 1774. Mótorhjól Ariel-mótorhjól, 6 ha, ti! sölu. Baldur Stefánsson, Pétursborg. Strigaskór kvenna 1 nýkomnir Skóbúð KEA Koddaveráléreft Sængurveraefni hvit og mislit Lakaléreft bl. og óbl. (Stout) Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeilcl Gula bandið er búið til úr beztu f áan- legum hráefnum og í nýtízku vélum. Samvinnumeun nota smjörlíki frá samvinnuverksmiðju Fœst í Nýlenduvörudeild KEA og öllum útibúunum. Glæsibæjarhreppur Hross úr Glæsibæjarhreppi, sem rekin voru á Bark- árdal í sumar, verða tekin úr afréttinni laugardaginn 22. þ. m. Eigendur hrossanna vitji þeirra í Vaglarétt nefndan dag og greiði áfallinn kostnað. Gert er ráð fyrir að hrossin verði komin í réttina kl. 1—2 e. m. 10. september 1951. F. h. hreppsnefndar Glæsibæjarhrepps, Stefán Sigurjónsson. AUGLÝSIÐ í DEGI KHKHSIStStWStWHSíStKHKHIHSOÞíStKHKHKHKHÍHKHKHKHKHÍíKHKHSlKHíH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.