Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 3

Dagur - 12.09.1951, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 12. sept. 1951 DAGUR 3 Frú Sigurjóna Jakobsdóttir sextug Frú Sigurjóna Jakobsdóttir verð- ur scxtíu ára görnul á sunnudaginn kemur. Um langt skeið að undan- förnu hefur hún ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini M. Jónssyni skóla- stjóra, bókaútgefanda og forseta bæjarstjórnar Akureyrar, veitt for- stöðu einu stærsta og kunnasta hcimili þcssa bæjarfélags. Og víst hefur húsfreyjan átt'sinn ntikla og ómetanlega þátt í því að gera þann garð frægan og ágætan. Allir þeir fjölmörgu gestir, sem átt hafa dag- lega leið þangað í ýmsum erindum — að ógleymdum heimilisvinum, er sótt liafa þangað hollráð, lilýliug og hvers konar greiða — ljúka upp ein- um munni um rausn og myndar- brag heimilisins og húsbændanna. Og ekki munu þeir, sem þekkja bezt hinn stórbrotna athafna- og gáfumann, Þorstein skólastjóra fara í nokkrar . grafgötur um það, hversu snar þátttir kona hans er orðin af honum sjálfum eltir þeirra löngu og ástríku sambúð, enda er það sannast orða, að hún hefur staðið fast með bónda sínum í blíðu og stríðu og veitt honum hvers kon- ar hald og traust, innan heimilis og utan, enda kann hann vel að meta liana og virða í hvívetna. Þótt frú Sigurjóna hafi þannig að hætti annarra góðra lnismæðra — fyrst og fremst helgað starfskrafta sína eiginmanni sínum, lieimili og stórúm barnahópi og haft þar ærið verkefni og starfssvið, sem endast mundi flestuni konum að fullu — fcr því þó fjarri, að spor hennar liggi ekki einnig á öðrum sviðum, svo að vel verði þau rakin og minnum höfð. Leikkona er hún á gæt, og munu bæjarbúar minnast hennar vel á leiksviði hér í ýmsum skapgerðar-hlutverkum, sem hún hefur farið nteð af næmum skiln- ingi og röggsemi, enda mun óhætt að fullyrða, að hún sé nú í fremstu röð kunnustu og vinsælustu starfs krafta Leikfélags Akureyrar. Söngv in er frúin og í bezta lagi, og lét gamall kennari hennar í þeirn fræðum, Magnús heitinn Einarsson, eitt sinn svo um mælt, að hann hefði engan þekkt, er hefði öllu ör- uggara tóneyra en liún. Um eitt skeið kcnndi lnin söng við barna- og unglingaskólann í Borgarfirði eystra, og liún hefur verið einn bezti og tryggasti starfskrafturinn í ICantötukór Akureyrar frá upphafi kórsins, lengi átt sæti i stjórn lians og var formaður kórsins um liríð. Góðtemplari hefur hún verið frá barnæsku og tekið góðan Jiátt í störfum ýmissa kvenfélaga og ann- arra félaga í bænum og annars stað- ar, sent of langt mál yrði liér upp að telja. í ágætri grein, er einn nánasti heimilisvinur Jreirra hjóna, Egill Þórláksson kennari, ritaði árið 1945 í tímaritið Stíganda um Þorstein M. Jónsson sextugan, cr frú Sigurjónu maklega getið og mjög lofsamlega. Þar segir m. a. svo: „Frú Sigurjóna er ættuð úr Þing- eyjarsýslu, fríðleikskona mikil og vel gefin.... Listhneigð hennar og listskyn birtist í mörgu. Gestur, sent um tímá dvaldi á heimili Jieiri'a hjóna, dáðist mjög að bókmennta- smekk frú Sigurjónu og öruggu minni, og ljóðakunnátta liennar sagði hann að vera mundi fágæt. Það mun vera venja manns hennar, þegar honum berast handrit og til- boð að gefa jiau út, að liann fái henni Jiau í liendur til yfirlesturs og umsagnar. Telji hún Jiau sam- boðin útgáfufyrirtæki lians, eru þau tekin, annars vísað frá. Er hún meiri og traustari ráðunautur fians um útgáfu bóka en flestir hyggja. — Frú Sigurjóna hefur átt við að stríða langvarandi vanheilsu. Þó hefur hún af rausn og með um hyggju stjórnað stóru lieimili og gert Jiað aðlaðandi og vistlegt. — Börn Jieirra hjóna eru 8 á lífi af II, er Jieim fæddust. Hópur sá er mannvænlegur, og flest cru börnin uþpkomin....“ Við Jretta rná bæta, að auk sinna eigin barna hafa Jrau hjón alið upp sum barnabörn sin að nokkru eða öllu leyti. En ánnars skal hér engu bætt að sinni við jiessa greingar- góðu lýsingu Egils, nema hugheil- um árnaðaróskum. J. Fr. Minningarorð: NIELS KRISTIANSEN garðyrk j umaður Þau1 sorglegu tíðindi hafa bor izt hingað til ættingja og vina á Akureyri, að Niels Kristiansen sem dvaldist hér í bæ í rúmt IV2 ár fyrir 3 árum, hafi beðið bana við starf sitt vestur í Kanada, en þangað hafði hann farið aftur, til að fullnuma sig í starfsgrein sinni, tveimur mánuðum áður en slysið skeði. Margir Akureyring- ar munu minnast þessa ágæta manns og starfa hans við garð- yrkju hér í bæ, því að hann var minni þjónustu í IV2 ár, ásamt bróður sínum, Karli Kristiansen sem bjó í Hlíðargötu 7, fyrstu starfsár mín hér í bænum. Niels var fæddur í Söborg Glud, við Horsens á Jótlandi, þann 15. október 1913, eitt af börnum þeirra merkishjónanna Kristjans Kristiansen og Mariu Kristian' sen, sem hafa búið mestan hluta æfi sinnar á þessum stað og gert hann að höfuðbóli. Niels lærði r r Olafur Agústsson húsgagnasmíðameistari sextugur Síðastl. laugardag, 8. sept., varð Ólafur Ágústsson, húsgagna- smíðameistari hér á Akureyri, 60 ára. Ólafur hefur um langt skeið verið í hópi kunnustu og mæt ustu borgara þessa bæjarfélags, vinsæll maður og vel metinn af öllum, sem af honum hafa nokk- ur kynni. Hefur hann þó lítt haft sig í frammi á sviði opinberra mála, enda hlédrægur um of að 3ví leyti. En þeim mun meiri at- orku hefur hann lagt í atvinnu- rekstur sinn, enda rekið um langt árabil stærstu og fullkomnustu húsgagnasmíðastofu hér í bæ, búið hana sem bezt að vélum og húsakosti, haft fjölda ágætra smiða í þjónustu sinni og kennt lnnan mörgum ungum og efnilegum manni iðn sína með mikilli prýði. Eru nú ýmsir nemenda hans orðnir kunnir húsgagnasmiðir og iðnrekendur, bæði hér í bæ og annars staðar. Ólafur Ágústsson er kvæntur Rannveigu Þórarinsdóttur,bónda Jónssonar á Æsustöðum í Eyja- firði, systur Vilhjálms Þór og þeirra systkina — myndarlegri og merkri ágætiskonu. Sonur þeirra, Ágúst, hinn mannvænleg- asti maður og ágætur drengur, stjórnar nú iðnrekstrinum ásamt föður sínum. Annar sonur þeirra hjóna, Þórarinn, lézt uppkominn nú fyrir nokkrum árum, óvenju- legt mannsefni og prúðmenni, svo sem hann átti kyn til. Ólafur Ágústsson er yfirlætis- laus maður og hæglátur, en þeim mun traustari og farsælli í hví- vetna. Hið myndarlega og ágæta heimili þeirra hjóna er kastaii hans og borgarvirki. Þaðan stjórn ar hann hinu stóra atvinnufyrir- tæki sínu með gætni og festu. — Njóti hann heill handa og hag- leiks til hárrar elli. Guðmundur Karl Pétursson yfir- læknir fimmtugur—15 ára starf að Ákureyrarspítala Það má sjá fyrir endann á því, að á þessu ári verður ekki sú breyting á framkvæmdum við nýja sjúkrahúsið hér í bæ, sem mestu máli skiptir, að húsið verði vígt og tekið í notkun. Enn mun tími líða unz milljónirnar á brekkunni taka að gegna því hlutverki, sem þeim, var frá önd- verðu ætlað. Það verður aldrei talið annað en lélegur búskapur hjá landsmönnum, að horfa upp á þetta hálfgerða mannvirki ár eftir ár án mikilla og samstilltra átaka. Þörfin fyrir aukið sjúkra- rúm og bætta aðstöðu sjúklinga og lækna er öllum ljós, brýn og tvímælalaus og engum dylst, að það er ekki getuleysi þjóðarinn- ar í heild,sem stendur í vegi fyrir því, að þessu mikla mannvirki sé lokið fyrir löngu. Það hefðl verið ánægjul. að taka sjúkrah. í notkun nú á þessum haustdög- um, og raunar meira en ánægju- legt, því að á því er hin mesta þörf. En það hefði líka verið verðskulduð viðurkenning til þess manns, sem þetta sjúkra- húsmál hefur manna mest mætt á síðan fyrst var rætt um })að í al- vöru ,að koma hér upp fullkomnu nýtízku sjúkráhúsi. Sl. laugardag átti Guðm. Karl Pétursson yfir- læknir fimmtugsafmæli og nú skamms eru liðin 15 ár síðan hann tók við yfirlæknis- starfinu hér. Er af bæjarins hálfu eigi síður tilefni að minnast þess afmælis en merkisdagsins sl. laugardag. En þessara merku tímamóta í ævi ýfirlæknisins verður því miður ekki minnzt á þann hátt, sem sæmilegast var, með vígslu nýja sjúkrahússins. legt og viðkvæmt hjarta, sem undir slær. Þrátt fyrir langan starfsdag á sjúkrahúsinu hefur Guðm. Karl gefið sér tóm til að sinna öðrum hugðarefnum en læknisstörfunum. Guð hefur gef- ið honum mikið starfsþrek og ódrepandi áhuga fyrir öllu, sem lifir. Hann er einn áhugamesti forvígismaður skógræktarmála hér um slóðir, forustumaður Rauðakrossins og hefur helgað báðum þessum félögum mikið af takmörkuðum frítíma sínum. — Hann er einn fróðasti náttúru- fljótt hin réttu handtök við garð- yrkjustörfin hjá föður sínum, enda var hann manna færastur í Jieim, eins og óðal hans ber glöggan vott um. Störf og at- hafnir þessa mæta bónda hafa þótt það mikil og góð, að þangað hafa háskólarnir farið með nem endur sína til að láta þá sjá, hvað hægt er að gera, og hvernig á að vinna verkin, svo að í lagi séu. — Niels vann heima fram eftir aldri og fékk þar J)á verklega þekk- ingu og það veganesti, sem gerði (Framhaid á 11 .síðu). Vonandi verður þess samt ekki ýkja langt að bíða, að Guðm. Karl taki þar við forráðum og hljóti þar þá aðstöðu, sem kunn- átta hans og hæfileikar, dugnað- ur og drengskapur verðskulda. Guðmundur Karl hefur gert garðinn frægan. Það er ekki húsakostur1 Akureyrarspítala, tæki hans né önnur aðstaða, sem veldur því, að hingað sækja sjúk- ir menn og særðir víðs vegar að. Það er læknishendi forráða- manns spítalans, sem er aðdrátt- araflið. Þrátt fyrir mjög erfiða aðstöðu og þröngan kost í hinu gamla og úr sér gengna sjúkra- húsi, hefur honum tekizt á liðn- um 15 árum að vinna þar afrek, sem vakið hafa athygli leikmanna jafnt sem kunnáttumanna. Lækn irinn hefur í þessi 15 ár átt lang- an starfsdag. Fólkið hefur geng- ið út frá því að hann væri jafnan á sínum stað, tilbúinn hvort heldur á nóttu sem degi að líkna og lækna og hann hefur ekki brugðizt trausti þess. Ósérhlífni hans og dugnaður hafa skapað öryggistilfinningu í brjóstum þúsunda manna hér í bæ og nær- lendis. Það er gott að eiga athvarf hjá slíkum mönnum, Jiegar á reynir, og betra en menn gera sér ljóst í fljótu bragði, en þeir mundu sjá það, ef Gúðm. Karl væi’i allt í einu horfinn héðan. Störf læknisins hafa gert hann ástsælan af meðborgurunum og það enda þótt hann segi þeim stundum til syndanna af mikilli hreinskilniv Menn finna það fljótt, að þrátt fyrir hrjúft yfir- borð á stundum, er það drengi- fræðingur þessa bæjar og fylgist dag hvern með því, sem gerist í náttúrunni umhverfis okkur. — Ymsum félagsmálum hefur hann lagt lið og góður liðsmaður er hann, að hverju sem hann geng- ur, aldrei hálfvolgur eða áhuga- laus, heldur alltaf gneistandi af starfsorku og eldmóði. Guðm. Karl Pétursson er Ey- firðingur og þessu héraði hefur hann helgað beztu ár sín. Náms- ferill hans var glæsilegur, bæði fyrir og eftir læknispróf. Hann á að baki langar námsdvalir er- lendis, aðallega í Svíþjóð og Bandaríkjunum, hlaut viðpr- kenningu sem sérfræðing í hand- lækningum 1936, Jiá aðstoðar- læknir á handlækningadeild Landspítalans og sama ár tók hann við forstöðu Akureyrar- spítala og hefur starfað hér óslit- ið síðan, þegar frá eru taldar nokkrar utanlandsferðir til náms eða fyrir málefni sjúkrahússins. Guðm. Karl er kvæntur Ingu Karlsdóttur, ágætri konu, sem verið hefur samhent manni sín- um í hinu erfiða starfi hans. Þau hjón eiga fjórar dætur. Guðm. Karl er enginn yfir- borðsmaður og víst mun hann manna ófúsastur að heyra bumb- ur barðar sér til heiðurs. En hvorki bær né hérað geta sjálfs sín vegna gengið þegjandi fram hjá tvöföldu merkisafmæli, þegar hann á í hlut. Þess vegna eru þessar línur hér settar á blað. En hér er ekki verið að líta yfir lok- inn starfsferil. Hér er aðeins staldrað við á áfanga. Framund- an bíður Guðm. Karls enn mikið stai’f og langur starfsdagur. Megi bær og hérað njóta hans sem lengst og megi samborgararnir bera gæfu til að fá honum í hendur viðunandi starfsaðstöðu áður en langt er liðið á sjötta tug æviáranna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.